Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 14

Morgunblaðið - 22.12.1973, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973 Samræmda heildarstjórn efnahagsmála vantar VIÐ 3. umræðu um f járlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar, sl. mi3- vikudag, flutti Geir Hallgrímsson ræSu, þar sem hann gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinn- ar. Verður hér gerð grein fyrir helztu efnisatriðum ræðunnar. 1 upphafi máls sfns vakti þing- maðurinn athygli á því, að það væri fyrst við þriðju umræðu, sem yfirlit væri gefið um væntan- Iegar tekjur ríkisins. Alþingis- menn hefðu ekki fyrr getað gert sér grein fyrir, hverju þjóðarbúið hefði úr að spila til hinnar svo- kölluðu samneyzlu. Kvaðst Geir telja öfugt að farið f máli þessu. Þessi tekjuáætlun hefði átt að að liggja fyrir við upphaf meðferðar fjárlaga, og ekki sfðar en við aðra umræðu. Um það, hve mikil hlutdeild rfkisins og hins opinbera ætti að vera f heildarfjármunaeyðslu þjóðarbúsins, sagði Geir Hall- grímsson: „Við sjálfstæðismenn höfum lagt á það áherzlu, að sett verði ákveðið þak á það hlutfall, sem hið opinbera geti tekið af ein- staklingum, fyrirtækjum og sam- tökum þeirra til sameiginlegra þarfa. Við teljum, að ekki sé unnt að koma við sparnaði, að- gæzlu og aðhaldi í meðferð opin- berra fjármála, án þess að slíkt þak sé sett, — slíkt hámark þeirra fjármuna, sem hið opinbera tekur til sín. Önnur ákvörðun, sem við hljót- um næst að taka, er að gera okkur grein fyrir því, hvort æskilegt er að eyða þá þegar öllu því, sem hið opinbera tekur til sín frá einstakl- ingum, fyrirtækjum og atvinnu- vegum. Það kann að vera svo hátt- að í þjóðfélaginu, að það sé æski- legra og eðlilegra, að hið opinbera leggi nokkra fjármuni til hliðar til þess að safna í sjóði, ef um spennu er að ræða í efnahagslíf- inu og geyma, ef síðan koma þau ár, að náuðsynlegt sé að örva efnahagslifið. Þegar þessar tvær ákvarðanir eru teknar, liggur fyrst fyrir sú heildarupphæð, sem við höfum til ráðstöfunar til margvíslegra sameiginlegra þarfa, til svokallaðrar samneyzlu. Þá fyrst kemur til að greina sund- ur gjöldin milli einstakra mál- efnaþátta og innan hvers mál- efnaþáttar milli reksturs og þjón- ustu annars vegar og fjárfesting- ar og framkvæmda hins vegar. Ég held, að ekki fari á milli mála, að bæði meðferð þessa fjár- lagafrumvarps og efnissinnihald þess brjóti í bága við allar viður- kenndar reglur stjórnar efna- hagsmála. Hér er ekki neitt, sem getur kallazt eða heitir samræmd heildarstjórn efnahagsmála. Slíka heildarstjórn skortir hér á landi, meðan vinstri stjórnin hefur ver- ið við völd.“ Þá sagði Geir Hallgrímsson, að i fjárlagafrumvarpinu væri tekju- áætlunin í raun og veru byggð á því, að viðskiptajöfnuðurinn við útlönd yrði óhagstæður um 4200 — 4400 milljónir kr. Við það væru áætlanir um tolla- og söluskatts- tekjur beinlínis miðaðar. Hér væri um óhæfileg vinnubrögð að ræða í því árferði, sem nú væri, þar sem viðskiptakjör við útlönd væru hagstæð. Menn skyldu ætla, að það væri markmið við stjórn efnahagsmála nú, að ríkisbúskapurinn væri rek- inn með myndarlegum greiðsluaf- gangi og að tekjur væru mun hærri engjöld. Samkvæmt þessu frumvarpi væru hins vegar gjöld hærri en tekjur og því aðeins gert ráð fyrir óverulegum greiðsluaf- gangi, að lánahreyfingar kæmu þar til. Geir Hallgrímsson lét ennfrem- ur í ljós þá skoðun, að hann teldi upphæðir til niðurgreiðslna og fjölskyldubóta vantaldar um 850 — 900 milljónir. Myndi það ásamt ráðgerðri hækkun á áfengi verða til þess að hækka vfsitölu um nær 6 stig. Myndi kaupgjaldskostnað- ur hækka um 4% af þeim sökum einum. Beindi Geir þeirri spurn- ingu til ráðherra þar sem ráðgert væri, að afnotagjöld útvarps hækkuðu um 40 — 50%, hvort ráðgerðar væru frekari hækkanir á þjónustu ríkisfyrirtækja og hvaða áhrif þær hækkanir myndu þá hafa á vísitöluna. Benti Geir Hallgrímsson á, að líkur væru á því, að vfsitalan og tilkostnaður atvinnuveganna hækkaði um 14 — 15% 1. marz nk. Væri slfk hækkun á 3 mánuð- um í kjölfar 30% dýrtíðaraukn- ingar á einu ári, vitnisburður um hraðvaxandi verðbólguþróun. í lok ræðu sinnar sagði Geir Hallgrímsson: Þessi fjárlög eru vitnisburður um það, að ríkisstjórnin hefur al- gerlega misst úr höndum sér alla stjórn efnahagsmála. Hún hefur reyndar frá fyrstu tíð lítil tök haft á þeirri stjórn, en hafi þau verið einhver f byrjun, er þeim nú algerlega lokið. Þessi fjár- lög bera vitni um þá verðbólgu- þróun, sem viðgengizt hefur und- ir handarjaðri ríkisstjórnarinnar og hún hefur ekki sýnt neina við- leitni til að ráða við. Jafnframt eru þessi fjárlög vitnisburður um það, að ríkisstjórnin horfist ekki í augu við vandann. Utgjöld, sem fyrirsjáanleg eru á næsta ári, eru þar ekki meðtalin og ekki eru gerðar ráðstafanir, sem geta hamlað að einhverju leytí á móti áframhaldandi dýrtíð, er í því efni alveg sérstaklega áberandi, að ríkisstjórnin ætlar sér ekki, miðað við þessi fjárlög, að gera lægfæringar á beinum sköttum, sem hún þó hefur játað, að full þörf væri á og allir stjórn- | málaflokkar, hafa lýst yfrr, að nauðsynlegt væri að gera. Ég skora á hæstvirtan fjármálaráð- herra að svara því, hver ætlun ríkisstjórnarinnar er, — i fyrsta lagi varðandi áframhaldandi nið- urgreiðslur og fjölskyldubætur, fyrirsjáanlegan vöxt dýrtiðarinn- ar og tilkostnað atvinnuveganna í landinu, sem getur gert þá ósam- keppnishæfa á erlendum mörkuð- um, en einnig skora ég á f jármála- ráðherra að hann svari því til, hvað er ætlun ríkisstjórnarinnar að gera í skattamálum? Ætlar hún ekkert að gera til að lagfæra löggjöfina um tekju- og eignar- skatt, sem sett var í fljótræði og af miklum misskilningi og mistök- um við upphaf valdatímabils hennar 1972? Ég vænti þess, að ráðherra svari þessum fyrir- spurnum. Frá þriðju umræðu fjárlaga á Alþingi Búinn er til greiðsluaf- gangur með blekkingum GUNNAR Thoroddsen flutti ræðu við 3. umræðu um fjárlaga- frumvarpið, þar sem hann lýsti m.a. yfir af hálfu Sjálfstæðis- flokksins, að flokkurinn mundi greiða atkvæði gegn frumvarpinu við lokaafgreiðslu þess. Hefur sú yfirlýsing verið birt í heild hér f Morgunblaðinu. í ræðu sinni vék Gunnar Thor- oddsen m.a. að þróuninni í þvf, hversu rfkið hefur tekið mikið hlutfall af þjóðarframleiðslu til sinna þarfa. A áratugnum 1960—1970 hefði þetta hlutfall yfirleitt verið 16—19%, en á ár- inu 1974 væru horfur á, að þetta hlutfall færi upp í um það bil 30%. „Þetta er auðvitað úr öllu hófi og setur mark sitt alls staðar, bæði á afkomu einstaklinga og atvinnuvega," sagði Gunnar Thor- oddsen.' Hér fer á eftir kafli úr ræðu Gunnars: „Það er óþarft að rekja hér ítar- legafjárlagafrumvarpiðog þær at hugasemdir sem við sjálfstæðis- menn höfum við frumvarpið að gera. Þau mál hafa verið rakin svo rækilega af þeim þingmönn- um flokksins, sem hér hafa tekið til máls í þessum umræðum. Ég vil taka það fyrst fram þó, að útgjöld ríkisins eru samkvæmt frumvarp- inu nú vær 30 milljarðar kr., og hafa þær nær þrefaldast á þrem árum. Við sjálfstæðismenn teljum þetta svo langt úr hófi, að þetta fái ekki staðist, og liggja til þess margar ástæður, sem hér er engin þörf að rekja. Ein ástæðan er sú, að það verður að vera visst eðli- legt hlutfall milli þjóðarfram- leiðslu annars vegar og þess, sem ríkissjóður tekur til sinna þarfa. Á áratugnum 1960—1970 \var þetta hlutfall yfirleitt milli 16— 19% af þjóðarframleiðslunni. En nú á árinu 1974 eru horfur á, að þetta hlutfall fari upp i um það bil 30% af þjóðarframleiðslunni. Þetta er auðvitað úr öllu hófi og setur mark sitt alls staðar bæði á afkomu einstaklinga og atvinnu- vega. Þegar þetta er haft í huga, þá skyldu menn þó ætla, að sæmilegt jafnvægi væri í frumvarpinu, helst þannig, eins og jafnan þarf að vera á slíkum þenslutímum, að ríkissjóður ætli sér einhvern greiðsluafgang. Það væri í sam- ræmi við lögmál efnahagslífsins, sem allir ættu að fylgja. Nú er það að vísu svo, að reikningslega mun verða greiðsluafgangur á þessu frumvarpi. Greiðsluafgangur, sem nemur eitthvað í kringum 100 millj. kr. en sem er þó ekki nema rúmlega þrír af þúsundi þeirra tekna, sem ríkissjóður ætl- ar að afla sér. Hér hefði þurft að vera ríflegur greiðsluafgangur, en jafnvel þessi reikningslegi af- gangur er nú ekki meiri en þessi. Hins vegar er það auðsætt, að hér er aðeins um áætlaðan reiknings- legan afgang að ræða, en ekki raunverulegan. Hann er ekki raunverulegur vegna þess að það hefur verið sýnt greinilega fram á, að ýmis fyrirsjáanleg útgjöld, sem ríkissjóður kemst ekki hjá að greiða, eru ekki talin í frumvarp- inu eða ekki talin nægilega há. 1 annan stað er reynt með vissum tilfærslum og tilfæringum af hálfu stjórnarsinna að hagræða hlutum þannig, að það er talna- leikur einn. Ég vil nefna hér eitt dæmi. Meiri hluti fjárveitinganefndar flytur tillögu um að lækka niður- greiðslur um 400 millj. kr. Og nú kunna menn að spyrja: Er þetta ætlunin? Verður þetta fram- kvæmt? Ég held, að þetta sé talna- leikur einn og ekki ætlunin að framkvæma það. Þá byggi ég á reynslunni fráþessari hinni sömu stjórn. Þegar fjárlög fyrir 1972 voru samþykkt, var ákveðið að lækka niðurgreiðslu eins og nú. Það átti að lækka þær um 180 milljónir kr. Hver varð nú reynsl- an? Það er best að vitna í rit, sem heitir Þjóðarbúskapurinn nr. 3, útgefinn af Framkvæmdastofnun ríkisins, hagrannsóknadeild. Þar er annáll efnahagsmála árið 1972 og fyrri árshelmings 1973. Þetta er ákaflega fróðlegur annáll og í rauninni skemmtilegur, eins og flestir annálar eru. Þegar hafði verið gengið frá því í fjárlögum fyrir 1972 að lækka niður- greiðslur um 180 milljónir kr., voru ráðherrarnir varla vaknaðir af nýjársblundinum, þegar þeir ákváðu að auka niðurgreiðslurnar um 25 milljón- ir kr. Nú skyldi maður ætla, að reynt hefði nú verið, þegar á leið árið að vinna þetta upp. En'það var nú eitthvað annað. 1 júlímán- uði þótti svo mikið við liggja að auka niðurgreiðslur, að það voru gefin út sérstök bráðabirgðalög um aukningu niðurgreiðslna og hækkun fjölskyldubóta, samtals 240 milljónir eða 485 millj. á árs- grundvelli. Síðan var haldið á- fram. 1 sept. voru niðurgreiðslur auknar um 75 milljónir og í des- ember voru niðurgreiðslur aukn- ar enn um 95 milljónir kr. á árs- grundvelli. Hvers vegna var þetta gert? Eftir því sem annáll Fram- kvæmdastofnunarinnar segir, þá voru niðurgreiðslur auknar til þess að koma i veg fyrir hækkun kaupgreiðsluvfsitölu. Þetta gerðist nú á árinu 1972. Fjórum sinnum eru niðurgreiðslur hækkaðar og auknar gagnstætt því, sem Iofað var og ákveðið í þeim fjárlögum, sem afgreidd voru í des. 1971. Þegar svo kom fram á árið 1973, gerðist nú það undarlega, að það var farið að hækka og lækka nið- urgreiðslur á vixl. 1 janúar voruniðurgreiðslurauknar um 90 milljónir á ársgrundvelli, einum mánuði síðar í marsmánuði voru þær lækkaðar um 180 milljónir á ársgrundvelli og þremur mánuð- um siðar, í júnf, voru þær enn auknar um rúmar 200 milljónir, miðað við heilt ár. Ég rek nú þessa atburði samkvæmt annál efnahagsmála Framkvæmda- stofnunar ríkisins, sem sýnir svart á hvitu, hvernig því er treystandi, sem stjórnarflokkarn- ir ákveða í fjárlögum. Sýnir það og sannar, að hér er um talnaleik að ræða. Hér er verið að búa til greiðsluafgang en með tillögum, sem vafalaust verður ekki staðið við. Þetta frumvarp, erreist á óhæfi- legri og óhóflegri skattheimtu. Skattbyrðin er orðin óviðunandi og mér dettur það i hug vegna ræðu forsætisráðherra um þjóð- hátíðina á næsta ári og hvernig ætti að minnast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar, að nokkuð skýtur nú skökku við, þegar við höfum það í huga, að forfeður okkar, landnámsmennirnir, flýðu úr Noregi vegna skattáþjánar, þá skuli hæstv. ríkisstjórn ætla að halda upp á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar með því að hafa hér mestu skattaáþján, sem þekkst hefur í sögu þessa lands. Þannig eru nú aðalhátiðahöldin af hálfu þessarar ríkisstjórnar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.