Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 Geir Hailgrímsson í umræðum utan dagskrár: Taka ber áskorun helmings kjósenda alvarlega UMR KDUK urðu á Alþingi í gær utan dagskrár í sameinuðu þingi um undirskriftasöfnunina Varið land. Kvöddu þingmenn Alþvðu- bandalagsins sér hljóðs og sökuðu forstöðumenn undirskriftasöfn- unarinnar um að standa fyrir „víðlækum persðnunjósnum." Fóru þeir fram á það við forsætis- ráðherra, að hann óskaði eftir því við forstöðumenn undirskrifta- söfnunarinnar, að þeir afhentu sér þau gögn, sem notuð hefðu verið til tölvuvinnslu undir- skriftarlistanna. Kvaðst ráðherra ekki geta orðið við því, þar sem engar reglur hönnuðu mönnum að hafa slík gögn undir höndum. Talsmenn Sjálfstæðisfiokksins bentu á þá taugaveiklun, sem umræður Alþýðubandalags- mannanna bæru vott um. Stafaði hún augljóslega af því, að þeir væru svo hræddir við hinar glæsi- legu undirtektir, sem undir- skriftasöfnunin hefði fengið. Væri hugarástand þeirra þannig, að þeir sökuðu menn um persónu- njósnir fyrir að hafa þessi gögn undir höndum, gögn, sem hvort sem er færu inn í skjalasafn rfkis- ins, hverjum til skoðunar, sem vildi. Ragnar Amalds (Ab) hóf umræðurnar og sagði, að verið væri að tölvuskrá pólitískar skoðanir manna. Hér væri um að ræða „tröllauknar persónunjósnir af versta tagi“. Væri nauðsynlegt, að eyðileggja tölvugögnin. Spurði hann forsætisráðherra, hvort hann vildi stuðla að því, að tölvu- gögnin yrðu afhent sér jafnhliða Og undirskriftarlistamir yrðu af- hentir. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að ekki væri í íslenzkum lögum nein almenn ákvæði um þetta efni. Hefði hann því ekki vald til að krefjast þess að fá gögnin afhent. Almennt væri meðferð á slikum undir- skriftasöfnunum hið athyglis- verðasta mál, sem hefði gefið mönnum tilefni til íhugana erlendis, svo sem á Norðurlönd- um. Sjálfsagt væri fyrir okkur að fylgjast með því, sem þar færi fram og fhuga, hvort ekki ætti að setja löggjöf um efnið. Þá sagði ráðherrann, að enginn væri kominn til með að segja, að þeir, sem undir hefðu skrifað, vildu að það væri varðveitt, svo að t.d. eftir 10 ár yrði hægt að sjá, hverjirhefðu skrifað undir. Jónas Arnason (Ab) sagðist vilja vekja athygli á öðru máli náskyldu. Öryggis- og rannsóknarskóli norska hersins kenndi nemendum sinum þau fræði, að samtök íslenzkra náms- manna f Noregi væru hættuleg öryggi Noregs. Hefði þetta komið fram i fréttum útvarpsins fyrir skömmu. Þessu ætti utanríkisráð- herra að mótmæla við Norðmenn. Þá sagði þingmaðurinn, að án efa héldi Nato skrá yfir 5. her- deildina á íslandi, þ.e. þá menn á íslandi, sem ekki væru Nato þóknanlegir. Geir Hallgrímsson (S) sagði bersýnilegt, að þingmenn Alþýðu- bandalagsins væru nú gjörsam- lega farnir á taugum vegna hins glæsilega árangurs undirskrifta- söfnunarinnar um varið land. Þar hefði nærfellt helmingur kjósenda i landinu lýst yfir skoð- un sinni ámálinu. í sjónvarpsþætti ekki alls fyrir löngu hefði Ragnar Arnalds getið um undirskriftasöfnun, sem skoðanabræður hans hefðu staðið fyrir, fyrir nokkrum árum. Hefði hann sagt, að 20000 hefðu skrifað undir þann lista. Nær sanni væru þó sennilega fréttir um 2-3000 undirskriftir, enda hefði listanum aldrei verið skilað, eins og þeir, sem á hann rituðu, hefðu ætlazt til. Tölvuvinnsla listanna hjá Vörðu landi væru einungis til að yfirfara þá og ganga úr skugga um, að enginn hefði skriíað tvisvar undir og að allir hefðu náð tilskildum aldri. Kvaðst Geir að lokum vilja undirstrika, að Alþingi bæri að taka mið af þeim skýra vilja, sem í hinum vel heppnuðu undir- skriftum kæmi fram. Svava Jakobsdóttir (Ab) kvaðst vilja spyrja forstöðumenn undir- skriftasöfnunarinnar í hvaða tölvu listarnir hefðu verið unnir. Ef það væri í tölvu Háskólans, væri gott að vita, hvort yfirmenn skólans samþykktu, að sú tölva væri notuð til að gera pólitíska skrá yfir þegna þjóðfélagsins. Þá spurði hún einnig, hvaðan fé hefði komið til tölvuvinnslunnar, sem kostaði 400 þúsund kr. Ragnar Arnalds kvaðst bara vilja beina því til forsætisráð- Lög um 1% söluskatt til Viðlagasjóðs afgreidd í GÆR var afgreitt með hraði frumvarp um breytingu á lögum um neyðarráðstafanir vegna jarð- elda á Heimaey. Pór frumvarpið í gær í gegnum 2 umræður í neðri deild og allar þrjár í þeirri efri. í lögunum felst, að 1% viðlaga- sjóðsgjald á söluskattstofn verður framlengt f eitt ár og rennur til Viðlagasjóðs. Af nefndarmönnum fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar tóku til máls Viðhjálmur Hjálmarsson (F) og Matthías Á. Mathiesen (S) og kom fram hjá Hjúkrunarlög afgreidd 1 GÆR var afgreidd sem lög frá Alþingi frumvarp til hjúkrunar- laga, sem flutt var af ríkisstjórn- inni. ar lítilsháttar breytingar á frum- varpi ríkisstjórnarinnar, eins og það var upphaflega lagt fram. þeim, að algjör samstaða hafði verið um málið. Þá tók einnig til máls Guðlaug- ur Gislason (S) og rakti nokkuð sögu eldgossins í Vestmannaeyj- um. Kvaðst hann vilja þakka sam- stöðu þingmanna í málinu og lýsti þeiri von sinni, að Vestmannaeyj- ar yrðu áfram sú styrka stoð í atvinnulífi landsmanna, sem þær hefðu verið fram að þessu. í efri deild tóku til máls um málið Ólafur Jóhannesson forsæt- isráðherra og Geir Hallgrimsson (S). Var þar einnig lýst yfir sam- stöðu um afgreiðslu málsins. Einnig stóð til að afgreiða með sama hætti frumvarp um 1% álag á söluskattstofn til að leggja í sjóð til jöfnunar aðstöðu vegna olíu- verðs. Nefnd hafði ekki unnizt tími til að ganga frá nefndaráliti og var því máli frestað þar til í dag. herra, að hann færi þess vinsam- lega á leit við forstöðumennina, að þeir afhentu tölvugögnin um leið og listana. Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði, að hér gerðu þingmenn sig seka um að bera borgara utan þingsins mjög þungum sökum. Þeir brygðust ókvæða við, einungis vegna þess, að gerð hefði verið skrá yfir þátttakendur í undirskriftasöfnuninni og óttuð- ust, að skráin yrði afhent ein- hverjum öðrum i annarlegum til- gangi. Tölvuvinnslan væri einungis gerð til hagræðis. Svo auðveldara væri að ganga úr skugga um, að undirskriftalistinn væri réttur. Hér væri einungis um samvizku- samleg vinnubrögðað ræða. Halldór Blöndal (S) sagði, að Jónas Árnason hefði haldið því fram, að i skólum norska rfkisins væri kennt, að íslendingar í Noregi væru hættulegir öryggi landsins. Kvaðst hann vilja spyrja forsætisráðherra, hvort kvartanir hefðu komið um þetta frá Norð- mönnum. Þá væri fróðlegt að vita, hvern- ig stæði á þeirri rógsherferð, sem Alþýðubandalagsmenn stæðu nú fyrir á hendur frændum okkar Norðmönnum. Væri það hálf undarleg starfsemi og ógeðfelld íslenzku þjóðinni. Að lokum kvaðst þingmaðurinn vilja spyrja þá Alþýðubandalags- menn, hvar undirskriftalistarnir væru, sem skrifað hefði verið undir fyrir nokkrum árum gegn her í landi. Hvers vegna gerðu þeir ekki grein fyrir því hér, frek- ar en að vera að fárast yfir undir- skriftasöfnun Varins lands. Stað- reynd væri, að þessir listar hefðu ekki verið afhentir þeim, sem undirskrifendum hefði verið lofað. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra kvaðst aldrei hafa svert Norðmenn. Þá sagði ráðherrann, að nú væri verið að vinna upp úr undirskriftalistum Varins lands með þeim hætti, sem varð- aði við lög I öðrum löndum. Hér væri verið að reyna að stuðla að persónunjósnum. Jónas Arnason kvaðst vera sannfærður um, að Sjálfstæðis- flokkurinn mundi nota upplýsing- ar úr listunum í næstu kosning- um. Halldór Blöndal hefði spurt, hvemig á því stæði, að þeir Alþýðubandalagsmenn rægðu Norðmenn Það væru íslenzkir námsmenn í Noregi, sem væru rægðir. „Er aldrei hægt að standa beinn?“ spurði þingmaðurinn. Oddur Ólafsson: Hækkuð verði húsnæðislán til eldri íbúða og endurbóta á húsnæði öryrkja í athugasemdum með frum- varpinu sagði: Frumvarp það, sem hér er lagt fram er niðurstaða endurskoðun- ar á eldri hjúkrunarlögum, sem unnið var að í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu á s.l. sumri. Aðalástæðan fyrir endurskoðun þessari var sú, að í eldri lög var talið vanta ákvæði um sérnám í hjúkrun og viðurkenningu á því. Hjúkrunarkonur og hjúkrunar- menn hafa stundað sérnám í hjúkrun erlendis og í einstaka greinum í sjúkrahúsum hér á landi. Þörf er á reglum um þetta nám, svo að endurskoða megi það og samræma. Akveðnar lágmarks- kröfur þarf að gera varðandi námsefni og námstíma. Að námi loknu yrði veitt viður- kenning i formi löggildingar til starfa. í meðförum þingsins voru gerð- Oddur Ólafsson (S) hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um Húsnæðis- málastofnun rfkisins. Leggur hann til, að 4. máisgr. A-liðar 8. gr. laganna orðist svo: Húsnæðismálastjórn er heimilt að verja allt að 120 miiljónum króna árlega til lánveitinga til kaupenda eldri fbúða og til end- urbóta á eigin húsnæði öryrkja. Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um úthlutun, lánstíma og tryggingar slikra lána, að fengn- um tillögum húsnæðismálastjórn- ar. ígreinargerð segir: Með breytingu á lögum um Hús- næðismálastofnun ríkisins í maí 1970 var tekin upp sú nýbreytni að veita lán til kaupa á eldri íbúð- um. í þessu skyni var stjórn Hús- næðismálastofnunarinnar heimil- að að verja allt að 50 millj. kr. árlega. Árið 1972 var heimildin hækkuð upp í 80 mill. kr. árlega, en bætt við heimild til þess að veita lán til endurbóta á eigin húsnæði öryrkja. Þessi viðbót á starfsemi Hús- næðismálastofnunarinnar, þ.e. lánin til kaupa á eldri íbúðum og lánin til endurbóta á eigin hús- næði öryrkja, hefur mælst mjög vel fyrir og komið mörgum að haldi. Hins vegar hefur verðlag á eldri ibúðum svo og kostnaður við endurbætur á húsnæði öryrkja hækkað svo stórkostlega, síðan þessar lagabreytingar voru gerð- ar, að nauðsynlegt er að hækka heildarupphæð lánanna. í maí 1970 var vfsitala bygging- arkostnaðar 439 stig og í maí 1972 603 stig. Nú er byggingarvísitalan orðin 913 stig og hefur því hækk- að um 108% frá því í maí 1970 og 51.4 % frá því í maí 1972. Af þessu uiá marka að síst er ofgert að hækka svo fjárveitingu til lána út á gömul hús og til endurbóta á eigin húsnæði ör- yrkja sem hér er gert. Verður það að teljast lágmarkskrafa, að fjár- magn tilþessara sérstöku lána sé jafnmikið að notagildi nú og það var, þegar ákvæðin um þau voru tekin inn í lögin um Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Halldór Blöndal sagði, aðJónas hefði ekki staðið beinn, þegar hann líkti Guðmundi Daníels- syni við Solzhenitsyn á Alþirigi á dögunum. Lúðvík hefði hvað eftir annað sagt í umræðum á þinginu fyrir skömmu, að Norðmenn hefðu gert sig seka um afskipti af innanríkis- málum Islendinga. Ef það væri ekki að sverta Norðmenn, að halda því áfram, að ketint væri i norskum skólum, að íslenzk ung- menni væru hættuleg öryggi Noregs, vissi hann ekki hvað væri að sverta þá. Þá benti þingmaður- inn á, að Jónas Árnason hefði í engu svarað spurningu sinni um undirskriftalistana gegn her í landi. Geir Hallgrímsson sagði fjar- stæðu að vera að tala um persónu- njósnir. Verið væri með þessu að halda þvi fram, að menn mættu ekki tjá skoðanir sinarmeð undir- skriftum. Þessar undirskriftir myndu verða afhentar og kæmu til með að liggja frammi. Ljóst væri, að Alþýðubandalagsmenn hefðu um það f jölskrúðugar hug- myndir, hvernig nota mætti und- irskriftir sem þessar til óhagræðis fyrir undirskrifendur. Þvi myndi hann í sporum forgöngumanna fara þess á leit, að fá listana aftur í hendur eftir afhendingu. Geir sagði, að ekki væri á hverjum degi, sem helmingur kjósenda sendu Alþingi og ríkis- stjórn áskorun. Því bæri að taka áskorunina alvarlega. Þeir, sem hefðu skrifað undir, hefðu þá skoðun á öryggismálunum, sem þar kæmi fram, og þeir væru ekki hræddir við að standa við orð sín. Sigurður Magnússon (Ab) sagði, að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins gerðu ekki greinarmun á undirskriftasöfn- unum og persónunjósnum af versta tagi. Matthfas Á. Matthiesen (S) kvað þann glæsilega árangur, sem náðst hefði með undirskriftasöfn- uninni, ná hámarki sínu við þess- ar um ræður. Alþýðubandalags- menn kynnu ekki að dylja von- brigði sín, og staðfesti það hinn góða árangur. Vera mætti, að þeir, sem að undirskriftasöfnuninni stæðu hefðu hugleitt að afhenda tölvu- gögnin. Um það vissu þeir einir. Hitt væri þýðingarmeira, að menn gerðu sér grein fyrir, að þau gögn, sem í Iestrarsal Alþingis kæmu, yrðu send i skjalasafn ríkisins, hverjum sem vildi til aflestrar. Að lokum sagði þingmaðurinn, að það væri gott, að þessar um- ræður hefðu farið fram, því þá væri þjóðinni gert ljóst, hver taugaveiklun réði nú rfkjum í herbúðum Alþýðubandalagsins. Garðar Sigurðsson (Ab) sagði Jónas Árnason ekki hafa líktGuð- mundi Daníelssyni við Solzhen- itsyn, heldur hefði hann sagt, að ísíendingar mættu þakka fyrir, að Ingólfur Jónsson réði einungis einu blaði áSelfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.