Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI 17. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974. Prentsmiðja Morgunblaðsins. Frankinn féll um 5% í gær: ,Frakkar hafa sett slæmt fordæmr Lomlon, Fan'.s, BrOssel, 21. jan., AP—NTB. FRANSKI frankinn féll uin 4.8% á gjaldevrismörkuðuin í dag og hefði fallið ineira, ef franski ríkisbankinn hefði ekki komið í veg fyrir það ineð kaupum honum til styrktar, er náinu 80 inilljón- um dollara. Viðast hefur mælzt mjög illa fyrir sú ákvörðun frönsku stjórnarinnar á laugardag að láta frankann fljóta frjálst, þ.e. um- fram þau mörk, sem ákveðin höfðu verið í samráði viö velflest riki Vestur-Evrópu. Hefur af þessari ákvörðun Frakka m.a. leitt metverð á gulli, sem komst upp í 158 dollara pr. únzu í dag. Meðal þeirra, sem gagnrýnt hafa ráðstöfun Frakka, er norski fjármálaráðherrann Fer Kleppe, sem sagði, að þeir hefðu settþjóð- um heims shemt fordæmi. Hann kvað inenn um hríð hafa verið uggandi um, að sá halli, sem stór- hækkað verð á olíu mundi valda á utanríkisviðskiptum þeirra rfkja, er háðust væru olíuinnflutningi, mundi leiða til samkeppni um gengisfellingar gjaldmiðla. Þetta væri fyrsta skrefið á þeirri braut. Gjaldeyrisviðskipti fóru fram með nokkurn veginn eðlilegum hætti í Paris, London ög ,\ew York, en talsverð spenna var í viðskiptunum og verðsveiflur miklar. I New York .féll frankinn um nær 5-% og dró aðra vestur- evrópska gjaidmiðla með sér í fallinu. Yenið japanska féll lika, en dollarinn hækkaði að sama skapi. Austurríski shillingurinn og kanadíski dollarinn hækkuðu frá því, sem var fyrir helgi. AF segir í grein um þessa Framhald á bls. 31 ÍVIynd þessi af Ahba Eban utanríkisráðherra ísraels og Henry Kissinger utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna var tekin, þegar Israelar höfðu endanlega gengizt inn á að undirrita samkoinulagið við Egypta, sem Kissinger átti svo stóran þátt í að koma saman. Þótti full ástæða til að slá upp svolitlu höfi í Tel Aviv og lyfta glösum af þessu tilefni. Kissinger kominn til Washington: Engar leyndar tryggingar af hálfu Bandaríkjastjórnar V Washington, Tel Aviv. 21. jan.,AP—NTB. Ilenrv Kissinger utanríkisráð- herra Bandaríkjanna er kominn heim til Washington úr ellefu daga ferðalagi sínu til landanna , fvrir hotni Miðjarðarhafs, þar Sem hann hefur verið á ferð og flugi inilli tsraels og Egyptalands til þess að stuðla að sainræmingu sjónarmiða þessara aðila um brottflutning herjanna við Suez- skurð — og síðan til annarra landa að gera ráðamönnum grein fyrir samkoniulaginu. sem náðist þar að lútandi. Jafnframt gerði hann ítrekað- ar tilraunir til að koma á sarti- komulagi milli israels og Sýr- iands. en samkvamit því. sem talsmaður stjórnar Israels upplvsti í dag, báru þær engan raúnhæfan árangur. Fjórum klukkustundum eftir komuna til Washington gekk Kissinger á fund Nixons, forseta í Hvíta húsinu og gerði honum grein fyrir viðræðum, er hann hafði átt við hina ýmsu aðila, og árangri ferðarinnar. Siðaö sat hann fund með forsetahum og 20 helztu for- ystumönnum beggja deilda bandaríska þingsins. Að þeim fundi loknum sagði leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni. Hugh Seott, að engar leynilegar trygg- ingar hefðu verið settar af hálfu Bandarikjastjórnar í samkomu- lagi þvi, sem náðst hefði og stjórn- ir ísraels og Egyptalands undir- ritað. Seott sagði, að Kissinger hefði látið í ljós bjartsýni um. að samningar tækjust innan tíðar milli israels og Sýrlands um brottflutning hersveita þeirra frá vígstöðvunum á (iolanhæðum. Af hálfu friðargæzluliðs S.Þ. við Suez var upplýst í dag. að brottflutningur hersveita Israels og Egyptalands til umsaminna staða yrði hafinn nk. föstudag og skvldi honum lokið 5. marz nk Framhald á bls. 31 Urslitatilraun Heaths til að leysa vinnu- deilurnar í Bretlandi London, 21. janúar, AP-NTB. EDWARD Heath forsætisráð- herra Bretlands gekk í kvöld til Solzhenitsyn svarar Medvedev-bræðrunum: Eigum að berjast með því að vísa lygunum hvarvetna á bug Moskvu, 21. jan., AP—NTB. • Sovézki i’ithöfundiirinn Alexander Solzhenitsyn svaraði í dag nokkruin skrif legmn sp urningum erlendra frétta- manna í Moskvu og sagði þar ineðal annars, að ineð því að skrifa og láta gefa út bók sína „A re h i pelago G ul ag" hefð i liann innt af hendi skyldu við látna landa sfna. Hann sagði, að sér væri léttir að því, að verk- inu væri lokið; sá sannleikur, sein bókin segði, væri kominn frain i dagsljósið og yrði héðan af aldrei niður bældur. Hann kvað fjölskyldu sfna viðlnina hvers konar hefndaraðgerðum sovézkra yfirvalda. Fréttaihenn hiifðu farið fram á það við Solzhenitsyn, að hanii svaraði bollalegginguni þeirra um, hvað sovézk yfirvöld kynn'u að gera honum til miska vegna útkomu bökarinnar, en því neitaði rithiifundurinn, „Ég ætla engu að spá", sagði þanih ,,ég og fjölskylda mín erum við öllu búin. Ég hef innt af. hendi skyldu rnina við hina látnu; það er mér léttir Og veitir mér frið. Þessum sannleika hafði verið ætlað að deyja. Hann var fótum troðinn. Ilonum var drekkt. Hann var brenndur, mulinn í iisku. Én sjáið til, hann lifirþað allt af. Hann lifir, hann hefur verið færður f letur — og enginn fær nokkru sinni þurrkað hann út.“ Varðandi ásakanir, sem sovézk yfirvöld hafa látið hera á Solzhenitsyn þess efnis, að bók hans hafi orðið til tjóns tilraunum til að bæta satnbúð milli austurs og vesturs, svaraði rithöfundurinn: ,,Sá, sem segir frá glæpum, sein hafa verið framdir, getur ekki ógnað friði né skaðað samskipti fólks eða þjóða í milli. Það gerir sá. sem framdi eða er að fremja þá." Solzhenitsyn svaraði einnig landa sínum Roy A. Medvedev, sagnfræðingnum og einörðum gagnrýnanda sovézkra stjórnar- hátta, sem nýlega skrifaði, að endurbætur á stjórnarfari Sovétríkjanna gætu einungis komið innan frá og gagnrýndi bæði Solzhenitsy n og kjarn- orkueðlisfræðinginn Andrei Sakharov fyrir að skírskota til álits erlendra afla. Solzhenitsyn segist sammála því, aðþeir, sem eru andsnúnir Framhald á bls. 31 fundar með forystumönn- um verkalýðshryefingarinnar hrezku. Frslita var beðið með inikilli eftirvientingu, þtí að hiuin lýsti því yfir í siðustu t iku, að þetta yrði síðasta tilraun lians til að leysa vinnudeilurnar. Fari fundurinn í kvöld út um þúfur þykir liklegast, að Heath rjúfi þing ogefni til nýrra kosninga. Samkvæmt skoðanakönnunum stendur hann þó hallari fæti en Verkamannaf lokkurinn: úrslit könnunar, sem birt voru á sunini- dag, benda til þess. að Verka- mannaflokkurinn njóti stuðnings 36% kjósenda, Ihaldsflokkurinn 34% og Frjálslyndi flokkurinn 19% kjösenda. Fyrri kannanir hafa bent til þess, að íhalds- flokkurinn stæði heldur betur og er ekki að vita, hver áhrif þessi siðasta könnun hefur á ákvörðun Heaths. Þá velta menn því fyrir sér, hver áhrif það muni hafa á fund- inn i kvöld, að i dag voru birtar skýrslur um viðskipti og greiðslu- jöfnuð við útlönd sl. ár, sem benda ótvírætt til þess, að árið 1973 hafi verið brezkum utan- ríkisviðskiptum einkar óhagstætt. Greiðsluhallinn við útlönd nam samtals2.346 milljönum sterlings- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.