Morgunblaðið - 22.12.1973, Page 36
SÍMAR: 26060 OG 260 66
AÆTLUNARSTAÐIR
LKRANES.
=LATEYRI. HÓLMAVÍK, GJÖGUR. STYKK.ISHÓLMUR,
UF. SIGLUFJÓRÐUR. BLONDUÓS. HVAMMSTANGI.
LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 1973
UNGUR BONDI
VERÐUR ÚTI í
SKAGAFIRÐI
Mælifelli, 21. desember —
SA HÖRMULEGI atburður gerS-
ist í norðanofsaveðrinu, sem gekk
hér yfir 18. til 19. desember, að
Hrólfur Guðmundsson, bóndi á
Lýtingsstöðum í Tungusveit, varð
úti á leið milli Lýtingsstaða og
Breiðar, þar sem unnusta hans og
sonur eiga heima. Var ekki undr-
azt um hann fyrr en í gær síðdeg-
is, er von var á honum heim aftur.
A Breið var ekki búizt við honum
f slíku veðri og þvf engin eftir-
grennslan.
Fjöldi heimamanna og menn úr
björgunarsveitum frá Varmahlíð
og Sauðárkróki hófu leit í gær-
kvöldi, en skilyrði voru slæm,
skafrenningur og náttmyrkur. I
morgun var aftur farið að Ieita
þegar í birtingu, og fannst lík
Hrólfs í skurðbakka neðan við
svonefnda Miðaftanshóla í landi
Stekkjarholts á hádegi.
Kvöldið sem Hrólfur ætlaði að
Breið var hörkufrost og aðdynj-
andi sterkviðri. Alitið er, að hann
hafi fallið í skurðinn og hlotið
höfuðhögg.
Hrólfur bjó á Lýtingsstöðum á
móti foreldrum sínum og bróður.
Hann var 25 ára og lætur eftir sig
unnustu og eitt barn á fyrsta ári.
Síra Agúst.
Konurnar hafa af-
stýrt skömmtun
ASTANDIÐ í rafmagnsmálum á
orkuveitusvæði Landsvirkjunar
var enn mjög alvarlegt í gær og
var yfirvofandi orkuskortur og
skömmtun. Krapstíflan, sem var f
Þjórsá við Búrfell, brast í fyrra-
dag og gerðu menn sér vonir um
að ástandið myndi batna, en áin
stiflaðist aftur skömmu síðar. t
gær var 15 stiga gaddur við Búr-
fell og ástandið slæmt.
Eirfkur Briem, framkvæmda-
stjóri Landsvirkjunar sagði í við-
tali við Mbl. í gær, að rafmagns-
skömmtun væri alltaf á næstu
grösum, en tekizt hefði að koma í
veg fyrir skömmtun og sagði hann
það vera vegna þess, hve húsmæð-
ur hefðu brugðizt vel við áskorun
Landsvirkjunar um að spara raf-
magn. „Við þökkum konunum
fyrir að ekki hefur þurft að spara
rafmagn,“ sagði Eiríkur. Hann
sagði ennfremur, að ef til
skömmtunar yrði að grípa, yrði
reynt að hafa hana eíns hóflega
og frekast er kostur. Yrði sú
Fimm bílar
í árekstri
MJÖG harður árekstur varð á
gatnamótum Bolholts og Lauga-
vegar f gærdag um klukkan 16,30.
Rússnesk sendiráðsbifreið kom
niður Bolholtið og ætlaði vestur
Laugaveg. Er hún kom að gatna-
mótunum var samfelld röð bíla á
hægri akrein Laugavegar, vegna
ljósa á gatnamótum Laugavegar
og Kringlumýrarbrautar. Skyndi-
lega myndaðist glufa í hina sam-
felldu röð og notaði ökumaður
Volga-bílsins þá tækifærið og
smeygði sér á milli.
En sendiráðsstarfsmaðurinn
gáði ekki að sér, því að á vinstri
akrein kom bíll, sem Volgan skall
á. Sá bíll kastaðist til og skall
framan á Toyota-bíl, sem beið
þess að komast af Laugavegi í
vinstri beygju inn í Bolholtið.
Toyotann kastaðist á Moskwiteh
og Moskwitchinn á Sunbeam-bíl,
en þeir stóðu í röð aftan við
Toyotuna. I Toyotunni var ungur
maður með systur sinni ungri,
sem handleggsbrotnaði, en
maðurinn hlaut skrámur. I Mosk-
witshinum var roskinn maður,
sem fluttur var til rannsóknar á
slysadeildina.
þrautalending nauðsynleg, bjóst
hann ekki við stífum skömmtun-
SÍS kaupir
olíu
frá Rússum
SAMBAND fslenzkra samvinnu-
félaga undirritaði hinn 14.
desember sfðastliðinn kaup-
samning um 10 þúsund lestir af
gasolfu auk ýmissa matvara frá
Samvinnusambandi Sovétríkj-
anna. Samningurinn var undir-
ritaður í Moskvu. Samvinnusam-
band Sovétríkjanna kaupir á móti
frá SÍS 20 þúsund ullarpeysur og
10 þúsund ullarteppi að verðmæti
tæplega 20 milljónir króna. Gert
var og samkomulag um frekari
sölu iðnaðarvara til jafns við and-
virði olfufarmsins.
Viðræður fóru fram við V/O
„Raznoexport" um hin hefð-
bundnu viðskipti á ullarvörum
fyrir árið 1974. Lýstu Rússar yfir
vilja sínum að halda áfram þess-
um viðskiptum og verður
viðræðunum haldið áfram eftir
hátíðarnar. Af hálfu SlS tóku þátt
í viðræðunum Harry Frederiksen
framkvæmdastjóri, Andrés Þor-
varðsson viðskiptafulltrúi og
Hjörtur Eiríksson verksmiðju-
stjóri.
I dag er skemmstur sólargangur og nú horfum við gegn hækkandi sól — nýju ári, og menn strengja
þess gjarnan heit, að verða betri menn. Ljósmyndari Mbl. Ól.K.M. tók þessa skemmtilegu mynd f
gær.
Lúðvík löðrungar Framsókn:
Guðmundur Hjartarson
bankastjóri Seðlabankans
1 GÆRDAG sló Lúðvfk Jóseps-
son bankamálaráðherra tvær
flugur í einu höggi, löðrungaði
forystumenn Framsóknarflokks-
ins og beitti valdníðslu til þess að
skipa Guðmund Hjartarson
flokksbróður sinn bankastjóra
Seðlabankans, enda þótt banka-
ráðið hefði með fjórum atkvæð-
um gegn einu mælt með Jóhann-
esi Elfassyni bankastjóra Útvegs-
bankans f þetta starf.
Eins og Morgunblaðið hefur
skýrt frá, hafa mikil átök verið
innan stjórnarflokkanna vegna
bankastjóramála síðustu vikur.
Svanbjörn Frímannsson lætur af
störfum sem bankastjóri Seðla-
bankans um áramót. Framsóknar-
flokkurinn hefur lagt rfka
áherzlu á, að Jóhannes Elíasson
yrði skipaður í þetta starf og hef-
ur það verið alveg sérstakt áhuga-
mál Ölafs Jóhannessonar forsæt-
isráðherra.
Lúðvík Jósepsson bankamála-
ráðherra hefur hins vegar gert
ítrekaðar tilraunir til að koma
flokksbróður sfnum, Guðmundi
Matthías A. Mathiesen og Geir Hallgrímsson;
Olíukaup frá Norðmönnum?
FRAM er komið á Alþingi þingsá-
lyktunartillaga frá þeim Matthf-
asi\A. Mathiesen og Geir Hall-
grfmssyni um könnun á olíukaup-
um. Gerir tillagan ráð fyrir, að
Alþingi feli rfkisstjórninni að
kanna nú þegar, með hvaða hætti
tryggja megi sem best kaup á
nægjanlegum olfuafurðum til
langs tfma.
I þessu skyni verði
sérstaklega kannaðir möguleikar
á olíukaupum hjá Norðmönnum
frá hinum nýfundnu olfulindum í
Norðursjó.
I greinargerð með tillögunni
segir m.a., að með tilliti til á-
stands orkumála i heiminum, sé
brýn nauðsyn á að kanna nú þeg-
ar, hvernig tryggja megi íslend-
ingum olíuaðföng í framtíðinni.
íslendingar kaupi flestallar oliu-
afurðir frá Sovétríkjunum, en
þeir samningar renni út 1975.
Ennfremur segir í greinargerð-
inni:
„Það er skoðun flutnings-
manna, að heppilegt sé að dreifa
meira áhættunni við olíuinnkaup,
jafnframt þvi sem ekki er vitað,
hve mikinn áhuga Sovétríkin
hafa á að selja okkur olíuafurðir í
jafnríkum mæli og hingað til.
Auk þess er mun styttra að flytja
olíuna frá Norðursjónum en frá
Rússlandi, og gæti það haft í för
með sé nokkurn sparnað og aukið
öryggi."
Guðmundur Hjartarson.
Hjartarsyni, í bankastjórastöðu,
en allar tilraunir hans til þess að
koma honum í Búnaðarbankann
hafa mistekizt. Þegar að því kom,
að bankastjórastaða losnaði í
Seðlabankanum, bauðst Lúðvík
Framhald á bls. 20.