Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
Vegaskemmdir af
völdum vatnselgs
NOKKRAR vegaskemmdir hafa
orðið á þjóðvegum víða um land
af völdum regn- og leysingavatns,
sem hefur skorið vegi í sundur og
grafið undan köntunum.
Skemmdirnar hafa þó hvergi orð-
ið verulega miklar og vegir eru
víðast hvar færir, þrátt fyrir
þetta, en aka verður með gætni.
Víða er talsverður vatnselgur við
vegi og rennur sums staðar yfir
þá, þannig að smábílar komast
þar ekki um, en heldur virðist
vera að draga úr flaumnum vfðast
hvar.
Talsverður vatnsflaumur rann
við og yfir vegi í uppsveitum
Árnessýslu og í Borgarfirði og í
gær var ófært fyrir smábíla við
Hvítárbrú í Borgarfirði. Skörð
höfðu komið í vegi m.a. í Mela-
sveit, á Borgarfjarðarbraut hjá
Hesti, á Ölafsvíkurvegi vestan
við Hítará og á veginum á Skógar-
strönd, en unnið var að viðgerð-
um og talið að þeim myndi ljúka í
gærkvöldi eða í dag, samkvæmt
upplýsingum vegaeftirlits Vega-
gerðarinnar í gær.
Færð var annars sæmileg nema
á norðausturhluta landsins, þar
var víðast ófært, og fjallvegir á
Vestfjörðum og Austfjörðum
voru nær allir lokaðir. Öshlíðar-
vegur milli ísafjarðar og Bol-
ungarvíkur var lokaður vegna
snjóflóða.
Framhald á bls. 35
- *
Guðmundur afla-
hæsta loðnuskipið
Sveinn Einarsson þjóðleikhússt jóri, Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri og Klemenz Jónsson formað-
ur Félags fslenzkra leikara. Málverkið bak við þau er af Arndfsi Björnsdóttur leikkonu f hlutverki
kerlingarinnar með sálina hans Jóns sfns. Ljósmynd Mbl. Br. H.
Leikhúsin hrinda leiklistar-
skóla af stokkunum
VIKUAFLI loðnuskipanna frá 17.
til 23. febr. var samtals 65.988
lestir og var heildaraflinn frá ver-
tíðarbyrjun því orðinn 307.193
lestir á laugardagskvöldið. Sam-
kvæmt skýrslum Fiskifélags Is-
lands var vitað um 135 skip, sem
þá höfðu fengið einhvern afla, en
af þeim höfðu 92 skip fengið
1.000 lestir eða meira. A sama
tíma f fyrra var heildaraflinn
samtals 162.630 lestir og þá hafði
81 skip fengið einhvern afla.
Aflahæsta skipið sl. laugardags-
Tillagan umboðið til
Solzhenitsyns
bíður á þingi
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær
til Péturs Sigurðssonar, alþingis-
manns og spurði hann, hvenær
vænta mætti að umræður yrðu á
Alþingi um þingsályktunartillög-
una, sem hann og Sverrir Her-
mannsson hafa borið fram, um að
sovézka rithöfundinum Alexand-
er Sdzhenitsyn verði boðið að
setjast að hér á landi. Pétur sagð-
ist í fyrradag hafa óskað eftir því
við forseta Sameinaðs alþingis,
Eystein Jónsson, að tillagan yrði
tekin fyrir á fundi Sameinaðs
þings, í gær, en Eysteinn hefði
sagt, að það væri ekki hægt þar
sem svo mörg önnur mál væru á
undah. Næsti fundur sameinaðs
þings verður á morgun og verður
í styttra lagi og ef tillagan verður
ekki á dagskrá þá, verður hún
ekki rædd fyrr en í næstu viku, að
sögn Péturs.
kvöld var Guðmundur RE 29,
skipstjóri Hrólfur Gunnarsson,
með samtals 10.143 lestir. Börkur
NK með 9.592 lestir, Eldborg GK
með 7.733 lestir, Gísli Árni RE
með 7.307 lestir, Ásgeir RE með
6.067 lestir og Hilmir SU með
6.021 lest.
Hæstu löndunarhafnir voru:
Vestmannaeyjar 48.985 lestir,
Seyðisfjörður 31.218, Neskaup-
staður 28.255, Grindavík 19.161,
Reykjavík 17.432, Eskifjörður
17.260, Akranes 15.100, Höfn
Hornafirði 14.707, Þorlákshöfn
14.153, Vopnafjörður 13.959,
Keflavik 12.224, Reyðarfjörður
11,293. Alls hafði loðnu verið
landað á 25 höfnum.
BÓKSALAFÉLAG Islands opnar
í dag 14. bókamarkað félagsins,
en bókamarkaðurinn hefur verið
árlegur viðburður s.l. 13 ár. Að
þessu sinni er bókamarkaðurinn
til húsa í Skeifunni 15, í 600 fer-
metra húsnæði, en 4000 bókatitla
getur að finna að þessu sinni á
markaðnum.
Við opnun bókamarkaðarins í
gær sagði Örlygur Hálfdánarson
formaður Bóksalafélagsins, að
aldrei hefði verið svo vel búið að
bókamarkaðnum eins og að þessu
sínni. Kaupendur gætu nú skoðað
allar bækurnar í rúmgóðu hús-
næði, enda væri þetta langstærsta
LEIKFÉLAG Reykjavfkur og
Þjóðleikhúsið hafa nú ákveðið að
hrinda af stað leiklistarskóla 1
sameiningu þar til komið verður
á fót föstum rfkisleiklistarskóla,
en miðað er við, að sá skóli, sem
leikhúsin ásamt Félagi fslenzkra
leikara eru að setja af stað, geti
orðið vfsir að rfkisskóla.
Leiklistarskólamál hafa verið í
mestra ólestri undanfarin ár, en
skóli LR hætti 1969 og skóli Þjóð-
leikhússins hefur ekki tekið
nemendur s.l. eitt og hálft ár.
Nokkuð hefur þó verið um það, að
einstaka leikarar tækju nemend-
bókabúð, sem opnuð hefði verið á
landinu. — Hvað er bókamarkað-
ur?, sagði Örlygur, jú, bóka-
markaður er síðasti áfangi hverr-
ar bókar áður en hún kemst til
lesendans. Á þessum bókamark-
aði er mikið um eldri bækur, en
að sjálfsögðu eru bækur síðustu
ára mest áberandi. Elzta bókin,
sem fáanleg er á bókamarkaðn-
um, er Skýrsla um handritasafn
Jlins íslenzka bókmenntafélags",
en þessi bók er prentuð árið 1869.
Þá er fáanleg bókin Þjóðhátíðin
1874, en það er sjálfsagt bók, sem
marga fýsir til að eignast á þessu
þjóðhátíðarári.
Bóksalafélagið hefur einnig
ur f einkakennslu í leiklistarfræð-
um.
Mikil barátta hefur verið fyrir
því hjá leikhúsfólki sl. ár að koma
upp föstum leiklistarskóla og
urjgt fólk tók sig sem kunnugt er
saman og stofnaði skóla, sem
gengur undir nafninu SÁL, sam-
band áhugaleikara. Starfar sá
skóli nú á öðru ári og eru 12
nemendur 1 hvorum árgangi og
hefur fólkið í skólanum sýnt
mikinn áhuga og dugnað.
1 ár var veitt á fjárlögum 1,5
millj. kr. til leiklistarskólamála og
mun SÁL fá hluta af því fé en nýi
verið með bókamarkaði úti á
landi, eins og t.d. á Selfossi.
Markaðurinn þar gekk ekki of
vel, því það kom i ljós, að fólk fór
alveg eins til Reykjavíkur ef það
vildi ná sér í bók á bókamarkaðin-
um.
Það þarf vart að taka fram, að
allar bækur, sem eru á markaðin-
um, eru seldar á mjög niðursettu
verði. Bókamarkaðurinn verður
opinn alla daga frá kl. 9—6, á
þriðjudögum og föstudögum er þó
opið til kl. 10, til kl. 16 á laugar-
dögum og á sunnudaginn frá kl.
3—6. Bókamarkaðurinn verður
opinn út alla næstu viku.
leiklistarskólinn fær þar einnig
fé.
Reiknað er með, að nýi leik-
listarskólinn taki til starfa 8. marz
n.k. og verður þá efnt til þriggja
mánaða námskeiðs fyrir 25
nemendur. Verður skólinn til
húsa í Iðnó í steinbyggingu milli
Iðnó og gamla Iðnskólans, en
þessi húsakostur kallast Kálfur-
inn. Reiknað er með námskeiðinu
fyrir fólk á aldrinum 17—24 ára.
Síðan verður einhvers konar
úrtaka í sjálfan skólann í haust og
Framhald á bls. 35
Vatnsborð
Lagarfljóts
Stjórn Sambands sveitarfélaga
í Austurlandskjördæmi boðar til
almenns fundar um fyrirhugaða
vatnsmiðlun í Lagarfljóti vegna
Lagarfossvirkjunar. Nokkur
óvissa hefur ríkt um vatnsborðs-
hæð í Lagarf ljóti vegna einstakra
virkjunaráfanga og verður á
fundinum reynt að varpa ljósi á
þau mál og hugsanleg umhverfis-
áhrif. Fundurinn verður haldinn
í Valaskjálf á Egilsstöðum
fimmtudaginn 28. febrúar og
hefst kl. 16:00. Sérstaklega eru
boðaðar til fundarins sveitar-
stjórnir hlutaðeigandi hreppa. Á
fundinn koma fulltrúar iðnaðar-
ráðuneytisins, Náttúruverndar-
ráðs, Orkustofnunar og
Rafmagnsveitna ríkisins og flytja
framsöguerindi og svara fyrir-
spurnum.
4000 titlar á bókamarkaði
Framboðslisti Sjálfstæðisfiokksins á Húsavík
Jóhann Kr. Jónsson Jón Armann Arnason Ingvar Þórarinsson Hörður Þórhallsson Haraldur Jóhannesson Katrfn Eymundsdóttir
VEGNA alvarlegra mistaka við
birtingu á framboðslista sjálf-
stæðismanna á Húsavfk f Morg-
unblaðinu í gær, er listinn birt-
ur hér aftur og viðkomandi
beðnir afsökunar á mistökun-
um. Listinn er þannig skipað-
ur.
Framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Húsavfk var
ákveðinn samhljóða á fundi
Sjálfstæðisfélags Húsavfkur sl.
sunnudag 17. febrúar. Fram-
boðslistinn er þannig skipaður:
1. Jóhann Kr. Jónsson fram-
kvæmdastjóri
2. Jón Ármann Árnason hús-
gagnasmfðameistari
3. Ingvar Þórarinsson bóksali
4. Hörður Þórhallsson út-
gerðarm aður
5. Haraldur Jóhannesson
mjólkurfræðingur
6. Katrín Eymundsdóttir hús-
freyja
7. Guðmundur A. Hólmgeirs-
son útgerðarmaður
8. Haukur Akason rafvirkja
meistari
9. Reynir Jónasson kaupmaður
10. Dórothea Guðlaugsdóttir
húsfreyja
11. Sigurður Rögnvaldsson vél-
stjóri
12. Þórhallur Aðalsteinsson
verkstjóri
13. Brynjar Halldórsson sjó-
maður
14. Þröstur Brynjólfsson lög-
reglumaður
15. Björn Sigurðssson bifreiða-
stjóri
16. Arni Gunnar Sigurjónsson
húsasmiður
17. Garðar Þórðarson bifreiða-
stjóri
18. Karl Pálsson útgerðarmað-
ur