Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
11
Fréttabréf
úr Axarfirði
HINN 4. janúar hlánaði víðast
hvar í Norður-Þingeyjarsýslu eft-
ir að verið hafði tveggja mánaða
óveðurskafli. Léttist þá brúnin á
mörgum, enda höfðu menn fengið
nóg af hriðunum. Opnuðust vegir
fljótlega og samgöngur milli
byggðarlaga komust í þokkalegt
horf. Mun þjóðvegurinn hafa
verið ruddur, þar sem þurfti, allt
til Þórshafnar á Langanesi og var
yfirleitt akfært í þessum mánuði
bæði milli byggðarlaga og
innan sveita. Kallast það gott. Þó
voru Sléttuvegur til Raufarhafn-
ar og Hálsavegur til Þórshafnar
oft erfiðir.
Tíðarfar var milt miðað við árs-
tíma allan mánuðinn, snjölétt, en
nokkuð umhleypingasamt og
mikið um blota.
Nokkru eftir miðjan mánuð
fóru menn úr Öxarfirði á vélsleð-
um austur i Búrfellsheiði, afrétt
þeirra Öxfirðinga og Þirstilfirð-
inga, að svipast eftir kindum, sem
orðið hefðu eftir i haustleitum.
Rákust þeir á hreindýrsspor í
heiðinni og er það nýlunda.
Hreindýr eru oft i Jökuidalsheiði
og gætu flækzt þaðan norður i
Búrfellsheiði, enda munu hafa
sézt þar nokkrum sinnum hrein-
dýraslóðir síðustu ár. — Fram á
miðja síðustu öld voru hreindýr á
flestum heiðum í N-Þingeyjar-
sýslu austan Jökulsár og hafa oft
fundizt þar gömul horn.
Hinn 23. janúar sá margt fólk,
sem var úti við í Kelduhverfi,
undarlegar loftsjónir. Er það hald
sumra, að hér hafi verið á ferð
hrapandi loftsteinar ekki all-
fjarri.
Örlitið lifnaði yfir samkomu-
haldi í sveitum hér, þegar tið
skánaði, en allt þess háttar er þó
með daufasta móti þennan vetur-
inn. Karlmenn hittast stundum að
spilum og tafli, en helztu
skemmtanirnar, eins og hjónaböll
og þorrablót, eru lítt komnar í
gang. Lítið er einnig um félags
vist, gömlu dansana og aðrar upp-
lifgandi samkomur.
Ekki er fólk hér um slóðir fylli-
lega ánægt með það, hvernig
heyrist í hljóðvarpi og sést í sjón-
varpi. Truflanir eru tíðar í endur-
varpsstöð hljóðvarps á Eiðum og
illa heyrist víðast hvar í Skjaldar
vík við Eyjafjörð. Sjónvarp sést
oft sæmilega, en truflanir eru þó
alltiðar og oftast raktar til endur-
varpsstöðvarinnar á Gagnheiði
eystra, með réttu eða röngu. Er-
lendar stöðvar trufla stundum
sjónvarpsmyndir hér, en ekki
hefur það verið áberandiþað, sem
af er vetri.
Endurvarpsstöðvar útvarpsins
austanlands eru yfirleitt ekki i
háu áliti í Þingeyjarsýslu.
Um miðja síðustu viku, þ. 6.
febrúar harðnaði skyndilega á
dalnum aftur og snerist til norð-
lægrar áttar með snjókomu og
frostkala. Fyrir helgina gerði
slæmt norðanveður með skafbyl,
drö nýjan snjó í skafla og varð
illfært á Tjörnesi og ófært á Mel-
rakkasléttu.
Mánudaginn 11. þ.m. skall á
norðaustan bleytuhríð, sem stóð á
annan sólarhring, foraðsveður.
Hlóðst bleytusnjór á loftlínur
síma og rafmagns, svo að þær
urðu digrar sem handleggur og
létu víða undan. Strax á mánu-
dagskvöld varð rafmagnslaust í
öllum byggðum við Axarfjörð og
líklega viðar á þessu svæði og stóð
svo i tvo sólarhringa. Varð þá viða
kalt í húsum og brennt var miklu
af kertum. Fljótlega varð einnig
símasambandslaust, fór bæði
sveitasimi og landssími í mola.
Munu staurar hafa brotnað eða
línur sligazt á mörgum stöðum
bæði hjá rafmagni og síma. Þegar
veðrinu slotaði seint á miðviku-
dag, kom m.a. i ljós, að yfir 40
símastaurar höfðu brotnað á
stuttum kafla í Öxarfirði, margir í
Sandinum og vafalaust víðar. Eru
fregnir enn óljósar sökum sam-
bandsleysis.
Víða er komið mikið fannkyngi
og mjög hefur skeflt að húsum.
Þeir, sem eiga í önnur byggðarlög
erindi, sem ekki verður frestað,
verða að leigja snjóbíla, en það
eru fokdýr farartæki.
Séra Sigurvin.
Enskunám (Englandi
English Language Summer Schools og Southbourne School of English
hafa mikla reynslu í að kenna útlendingum ensku.
Skólarnir starfa allt árið í Borunemouth, en einnig verða sumarnám-
skeið í júlí og ágúst í Brighton, London, Poole og Torquay.
Nemendur dvelja á völdum enskum heimilum. Nánari upplýsingar
veitir Kristján Sigtryggsson í síma 42558, alla virka daga, nema
laugardaga, kl. 17.30—18.30.
Radíóverzlun
Afgreiðslumaður eða kona óskast I radíóverzlun. Tilboð
merkt: „3300", óskast send á afgr. Mbl. fyrir 4. marz.
Dregið hefur verið í happdrætti
Landssambands
slökkviliðsmanna
Þessi númer hlutu vinning:
1. vinningur nr. 4976. Húsgögn.
2. vinningur nr. 1 001. Flugfar.
3. vinningur nr. 1 322. Trygging.
Athugið
óskum eftir lóð undir einbýlis- eða raðhús á stór-Reykja-
víkursvæðinu. Má vera á byrjunarstigi. Uppl. í sima
86273 eftirkl. 4.
HÁTÚN
Fallegt einbýlishús á tveimur hæðum um 1 60 ferm til
sölu. Á jarðhæð er hjónaherb., 2 barnaherb., baðherb.,
þvottahús, geymsluro.fi.
Á efri hæð eru 2 saml. stofur, setustofa, fallega innréttað
eldhús, wc. o.fl. Svalir, fallegur, ræktaður garður. Eign í
mjög góðu ástandi
Jón Einar Jakobsson,
Aðalstræti 9 — sími 17215.
HEILSURJEKTIN HEBA,
AUÐBREKKU 53.
Konur athugiö
Nýjir tfmar í leikfimi hefjast 4. marz. Sturtur, sauna,
Ijós og nudd. Innritun i slma 42360.
Hefjum aftur 30. daga megrunarkúr 7. marz.
Megrunarleikfimi alla daga vikunnar nema sunnu-
daga og góður matarkúr. Ströng viktun. Nudd einu
sinni í viku er innifalið f verðinu og að 30 dögum
loknum mun sú kona, sem bezt hefur staðið sig fá
verðlaun kjól eftir eigin vali, einnig mun snyrtisér-
fræðingur ráðleggja konunum um andlitssnyrtingu.
Innritun isíma 38157.
Styrkir
til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis.
Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda
framhaldsnám erlendis, eftir því sem fé er veitt í þessu skyni í
fjárlögum ár hvert
Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum
eða námslánum úr lánasjóði íslenzkra námsmanna eða öðrum sam-
bærilegum styrkjum og/eða lánum. Heimilt er þó, ef sérstaklegá
stendur á, að veita viðbótarstyrki til þeirra, er stunda viðurkennt
tækninám. er fé er fyrir hendi.
Styrkir eru eingöngu veittir til náms erlendis, sem ekki er unnt að
stunda hér á landi. Skal námið stundað við viðurkennda fræðslustofn-
un og eigi standa skemur en tvo mánuði, nema um sé að ræða
námsferð, sem ráðúneytið telur hafa sérstaka þýðingu.
Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur verið vottorði frá viðkomandi
fræðslustofnun um, að nám sé hafið.
Umsóknum um styrki þessa skal korhið til menntamálaráðuneytisins,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. mars n.k. Umsóknareyðublöð fást f
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
20. febrúar 1 974.
BflSKUDAcs-
~]f4(ERKJASALA
—' trossiK
Á ðSKUDAGINN
ER HINN ÁRLEGI MERKJASÖLUDAGUR
RAUÐA KROSSINS.
MERKI VERÐA AFHENT Á NEÐANTÖLDUM
ÚTSÖLUSTÖÐUM FRÁ KL. 9.30. -
ÐÖRNIN FÁ 10% SÖLULAUN
OG ÞAU SÖLUHÆSTU
FÁ SÉRSTÖK VZRÐLAUN.
VESTURBÆR:
Skrifstofa R. K. í. Öldugötu 4
Efnalaug Vesturbæjar, Vesturgötu 53
Melaskólinn, v/Furumel
Skjólakjör, Sörlaskjóli 42
Skerjaver, Einarsnesi 36
Verzlunin Perlon, Dunhaga 20
austurbær:
Fatabúðin Skólavörðustíg 21
Verzlunin Barmahlíð 8
Björgunartækni, Frakkastíg 7.
íFriðrik Brekkan
Silli og Valdi, Háteigsvegi 2
Sunnukjör, Skaftahlíð
Hlíðaskóli, Hamrahlíð 8612
Dagheimilið Lyngás, Safamýri 5
Austurbæjarskólinn
Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54
SMÁÍBÚÐA-
OG FOSSVOGSHVERFI
Fossvogsskóli
Breiðagerðisskóli
Álftamýraskóli
Verzlunin Faldur, Háaleitisbr. 68
LAUGARNESHVERFI:
Laugarnes-apótek Kirkjuteig 21
Laugalækjarskóli v/Sundlaugaveg
KLEPPSHOLT.
VOGAR OG HEIMAR:
Langholtsskóli
Vogaskóli
Þvottahúsið Fönn, Langholtsv. 113
árbær:
Árbæjarskóli
Rofabæ 7
breiðholt:
Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1
Fellaskóli — Breiðholti III
SELTJARNARNES:
Mýra rhúsaskóli
Kópavogur:
KÓPAVOGUR
Kársnesskóli, Skólagerði
Kópavogsskóli, Digranesvegi