Morgunblaðið - 22.01.1974, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974.
jr
Agústa Júníusdótt-
ir—Minningarorð
Fædd 1«. ágúst 1899.
I)áin 6. október 1973.
Agústa var fædd á Syðra-Seli
við Stokkseyri, dóttir Sigríðar
Jónsdóttur frá Grímsfjósum á
Stokkseyri og Júníusar Pálssonar
sem fæddur var á Syðra-Seli og
var bóndi þar til æviloka. Einnig
var hann sýslunefndarmaður og
formaður á Stokkseyri.
. Börn þeirra urðu átta, og var
Agústa sjöunda í röðinni. Háíf-
systir þeirra var Margrét rjóma-
bústýra á Baugstöðum, öllum að
góðu kunn fyrir dugnað og greið-
vikni. Með systkinahöpnum ólst
einnig upp Guðbjörg Jónsdóttir
frá Stokkseyri, er ung missti móð-
ur sína. Féll hún vel inn i fjöl-
skylduna, ágætlega greind og
glaðleg.
Börnin föru öll fljótt að hjálpa
til, því að engar voru búvélar á
þeim tíma, og urðu bæði ungir og
gamlir að leggja hönd á plóginn.
Það er friðsælt á Syðra-Seli.
Fjölbreyttur gróður og sérstak-
lega fjölbreytt fuglalíf. Víðsýni er
til allra átta og fagur fjallahring-
ur í fjarlægð. Lyngheiði er rétt
við bæinn með margbrotnum
gróðri. Einnig er þar vatn rétt hjá
með smávegis veiðí. Oft voru þar
svanir á sundi.
Hollt er að alast upp i svona
umhverfi, enda fá þeir, sem við
það alast upp, oft mikla ást á
náttúrunni.
Það var oft skemmtilejgt hjá
börnunum, bæði við leik og störf.
Þegar börnin komust upp, fóru
þau flest að heiman, ýmist til
náms eða starfa.
Páll sem var frækinn glímu-
maður, fór á sjóinn. Hann
drukknaði á þilskipinu Valtý árið
1920. Hann átti Þórdísi Eyjólfs-
dóttur frá Stokkseyri, og fæddist
einkasonur þeirra eftir að Páll dó.
Það var samkomulag um, að hann
færi að Syðra-Seli til afa og
ömmu. Agústa, sem þá var rúm-
lega tvítug, var hans önnur móðir.
Þórdís móðir hans varð vökukona
á Franska spítalanum. Þar vann
einnig Sigríður Júníusdóttir mág-
kona Þördísar. Sigriður Iærði
hjúkrun í Danmörku. Seinna fór
Sigriður til Danmerkur og vann á
Bispebjærg-spítala. Þar dó hún
árið 1927. Þórdís, sem nú er 75
ára, átti eftir að leggja sína líkn-
arhönd við margan sjúkrabeð.
Bjarni og Ágústa stóðu aðallega
fyrir búskapnum, þegar heilsa
foreldranna för að bila. Þuríður,
sem eftir var heima, var mjög
heilsuveil frá æskuárum. Jón fór
á Stýrimannaskólann og þá alfar-
inn. Guðbjörg og Sigríður yngri
fóru til Reykjavíkur. Öll héldu
þau tryggð við æskuheimilið eftir
að þau fóru. Nokkru eftir ferm-
ingu fór Páll Júníus Pálsson til
móður sinnai iReykjavíkog settist
á skólaliekk. Er hann nú vel
þekktur rafvirkjameistari í
Reykjavík. Það voru sterk bönd
milli hans og Agústu, enda varð
hann fljótt eftirlæti hennar og afa
og ömmu. Var Agústa svo mjög
mikið á heimili hans og Kristjönu
Stefánsdóttur, seinna í líf inu.
Árið 1938 kemur lítil stúlka að
Seli. Var það Sigrún Júnía Ein-
arsdóttir, dóttír Sigríðar yngri,
systur Ágústu. Tók Ágústa miklu
ástfóstri við hana. Var Sigrún um
tima að Seli. Síðan fór hún til
móður sinnar, sem var gift í Vest-
mannaeyjum. Sigrún býr nú á
Egilsstöðum og er gift Ástráði
Magnússyni húsasmiðameistara.
Árið 1930 var allt byggt upp á
Syðra-Seli, vandað fbúðarhús og
útihús. Árið 1932 tók Júníus
banameinið og hjúkraði Ágústa
honum heima, þangað til yfir
lauk. Hann vildi fá að deyja
heima, og hann vissi, að hann átti
góða dóttur, sem myndi gera allt
fyrir hann, sem í hennar valdi
stæði. Árið 1944 dó móðir Ágústu
eftir langvarandi veikindi og
hjúkraði Ágústa henni með mik-
illi nærfærni, þar til yfir lauk.
Þannig var hún búin að reynast
foreldrum sinum frábær dóttir til
hinztu stundar.
Nokkru seinna veikist Þuriður
systir hennar af berklum og fer á
Vífilstaði og Bjarni nokkru
seinna. Var þá Ágústa alein eftir.
En alltaf var skylduræknin hin
sama, og hún gat ekki hugsað sér
annað en að reyna að viðhalda
búskapnum, svo að Þuríður og
Bjarni hefðu eitthvert heimili, ef
þeim batnaði. Hélt hún öllu í
horfinu og lagði fram alla sína
krafta svo ekki þyrfti að fækka
skepnunum. Tókst það með dálít-
illi hjálp nágrannanna og allt
bjargaðist vel.
Bjarni kom heim eftir rúm tvö
ár, en Þuríður fór að vinna á
Vífilstöðum. Ekki hafði Bjarni
svo sterka heilsu, að hann treysti
sér til að búa áfram. Voru þá
skepnurnar seldar og ættaróðalið
kvatt.
Ágústa var þá 51 árs og fór til
Reykjavíkur í atvinnuleit. Tókst
það bæði fljótt og vel.
Bjarni var mest á Efra-Seli hjá
þeim ágætu hjönum Sigurlfnu og
Ingólfi, sem reyndust honum
framúrskarandi vel. Hann gat
ekki hugsað sér að yfirgefa átt-
hagana. Bjarni lézt árið 1967.
Ágústa fór fyrst til fóstursystur
sinnar, Guðbjargar, en ávallt
var mjög kært með þeim, og
manns hennar, Gisla Guðmunds-
sonar frá Þjóðólfshaga.
Fyrst var spurt um kirkjuna, og
gekk Ágústa í Fríkifkjuna og
kvenfélágið. Þar var Guðbjörg, og
ræktu þær báðar kirkju sína og
kvenfélag framúrskarandi vel. Á
fundi í haust stóðu kvenfélags-
konur upp á fundi og þökkuðum
látnum félaga.
Ágústa fékk litla íbúð og vann á
saumastofu Gefjunar.
Nú fannst henni, að hún ætti
svo margar frístundir, að hún
gekk í Ferðafélag Islands og fékk
nú langþráða ósk uppfyllta, að
ferðast og skoða landið. Fór hún
flestar ferðir með því um allt
landið í mörg ár og dvaldist stund-
um nokkra daga á fegurstu stöð-
um landsins. Gleði hennar og
hrifning var svo einlæg, enda sá
hún jafnframt gjafarann allra
góðra hluta í náttúrunni, sem er
líka önnur Guðs bók.
Gaman var að heimsækja
Ágústu og taka hana með í bíl-
ferð, andinn var svo léttur og
frjáls.
Árið 1965 giftist Ágústa eftirlif-
andi eiginmanní sínum, Jóni
Magnússyni kaupmanni, þekktum
myndarmanni. Þau stofnuðu sér
hlýlegt og fallegt heimili, sem
mörgum þótti gott að heimsækja.
Þau voru hamingjusöm og unnu
Fædd 16. ágúst 1888
Dáin 26. desember 1973.
Magga frænka dáin. Ég er ekki
enn búin að átta mig á því að hún
sé ekki heima með litla frænda
sinn á hnjánum, að hjálpa
mömmu eða gera annað sem
þurfti, þvi aldrei var sitið iðju-
laust.
Magga átti heimili hjá foreldr-
um minum alla tíð og var óvenju-
kært með þeim systkinum pabba
og henni og man ég aldrei eftir að
þeim hafi farið styggðaryrði á
-millaþó var hvortugt skaplaust.
Sérstaka umhyggju sýndi hún
mömmu eftir að hún var
farin að heilsu og þurfti
meiri hjálp. Magga var
með afbrigðum barngóð ekki
einasta við okkur systkinin,
bæði við eigin verzlun. Börn Jóns
reyndust Ágústu sérstaklega vel
og kunnu vel að meta hana.
Fyrir nokkrum árum keyptu
þau ágæta íbúð á Selfossi og áttu
þar rólega daga. Þar er fallegt og
sá til æskustöðvanna. Undu þau
sér í alla staði vel þar.
Jón vargóður heimilisfaðir og sá
um, að allt væri til, enda gest-
kvæmt.
Ágústa var sönn húsmóðir og
hafði alltaf hlaðin borð handa
gestum sínum.
Þau voru bæði kirkjurækin og
létu sig aldrei vanta, þegar
messað var á Selfossi. Guðstrúin
átti æðsta sæti i hjörtum þeirra
beggja.
Oft skruppu þau til Reykjavík-
ur til að vera við hátíðleg tæki-
færi hjá börnum Jóns
og frændfölki hennar. Þann 5.
október i haust komu þau
til Reykjavíkur til að vera
við giftingu barnabarns Jóns.
Ágústa skrapp á Elliheimil-
ið Grund að morgni 6. októbers að
heimsækja Þuriði systur sina,
hress og heilbrigð. Þegar hún var
koinin þaðan á strætisvagnastöð-
ina, hneig hún niður og var þegar
örend.
Þeir eru altilbúnir að fara, sem
hafa hennar hugarfar. Fær því að
heyra af vörum meistarans: „Gott
þú góði og trúi þjónn, gakk inn til
fagnaðar herra þíns."
Bið ég eiginmanni hennar,
systrum og öðrum vinum Guðs
blessunar.
Mágkona.
börn okkar og barnabörn heldur
og öll börn. Hún hafði alltaf tíma
til að sinna þeim, óg þó að þau
væru fyrirferðarmikil, kom það
aldrei í ljós, ef Magga var nálæg.
Hún hafði sérstakt lag á að náþvf
bezta fram og gat látið þau hlíða
án margra orða. Ilún var í Vest-
mannaeyjum á vetrum í áratugi
og þá marga vetur á sömu heimil-
um og var einlæg vinátta með því
fólki og henni alla tíð síðan, enda
trygglynd og mjög vel verki farin.
Þrjár systur átti hún í Eyjum og
er Sigrún nú ein á lífi. Hún dvelst
i Hveragerði eftir flóttan úr Eyj-
um í fyrravetur. Magga hélt mikla
tryggð við fæðíngarsveit sína
Eyjafjöllin og þar var hún lögð til
hinztu hvíldar 3. þ.m.
Hafi hún hjartans þökk fyrir
allt.
Sigrfður Guðjónsdóttir.
t
Faðir okkar,
ÁRNI EINARSSON,
klæðskerameistari,
Bergstaðastræti 78,
andaðist að heimili sínu 1 9. janúar
Börnin.
t
Faðir minn oq tengdafaðir
GUÐNI JÓNSSON,
Faxabraut 2 A,
Keflavík,
andaðist í Sjúkrahúsi Keflavikur 1 9 þ.m
Elísabet Guðnadóttir, Grétar Ellertsson.
t EDITH DAUDISTEL, Laugavegi 55 andaðist á Landspítalanum, laugardaginri 1 9. janúar Fyrir hönd fjarstaddra ættingja t Útför DAGFINNS SVEINBJÖRNSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23 janúar kl. 1 2.30 Blóm vinsamlega afþökkuð
Margrét Gunnarsdóttir. Magnea Halldórsdóttir.
t Eiginkona min, SVANBORG SIGURÐARDÓTTIR, Stigahlíð 32, andaðist á Landspítalanum þann 1 8 þ m t Jarðarför ÁGÚSTU ERLINGSDÓTTUR, Túngötu 9, Húsavík, fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag kl 2
Hallgrímur Pétursson. Jón P. Jónsson, Porsteinn Jónsson.
t
Útför móður okkar og tengdamóður
EVLALÍU ÓLAFSDÓTTUR,
Njálsgötu 56
sem andaðist 15. janúar, fer fram frá Dómkirkjunrii fimmtudagmn 24
janúar kl 1 3.30 Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en bent á líknarstofn-
anir
Ingibjorg Björnsdóttir Lárus H. Eggertsson
Ólöf J. Björnsdóttir Agnar Einarsson
Friðþjófur Björnsson IngibjörgJ. Marelsdóttir
t
Hjartkæri eiginmaður minn og faðir okkar,
GESTURJÓHANNSSON,
Selbrekku 14, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju, miðvikudaginn 23 jan. kl.
1 3 30
Pálina Ákadóttir, Jónína Gestsdóttir,
Jón Heiðar Gestsson, Þuriður Gestsdóttir,
Áki Brynjar Gestsson. Pálína Ósk Bragadóttir.
Margrét Einarsdóttir
Berjanesi — Minning