Morgunblaðið - 27.02.1974, Side 3

Morgunblaðið - 27.02.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 3 Sanuiingamir undimtaðir í gær Frá fundi I Iðju, félagi verksmiðjufólks, I Lindarbæ I gær, þar sem samningarnir voru samþykktir Ljósmyndir Öl. K. M. SAMNINGSAÐILAR i kjaradeil- unni, sem staðið hefur f fjóra mánuði, undirrituðu I gærkveldi samninga, sem gilda til tveggja ára. Eins og fram kom f Mbl. f gær, er vegið meðaltal kaup- hækkana á samningstímanum um 25%, en vegið meðaltal þeirra hækkana, sem strax koma til framkvæmda er um 18%. Laun, sem eru undir 35.000 krónum miðað við núgildandi kaupgjalds- vfsitölu, 149,89, hækka um 8% strax og 1.200 krónur, að auki, en laun, sem eru hærri en 35.000 krónur, hækka öll um 4.000 krón- ur. Þá hækka laun um 3% 1. desember 1974 og aftur um 3% hinn 1. júní 1975. Sem dæmi um launataxta verkamanna- og kvenna má t.d. taka fiskvinnu, sem nú er í 5. flokki, en var áður í 2. flokki. Þar verða launin nú 195.50 krónur á klukkustund, en voru fyrir samn- inga 169.50 krónur. Þegar nýja vísitalan hefur verið reiknuð inn í kaupið, fær þetta fólk 207.60 krónur í dagvinnu, i eftirvinnu 290,60 krónur og nætur- og helgi dagavinnu 373,70 krónur á klukkustund. Vikukaup þessa fólks verður8.304.— krónur. Við hafnarvinnu, sem áður var greidd samkvæmt 4. flokki, en verður nú samkvæmt 5. flokki, gilda sömu tölur og áður var greint frá, jafnframt um vinnu í frystiklefum og vinnu við stjórn lyftara. Hlutfallsleg hækkun launa í fiskvinnu er þó mest, þar sem þar er um mesta flokkatil- færslu að ræða. • STÓRAUKIN UTGJÖLD IÐNAÐARINS Morgunblaðið spurði nokkra að- ila i gær um samningana. Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda sagði: „Ég er ánægður með að samninga- gerðinni skuli vera lokið, en hins vegar er ég ekki ánægður með þau geysilega auknu útgjöld, sem þeim fylgja. Þetta verður mjög erfitt fyrir mörg iðnfyritæki, þar sem mjög litið hefur verið um yfirborganir í verksmiðjuiðnaðin- um og hækkanirnar koma því fram sem bein kauphækkun og útgjaldaaukning. Sum fyrirtæki geta að nokkru leyti mætt þessu með því að hækka verð á vöru og þjónustu, en mörg hafa engin tök á því, fyrst og fremst þau, sem flytja vörurnar út og i öðru lagi þau, sem eiga í samkeppni við innflutta iðnaðarvöru. Þessir samningar eru tvímælalaust verð- bólguhvetjandi, þar sem vísitalan leikur enn lausum hala að undan- skildu áfengi og tóbaki, þannig að ég efast um, að raunveruleg kjarabót verði neitt í líkingu við það, sem samið hefur verið um. Hvað iðnaðinn snertir erum við ánægðir yfir því, að tekið hefur verið tillit til ábendinga okkar um það, að væntanleg söluskatts- hækkun myndi gera meir en að engu fyrirhugaða tollalækkun og það hefur verið leyst með því að fella tolla alveg niður á vélum — þannig að þessi væntanlega sölu- skattshækkun kemur ekki til með að hafa áhrif á þessa hlið fjárfest- ingarkostnaðarins hjá iðnfyrir- tækjum. Hins vegar er ég ekki ánægður yfirþví að hækkun áætl- aðs launaskatts og hækkun sölu- skatts kemur vissulega til með að hækka rekstrarkostnað iðnfyrir- tækja, en lausn á því máli fæst sennilega ekki fyrr en virðisauka- skattur hefur verið innleiddur, en það er orðið mjög aðkallandi." • LAUNALIÐURINN MIKILVÆGASTUR Runólfur Pétursson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, sagði, að hann væri ánægður með samningana, ef unnt yrði að koma í veg fyrir að kauphækkunin færi öll út í verðlagið. Launaliðurinn væri mikilvægasti þáttur samninganna og þar hækkuðu iægstu laun um tæplega 5 þúsund krónur. Runólfur sagði, að sér fyndust samningarnir hafa tekið alltof langan tíma þess vegna væri raunverulegur samningstími þessara kjarasamninga ekki aðeins 2 ár heldur hálft þriðja ár. Margar mikilvægar sérkröfur náðust fram í Iðjusamningunum, breytingar á orlofi, hækkun vaktaprósentu á tvískiptum vökt- um og ýmsar aðrar lagfæringar. Sagðist Runólfur og vera mjög ánægður með skattalaga- breytingarnar aðrar en sölu- skattshækkunina, enda hafi hann greitt atkvæði gegn skattalaga- breytingunum i 30mannanefnd- inni vegna hennar. Húsnæðis- málatillögurnar væru gagnlegar, þótt svo hann væri andvígur þvf, að iðnaðurinn bæri launaskatt. Þar ætti iðnaður að sitja við sama borð og sjávarútvegur og land- búnaður, sem undanþegnir væru launaskatti. • GENGISFALL ÓHJAKVÆMILEGT Arni Benediktsson hjá Sam- bandi fslenzkra samvinnufélaga sagði: „Með þessum samningum er verið að semja um aukna verð- bólgu og gengisfall. Um það blandast engum hugur. Sem betur fer höfum við mjög slæma reynslu af gengisfellingum i stór- um stökkum og ég held, að menn hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri réttara að jafna metin nokkurn veginn eftir þvi sem þurfa þykir og verður það öllum fyrir beztu. Gengið hlýtur að falla smátt og smátt, þannig að það verði eins rétt skráð og hægt er á hverjum tima. Viðhorf. manna til gengis breytinga hafa breytzt gífur lega. Það þótti glæpur fyrix nokkrum áratugum að fella geng- ið, en nú líta menn meir á gengis- breytingar sem hagstjörnartæki. Ég sé ekki betur en þetta sé hið eina hagstjörnartæki sem eftir er. Ég tók sjálfur ekki svo mikinn þátt i þessari samningagerð. Þar éru aðrir menn, sem borið hafa hitann og þungann. Þeir hafa unnið mjög gott starf, enda eru þeir mjög þreyttir og sér á mönn- um. Það er ekki rétt, að ekki hafi verið mikið unnið í þessum samn- ingum — vinnan hefur kannski komið á of fáa menn, en starfið hefur verið gífurlegt. Á síðast- liðnu ári var útflutningsiðnaður- inn farinn mjög að kvarta. Þeir fá engar verðhækkanir út á þessa samninga, svo að það hlýtur að liggja í hlutarins eðli, að hann verði illa staddur á næstunni. Við verðlagningu í sjávarútveginum var gert ráð fyrir því um áramót, að við værum rétt um strikið. Augljóst er, að hlutur sjómanna verður að hækka frá 1. júní, þegar fiskverð verður hækkað næst og er þá orðið ljóst, að á vantar tugi prósenta tilþess að rekstur í sjáv- arútvegi standi undir sér með ó- breyttu gengi.“ Verzlunarmenn fá vinnuviku Guðmundur II. Garðarsson þakkar formanni VSl, Jóni H. Bergs, samningsgerð við undirritun samninga I gær. 5 daga KJARASAMNINGAR verzlunar- fólks og viðsemjenda þeirra voru undirritaðir I Loftleiðahótelinu í gærmorgun og urðu verzlunar- menn fyrstir þeirra, sem staðið hafa I samningum undanfarnar vikur, til þess að undirrita og ganga frá samningum. Unnið var að vélritun samningsins í alla fyrrinótt og I gærmorgun höfðu verið prentuð 2.500 eintök af samningnum, svo að unnt yrði að senda hann út til viðkomandi að- ila. Byrjunarlaun í 1. flokki A hjá verzlunarmönnum voru áður en til samninga var gengið 26.683, en verða nú 31.077 krónur og er hér um 16,5% hækkun strax. Það, sem mest er um vert, að dómi fjölmargra verzlunarmanna, er, að nú samdist um 5 daga vinnu- viku, þ.e.a.s., að laugardagurinn telst framvegis sem helgur dagur. Tuttugu og fjórir aðilar, bæði frá launþegum og atvinnurekend- um undirrituðu samning verzlun- armanna í 11 eintökum í gæi- morgun. Jafnframt voru undirriv- aðar fjórar yfirlýsingar vegm kjarasamninganna í sama eir takafjölda, þannig að samtals voru skrifaðir 1320 undirskriftir, enda tók undirskriftin um þrjá stundarfjórðunga. Þær yfirlýsingar, sem fylgdu samningum verzlunarfólks, voru m.a., að nefnd þeirri, sem unnið hefur að endurskoðun reglugerð- ar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna yrði falið að gera athugun á möguleikum ábreytinguá skipan stjórnar lifeyrissjóðsins með það fyrir augum, að aðild launþega að henni verði jöfn aðild vinnuveit- enda, ennfremur var ákveðið að skipa nefnd til að athuga mögu- leika á að breyta fyrirkomulagi á greiðslu Iauna í veikindaforföll- um, svo að tryggt verði að verzl- unar- og skrifstofufólk búi eigi við lakari kjör en félagsfólk al- mennra stéttarfélaga. Þá var einnig ákveðið að taka til endur- skoðunar innheimtu félagsgjalda, orlofsheimilssjóðsgjald og félags- heimilissjóðsgjald — jafnframt sem samkomulag varð um að end- urskoða starfsheiti verzlun- og skrifstofufólks og röðun þeirra í launaf lokka. í hinum nýja samningi segir m.a. um afgreiðslutima smásölu- verzlana og annarra sölustaða: „Virka daga skal þeim lokað eigi síðar en kl. 18:00 frá mánu- degi til fimmtudags, en kl. 22:00 á föstudögum. A laugardögum ska! þeim lokað kl. 12:00 á hádegi nema 10 laugardaga yfir sumar- mánuðina, frá 20. júní til ágúst- loka, er verzlunum lokað allan laugardaginn. í desember er afgreiðslutími á laugardögum til kl. 18.00 hinn fyrsta og annan, og til kl. 22:00 hinn þriðja. Á Þorláksmessu er heimilt að halda sölubúðum opn- um til kl. 23:00, en aðfangadag jóla og gamlársdag til kl. 12:00, en miðvikudag í dymbilviku til kl. 22:00. Fyrsta afgreiðsludag eftir jól skal afgreiðslutími hefjast kl. 10:00. Ákvæði þessi um lokunar- tima gilda á félagssvæði V.R. • VERZLUNARMENN HALDA SÍNUM HLUT Morgunblaðið ræddi i gær við Björn Þórhallsson. formann Landssambands islenzkra verzl- unarmanna. Hann sagði: „Ég er eftir atvikum ánægður með sam- komulagið. Hið mikilvægasta frá minum bæjardýrum séð er að nú fæst staðfest 5 daga vinnuvika og er henni lokið klukkan 17 á föstu- dögum. Með þessum kjarasamn- ingum tel ég skrifstofu- og verzl- unarfólk fyllilega halda sínum hlut miðað við aðrar stéttir þjóð- félagsins. Eg tel, að ekki verði staðið að samningum aftur með sama hætti og nú. Samningar hafa fyrir það fyrsta tekið alltof langan tíma og i öðru lagi verður samningagerðin óheyrilega flók- in, þegar allir aðilar innan ASÍ semja i einu, sem nú hefur verið gert.“ • UNDIRSKRIFT BUNDIN FORSENDU UM BÆTUR Árni Gestsson, formaður Félags islenzkra stórkaupmanna sagði, er samningar höfðu verið undir- ritaðir: „Ég er ánægður yfir því, að þessari samningsgerð skuli vera lokið. Eg vona, að það, sem um samdist, sé kjarabót fyrir verzlunarfólk, en þvi miður held ég, að hún verði ekki raunhæf, þegar fram i sækir. Undirskrift okkar er bundin þeirri forsendu, að hækkunin fáist bætt til sam- ræmist við þann kostnaðarauka, sem kjarasamningarnir hafa í för með sér.“ • 5DAGA VINNUVIKA MIKILVÆGUST Böðvar Pétursson, samninga- nefndarmaður V.R. sagði: „Að mörgu leyti er ég ánægður með þann samning, sem við höfum nú undirritað. Mesta atriði hans er, að nú fæst viðurkenning á 5 daga Framhald á bls. 35 Frá undirritun kjarasamninga verzlunarmanna í gærmorgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.