Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 3 Miklar annirí fluginu MIKLAR annir voru I gær í inn- anlandsflugi Flugfélagsins og var flogið þindarlaust frá því klukk- an 05 um morguninn. Þá voru farnar þrjár vöruflutningaferöir til Akureyrar, en síðan var flogið með farþega þangað klukkan 08.30. Þá voru ráðgerðar þrjár ferðir í gærkvöldi til Akureyrar. Yfirleitt voru aukaferðir farnar til allra áætlunarstaða Flugfélags- ins í gær og sérstaklega var mikið að gera við vöruflutninga. Dagur- inn var mesti annadagur jóla- undirbúningsins hjáfélaginu, en til tveggja staða gekk erfiðlega að halda uppi ferðum vegna snjóa á flugvöllunum. Var það til Þórs- hafnar og Raufarhafnar. Tvær ferðir voru farnar til Norðfjarðar. Ekkert flug verður á aðfangadag og jóladag. I utanlandsflugi var einnig mik- ið að gerð og voru farnir aukaferð ir. Síðasta ferð til Evrópu fyrir jólahátiðina verður á sunnudag til Kaupmannahafnar og Osló. Karlmanns- hárkolla í óskilum HARKOLLA af karlmanni fannst utan við húsið Skeif- una 19 í gærmorgun. Inni f kollunni stendur 1 — 9. Inni í kollunni eru ennfremur plástrar, sem augsýnilega hafa ekki dugað til, og hún dottið eða fokið af höfði eig- andans. Hann getur vitjað kollunnar á afgreiðslu Morgunblaðsins, sem er til húsa í Skeifunni 19. Hárkoll- an ei brúnleit á lit. Fuglafóður kemur aftur FORMAÐUR Sólskríkjusjóðsins tjáði Mbl. í gær, að fuglafóður sé gjörsamlega uppurið í verzlunum. Er þar átt við svokallað Milokorn, sem smáfuglum hefur verið gefið. Sjóðurinn hefur nú látið kurla maís og í gær var verið að dreifa honum i verzlanir. Þvi getur fólk nú aftur gefið smáfuglunum i vetrarkuldanum. Jólasöngur við kertaljós í KVÖLD, laugardaginn 22. des., gengst Félag guðfræðinema fyrir jólavöku í Háteigskirkju og hefst hún kl. 22. Guðfræðinemar lesa úr Ritning- unni, Háskólakórinn syngur und- ir stjórn Ruth Magnússon, Jósef Magnússon leikur einleik á flautu og Martin Hunger leikur á orgel verk eftir Lúbeck og Schneidt. Leiðrétting í minningargrein um Þorstein trésmið Þorsteinsson i Morgun- blaðinu hinn 20. þ.m. er dánarár móður hans talið 1956, en hún andaðist árið 1931. Ég biðst afsökunar á þessari misritun. Asgeir L. Jónsson. á/S^ TIZKUVERZLUIM UNGA FÓLKSINS (gjp KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.