Morgunblaðið - 12.02.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
3
Með þv! að fjarlægja byggingar á Vallarstæti má losna við krókaleiðir og greiðfærara verður milli Austurvallar og
Austurstrætis.
Hugmyndir um Austurstræti
ÁFORM um að gera Austurstræti
að varanlegri göngugötu eru nú í
undirbúningi og hefur Teiknistof-
an i Garðarstræti 17 unnið að
tillögugerð. Hefur hún nú skilað
skýrslu, þar sem bent er á mis-
munandi leiðir til að breyta göt-
unni. Þar kemur margt skemmti-
legt fram, svo sem að byggja að
hluta eða alveg yfir götuna, að
tengja hana opnum svæðum i
nágrenninu svo sem með þvi að
opna inn i Hressingarskálagarð-
inn, að byggja á miðri götunni
einnar hæðar mjóar byggingar
með blaðasölum, upplýsinga-
er gert ráð fyrir að tengja Austur-
stræti við græn og opin svæði, sem
eru í næsta nágrenni (Austurvöllur,
Bernhöftstorfa, Stjórnarráð, Hress-
ingarskálagarður), þannig að þau
sjáist frá Austurstræti.
Talað er um aðgreiningu bila og
gangandi fólks og að skapa
skemmtilegt og aðlaðandi umhverfi
fyrir gangandi fólk, sem á þar leið
um í verzlunarerindum eða vegna
annarra atriða, sem laða fólk í mið-
bæinn og að auka tilbreytingu götu-
umhverfisins með því að afmarka
svæði fyrir mismunandi athafnir.
M.a. er talað um möguleika á smiði
Núverandi starfsemi, sem ætti þar
vel við, er m.a. tlzkuverzlanir, sjopp-
ur, skartgripabúðir, gull- og úrsmið-
ir, minjagripasala, korta- og mynda-
búðir, kaffihús, o.s.frv. Öll þessi
starfsemi þarf fremur lítið rými og
litlar geymslur, og endurnýjun
birgða getur farið fram með löngu
millibili
Um yfirbyggingu segir: „Við at-
hugun á að breyta Austurstræti í
svæði fyrir gangandi fólk koma ýms-
ar lausnir til greina á frágangi, eftir
að götunni hefur verið breytt. Lausn-
um þessum má skipta í fjóra flokka:
Fyrsta lausnin er talin nauðsynleg
fyrir hvaða svæði, sem breytt er og
ætlað gangandi fólki, en hinar þrjár
fela að auki i sér mismunandi veðra-
skjól fyrir gangandi fólk: 1) Klæða
gróðri þau svæði, sem breytt hefur
verið fyrir gangandi fólk, leggja
stéttir, koma fyrir bekkjum, lýsingu
o.s.frv. 2) Liður 1 að því viðbættu,
að eigendur verzlana byggi yfir
framhlið þeirra 3) Liður 1 að þvl
viðbættu, að byggt sé yfir endilanga
götuna — báðum megin götunnar
— frá báðum hliðum. Skal þessi
yfirbygging vera öll eins að gerð og
t.d. um 3 metrar á breidd, miðað við
framlínu hverrar verzlunar 4) Liður 1
að því viðbættu að yfirbyggja allt
götusvæðið í hæfilegri hæð yfir
götu."
í skýrslunni er tafla, er sýnir veð-
urskilyrði I Reykjavík á timabilinu
1952 —1971, skv skýrslum Veð-
urstofunnar, en skjól fyrir snjó og
regni er mikilvægt, svo og skjól fyrir
vindi, en I Reykjavik virðist æði
kalsamt. Eru t.d. úrkomudagar með
yfir 0.1 mm regni frá 1 72’og upp i
257 á ári og snjókomudagar frá 34
upp í 101 á ári, en stormadagar
með yfir 9 stiga styrkleika frá 3 upp
í 52 á ári. í skýrslunni er rætt um
hæð yfirbyggingar, sem er erfiðleik-
um bundin vegna þess, hve húsin
eru mishá, og efnisval. Er gert ráð
fyrir burðargrind annaðhvort úr járn-
bentri steinsteypu, timbri eða stáli
og sé byggt yfir svæðið með gagn-
sæju byggingarefni, óeldfimu. Þvi
Byggingar á miðri götu og gagnsær himinn yfir
þjónustu, smáverzlunum o.fl. Við
tökum hér nokkra forvitnilegar
glefsur úr skýrslunni, sem lögð var
fyrir borgarráð.
„Æskilegt væri að nýta Hressing-
arskálagarðinn. Þvi miður getur
gangandi fólk ekki notið þessa
skemmtilega garðs nú sem skyldi.
Ein af hugmyndum Teiknistofunnar
er að opna garðinn og gera gangstig
gegnum hann. Veitingastaðurinn
kynni þá að vilja setja þar borð og
skyggni til að skapa skemmtilegt
umhverfi fyrir þá, sem vilja rabba
saman, fá sér hressingu eða dvelja i
garðinum. Ennfremur mætti t.d.
mála eða skreyta hinn langa, hvíta
austurvegg Austurstrætis 18 með
litríkum myndum af íslenzkum lista-
mönnum Yfir innganginum í garð-
inn frá Austurstræti gæti það þak,
sem nú er, haldið sér, þótt innrétt-
ingin væri fjarlægð. Gangandi fólk
myndi ganga um garðinn eingöngu
eftir gangstigum eða stétt, en hægt
væri að loka garðinum utan verzlun-
artíma. Gera má ennfremur ráð fyrir,
að veitingastaðurinn myndi auka
viðskipti sín með því að koma fyrir
borðum og stólum úti á sumrin og
selja þar kaffi og/eða mat og þann
tíma mætti lengja með upphitun
og/eða skyggni." I heildartillögum
einnar hæða bygginga, sem standi
einar sér á miðju Austurstræti.
Byggingar þessar ættu ekki að vera
meira en 7 m á breidd, en geta verið
mismunandi að lengd, eftir þvi
hvernig þær eru teiknaðar. Þar eð
þær yrðu reistar á landi borgarinnar,
gætu þær orðið tekjulind fyrir borg-
ina, sem fengi greiðslu fyrir leigu og
skatta. Slíkar tekjur mætti nota til að
greiða hluta af kostnaði við breyt-
ingu götunnar Ef þess væri óskað,
mætti í byrjun undirbúa grunnana
að byggingunum, jafna síðan yfir
þá, helluleggja og klæða gróðri
o.s.frv. um óákveðinn tíma, eða
þangað til leigjendur byðust. Bygg-
ingar þessar gætu verið verksmiðju-
unnar t.d. úr steinsteypueiningum,
Ijósar að útliti og með stórum glugg-
um. Aðal þjónustuaðgangur gæti
verið eftir þeim miðjum. Þar sem
lagt er til að fjarlægja núverandi
byggingar, mætti bæta eigendum
tjónið með þvi að bjóða þeim rými i
nýju byggingunum Ný starfsemi,
sem gæti farið fram ! þessum nýju
byggingum, er t.d. blaðasala, miða-
sölumiðstöð, upplýsingaþjónusta
fyrir ferðamenn og almenning, al-
menningssímar, sem skemmdar-
vargar gætu ekki eyðilagt, afmörkuð
samræðu- og fundasvæði o.s.frv.
Skreyta mætti vegg Austurstætis 18 me8 myndum af
islenzkum listamönnum, þegar búið væri að opna göngu-
leið gegnum garð Hressingarskálans.
koma helzt til greina hæfilega sterkt
gler, sennilega öryggisgler með vir-
neti, og/eða óéldfim gerviefni
(Macrolon), segir þar.
Þá er talað um óásjálegar út-
byggingar, sem ætti að hreinsa eink-
um bak við eignir borgarinnar, Hag-
kaup, Hótel Borg, Hressingarskál-
ann og Nýja bíó, um leiðir fyrir
gangandi fólk, sem t.d. má fá með
þvi að fjarlægja byggingar á Vallar-
stræti og gegnum Hressingarskála,
um strætisvagna, sem fjarlægja
þyrfti af Lækjartorgi ef breyta á torg-
inu i fyrra horf, þ.e. stefnumótastað,
um frágang götunnar með hellu-
lögnum, hitun í götuyfirborði og
götubúnað Þar er talað um sæti eða
bekki, blómaker, ruslafötur, Ijós-
skreytingar, gosbrunna og högg-
myndir o.fl. og um flóðlýsingu á
styttum, gosbrunnum o.fl Talað er
ennfremur um gróðursetningu til að
mýkja linur. En hér er aðeins stiklað
á stóru í tillögunum
Kostnaðaráætlun er mismunandi
eftir valkostum, en nefna má, að við
hellulagningu er kostnaður áætlaður
8,5 millj, kr. við yfirbyggingu að
hluta 5.25 millj kr , yfirbyggingu
að fullu 20,0 millj. við verzlunar-
byggingar i götunni 9,0 millj. kr
Einstakt tækifæri
Bókaútsala 50% afsláttur
aðeins 141/2 dag - hófst í morgun
bæðl nlðrl og uppl
Bókaverzlun Snæbjarnar,
Hafnarstræti 4.