Morgunblaðið - 22.12.1973, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973
I IWmiHÍIIIII MORGUAIBLABSIIUS
Mót sex liða og
tveir landsleikir
Þórir Magnússon I baráttu f siöasta leiknum, gegn
gestgjöfunum Luther-háskólanum.
3 síðustu leikir
USA-ferðarinnar
EINS og fram hefur komið í frétt-
um kemur handaríska handknatt-
leikslandsliðið hingað til lands á
milli jóla og nýárs. Mun liðið taka
þátt í sex liða handknattleiksmóti
í Hafnarfirði og auk þess leika
hér tvo landsleiki.
Liðin, sem taka þátt í þessu
móti, verða, auk bandaríska lands
liðsins, unglingalandsliðið, FH,
Haukar og tvö Reykjavíkurfélag-
anna, sennilega Valur og Fram.
Mótið hefst 29. desember, klukk-
an 13, og daginn eftir verður mót-
ALÞJÓÐA handknattleikssam-
handið og skipulagsnefnd heims-
meistarakeppninnar í A-Þýzka-
landi hefur nú ákveðið, á hvaða
stöðum riðlakeppnin fer fram.
Mun fslenzka liðið, sem leikur í
a-riðli ásamt V-Þýzkalandi, Tékkó
slóvakíu og Danmörku, leika leiki
sína í Karl-Marx-Stadt,
Gera og Erfurt. Kiðlakeppni fer
fram 28. febrúar til 10. marz, en
Pele upp á
sitt bezta
130 ÞUSUND manns f.vlgdust
með leik hrasilfska landsliðsins
frá því árið 1970 gegn úrvalsliði
erlendra leikmanna. Leikurinn
var styrktarleikur fyrir eina af
brasilfsku hetjunum, Garrincha,
en hann varð á hætta knatt-
spyrnuiðkunum vegna heilsu
sinnar. Garrincha lék þó fyrstu 30
mínútur leiksins og er hann yfir-
gaf leikvanginn klöppuðu áhorf-
endur honum óspart lof í lófa.
Garrincha fær allan ágóða af
leiknum, um 20 milljónir ís-
lenzkra króna.
Leiknum lauk með sigri
Brasilíumannanna, Brindisi
skoraði að visu fyrsta mark leiks-
ins fyrir gestina, en Pele jafnaði
skömmu siðar með snilldarlegu
marki. Marki, sem var af sömu
gerð og hans beztu á gullaldar-
árunum, og Pele lék þennan leik
svo sannarlega eins og þegar
hann var upp á sitt bezta. Sigur-
markið skoraði Luis^ Pereira og
leiknum lauk 2:1.
inu haldið áfram á sama tíma, á
gamlársdag byrjar keppnin
klukkan 12 á hádegi. Annan i
nýári verður leikið frá klukkan
20, og síðustu leikir mótsins hefj-
ast klukkan 20 þriðja janúar. Þó
að landslið Islands taki ekki þátt í
þessu móti, vantar þátttökuliðin
ekki meistaratitla, Haukar eru
Reykjanesmeistarar, FH ísiands-
meistarar utanhúss, Valur ís-
landsmeistari innanhúss og Fram
Reykjavíkurmeistari, það skal þó
tekið fram, að ekki er víst, að tvö
síðan tekur keppnin um einstök
sæti við.
B.-riðill. skipaður Rúmeníu.
Svíþjóð, Póllandi og Spáni, leikur
í Schwerin, VVismar og Rostock.
Gestgjafar A-Þýzkalands leika í
c-riðli ásamt Sovétmönnum,
Bandarfkjamönnum og sigurveg-
aranum f Asíuriðlinum — Japan
eða Israel, og fara leikir riðilsins
fram í A-Berlín og Brand-
enburg. D-riðilinn, Júgóslavfa,
Ungverjaland. Búlgarfa og Alsír,
leikur í Halle, Dessau og Magde-
burg.
tsland hefur ekki áður leikið á
þessum stöðum og því er lítið
vitað um, hvernig aðstaðan er á
þessum stöðum. Erfurt er ísuður-
hluta landsins, gömul borg og
sögufræg. Karl-Marx-Stadt er
fjórða stærsta borg A-Þýzkalands
með rúmlega 350 þúsund fbúa.
Fyrstu leikir
þriðju deildar
FYRSTU leikirnir í íslandsmóti
þriðju deildar í handknattleik
fóru fram í íþróttahúsinu í Hafn-
arfirði um siðustu helgi. Stjarnan
vann Víði með 26 mörkum gegn
16 og höfðu Stjörnumenn alltaf
undirtökin í leiknum. Leikur Aft-
eldingar og IA var hins vegar
með öðrum blæ. Eftir að Aftur-
elding hafði komizt í 4:1, skoruðu
Skagamenn 11 mörk í röð og
höfðu yfir i hálfleik, 12:5. Síðari
hálfleikurinn var hins vegar einka
eign Afuteldingar og liðið vann
seinni hálfleikinn 15:8, þannig að
liðin skildu jöfn 20:20.
síðastnefndu liðin taki þátt í mót-
inu. Þess má geta, að Geir Hall-
steinsson mun að öllum líkindum
leika með FH-ingum í þessu móti
og örugglega í fyrri landsleikn-
um.
Landsleikirnir við Bandaríkja-
mennina fara fram dagana 28.
desember og 4. janúar, sá fyrri i
Hafnarfirði og sá síðari í Iþrótta-
höllinni í Laugardal. Ættu leik-
irnir við Bandarfkjamennina að
verða landsliðinu góð æfing, þó að
mótstaðan verði ef til vill ekki
mikil. Þess betra tækifæri ætti að
vera til að lagfæra ýmsa van-
kanta, sem greinilega komu fram
hjá liðinu í alþjóðamótínu í A-
Þýzkalandi á dögunum. Þá kemur
Geir Hallsteinsson að nýju inn í
liðið gegn Bandaríkjamönnunum
og fær hann því nokkra samæf-
ingu með liðinu.
Færeyingar fóru þess á leit við
stjórn HSl fyrir nokkru, að lands-
leikur færi fram á milli íslands og
Færeyja á milli jóla og nýárs.
Þessari ósk gat HSÍ ekki orðið
við, þar sem landsleikirnir við
Bandaríkjamennina voru þegar
ákveðnir. Ólíklegt er, að Færey-
ingarnir geti tekið þátt í sex liða
mótinu, þar sem þeir þyrftu þá að
dvelja hér frá því 28. desember til
4. janúar; yrði það sennilega bæði
of timafrekt og kostnaðarsamt
fyrir þá.
EINS og frá hefur verið skýrt er
íslenzka körfuknattleiksliðið ný-
lega komið heim úr keppnisferð
tii Bandaríkjanna, þar sem það
lék alls 13 leiki við háskólalið.
Hér á eftir fer frásögn Kristins
Jörundssonar af þremur síðustu
leikjum liðsins.
Leikið við Hamlin-skólann.
Þréttandi leikurinn í ferðinni
var gegn Hamlin-háskólanum í St.
Paul í Minnesota. Hamlin-skólinn
byrjaði leikinn vel og komst í 12:0
eftir 4 mínútu, eftir það tók
íslenzka liðið við sér, hélt í við
Bandaríkjamennina og staðan í
hálfleik var 39:29 Hamlin i vil.
1 upphafi síðari hálfleiksins var
Hamlin óstöðvandi og liðið komst
24 stig yfir. A lokamínútunum
tókst islenzka liðinu að minnka
muninn niður í 11 stig og lokatöl-
ur urðu 76:65. Stigahæstir urðu
þeir Birgir Guðbjörnsson, með 19
stig, og Þórir Magnússon, með 15
stig. Ekki er vafi á því, að ef
leikurinn hefði staðið 5 minútum
lengur hefði íslenzka liðið sigrað.
Um 20 Islendingar horfðu á leik-
inn, en allt kom fyrir ekki.
Leikið við Macalester-
skólann.
Næst síðasti leikurinn vargegn
Macalester-skólanum í St. Paul.
Eins og oftast áður í ferðinni
byrjaði íslenzka liðið fyrri hálf-
leikinn vel og leiddi leikinn fram-
an af, en Malcalester seig fram úr
og staðan i hléi var 48:38. I seinni
hálfleiknum \ ar allur vindur úr
islenzka liðinu og virtist sem um
hreina uppgjöf væri að ræða.
Malcalester skoraði hverja
körfuna á fætur annarri, íslenzka
liðið skoraðí aðeins 19 stig allan
siðari hálfleikínn. Leiknum lauk
88:57. Stigahæstir voru Þórir með
16 og Stefán Bjarkason 8.
Sömu íslendingarnir fylgust
með þessum leik og gegnHamlin,
en urðu því niiður fyrir vonbrigð-
um. Leikmenn íslenzka liðsins
bjuggu á heimilum i borginni og
sumir hjá þessu íslen^ka fólki, 'en
það voru fyrstu íslendingarnir,
sem leikmennirnir hittu frá því í
upphafi ferðarínnar.
LeikiðviðLutherháskólann
Siðasti leikurinn var við gest-
gjafana í Luther-háskólanum í
Decorad, Iowa. Móttökur þar voru
slikar, að öllum liðsmönnum
fannst sem þeir væru komnir
heim.
Fyrri hálfleikurinn var frekar
daufurog lítið sást af skemmtileg-
um leik. Luther lék af öryggiog
seig fram smám saman, í hálfleik
var staðan 53:33. Fyrstu 10 mínút-
ur seinni hálfleiks sýndi islenzka
liðið, hvað í því býr, var það gjör-
samlega óstöðvandi og minnkaði
muninn niður í 6 stig, 71:65.
Þennan tíma léku sömu fimm
leikmennirnir, þeir Hilmar
Viktorsson, Kristinn Jörundsson,
Þórir Magnússon Jóhannes
Magnússon og Birgir Guðbjörns-
son. Varnarleikur liðsins var
mjög góður og 1-2-2- svæðisvörn
kom Luther mjög á óvart, en þeir
notuðu allan tímann sína fimm
beztu menn. Er beztu menn ís-
lenzka liðsins fóru að tínast af
velli með fimm villur tók Luther-
liðið öll völd og sigraði með 103
stigum gegn 77.
Stigahæstir voru Kristinn og
Þórir með 20 stig og Jóhannes
með 13 stig. Beztu leikmenn ís-
lenzka liðsins voru þeir fimm,
sem komu inn á í byrjun sfðari
hálfleiks, þó sérstaklega Þórir
Magnússon, sem var hreint frá-
bær, bæði í sókn og vörn.
Þó að margir væru ánægðir með
þennan leik, var þó Kent Finan-
ger, maðurinn, sem skipulagði
ferð okkar, ánægðastur allra.
Sagði hann eftir leikinn, að ís-
lenzka liðið hefði komið honum
mjög á óvart; megintilgangur
þessarar ferðar hefði verið að
kynna okkur bandarískan körfu
knattleik, þannig að við mættum
öðlast reynslu og væri greinilegt,
að þessu markmiði væri náð.
• •
Oldungaráð athugar mál-
efni ensku knattspyrnunnar
TÍU manna „akademía“ fjallar
nú um málefni ensku knatt-
spyrnunnar, og hvað gera skuli,
til þess að hún fái uppreisn æru
eftir þá skelli, sem hún hefur
orðið fyrir að undanförnu —
fyrst jafntefli við Pólverja í
undankeppni heimsmeistara-
kcppninnar í knattspyrnu og
þar með útilokun frá loka-
keppninni í Vestur-Þýzkalandi,
og síðan tap gegn Itölum á
Wembley, en þar höfðu Eng-
lendingar aðeins einu sinni áð-
ur tapað landsleik, gegn Ung-
verjum 1953. Nefndin var skip-
uð af FA — Knattspyrnusam-
bandi Englands, og á hún að
gefa sambandinu fyrstu
skýrslu slna í janúar n.k. og
síðan vinna áframhaldandi að
rannsókn málsins.
Mikla athygli vekur aldur
þeirra, sem í nefnd þessari eru,
en þarna er um sannkallað
öldungaráð að ræða. Hefur það
verið gagnrýnt í Englandi, að
yngri menn skyldu ekki valdir í
nefnd þessa, þar sem margir
óttast, að öldungarnir verði í
senn þröngsýnir og gamaldags 1
viðhorfum sínum og niðurstöð-
um. Þeir, sem eigasæti í nefnd-
inni, eru eftirtaldir og er aldur
þeirra í sviga:
Harry Wilson Keys (78 ára),
Ernest Kangley (60 ára), sir
Harold Thompson (65 ára), sir
Andrew Stephen (67 ára), Nor-
man Hillier (65 ára), Sam Bolt-
on (79 ára), George Arbor (74
ára), Ike Robinson (82 ára),
Vernon Stokes (71 árs) og Ted
Croker (48 ára).
Nefndin hefur þegar tekið til
starfa, en hefur ekkert viljað
gefa upp um, hvernig störfum
hennar er háttað, né heldur að
hverju rannsóknin muni fyrst
og fremst beinast.
Leikstaðir
HM ákveðnir