Morgunblaðið - 22.01.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.01.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1974. 23 Björg María Elísabet Jónsdóttir — Minning Hún var íædd á Fögrueyri í FáskrúSsfirði 26. des. 1891. Ung fluttist hún úr heimahögum. Það er stundum sagt. að fólk beri svip síns heima. Þá mun það satt, að hún hafi tekið með sér af friði hins fríða fjarðar og gæðum góðra ætta. Það veganesti dugði henni og mörgum vel. Ég man hana fyrst að morgni dags. Þá var vetur. Skammdegið grúfði yfír. Stúdentum urðu stundum erfið morgunsporin. Fjarri var heimili og umhyggja ástvinanna. Svo var um okkur marga á Nýja-Garði. En þennan morgun stóð Elísabet við dyrnar að íbúð sinni. Ég man hana vel. Hún var björt yfirlitum, augun blíð og svipurinn allur innilega mildur. „Góðan daginn, væni minn. Viltu ekki koma inn fyrir og fá þér kaffisopa?" Röddin var hlý og það birti yfir við ávarp hennar. Á þessa fyrstu mynd Elísabetar Jónsdóttur féll síðan enginn skuggi. Hún var ávallt og öllum hin sama, mild og hlý. Heimili hennar eiginmanns hennar og Meyvants Sigurðssonar, stóð öll- um opið. Viðmót þeirra skóp okk- ur stúdentunum vellíðan. Við átt- um þeim það mjög að þakka, að Garður varð okkur mörgum sem heimili að heiman. I tíu ár nutu stúdentar gæða og gestrisni þeirra hjóna á Nýja- Garði. á kveðjustund munu marg- ir minnast þess með innilegu þakklæti. I rúm sextiu ár áttu þau hjón samleið. Afkomendur þeirra hjóna eru nú alls sjötíu og þrír. Mikil saga býr að baki slíkum tölum. Skin og skuggar skiptust á. Það geyma þeir f minningu, sem bezt þekkja. Hitt er víst, að aldrei brugðust gæði Elísabetar. Það er þakkarefni eiginmannsins og hinnar stóru fjölskyldu. Það er og þakkarefni okkar, sem munum hana og nutum góðleiks hennar. Úm hana má segja með orðum þjóðskáldsins: — Þinn var háskóli það, sem helgast vissir: Hlýðni viðGuð og gott aðstunda — (M.J.) Hamingja lands og þjóðar átti bezt skjólið við brjóst þeirra kvenna, sem bjuggu yfir þeim dýru dyggðum: Trú á Guð og góð- leik til allra. Svo mun lengi verða. Elísabet Jónsdóttir var í þeim hópi. Bless- uð sé hennar góða og göfuga minning. Samúð sendi ég eigin- manni hennar og ástvinum öllum. Hin fagra minning um sanna Guðstrú hennar verði þeim hugg- unin bezt. Ég kveð hana orðum skáldsins: — Með hugljúfri hógværð svo hélztu þína braut, sem kærleikans kona þú komin ert úr þraut — (M.J.) B.F. FRÚ Etísabet Jónsdóttir kona Meyvants Sigurðssonar er borin til grafar i dag. Ævistarf hennar var orðið langt og gott. Hún Var fædd að Fögrueyri viðFáskrúðs fjörð 1891, en var fyrst og fremst Reykvíkingur, fluttist hingað 1903 og var hér síðan alla ævi. Ég þekkti hana fyrst i starfsemi Reykvíkingafélagsins, • en þar hefur maður hennar lengi verið áhugasamur félagi og þau hjón voru bæði heiðursfélagar. Meyvant hefur víða komið við mál manna og i ymsum féiögum og unnið ötullega að félagsmálum og stjórnmálum. Hvarvetna var kona hans með honum í ráðum og störf- um, ósérhlifin og áhugasöm, og i kringum hana voru gleði, góður hugur og félagslyndi. Fyrir allt þetta þakkar Reykvíkingafélagið henni. V.Þ.G. Björg'Maria Elísabet Jónsdótt- ir, eins og hún hét fullu nafni, verður jarðsungin frá Neskirkju hér í borg í dag, en hún andaðist i Landakotsspítalanum sunnudag- inn 13. jan. sl. Elísabet, en undir því nafni þekktu hana langflestir af öllum þeim mikla fjölda vina og kunn- ingja, er hún eignaðist á sinni löngu og starfsömu ævi, var fædd að Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð hinn 26. des. (annan dag jóla) árið 1891. Hún var þvi nýlega orðin 82ja ára, er hún lézt. Foreldrar Elísabetar voru merkishjónin Þórunn Bjarnadótt- ir, fædd að Núpi á Berufjarðar- strönd, og Jón Bjarnason, ættaður frá Dölum Í Fáskrúðsfirði. Móðir Þórunnar var Málfríður Jónsdóttir frá Núpshjáleigu, systir Jóns hreppstjóra i Borgar- garði við Djúpavog, Ásdisar i Stakkagerði í Vestmannaeyjum, ömmu Ásdísar Johnsen og Elísa- betar, sem kölluð var Lisibet, föð- urömmu Rikarðs Jónssonar, hins alkunna myndhöggvara og lista- manns á svo mörgum sviðum, og þeirra systkina. Foreldrar Jóns Bjarnasonar voru hjónin Elisabet Þórólfsdótt- ir og Bjarni Jónsson, er þá bjuggu í Dölum. Bjarni faðir Jóns var bróðir Þorbjargar konu sér Ólafs Indriðasonar prests að Kolfreyju- stað, en þau voru foreldrar Jóns Ólafssonar ritstjóra, sem var mjög þekktur maður á sínum tima. Meðal barna Jóns Ólafssonar var Sigriður kona Ágústs H. Bjarna- son, en eitt barna þeirra er Hákon núverandi skógræktarstjóri. Til Reykjavíkúr fluttist Elísa- bet með forOldrum sínum, þrem- ur systrum sinum og fleiru skyld- fólki árið 1903, og hefir hún átt hér heimili síðan. Strax eftir fermingu fór hún að vinna við hússtörf hjá góðu fölki hér í bæn- um, siðast um alllangt skeið hjá frú Ingibjörgu og Þorláki Ö. Johnson, og annaðist hún hann síðustu árin, er hann lifði. Hinn 3. marz 1913 fluttist hún svo til unnusta síns, Meyvants Sigurðssonar. Þau giftu sig svo þann 15. maí 1915, og höfðu því verið samvistum í rúm 60 ár. Mey- vant er mjög þekktur maður hér í borg og einnig viða um landið. Hann er i hópi þeirra manna, er fyrstir lærðu hérlendis að aka bif- reið, þá atvinnu hefir hann stund- að um fjölda ára, og eigin vörubif- reiðastöð rak hann í mörg ár. Einnig starfaði hann sem verk- stjóri í allmörgár. Þau Elísabet og Meývant eignuðust níu börn. Elzta barn þeirra var sonur, er hét Sigur- björn, (Diddi). Hann var verzlunarmaður að atvinnu, enda hafði hann hlotið menntun til þess. Sigurbjörn fórst með flug- vélinni Glitfaxa, hinn 31. jan. 1951. Lét hann eftir sig konu, Unni Guðnadóttur, og þrjár dætur. Önnur börnþeirra hjóna eru: Þórunn, gift Halldóri Þörhalls- syni bifreiðastjóra, Valdís.gift Kristni Kristvarðssyni kaupmanni, Sverrir bifreiðastjóri, kvæntur Jónu Ágústsdóttur, Þórölfur bifreiðastjóri, kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur, Sigriður, gift Birni Steindórssyni verzlunarmanni, Rikarður sjómaður, ókvæntur, Elisabet, heitbundin Jöhanni Árnasyni bifvélavirkja og Mey- vant bifreiðastjöri, kvæntur Huldu Harðardóttir. Afkomendur þeirra Elísabetar og Meyvants eru nú 73 talsins. Árið 1934 fluttust þau hjónin að Eiði og hafa búið þar siðan. Elísabet var mikil friðleiks- kona, og er slfkt ávallt mjög ánægjulegt, en hitt er þó miklu meira um vert, hve vel gerð og góð kona hún var. Ástúð hennar og umhyggja, hjálpsemi og fórn- fýsi virtust engum takmörkum háðar. Gilti það jafnt, hver sem í hlut átti, menn eða málleysingjar, eins og þaðer stundum orðað. Ég, sem þessar fáu linur læt hér frá mér fara, hefi alveg sérstak- lega mikla ástæðu til þess að þakka Elisabetu, eiginmanni hennar, börnum þeirra og barna- börnum, fyrir framúrskarandi góða og einlæga vináttu og hjálp- semi, sem ég hefði notið í rikum mæli um miirg undanfarin ár. Því hefir oft verið haldið fram, að eitt það bezta, sem þetta líf getur gefið hverjum manni, sé að fá tækifæri til þess að umgangast, kynnast og vera samtíða góðu fólki. Þetta hefir verið rökstutt með því, ,,að þar, sem góðir menn raunveruleika í þessu þjóðfélagi. Hann bjó til páskamótið, hann bjó til jólamótið, hann bjó til hvita- sunnumótið. Hann gerði allt til að vekja og glæða áhuga á íþrótt þessari, enda var ttann sá maður. sem var til þess kjörinn í upphafi að stjörna þeirn málum ásamt öðr- um góðum mönnum. Hann var einn af stofnendum Handknatt- leiksráðs Reykjavíkur, hann var í fyrstu stjórn Handknattleikssam- bands Islands, gulldrengur þeirra fyrstur og gulldrengur Ármanns einnig. Einu má ekki gleyma með Sig- urð, að hann var Ármanni ómiss- andi alla tíð, þegar sýningar- og keppnisflokkar voru að undirbúa ferðir til útlanda, annaðhvort í fararstjórn, eða hann stóð að undirbúningi fararinnar og gekk það tryggilega frá öllu, að hvergi brast áætlunin. Með því móti urðu ferðir þessar bæði félaginu og þeim til sóma. Sigurður hafði einnig stórt áhugamál fyrir utan íþróttastörf. og það var að taka ljósmyndir og kvikmyndir. Þar var hann alger- lega i sérflokki. því hann hafði næmara auga fyrir iþróttum og afrekum en aðrir. Hann átti safn af góðum vélum og hann tók góð- ar myndir og var alls staðar á réttum stað, þegar á þurfti að halda, og hann sá betur um þetta en nokkur sá maður, sem ég þekki, enda mun myndasafn hans vera með þvi merkasta og bezta, sem til er á islandi um sögti Ármanns. Við Ármenningar kveðjum því einn okkar traustasta félaga með virðingu og söknuði. G.E. Þegar við nú kveðjum Sigurð G. Norðdahl er mér ljúft að minnast og þakka það mikla starf, sem Sigurður vann fyrir handknatt- leiksfþróttina, þegar þessi iþrótt var smá i getu og vinsældum og allar aðstæður því mjög erfiðar, Sigurður var aðaldriffjöður Ár- menninga bæði sem keppandi og þjálfari á árunum 1940 — 1954 og má sjá af frammistöðu Armenn- fara, séu Guðs vegir", Þá má einnig minnast þess, „að þar sem er hjartarúm, þar er einnig hús- rúm". Þetta hvort tveggja tel ég, að Elísabet hafi sannað svo greini- lega í umgengni sinni við allan þann mikla fjölda fólks. er hún kynntist i lifi sinu, að betur mun það vart gert verða. Til dæmis má minnast þess. að er mað- ur hennar gegndi húsvarðarstiiðu á „Nýja-tiarði". leituðu íluiar þar oft til hennar uin ýmiss konar aðstoð, sein hún veitti þeim ævinlega sein sjálfsagð- an hlut. Aldrei mun hún hafa óskað greiðslu fyrir, en ávallt greitt fyrir þeim, svo sem væru þeir allir hennar eigin börn, ævin- lega með glöðu geði og brosi á vör. Sterk og fölskvalaus vinátta skapaðist því milli hennar og þeirra, og mun hún áreiðanlega geymast lengi. I félagslífi tók Elisabet nokkurn þátt, og má þar til nefna kvennadeild Verkstjórafélags Reykjavíkur og ennfremur Reyk- víkingafélagið, en i því voru þau hjönín bæði heiðursfélagar. á undanförnum árum hafði Elísabet verið lögð nokkrum sinn- um inn á Landakotsspítala, í nokkrar vikur hverju sinni. Fyrir alla þá hjálp og vinsemd, er hún naut þar svo og nú i hennar siðustu le-gu, eru hér með Ixirnar fram alúðarþakkir til lækna, er, þar eiga hlut að, og ekki siður til St. Jósefssystra þeirra, er um- gengust hana og hjúkruðu henni, en milh hennar og þeirra myndaðist órofa vinátta, enn- fremur til allra þeirra starfs- stúlkna, er veittu henni hjálp i veikindum hennur. Nú, er ég og fjölma.rgir kveðj- um Elísabet er. það méð mikilli Framhald á bls. 31 inga á þessum árum, að vel var unnið. í félagsmálum var Sigurður einnig i fararbroddi, hann var einn af stofnendum Handknatt- leiksráðs Reykjavikur og sat í stjórn þess fyrstu fimm árin og síðar eitt ár formaður þess. Þegar Handknattleikssamband- ið var stofnað, var leitað til Sig- urðar og var hann i fyrstu lands- liðsnefnd og átti drjúgan þátt í undirbtiningi að þátttöku í fyrstu heimsmeistarakeppninni, þegar við unnum Rúmena eins og frægt er. Sigurður var leiðahdi i öllum nýjungum á sviði handknaitleiks. hann var aðalhvalamaður að fyrstu utanferð handknattleiks- manna og samskiptum við erlend lið, hann hélt hér dómaranám- skeið í handknattleik og kenndi nýja tækni og framfarir. Þá var Sigurður hugvitsamur við að finna upp skemmtileg keppnismót og má segja, að á hverju ári hafi Armann verið með eitt eða fleiri mót til að auka fjölbreytnina á þessum árum, Sig- urður átti stóran þátt i að gera uppbyggingu handknattleiks trausta og skilaði hann sinu verki vel i hendur þeirra, sem við tóku og var það vel metið. Sigurður var á 25 ára afmæli Ilandknattleiks- ráðsins sæmdur gullmerki þess, sem er mesta viðurkenning. sem það getur veitt. Handknattleiksmenn munu utn leið og þeir minnast göðs félaga þakka starf hans og votta aðstand- endum sanuið. Sigurður G. Norðdahl Kveðja frá Glímufélaginu Ármanni. Það er erfitt hlutskipti að þurfa að minnast góðs vinar. Þegar ég frétti andlát vinar mins, Sigurðar G. Norðdahls, um næstsfðustu helgi, þá vildi ég ekki trúa því, að þe.tta væri sapnleikur, Máður eins og Sigurður, sem búinn var að upplifa miklar slysfarir og mikil veikindi, en var búinn að ná sér það vel upp, að maður hélt, að hann væri þúinn aðyfirvinna allt þetta og kominn á þann rekspöl að geta starfað og unnið að áhuga- málum sinum á þann veg, sem hann alltaf hafði langaðtil. í nóvembermánúði síðastliðn- um störfuðum við mikið saman i sambandi við heimsókn, sem Glimufélagið Armann fékk, og gestirnir voru Júgóslavar, sem voru mér og honum mjög húg- þekkir og samstarf okkar við þá var með ágætum. Sigurður G. Norðdahl gerðist félagi í Glímufélaginu Áimanni haustið 1931. Jón Þorsteinsson lýsir því, að það hafi komið ung- ur, frískur og fallegur maður, sem stundaði æfingar frábærlega vel, og til þess að ná rneiri fullkomnun tók hann einnig þátt í öðrum æfingum, sem íþróttasköli Jöns Þorsteinssonar hafði þá með höndum og mætti þar á hverjum einasta degi állan þann vetur. Sigurður hafði líka að miklu að keppa, því að hann vissi, að félagar hans í Armanni, sem voru orðnir honum eldri, ætluðu að taka þátt í íslenzkri viku, sem halda átti i Stokkhólmi 1932. Sigurður náði þvi marki að vera í þeim höpi, þö að hann væri aðeins 17 áragamallog langyngstur allra þátttakenda. Sigúrður náði þvi takmarki að verða einn fræknasti fimleikamaður, sem ísland hefur átk fvrr eða síðar, og í framhaldi af því hefur hann borið höfyð og herðar yfir alla fimleikamenn innan Glímufélagsins Armanns og verið lyftistöng og driffjöður fimleikadeildar í um það bil 20 ár. Sigurður fór i fjölmargar sýn- ingarferðir bæði utanlands og innan. Var fánaberi á flestum sýningum og vaktj töluvert tnikla eftirtekt, enda maðurinn glöggur og bar sig vel á velli, og allir dáðust að hans framkomu hvar sem hann kom fram. Ungur að árum gerðist Sigurður starfsmaður lögregl- unnar i Reykjavik. Fljótlega kom það í ljós, aðSigurður hafði alveg sérstaka hæfileika í sambandi við tungumál, og gat hann talað fleiri tungur en aðrir, er störfuðu þar. Var hann því valinn til að kynna sér störf þau, sem vantaði alger- lega hjá okkur á íslandi, þ.e.a.s. eftirlit með útlendingum og starf- semi þeirra hér á landi. Sigurður var því sendur af lögreglustjóra bæði til Evrópu og Bandaríkjanna til að kynna sér, hvernig þessum málum væri háttað í þeim lönd- um, og þegar hann kom til baka var hann gerður að forstöðu- manni Útlendingaeftirlitsins á is- landi, Sigurður starfaði ekki eingöngu áð fimleikamálum innan Glímu- félagsins Armanns. Hann var allt í öllu. Híinn var með í írjálsum íþróttum, og þegar Sigurður kynntist handknattleik, hreifst hann strax af þeirri íþrótt og gekkst fyrir stofnun handknatt- leiksdeildar innan Armanns, Sigurður var ekki i Mennta- skólanum í Reykjavík, en hann ásamt Valdimar Sveinbjörnssyni fékk því framgengt, að þar var æfður í gamla fimleikahúsinu handlwlti, og síðan þróaðist þetta þannig, að það var byrjað að iðka þetta lika i Íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar, þegar það var stofn- að. Sigurður hefur alla tíð verið sá maður, sem var undirstaðan og driffjöðurin á öllum þeim mótum sem hafa verið haldin i Reykjavfk og á landsbyggðinni. Htuin var fyrsti maður til að fá erlendan þjálfara, hann var fvrsti maður til að gera handbolta að handbolta á islandi vegna þess að hann breytti skipulaginu eftir re.vnslu og það var, að handbolti er spilað- ur í dag ekki' maður á mann héldur kerfisbundinn eftir ákveðnum reglum og eftir ákveðnum venjum. Það er ekki nóg með það, að Sigurður hafi gert þessa hluti og komið þessu á framfæri innan félaganna í Reykjavik, heldur var hann hvatamaður að öllum þeim mót- um, sem stofnuð voru á þeim árum, sem gerðu handboltann að Árni .Vrnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.