Morgunblaðið - 12.02.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1974
Gísii, Eiríkur og Heigi
i eillr
ingmiörgu
Jónsdóltur
„Það er eitthvað að skríða á skónum mínum,“ sagði
Gunna frænka, sem var rétt byrjuð á stóru súkku-
laðikökusneiðinni. Hún fékk enga afmælisköku, því
að Eiríkur borðaði hana alla.
Mamma gægðist undir borðið og hvað haldið þið,
að hún hafi séð? Þar var agnarlítill, forvitinn hamst-
ur að þefa af skóm og fótum manna, sem við borðið
sátu.
,,Rotta!“ veinaði mamma hans Helga. „Hér er
rotta!“
Það var eins og við manninn mælt. Frænkurnar
hentust allar upp á borð, ásamt mömmu Helga og þar
stóðu þær hríðskjálfandi og nötrandi, meðan Helgi,
Gísli, Eiríkur og Pálína voru að finna aumingja litla
hamsturinn, sem hafði nagað sig út úr skókassan-
um og skriðið undir borðið.
„Bara róleg, mamma, “ sagði Helgi. „Þetta er
aðeins hamstur.“
„Þetta er rotta,“ sagði Gunna frænka og skalf öll.
Henni varð svo mikið um þessar fréttir að sultar-
droparnir, sem voru vanir að síga smám saman niður
úr nefinu, hrundu nú niður eins og húðarrigning
væri.
„Ég hef alltaf sagt, að það væri óhollt að eiga
heima í kjallara," sagði Sigga frænka. „Þar er súgur
og saggi og þangað sækja auðvitað rottur og önnur
skaðkvikindi.“
„Þetta er hlýr og góður kjallari,“ sagði mamma
Helga litla og snerist nú til varnr. „Okkur líður vel
hérna, bæði mér og Helga. Svo held ég, að þetta geti
ekki verið rotta, því að ég hef aldrei séðþær hér.“
„Ekki fyrr en nú!“ sagði Gunna frænka og tvísté á
borðinu. Hún var svo hrædd um, að hamsturinn
næði í hans, að hún steig beint ofan í súkkulaði-
tertuna.
„Ó, ó, nýju afmælisskórnir mínir,“ veinaði Gunna
frænka, sem hafði einmitt keypt sér skó til að ganga í
augun á mömmu hans Helga litla. Þær voru nefni-
lega jafngamlar, en Gunna frænka var svo horuð, að
hún var ellileg. „Afmælisskórnir mfnir!“
Einmitt í þessum svifum tókst Helga litla að
handsama hamsturinn og hann setti hann ofan í
kassann, sem ósýnilegi brunabílinn hafði verið í. Það
tók sinn tíma fyrir hamsturinn að naga sig úr þeim
kassa og frænkurnar þrjár gátu stigið niður af
borðinu og þvegið sér eins og mamma.
Mamma hans Helga litla sagðist þurfa að leggja sig
eftir annað eins afmælisboð. Það sögðu frænkurnar
líka, en Pálína hvíslaði að Helga um leið og hún fór:
„Ég hef aldrei verið f jafnskemmtilegri afmælis-
veizlu!“
'cr)^
Hugsanalestur
Þetta atriði með hugsanalestur
er alltaf vel þegið f stærri sam-
kvæmum. „Hugsanalesarinn" er
BR 3- 1H A
sendur út úr herberginu. Meðan
hann er í burtu koma hinir, sem
inni eru, sér saman um, að hann
eigi eða geta sér til um það,
hvað einn gestanna óskar sér.
Segjum t.d. að Sigga óski sér
dúkkukaffistell. Hugsanales-
arinn kemur inn og bundið
er fyrir augu hans og nú hef-
ur aðstoðarmaður hans spurn-
ingar: Óskar Sigga sér rúllu-
skauta? Hugsanalesarinn: Nei.
Óskar hún sér bókar? — Nei. Og
hann heldur áfram á svara neit-
andi, þar til aðstoðarmaðurinn
spyr, hvort hún óski sér dúkku-
kaffistell. Því svarar hann þeg-
ar: Já. Bragðið er auðvelt.
Allir halda, að aðstoðar-
maðurinn gefi hugsanales-
aranum eitthvert merki,
þegar hann á að svara: Já.
En þrð er alveg öfugt. Þeir
félagar hafa komið sér saman um,
að spurja eigi að hinu rétta, þegar
hugsanalesarinn klórar sér bak
við eyrað.
^JSÍonni ogcTManni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Aftur heima
Þegar allt var tilbúið til brottfarar, gengum við
niður stigann.
Úr bátnum kölluðum við síðustu kveðjur til Dan-
anna, og þeir svöruðu: „Paa gensyn“ (Sjáumst aftur).
..í hvaða átt eigum við að róa?“ spurðu hásetarnir.
Aður en ég fékk ráðrúm til að svara, kallaði Manni:
,.Má ég stýra? Ég rata“.
„Sjálfsagt“. svöruðu hásetarnir og létu hann taka
við stýrinu.
Manni var dálítið upp með sér af því að fá að stjórna
þessum fallega báti.
Hann stýrði þó ekki skemmstu leið heim til okkar.
Hann tók á sig smákrók til þess að fara sem næst út-
lendu skipunum, sem þarna lágu.
En þau voru enn á sama stað við akkeri og þau höfðu
verið fyrir tveimur dögum.
Eins og vant er að vera í smábæjum, hafði fregnin
um hvarf okkar borizt um alla Akureyri, ekki aðeins
um bæinn, heldur höfnina líka.
Þegar við fórum framhjá skipunum, þekktumst við
strax, og spurningunum rigndi yfir okkur.
En við vorum heldur svarafáir og sögðum aðeins
undan og ofan af.
Við sögðumst hafa verið að fiska og þá hefðum við
villzt dálítið. Svo hefðum við komið aftur með her-
skipinu „Fylla“.
Það var hlegið að okkur.
Einhverjir gáfu í skyn, að við mundum fá fyrir ferð-
ina hjá foreldrum okkar, þegar heim kæmi.
Okkur líkaði þetta ekki, og Manni benti hásetunum
að herða róðurinn og stýrði nú beint heim til okkar.
En heimili okkar var rétt niðri við sjó hjá kirkjunni.
fgunkoíílnu
— Ég set frostlöginn á hann á
morgun, en í nótt verðum við
að skiptast á að halda honum
heitum. . .
POLLUX
— Ég taldi konunni minni trú
um, að ég væri meiddur á
fæti. . .
— Af hverju að fara heim
strax? — Við erum nýkomn-
ir. . .
POILUX
— Hvað, hár f súpunni?? __
Hvaðan skyldi það nú koma???