Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 7 UR HRINGH9U AIVINNUUFSINS Eftir Ingva Hrafn Jónsson Jónas Halldórsson að nudda einn gestanna. „Þaí 1 ^ f $ i • befi ir sýr á* • it sig, að 1 1*55 porl m var iyrir nenai Spjallað við Jónas Halldórsson á 15 ára afmæli Gufubaðstofunnar á Kvisthaga 29 f okkar nútima þjóðfélagi. þar sem hraðinn á öllu eykst jafnt og þétt og streitan, sem honum fylg- ir, er mikil nauðsyn fyrir manninn að geta fundið sér eitthvert at- hvarf, þar sem hann getur hvílzt um stund. varpað frá sér áhyggj- unum og látið sér líða vel. Þó að kannski megi nefna ýmis dæmi um leiðir til afslöppunar þá er það liklega vinsælast hjá stór- um hópi manna viða um lönd að fara reglulega á gufubaðstofu. Gufubaðstofur eru, þó að undar- legt megi teljast, tiltölulega nýjar af nálinni hér á landi og má til marks um það nefna, að sú, sem lengst hefur starfað hér, átti 15 ára afmæli nú í þessum mánuði. Er það gufubaðstofa sundkappans kunna, Jónasar Halldórssonar, að Kvisthaga 29. Af þvi tilefni hittum við Jónas stuttlega að máli og spjölluðum við hann. Sá, er þetta ritar, hefur um 8 ára skeið sótt stofuna vikulega og gæti ekki hugsað sér að byrja nýja vinnu- viku án þess að hafa sótt mikla og góða endurnæringu til Jónasar og aðstoðarmanns hans, Guðjóns Ólafssonar. Svo mun einnig um flesta þá, sem byrja að sækja gufuböð og nudd, því að yfirleitt eru það sömu mennirnir, sem maður hrttir á hverjum tima, þótt auðvitað slæðist alltaf einn og einn nýr inn í hópinn. Þannig er gufubaðstofan eins og litið heimili enda margir okkar orðnir ansi heimaríkir. Við spurðum Jónas fyrst hvað hefði ráðið þvi, að hann ákvað að opna stofuna? — Ég lærði nudd úti i Banda- rikjunum eftir að hafa lokið iþróttakennaranámi. Einkum mið- aði námið að því að læra að nudda iþróttamenn. Nú 1958 för ég að hugsa um, að gaman gæti verið að opna nuddstofu fyrir almenning. en þá var engin slik starfandi, þó að gufubað væri að visu hjá Jóni Þorsteinssyni og hjá lögreglunni. Ég var ekkert að nota kjallarann í húsi minu, svo að ég ákvað að reyna þetta. — Hvernig voru viðtökurnar? — Þær voru ágætar. Þessi nýjung mæltist vel fyrir og margir af þeim mönnum, sem komu fyrst til min, eru fastagestir enn þann dag i dag. — Eru sértimar fyrir kvenfólk? — Ekki lengur, við vorum með nokkra tíma vikulega fyrir konur fyrstu 1 2 árin, sem konan min sá um, en siðan fór hún að kenna og þá varð þetta svo erfitt, að við lögðum þá niður. Það var lika erfitt að þurfa að reka menn út á mínútunni, til að konurnar kæm- ust að. Það þarf helzt alveg að- skildar stofur fyrir konur og karta. — Eftir hverju sækjast menn helzt i gufubaðstofu? — Fyrst og fremst til að hvila sig og slappa af. Sumir koma bara til að fara i gufu, aðrir fá sér nudd, Ijós og hita, sem við bjóðum einn- ig upp á. Þeir, sem byrja á þvi að koma, koma yfirleitt einu sinni i viku. Þeir finna það, þegar þeir eru orðnir þreyttir, að þeir slappa bezt af með því að nota gufubaðið skynsamlega. Það er með gufubað eins og flest annað, að það verður að nota eftir ákveðnum reglum til þess að ná árangrinum. — Hvað er þér efst i huga þegar þú litur yfir þessi 15 ár? — Það eru þeir ágætu menn, sem ég hef kynnzt gegnum stof- una. Margir þeirra eru mjög góðir og tryggir vinir minir jafnt af eldri sem yngri kynslóðinni. Nú, svo eru það iþróttamennirnir, sem margir koma hingað til að hvila sig og undirbúa sig fyrir keppni og koma þá oft margir saman i hóp á kvöldin og eru þá út af fyrir sig. Þessu hefði ég ekki viljað missa af. Nú svo er það auðvitað ánægj- an yfir að hafa verið fyrstur á stað með svona þjóðþrifafyrirtæki (og nú hlær Jónas), þvi að fjöldi þeirra stofa, sem fylgdi í kjölfarið, sýndi, að það var þörf fyrir slíkar stofur hér á landi. Glatt á hjalla hjá nokkrum fastagestum í gufubaðklefanum. LOFTPRESSA Óska eftir að kaupa eða leigja Ipftpressu, 600 cu.ft Tilboð óskast sead afgr Mbl fyrir 6. marz. merkt: ,.3302". HAFNARFJÖRÐUR 22ja ára einhleyp stúlka (læknarit- ari) óskar að taka á leigu litla ibúð eða herb með eldunaraðstöðu Allt kemur til greina. Upplýsingar i sima 50363. MAZDA818 Sport Coupé til sölu. Uppl. i sima 51 526 eftir kl. 6 2JA HERBERGJAÍBÚÐ á 1. hæð til leigu. Tilb. sendist ' afgr. Mbl. fyrir föstudag merkt: „1 10—3301" MANNELDISFRÆÐI — SÝNIKENNSLA. Ný námskeið hefjast I næstu viku. Uppl. i sima 86347. Kristrún Jóhannesdóttir, B.Sc. IBÚÐ ÓSKAST 5 herb. góð íbúð óskast til leigu i Vesturbæ Góð umgengni og reglusemi. Tilboðum óskast skilað á afgr. Mbl. fyrir mánudag merkt: „3299" BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 27, simi 25891. VILLEKKI EINHVER góðhjartaður lána 4 barna móður kr. 200.000.00 i 2 ár? Tilboð óskast send á afgr. Mbl. fyrir mánudag. merkt: 3236 Algjörri þagmælsku heitið CHEVROLET VEGA G.T. árg. 1 972 (sportmodel) rauð- ur 52 5 þús., nýinnfluttur. Uppl. í síma 13285 —34376. RÁOSKONA ÓSKAST að Þórustöðum í Ölfusi. Simi 99—1 174. IE5IÐ DflGIECH MOHAIR-GARN Saba garnið er svissnesk gæða- vara og er einnig ódýrt Verzl. Hof Þingholtsstræti 1. VERZLUN Til sölu er nýlenduverzlun í vesturborginni. Ragnar Tómasson hdl. Austurstæti 1 7, sími 26666 SUMARSKÖLI FVRIR KENNARA í RANDARÍKJUNUM Eins og undanfarin ár verður sumarskóli fyrir kennara frá Norðurlöndum i Luther College í lowa í fjórar vikur og hefst 29. júní. Alls hafa fjörutíu íslenzkir kennarar sótt sumarskóla þennan á undanförnu níu árum. í skólanum er leitast við að gefa kennurum innsýn í hina fjölbreyttu menningu og lífshætti Bandaríkjanna. Fjallað er um amerískt þjóðfélag á breiðum grundvelli, jafnt kosti þess sem lesti. Fyrirlestrar eru haldnir um skólamál, stjórnmál, trúmál, vandamál minnihlutahópa, og margt fleira. Þátttakendur hafa verið kennarar allt frá fyrstu bekkjum barnaskóla upp í háskóla. Þá geta kennaranemar einnig sótt um þátttöku. Þátttakendur dvelja í heimavistum skólans á meðan á námskeiðinu stendur og farið er í ferðir um nágrennið. Kostnaður við þátttöku er 375 dollarar, sem innifelur fæði, húsnæði, kennslu og ferðir um nágrennið. Ferðirtil og frá Decorah, lowa eru þarfyrir utan. Á undanförnum árum hafa nokkrir styrkir verið veittirtil þátttakenda. Þeir sem hafa hug á þátttöku i sumarskólanum geta fengið frekari upplýsingar með því að skrifa til íslenzk- ameríska félagsins í pósthólf 7051, eða hringja til ritara félagsins í síma 40563. Umsóknarfrestur er til 12.marz. ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ Pósthólf 7051

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.