Morgunblaðið - 12.02.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
23
Tómas Vig/usson bygg-
ingameistari - Minning
TÖMAS Vigfússon bygginga-
meistari andaðist 1. febrúar sl. 67
ára að aldri, og var útför hans
gerð frá Dómkirkjunni sl. laugar-
dag.
Tómas var fæddur í Reykjavfk,
sonur Vigfúsar Sigurðssonar
Grænlandsfara og konu hansGuð-
bjargar Arnadóttur. Hann hóf
Ekki kuldar
á Svalbarða
Uppörvun fyrir
r
Islendinga
FYRIR helgina birtist i blaðinu
frétt af ráðstefnu veðurfræðinga
og fréttinni, sem tekin var úr
New York Times, fylgdi línurit af
hitasveiflum undanfarnar aldir
og var það sagt fram lagt af Berg
Torson. Ekki hugkvæmdist okkur
hér, að þarna væri um að ræða
Pál Bergþórsson, veðurfræðing,
en komið er i ljós, að þetta línurit
er unnið af honum og fram lagt á
annarri ráðstefnu fyrir nokkrum
árum. En fyrirlesarinn hafði að-
eins lengt hitalinuna, svo hún
næði til síðustu ára.
Af þessu tilefni sagði Páll okk-
ur, að þrátt fyrir kólnandi veður-
far, eins og sést á línuritinu, hefði
hiti heldur aukizt á Svalbarða sl.
3 ár og skv. hans reynslu væri það
bending um hvað væri í vændum
hjá okkur hér. í vetur hefur verið
sæmileg tið á Svalbarða og ekki
mikill ís, þó að hér hafi verið
harðindi og kuldi. Telur Páll
ástandið á Svalbarða uppörvandi
fyrir okkur.
ungur nám í húsasmíði og aflaði
sér síðar framhaldsmenntunar er-
lendis, meðal annars við Det
Tekniske Skole í Kaupmanna-
höfn og Teknologisk Institut.
Eftir heimkomuna hafði hann
með höndum umfangsmiklar
byggingaframkvæmdir um ára-
tugi.
Hér verður annars að litli leyti
rakinn æviferill Tómasar Vigfús-
sonar, en aðeins komið á framfæri
kveðju og þökk fyrir góð kynni og
samvinnu um árabil. Við áttum
um skeið sæti saman í stjórn
Byggingafélags verkamanna i
Reykjavík, og er mér einkar ljúft
að minnast þeirra samverustunda
við hann og aðra, er i stjórninni
voru. Segja má, að Tómas hafi
öllum öðrum fremur borið hita og
þunga af félaginu og starfsemi
þess, en hann var bygginga-
meistari félagsins frá stofnun
þess 1939 og þar til lögum þess
var breytt og byggingastarfsemin
lögð niður árið 1970. Jafnframt
var hann stjórnarformaður i rúm-
lega 20 ár.
Þó að allt þetta timabil hafi
staðið yfir byggingaframkvæmdir
á vegum félagsins, hafði Tómas
mikil umsvif við ýmsar aðrar
verklegar framkvæmdir svo og i
félagsmálum. Hann var löngum i
forystusveit, meðal annars i
stjóm Landssambands iðnaðar-
manna, í bankaráði Iðnaðarbank-
ans, þá átti hann lengi sæti i bygg-
inganefnd Reykjavíkur og var
prófdómari i húsasmiði.
Tómas Vigfússon var maður
traustvekjandi, enda mjög
áreiðanlegur í öllum viðskiptum,
hjálpfús, ráðhollur og úræða-
góður. Hann naut trúnaðar og
trausts meðal starfsmanna sinna,
enda voru þeir margir, sem unnu
Takk
fyrir
siðast.................................
Grísaveizlan á Mallorca var eitt af því, sem
flestir muna eftir. Það var eitthvað, sem
mætti endurtaka. Með sangríu, stærðar grís
og öllu tilheyrandi. Þess vegna ætlum við að
standa fyrir
ÚRVALS GRÍSAVEIZLU
FYRIR FERÐAFÉLAGA ÚRVALS
í Þjóðleikhúskjallaranum kl. 1 9.30
1 5. febrúar Farþegar í ferðum:
18/4 (páskar) 2/5,
15/5 og27/7
17.febrúar Farþegar í ferðum:
17/8, 31/8 og 14/9
22. febrúar Farþegar í ferðum:
28/9, 3 / 1 0 og 19/10
24. febrúar Aukahópar 1 973
Farþegar í Mallorcaferðum 1972
Þátttaka tilkynnist í síma 26900 í síðasta |agi miðviku-
daginn fyrir veizluna.
FERÐASKR/FSTOFAN
ORVAL
PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK
SÍMI 2 69 00
óslitið hjá honum svo árum
skipti.
I dagfari var Tómas hæglátur
og mikið prúðmenni. Hann var þó
gæddur rfkri kýmnigáfu og frá-
sagnarlist. Hann var bókamaður
og átti fallegt bókasafn,-og allt
var heimili hans og Katrínar konu
hans vott menningar og smekk-
visi.
Siðustu tvö til þrjú árin átti
Tómas við vanheilsu að stríða, og
urðu það honum mikil umskipti
að þurfa að láta af hinum marg-
brotnu umsvifum, er hann hafði
haft með höndum á annasamri
starfsævi.
Síðast bar fundum okkar
Tómasar Vigfússonar saman f
Kaupmannahöfn á síðastliðnu
sumri. Hann var þar á ferð með
konu sinni á leið til Noregs til
fundar við eina af dætrum þeirra,
sem þar er búsett. Þetta var á
sunnudegi, og þau hjónin voru að
koma úr kirkju þeirri, þar sem
þau voru gefin saman fyrir 35
árum. Þar leituðu þau fundar við
minningar æskunnar, þegar lífið
og framtíðin brostu við þeim. Nú
hafa þau lokið sinni siðustu sam
eiginlegu kirkjuferð, en með
öðrum og dapurlegri hættu en á
brúðkaupsdaginn i Kaupmanna-
höfn forðum.
Ég lýk þessum línum með
kveðju og þökk frá mér og fjöl-
skyldu minni til Tómasar Vigfús-
sonar og samúðarkveðjum til
konu hans, dætra og annarra
aðstandenda.
Ingólfur Kristjánsson.
Flugslys
Beale-herflugvelli, Kaliforniu,
9. febrúar — AP.
SPRENGJUÞOTA af B 52 gerð
hrapaði íflugtaki &Beale-herflug
vellinum f Kalifornfu f morgun
og brann tíl ösku. Með véfinni var
átta manna áhöfn, og komst
a.m.k. einn þeirra lifs af. Var
hann fluttur á sjúkrahús. Eitt lfk
hafði fundizt, en um afdrif ann-
arra af áhöfninni var ekki vitað.
Unnið er að rannsókn á orsök
slyssins.
Milljónaferö til London
fyrir aðeins kr. 16.500,02
I febrúarmánuöi iöar stórborgin af
lífi og fjöri. Þess vegna býöur
British Airways vikudvöl í London
-frá sunnudegi til sunnudags- á sér-
stöku verði. Innifaliö í verðinu: Flug-
feröir, gisting í 7 nætur, og morgun-
verður. Brottfarar-tími flugsins, frá
Reykjavík er eftir hádegi á sunnudög-
um.
Feröalangar fá ókeypis afsláttarbók,
sem veitir þeim rétt á 10% afslætti í
fjölmörgum verzlunum, veitingahúsum,
og skemmtistööum, auk ókeypis
aðgangskorts í næturklúbbum og
diskótekum. í London veröa hátíða-
skrúögöngur meö fjörugu fólki, klæddu
búningum löngu liðinna daga, sérstök
tízkusýning á nútíma hönnun og efn-
um Lundúnatízkunnar. Þá má ekki
gleyma Dickens Festivalinu í Southwark
- kvikmyndir, upplestrar, sérsýningar,
o.fl. Alltaf eitthvaö nýtt á hverjum
degi.
Þessi einstaka ferö er sannkölluö
milljónaferð, en veróió er frá
kr. 16.500.00.
Upplýsingar og farseölar hjá feröaskrifstofunum.
British airways
Youll bc in good hands.