Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 12

Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 Albert Guðmundsson borgarfulltrúi: Alþingishúsið verði ráðhús Reykiavíkur TILLAGA Alberts Guðmundsson- ar (S) þess efnis, að borgarstjóri skuli taka upp viðræður við for- seta Alþingis og forsætisráðherra um möguleika þess, að borgin fá Alþingishúsið afhent til afnota fyrir ráðhús, enda fái alþingi lóð fyrir þinghús á fögrum stað í borgarlandinu, var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudaginn var. Að loknum nokkrum umræðum var tillög- unni vísað til borgarráðs með 15 samhljóða atkvæðum. Albert Guðmundsson (S): Oft hefur verið um það rætt, að húsaskortur hái störfum Alþingis og alþingismanna, og heyrzt hafa raddir um það, að til standi að byggja álmu eða álmur við núver- andi Alþingishús til þess að bæta úr brýnni þörf Alþingis fyrir auk- ið húsrými. Hefur Alþingi keypt lóðir sunn- an og vestan við Alþingishúsið, sem á standa gömul timburhús, og skapað vinnuaðstöðu í þeim fyrir þingmenn o.fl. Tel ég heppilegra, að hafin verði bygging nýs Alþingishúss hið bráðasta á fögrum stað í borgarlandinu t.d. við Rauðavatn, og samtímis btiið um æðstu stjórn höfuðborgarinnar í hjarta borgar- innar um leið og hætt verður við byggingu nýs ráðhúss í norður- enda Tjarnarinnar. Jafnframt tel ég að fegra eigi allt umhverfi Alþingishússins á FRA BORGAR STJÓRN þeim lóðum, sem Alþingi hefur keypt, og gera þær að einum sam- felldum trjá- og blómagarði milli Tjarnargötu, Kirkjustrætis og Vonarstrætis. Samtíma ákvarð- arnir um framtíðarsamastaði yfir- stjórnar borgarinnar og Alþingis íslendinga væru eftirminnilegar afmælisgjafir til handa þjóðinni allri á því merka ári 1974. Það eru sennilega 5—6 mánuð- ir síðan ég reifaði þessa hug- mynd við forseta Alþingis. Ekki tók hann henni vel þá, en nú er mér sagt, að skoðun hans kunni að hafa breytzt. Og þar sem hér er um mjög viðkvæman hluta af borginni að ræða þá tel ég nauð- synlegt, að borgaryfirvöld haldi vel vöku sinni og fylgist vel með öllum hugmyndum um nýtingu þessa svæðis. En sjálfur hugsa ég með hryllingi til þess, ef farið verður að byggja álmur út frá Alþingishúsinu. Það er skylda okkar að standa vörð um Alþing- ishúsið í óbreyttri mynd og tryggja, að umhverfi þess verði sýnd eðlileg ræktarsemi. Guðmundur G. Þórarinsson (F): Það er rétt, að mikið er nú rætt um húsnæðisvanda Alþingis og hugsanlegar lausnir á honum. Alþingishúsið stendur á við- kvæmasta bletti borgarinnar og verður því að vanda vel til skipu- lags á þessu svæði. Hins vegar hefi ég ekki trú á því, að þing- menn vilji flytjast upp að Rauða- vatni. Ég legg til, að tillögu Al- berts verði vísað til borgarráðs. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Ég treysti mér ekkí, að svo komnu máli tilþess að taka fyllilega undir tillögu Alberts en tek hins vegar auðvitað undir það, að borgaryfirvöld verða að sinna málefnum miðbæjarins gamla af mikilli alúð. En ég vii I þessum umræðum drepa á þær skoðanir, sem fram komu á Alþingi, er ný- lega var rætt um húsnæðismál þess. Þá kom sú skoðun fram hjá nokkrum þingmönnum að taka bæri skipulag svæðisins umhverf- is þinghúsið úr höndum Reykja- víkur og jafnvel allt skipulag gamla miðbæjarins og færa það i hendur Alþingis. Þessar skoðanir tel ég fordæmanlegar, enda þótt þær komi e.t.v. ekki svo mjög á óvart tir munnum þingmanna stjórnarflokkanna, sem sífellt standa að þvi að safna valdi í hendur sem fæstra. Borgarstjórn: Atvinnu lýðræúi umdeilt hugtak Kristján Benediktsson (F) kvaðst telja, að hugmynd Alberts ætti ekki miklu fylgi að fagna í dag og sérstaklega mundi Al- þingi sjálft leggja mikið upp úr þvl að vera i miðbænum. Hins vegar gæti hann vel hugsað sér að byggja ráðhús í Viðey, þegar fram liðu stundir og þangað væri kom- in brú. Albert Guðmundsson (S): Eg get vel fallizt á, að tillögu minni verði vísað til borgarráðs og vona ég, að hún megi verða til þess að koma nokkurri hreyfingu á þessi mál. Gangstéttir Laugavegs og Bankastrætis upphitaðar Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur nýlega var samþykkt að til- lögu Björgvins Guðmundssonar (A) að fela borgarverkfræðingi að gera áætlun um kostnað við að leggja hitaveitulagnir undirgang- stéttir Laugavegs og Bankastræt- is í því skyni að bræða af þeim ís og snjó á vetrum. Björgvin Guðmundsson (A): Mikið hefur verið rætt um þau vandræði, sem jafnan skapast í borginni, þegar snjór og frost gera gangstéttir illfærar í langan tima. Mér finnst eðlilegt að nota heita vatnið, þ.e. afrennslisvatnið, til að leysa þennan vanda. Ég tel, að þetta þurfi ekki að vera mjög dyrt og mér finnst eðlilegt að byrja á miðbænum í þessu efni og er það I samræmi við þá ákvörð- un, sem tekin hefur verið um að hita upp yfirborð Austurstrætis. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: Ég get vel tekið und- ir það, að kostnaðaráætlun sú, sem Björgvin stingur upp á, verði gerð. Raunar liggja þegar fyrir ýmsar upplýsingar um kostnað af svona verkum og má þar benda á, að hitalögn var nýlega lögð i bíla- stæði við Borgartún 2 og hefur hún gefið góða raun. Gerð hefur verið áætlun um að leggja sams konar lögn í Austurstræti nú, er það verður gert að göngugötu. Ég legg því til, að tillaga Björgvins verði samþykkt. Tillagan var síð- an samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. A FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur nýverið urðu nokkrar um- ræður um atvinnulýðræði. Um- ræðurnar spunnust vegna tillögu frá borgarfulltrúum Alþýðu- flokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Tillagan var um breytingu á stjórn Bæjarút- gerðarinnar þannig, að starfs- menn hennar skyldu tilnefna tvo menn með fullum réttindum i út- gerðarráð. Steinunn Finnbogadóttir (SFV): Tillagasú, er við Björgvin Guðmundsson fyltjum hér, er til þess fallin að auka lýðræði og mannréttindi hjá borginni. Björgvin Guðmundsson (A) kvaðst vilja taka undir þá skoðun Steinunnar, að tillaga þeirra væri til þess fallin að auka lýðræði og væri spor í áttina að atvinnulýð- ræði. Markús Örn Antonsson (S): Á vegum borgarráðs er starfandi nefnd, sem endurskoðar stjórn- kerfi borgarinnar. Á fundum hennar hafa þau Steinunn og Björgvin lýst því yfir, að þau telji sig öbundin af starfi nefndarinn- ar og muni flytja mál úr henni inn í borgarstjórn áður en þau eru útrædd i nefndinni. Þetta tel ég óeðlileg vinnubrögð og einkum nú, er tveimur borgarráðsmönn- um hefur verið falið að kanna sérstaklega, hvaða breytingar æskilegt er að gera á fulltrúaskip- an í nefndir og ráð á vegum borgarinnar. Ég tel því eðlilegt að visa tillögu þeirra til borgarráðs, þar sem hún verður skoðuð í eðli- legu samhengi við aðra þætti í endurskoðun borgarkerfisins. En að lokum vil ég þó minna á þá staðreynd, að á islandi eiga starfsmenn mjög greiðan aðgang að yfirmönnum sínum og er sam- band manna á vinnustöðum því yfirleitt með allt öðru móti hér en víða erlendis í stórfyrirtækjum. Markús Orn Antonsson borgarfulltrúi: Vísindasjóður Borgar- spítalans verði efldur BORGARSTJÓRN samþykkir að veita árlegt framlag til Visinda- sjóðs Borgarspítalans næstu tíu ár að upphæð kr. 3000.000,00 hið minnsta, sem leggist við höfuðstól sjóðsins. Þessi tillaga var, að frumkvæði Marktisar Arnar Antonssonar (S), samþykkt samhljóða á fundi borgarstjórnar i síðustu viku. Markús Örn Antonsson (S): Vísindasjóður Borgarspftalans, sem stofnaður var að frumkvæði Úlfars Þórðarsonar og hefur síð- an vaxið og dafnað fyrir ötult starf hans, mun nú eiga um kr. 4,5 milljónir. Stjórn sjóðsins hefur nú auglýst, að úthlutun fari fram í fyrsta skipti hinn 20. des- ember næstkomandi. Reykjavík hefur um nokkur ár veitt kr. 100.000 til sjóðsins. Til þess að sjöðurinn geti gegnt hinu mikilvæga hlutverki sínu, að stuðla að vísindastörfum is- lenzkra lækna, er nauðsynlegt að tryggja honum nokkrar tekjur, þ.e.a.s. fastar tekjur. Éfe hef því flutt hér tillögu um, að borgin ákveði að leggja sjóðn- um til fé næstu 10 árin sem legg- ist við höfuðstól hans. Ég vona, að borgarfulltrúar geri sér grein fyrir því, hve mikið nauðsynjamál er hér á ferðinni og samþykki tillögu mína. Borgarstjórn: Nýjar reglur um fasteignamat fjöl- býlishúsa Kristján Benediktsson (F) fram og var hún samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum. (S) Á fundi sínum í síðustu viku samþykkti borgarstjórn Reykja- víkur áskorun á Alþingi vegna þingsályktunar, sem þar er til af- greiðslu nú og fjallar um, að lög- um um fasteignamat og sambýli í fjölbýlishúsum verði breytt þann- ig, að hver íbúð verði metin sem sérstök eining og tryggt verði, að ekki verði íbúðir annarra gjald- enda auglýstar til uppboðs en þeirra, sem raunverulega eru skuldugir. Tillögu þessa bar Kristján Benediktsson (F) kvað hér vera mikið réttlætis- og nauðsynjamál áferðinni fyrirþað fólk, sem í fjölbýlishúsum ætti heima. Samábyrgð ibúða slíkra húsa á opinberum gjöldum væri óréttlátt og kæmi oft niður á þejm, sem sízt skyldi. Þá væri og rétt vegna þess hve fasteigna- gjöld hefðu hækkað mikið að fjölga gjalddögum þeirra og því væri rétt að beina áskorun um það einnig til löggjafans. Markús Örn Antonsson sagðist vel geta tekið undir með Kristjáni að samábyrgðin kæmi oft illa við íbúa stórra fjöl- býlishúsa og einkum þar sem ekki væru fyrir hendi hússjóðir, sem sæju um greiðslur og innheimtu opinberra gjalda hjá íbúunum. Einnig væri það sanngirnismál, að gjalddögum fasteignagjalda yrði fjölgað svo menn gætu betur skipulagt greiðslur sínar, en þyrftu ekki að snara út stórum fjárhæðum einu sinni eða tvisvar á ári. Að lokum legg ég til, sagði Markús Örn, að tillaga Kristjáns verði samþykkt. Sveinn Björnsson (S): Ég hefi átt þess kost að kynnast umræð- um um atvinnulýðræði á fundi Evrópuríkja, þar sem Danir, Norðmenn og Svíar voru að kynna öðrum Evrópuþjóðum reynslu sína á þessu sviði. Ljóst er, að nokkurs vafa gætir um skilgreiningu hugtaksins sjálfs og gerir það umræður um málið eðlilega erfiðari en ella væri. Svo er og á það að lita að á íslandi er þjóðfélagið svo lítið og samband manna á vinnustöðum nánara en víðast annars staðar þannig að atvinnulýðræði er hér e.t.v. í raun á mörgum sviðum. En reynsla Norðmanna sérstaklega sýnir að mínum dómi alveg ótvírætt fram á það, að við Islend- ingar getum ekki tekið þeirra skipulag á þessum málum upp óbreytt á íslandi, án þess að hafa látið það þróast á eðlilegan hátt. Því væri tillaga þeirra Stein- unnar og Björgvins eðlileg og tímabær ef aðilar vinnu- markaðarins hefðu markað sér einhverja fasta stefnu I þessu máli, en nú er því ekki fyrir að fara og tillagan er því að mínum dómi ekki tímabær sem saþykkt borgarstjórnar. En að lokum vil ég nefna, að í haust var við Sementsverksmiðju rfkisins komið á fót samstarfsráði stjórnar og starfsmanna. Það hefur gengið mjög vel og þannig tel ég rétt að láta þessi mál þróast með hægð, en ekki með stökkbreytingum. Albert Guðmundsson (S) kvaðst vera á móti því, að starfs- menn færu í stjórnir fyrirtækja, en ef tillaga sú, sem hér væri til umræðu, yrði samþykkt, þá vildi hann gjarnan koma fram með þá breytingartillögu, að annar þeirra tveggja fulltrúa, sem starfsmenn BUR ættu að fá í stjórnina, væri kona. Sigurjón Pétursson (K) sagði, að það væri alveg rétt að hugtakið atvinnulýðræði væri ekki skil- greint eins vandlega og æskilegt væri. Alþýðusambandsþing hefði hins vegar gefið frá sér álit á því, til hvers atvinnulýðræði ætti að leiða og tæki hann heils hugar undir það álit. En álit þingsins hefði verið það, að atvinnulýð- ræði ætti að leiða til eignaraðildar verkafólks að fyrirtækjunum, sem það ynni við. Albert Guðmundsson (S): Ég fagna því, að Sigurjón Pétursson kom með þessa skýringu sína á atvinnulýðræði þ.e.a.s. að hið eina sanna atvinnulýðræði sé full eignaraðild starfsmanna að fyrir- tækjunum. Þetta er hreinn kommúnismi og er ágætt að Sigurjón skuli opinbera mönnum þessa trú sína svo augljóslega. Sjálfur mun ég aldrei taka þátt í afgreiðslu neins máls, sem auð- veldað getur kommúnistum að ná markmiðum sínum og því mun ég greiða atkvæði gegn þeirri til- lögu, sem hér er til umræðu bæði núna og alls staðar annars staðar, sem htin kann að koma til minna kasta. Og raunar tel ég, að Bæjar- útgerðinni sé mjög lýðræðisleg- stjórnað, þar sem kjörnir full- trúar fólksins í borginni, sern á fyrirtækið, velja því stjórnendur. Sveinn Björnsson (S): Að mínu mati er það alrangt, að sam- þykkt borgarstjórnar á tillögu þeirra Steinunnar og Björgvins hafi engin áhrif út á við. Ogminni ég á í þvf sambandi, að verkalýðs- hreyfingin hefur ekki markað sér stefnu f þessu máli og með ein- hliða samþykkt borgarstjórnar væri e.t.v. verið að þrýsta fyrir- komulagi upp á starfsmenn, sem þeir væru hugsanlega alls ekki sáttir við. Tillögunni var síðan vísað til stjórnkerfisnefndar, sem starfar að endurskoðun stjórnkerfis Reykjavíkurborgar, með 8 at- kvæðum gegn 7.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.