Morgunblaðið - 22.12.1973, Page 12

Morgunblaðið - 22.12.1973, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Frá blaðamannafundinum, frá vinstri: Þórunn Pálsdóttir forstöðukona. Guðrún Guðnadðttir aðstoðarforstöðukona, Þórður Möller læknir, prófessor Tómas Helgason yfirlæknir og Georg Lúðvfksson, forstöðumaður rfkisspftalanna. Séð inn f herbergi f Hátúni 10 í þessu herbergi voru til skamms tfma 6 sjúklingar. TÓMAS Helgason prófessor og yfirlæknir Kleppsspítalans hélt fund með fréttamönnum í fyrradag í tilefni þess, að nú hefur elzti hluli Kleppsspítal- ans, sem byggður var árið 1907, loks verið rýmdur og þeim 45 sjúklingum, sem þar dvöldust verið komið fyrir annars staðar. Mátti vart tæpara standa, því að í fyrri nótt fraus vatn í leiðslum gamla hússins og þær sprungu og vatn rann á milli hæða. Aðeins vika er liðin frá því að síðustu sjúklingarnir voru fluttir á brott. Verður gamla húsið væntanlega rifið á næstunni, en það var i raun löngu orðið ónothæft, ekki er hægt að hita það upp í köldu veðri og mjög mikil eldhætta er í því. Til að leysa vanda þess fólks, sem dvaldi i þessu gamla ónýta húsi, var keypt húsið að Laugarásvegi 71 og síðan leigð- ar fyrstu hæðirnar, í tveimur húsum Öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og 10A. Fréttamönnum gafst í gær tækifæri til að heimsækja þessa staði og kynna sér aðbúnað sjúklinganna. Að Laugarásvegi 71 er heimili fyrir öryrkja, sem ekki eiga annars staðar höfði sínu að halla og þurfa að búa í skjóli. Þar eru nú 17 sjúklingar og var flutt þangað inn fyrir tæpu ári. Allir þeir, sem þar dveljast stunda atvinnu, annað hvort í bænum eða á Klepps- spítala. I Hátúni eru deildir fyrír meiri öryrkja eða sjúklinga, sem þurfa meiri umönnunar við. Þar eru nú 28 sjúklingar. Þar er sameiginlegt mötuneyti, sem fær mat frá eldhúsi ríkis- spítalanna og sér auk þess nokkrum öðrum íbúum í bygg- ingum Öryrkjabandalagsins fyrir mat. Fyrstu sjúklingarnir fluttu þangað sl. vor, en þeir síðustu fyrir viku eins og áður hefur verið drepið á. Tómas Helgason sagði, að reynslan af þessum og öðrum heimílum fyrir öryrkja eða langtíma sjúklinga hefði verið mjög góð. Það hefur reynst fólkinu mikil lyftistöng að búa í ibúðarhverfum og eðlilegra umhverfi heldur en spítali, sem byggður er í tengslum við aðra spitala og byggðina í heild getur skapað. Tómas sagði, að ekki væri hægt að leysa nema hluta af vistunarþörf öryrkja eða langdvalarsjúklinga með þessu móti, þar sem rekstur á mörgum litlum einingum væri á ýmsan hátt erfiður frá stjórn- unarlegu sjónarmiði, þó að hann væri fólkinu oft hag- stæður. Þórunn Pálsdóttir forstöðu- kona Kleppsspitalans, tjáði Mbl. að sjúklingarnir hefðu verið mjög fljótir að aðlagast sínu nýja umhverfi og aðstæð- um og hefðu verið mjög þakk- látir fyrir þennan bætta aðbún- að. Herbergin eru 2—3 manna með snyrtingu og svo er setu- stofa, þar sem hægt er að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp og vera með smáföndur. Þarna er hjúkrunarkona á vakt allan sólarhringinn, en alls eru 7 starfsmenn í báðum húsum. Eins og áður sagði er ekki hægt að leysa nema hluta af vist- unarþörfinni með þessu móti. Sumir eru það mikið veikir, að þeir verða að dvelja á sjúkra- húsum, sem geta boðið fjölþætt- ari og meiri hjúkrun og með- ferð heldur en einstök lítil heimili geta gert. Síðan sagði Tómas Helgason: ,,Loks er að sjálfsögðu að geta þess, að þeim, sem fá bráða geðsiúk- dóma og þurfa að komast að heiman af þeim sökum, verður best hjálpað á geðdeildum Gamli Klepps- spítalinn rýmdur sjúkrahúsanna. Eins og sakir standa er mjög mikill skortur á slíkum sjúkrarúmum. Skv. áætlun heilbrigðisráðuneytis- ins vantar rúmlega 250 rúm fyrir sjúklinga með bráða geð- sjúkdóma, en tæplega 230 rúm fyrir langdvalarsjúklinga, þar með taldir langdvalardrykkju- sjúklingar. Má í þessu sam- bandi geta þess, að á næstu dögum verður boðin út grunn- urinn að fyrri áfanga geð- deildar Landspítalans, og er áætlað, að hægt verði að taka hann i notkun með 60 rúmum eftir 4 ár.“ AÐ lokum sagði Tómas Helgason: „Eins óg kunnugt er stendur Kleppsspítalinn á hafnarsvæði Reykjavíkur, og er ætlast til, að hann hverfi i framtíðinni. Þó má gera ráð fyrir, að enn verði óhjákvæmilegt að nota hann um langt árabil. Tíl þess að svo megi verða er nauðsynlegt að koma þar upp til bráðabirgða ýmissi aðstöðu til meðferðar fyrir sjúklingana svo og ýmissi bráðnauðsynlegri aðstöðu fyrir starfsfólkið. 1 athugun er hvort unnt verði að komast hjá að byggja eldhús, með því að flytja mat til spítalans úr eldhúsi Landspítalans. Verði það hægt, sparar það að sjálfsögðu eld- húsbyggingu, en óhjákvæmi- legt verður að koma upp að- stöðu til móttöku matarins, borðstofu fyrir starfsfólk, snyrtiherbergjum og skiptiher- bergjum, svo að sæmilega megi una við spítalann í einn til tvo áratugi enn. Með því að bæta við þeirri meðferðaraðstöðu, sem á var minnst, er hægt að bæM nýtingu spítalans eitthvað frá því sem er. Geðdeildir þurfa mikið á alls' konar dagstofum, vinnuher- bergjum og ýmsum öðrum aukaherbergjum að halda, til þess að geta sinnt hlutverki sinu á virkan hátt, það er að aðstoða sjúklinga, sem þangað leita til þess að komast sem fyrst aftur heim og til starfa. Sé þessi aðstaða utan sjálfra sjúkraherbergjanna ekki fyrir hendi verður það til þess að meðferðin verður óvirk, og mikil hætta verður á, að sjúk- dómarnir verði langvinnari en ella, sem aftur leiðir til auk- innar sjúkrarúmaþarfar.“ Vantar um 500 rúm fyrir sjúklinga Gamli Kleppsspítalinn, sem nú er ónýtur. Dagstofan f Hátúni lOa Ljósmyndir Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.