Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 1
36 SIÐUR 48. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hófleg bjartsýni um árangurinn af för Kissingers Heilsaði upp á Heath Hcnry Kissinger utanrfkisráðherra Bandarfkjanna snæddi hádegis- verð með Edward Heath forsætisráðherra Bretlands f gær, er hann kom við f London á leið til Damaskus. Myndin var tekin þegar Kissinger kom í Downing Street 10. (Sjá fréttina hér til hliðar). Kosið í Bretlandi á morgun: Minnihlutastjórn og kosið innan tíðar? STÖÐUGT hitnar í kolum kosn- ingabaráttunnar f Bretiandi, enda skammur tfmi til stefnu fyr- ir flokkana að vinna kjósendur til fylgis. Jóhann Sigurðsson, frétta- maður Morgunblaðsins í London, Gull snar- hækkar London, 26. febr., AP GULL hækkaði mjög f verði á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í dag. Fór það yfir 180 dali hver únsa, en fyrir viku var hæsta verð á gulli þar 150 dalir. Fjármála- starfsemi var Iífieg víðast hvar f dag og bar nokkuð á lækkun dals- ins. Ýmsar skýringar voru gefnar á þessum verðbreytingum en ekki voru allir á eitt sáttir um orsak- irnar. Um það voru menn þó sammála, að gullið hefði hækkað miklu örar en sérfræðingar höfðu spáð. Fyrir aðeins þremur mánuðum var gull- verðið í London 90 dalir hver únsa en í dag komst það hæst í 181 dal íLondon, 182 dali íZiirich og 188.15 dali i París. í janúar, þegar verðið var enn f 120 dölum og þótti ofurhátt, spáði Nicholaas Diederichs fjármála- ráðherra S-Afríku — en þaðan koma 80% af því gulli, sem fram- leitt er utan kommúnískra rikja — að gullverð yrði komið upp i Framhald á bls. 35 sagði f símtali við blaðið í gær, að skoðanakannanir bentu enn til sigurs Ihaldsflokksins og eftir því, sem nær liði kosningunum og betur kæmi fram í dagsljðsið hversu magvfslega erfiðleika verður við að fást í brezku efna- hagslffi á næstunni, yrði sú skoð- un sterkari, að nauðsyn bæri til að fá sterka stjórn. Þó væri Frjálslynda flokknum spáð mikl- um. ávinningi og jafnvel oddaað- stöðu í neðri málstofunni — og færi svo mætti búast við minni- hlutastjórn f Bretlandi og senni- lega kosningum aftur áður en langt um liði. „Síðast i gærkveldi sagði kunnur jafnaðarmaður hér i sjónvarpi að hann óskaði þess frekar að fá sterka íhaldsstjórn en veika með stuðningi Frjálslynda flokksins, sagði Jóhann Sigurðsson, en flest- ar kannanir benda til þess að mjótt verði á mununum milli flokkanna og Frjálslyndir vinni mjög á. Ástæðan er sú, að kjós- endur hér eru orðnir þreyttir á gömlu flokkunum og litlum árangri þeirra í viðureigninni við verðbólguna. Menn vilja gjarnan sjá hvernig Frjálslyndir bregðist við, þeir hafa ekki verið í stjórn í langan aldur og menn hugsa sem svo, að enda þótt þeir hafi kannski enga reynslu i meðferð þessara mála, geti ástandið hreint ekki orðið verra en það er nú. Hinsvegar er ómögulegt að spá um, hvemig fólk hugsar á kjör- dag, enn eru eftir tveir dagar og margt eftir að segja. Ihaldsflokkurinn hefur skýrt hinn mikla greiðsluhalla við út- lönd, sem sagt var frá í fréttum í gær, með hinum miklu verð- hækkunum m.a. sem orðið hafa á sama tima eða svipuðum á öllum helztu hráefnum, sem Bretar flytja inn, þar á meðal olíu. Varðandi verðbólguna benda thaldsmenn á, að þrátt fyrir miklar verðhækkanir sé kostnað- ur lífsnauðsynja i Bretlandi tölu- lega lægri en víðast annars staðar í Evrópu. Meðaltalshækkanir lifs- nauðsynja hér á sl. ári eru á bilinu 12—16%, sem er geysimik- ið og meira en Bretar hafa kynnzt.“ Framhald á bls. 35 Damaskus, London, 26. febr. AP-NTB. HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarfkjanna, er væntan- legur til Damaskus í kvöld f fjórðu ferð sinni til Austurlanda nær tii að reyna að koma á friði milli tsraels og Araba. A leið sinni frá Bandarfkjunum kom hann við f London, þar sem hann átti tveggja klukkustunda fund með Sir Alec Douglas Home utan- rfkisráðherra Bretlands og Carrington lávarði orkumálaráð- herra og snæddi sfðan hádegis- verð með Edward Heath forsætis- ráðherra. Búizt er við, að Kissinger fari til Israels a.m.k. tvisvar sinnum í þessu ferðalagi og á fimmtudag á hann að hitta Anwar Sadat for- seta Egyptalands í Kario en þá er jafnvel gert ráð fyrir, að tekið verði upp formlegt stjórnmála- samband milli Egyptalands og Bandaríkjanna. Þær viðræður, sem fram hafa farið til undirbúnings þessari ferð Kissingers, eru sagðar hafa leitt það óyggjandi í ljós, að friðarsamningar milli landanna fyrir botni Miðjarðarhafs standi og falli með aðskilnaði herja ísraels og Sýrlands i Golanhæð- um. Kissinger lét í ljós bjartsýni um árangur af ferð sinni, er hann ræddi stuttlega við fréttamenn í London, en haft er eftir diplo- matískum heimildum, að það megi teljast kraftaverk, ef för hans til Damaskus ber skjótan árangur — líklega megi telja, að hann eigi erfitt samningastarf Komizt hjá kosningum Stokkhólmi, 26. febrúar, NTB. KOSNINGAR verða ekki haldn- ar að sinni i Sviþjóð þar sem stjórnmálaflokkarnir hafa samið um málamiðlunarlausn í deilun- um um virðisaukaskattinn. Hann verður lækkaður um 3% í 5VL fyrir höndum, og raunar megi hann vel við una, takist honum að fá Sýrlendinga og Israela til að setjast að sama borði og byrja að tala um aðskilnað herjanna. Kissinger var að því spurður í London, hvort hann gerði ráð fyr- ir að Sýrlendingar afhentu hon- um lista yfir þá 80 ísraelsku fanga, sem saknað er. Hann svar- aði spurningunni ekki beint en kvaðst gera sér ljóst, að þessi listi væri þungur i metunum. Bitizt um út- gáfurétt að bók Solzhenitsyns Ösló, 26. febr. NTB SOVEZKI rithöfundurinn Alex- ander Solzhenitsyn hélt frá Ósló í morgun árla með járnhrautarlest til Zúrich f Sviss eftir þriggja daga dvöl f Noregi. Eftir veru hans þar er enn jafn óljóst hvar hann sezt að til frambúðar. Búizt er við, að fjölskylda hans komi til Sviss innan tíðar og að þau ákveði þá hvar þau setjist að. Ekki var sérlega margt um manninn á járnbrautarstöðinni i Ösló þegar Solzhenitsyn fórþaðan um áttaleytið. Vinir hans, Per Eg- il Hegge og Viktor Sparre, sáu til þess, að hann fengi meiri frið en hann hefur fengið frá því hann kom frá Sovétríkjunum fyrir tveimur vikum. Solzhenitsyn hefur verið mikið á ferðinni þessa daga í Noregi, fylgzt með öllu af miklum áhuga og punktað niður hjá sér það, sem honum hefur verið sagt. I gær- kveldi sá hann norsk-brezku kvik- myndina, sem gerð var eftir bók hans „Dagur í lífi Ivans Deniso- vich“ og virtist mjög ánægður. Hann lét I ljós gleði sina yfir því, Framhald á bls. 35 EÞIOPIA: HERTOKU ASMARA TIL ÁRÉTTINGAR LAUNAKRÖFUM Addis Abeba, 26. febr. AP — NTB UPPREISNARSVEIT úr her Eþíópfu hefur tekið völdin f borginni Asmara, að því er fregnir í höfuðborginni Addis Abeba herma. Asmara er önnur stærsta borg landsins, með um 200 þúsund fbúa en um tvær milljónir manna búa f hérað- inu Eritreu, sem borgin til- heyrir og þar er miðstöð frelsis- hreyfingar múhameðstrúar- manna, sem aldrei hafa viður- kennt yfirráð Ilaile Selassie keisara. Ekki er þó talið, að valdataka hermannanna sé af pólitfskum rótum, heldur vilji þeir þar með leggja áherzlu á kröfur sfnar um betri kjör. Samkvæmt fregnum frá höf- uðborginni hafði keisarinn ekki meiri áhyggjur af ástand- inu f Asmara f dag, en svo, að hann hélt kampavfnsveizlu fyr- ir kínverska sendinefnd, sem þar er f heimsókn f tilefni þess, að ár er liðið frá því beinar flugsamgöngur voru teknar upp milli Addis Abeba og Pek- ing. Keisarinn mun raunar hafa lofað hermönnum kaup- hækkun fyrir nokkru og aftur f útvarpsræðu, er hann hélt f gær, en hermönnum þykir standa á efndum. Samkvæmt fréttum frá Asm- ara hefur flugvellinum þar ver- ið lokað, svo og öllum leiðum út úr borginni, hermenn hafa og tekið sfmstöð, banka og aðrar mikilvægar byggingar. Opin- berar skrifstofur eru lokaðar en verzlanir sagðar opnar. Ekki hefur frétzt um átök eða skot- hríð, en sagt er, að yfirmenn hersins þar séu í haldi, þar á meðal hershöfðinginn Seyoum Gedle, yfirmaður annarrar deildar hers Eþfópiu. Stjórn landsins er sögð eiga við margháttaða erfiðleika að etja um þessar mundir f innan- landsmálum, einkum vegna sf- hækkandi verðlags á matvæl- um, en verð á hrísgrjónum, mjöli og brauði hefur fjórfald- azt á sfðustu þremur mánuðum. Kom til blóðugra óeirða f Addis Abeba fyrir nokkru og voru hersveitir þá kallaðar til borg- arinnar til að halda þar uppi reglu. Að sögn talsmanns handarfska utanrfkisráðuneyt- isins er ekki talið Ifklegt, að Selassie keisari eigi uppreisn eða byltingu á hættu, en vanda- mál hans séu þó mörg og þurfi skjótra aðgerða við. Nokkur hundruð Bandarfkja- manna eru búsettir f Asmara, starfandi við geimferðaeftir- litsstöðina þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.