Morgunblaðið - 22.01.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1974. -
an
Doppa og
á ferðalagl
eftir
Hugrúnu
Þá myndi Dfli segja, að hún væri svo smáhvolpaleg.
— Nei, ég held, að ég þori ekki að fara, sagði hún og
lagði aftur annað augað. — Mikill ræfill getur þú
verið, sagði Díli. Það verður aldrei neitt úr þér, ef þú
þorir ekkert. Hvað hræðistu? — Allt, sagði Doppa,
sérstaklega stóru útlendu hundana. — Þú þarft ekki
að vera hrædd, þegar þú ert með mér, sagði Díli og
belgdi sig allan út. Heldurðu að ég viti ekki, hvernig
á að koma fram við útlendu slánana? Ég held að við
þurfum þá ekki að koma nálægt þeim. Það eru til
fleiri staðir í heiminum en þessi kaupstaður sem þú
heimsóttir. — Þeir eru víst til víðar en þar, sagði
Doppa. Þeir geta komið út úr klettum og hólum. Þeir
eru víst göldróttir. — Þú skalt nú ekki koma mér til
þess að trúa því, sagði Díli. Ef þú kemur ekki með
mér fer ég einn. Doppa litla fór að skjálfa við
tilhugsunina um að missa vininn sinn. — Ég get ekki
sagt þér núna, hvort ég fer með þér, sagði hún. Það
er nógur tíminn þegar nóttin er orðin dimm. — Ég
gef þér frest til morguns, ef þú getur ekki sagt mér
þá, hvort þú kemur með mér, fer ég til hans Sáms á
Hóli. Hann væri áreiðanlega til með að sjá sig um í
heiminum. Hann á enga móður, sem bannar honum
að fara. — Við sjáum til á morgun, sagði Doppa. Hún
gat ekki um annað hugsað en það, ef hún ætti aldrei
að sjá Díla aftur, þá myndi hún gráta úr sér bæði
augun. Ef hún færi með honum, gæti hún varað
hann við hættunum, og kannski fengið hann til þess
að snúa við heim aftur, þegar hann væri orðinn nógu
þreyttur og leiður á lífinu. — Við sjáum til á
morgun, sagði hún. Það er nógur tíminn. Næsta dag
dró hún það sem lengst að hitta Díla. Hún hafði enga
matarlyst, og var ósköp dauf í dálkinn. — Hvað
gengur að þér? spurði mamma hennar. — Ekkert,
sagði Doppa, ekkert, mér er bara svolítið illt f
maganum. — Voff, voff, sagði mamma hennar. Það
þýddi að hún kenndi í brjósti um hana. Þú ættir ekki
að fara neitt út í dag, barnið mitt. Það er betra að
vera inni í hlýju bólinu, þegar maginn er ekki í góðu
lagi.
Doppa fann, að það var alveg satt, eins og allt, sem
mamma hennar sagði. En Díli beið eftir henni. Það
var ósköp og skelfing leiðinlegt að geta ekki sagt
mömmu eins og var, en það þorði hún ekki. Það
myndi Díli ekki fyrirgefa henni, og þá-liti hún aldrei
glaðan dag framar. Hún óskaði þess heitt og inríilega,
að henni þætti ekki svona vænt um Díla, en það
gagnaði ekkert. Henni þótti svo ósköp lifandi skelf-
ing vænt um hann og gat ekki hugsað sér að skilja
við hann.
Nú skaltu lita
Hérna eru tvær inyndir, sem þið getið litað.
Hvernig væri að hafa sein l'Lesta liti, t.d. lita dll
hlómin með sitthvoruin lit?
oAJonni ogcTWanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Og við spenntum greipar og þökkuðum guði af öllu
hjarta fyrir hjálpina, sem nú var að nálgast.
Þegar því var lokið, sagði ég:
„Nú verðum við að taka á því, sem við eigum til,
og róa í áttina til skipsins, annars getur það farið
framhjá okkur. Þokan er svo dimm“.
Við settum á okkur stefnuna, sem hljóðið kom úr,
og ég reri í áttina, svo rösklega sem veikir kraftar
leyfðu.
Brátt sáum við svarta þústu, sem leið áfram lötur-
hægt.
„Þetta er eins og fjall“, sagði Manni.
Það var stafn skipsins — og sýndist margfalt stærri
í þokunni en hann var í raun og veru.
Nú var um að gera að ná sambandi við skipsmenn-
ina.
Ég herti róðurinn af öllum mætti til þess að komast
sem allra næst skipinu.
„Manni“, kallaði ég. „Taktu fljótt flautuna mína,
hún liggur aftur í, og blástu í hana eins og þú getur“.
Manni fann flautuna og blés, en ég hrópaði há-
stöfum:
„Hjálp! Hjálp!“
Enginn sást á skipinu.
„Það er þó undarlegt“, hugsaði ég, „að enginn skuli
sjást á verði“.
Allt í einu sá ég varðmanni bregða fyrir, en hann
hvarf um leið aftur.
Hann horfði í hina áttina, og um leið hurfum við
honum, af því að við vorum komnir svo nærri skipinu.
Þegar við nálguðumst það, þekktum við, að hér var
komið franska herskipið La Pandore, sem við höfðum
heimsótt daginn áður.
ffk&lmofgufilKiffiítu
— Húrra, unsfrú Ljónfríð-
ur, aðcins þrjár villur... og
svo hyrjinn við á næsta orði ...
KOBZLÉ
^QRVLPR
lko^tbr
JRPPEZTQ
/037-
^OOOJ.
— Þér eigið bara að ncfna
hvern einstakan bókstaf. ekki
að reyna að lesa neitt úr þessu.
I :'<