Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
15
Arásir ógna
efnahagslífi
S-V íetnams
Orkukreppan kreppir hann ekki
Mynd þessi var tekin á blaðamannafundi Nixons, forseta Bandarikjanna, sl.
mánudag, er hann lýsti yfir, að hann væri vongóður um, að Bandaríkjamenn
kæmust yfir orkukreppuna án þess að grípa þyrfti til skömmtunar á olíu og
benzíni.
Nixon er ákveðinn
í að þrauka áfram
Saigon. 26. febrúar.
AP-NTB.
SUÐUR-Víetnamar sendu í dag
mörg hundruö manna liðsauka til
Mekongóshólmasvæðisins þar
sem hersveitir undir forystu
kommúnista hafa tekið tvær
stöðvar stjórnarhermanna og
valdið miklu mannfalli í liði
þeirra.
Um 1.000 hermenn voru til
varnar í stöðvunum en 144 féllu,
særðust eðatýndust.
Árásirnar voru gerðar þegar
Nguyen Van Thieu forseti sat á
fundi með yfirmönnum hersins
og héraðshöfðingjum um endur-
skipulagningu þjóðaröryggismála
og þróunarmála með það fyrir
augum að vinna meira land af
Norður-Víetnömum og Viet Cong
og tryggja framleiðsluaukningu
ÞINGAÐ
UM OLÍU
Washington, 26. febrúar. NTB.
OLIUSÉRFRÆÐINGAR 12 landa
halda nýjan fund í Briissel 12.
marz til undirbúnings alþjóðlegri
orkumálaráðstefnu. Fundi þeirra
i Washington lauk í nótt.
Ráðstefnan verður sennilega
haldin einhvern tíma í vor.
Bandarískur talsmaður lét i ljós
bjartsýni á að verulega mundi
miða áfram til lausnar á orkumál-
um á ráðstefnunni.
FJÖLTEFLI
SOVÉZKI stórmeistarínn Bron-
stein tefldi fjöltefli við banka-
menn s.l. laugardag. Hann tapaði
aðeins einni skák, við Gunnar
Gunnarsson, en gerði fimm jafn-
tefli, við Guðmund Eiríksson,
Helga Ölafsson, G uðjón J óhannes-
son, Jóhann Örn Sigurjónsson og
Stefán Karlsson. Þrjár stúlkur
tóku þátt í þessu fjöltefli, og er
meðfylgjandi mynd af einni
þeirra, sem þarna er þungt hugsi
og bíður eftir næsta leik Bron-
steins. — Ljósm. Mbl: Hermann
Stefánsson.
til þess að rétta við fallvaltan
efnahag landsins.
Mánuðum saman hafa Suður-
Vietnamar sagt frá árásum
kommúnista á þjóðvegi, rikisjarð-
ir og verzlanir á Mekongóshólma-
svæðinu, er þjóni þeim tilgangi að
vega að rótum efnahagskerfis
landsmanna.
FANGASKIPTI
Jafnframt lauk í dag öðrum
áfanga fangaskipta Suður-Víet-
nama og Viet Cong er 200 borg-
aralegir fangar voru fluttir flug-
leiðis frá Saigon til aðalstöðva
Viet Cong i Loc Ninh þar sem 99
herfangar voru lárnir lausir í
staðinn.
211 FELLDIR
Nokkrir fanganna, sem Viet
Cong sleppti í dag, gátu ekki
gengið hjálparlaust og aðra varð
að bera á börum. Einn féll í yfir-
lið.
Þriðji og siðasti áfangi fanga-
skiptanna hefst á morgun. 6. marz
verður skipzt á 1400 föngum. Þá
eiga deiluaðilar að hafa alls
sleppt 4.000 föngum.
I Kambódíu hafa stjórnarher-
menn fellt 211 uppreisnarmenn
síðastliðinn sólarhring og tekið 13
til fanga að sögn herstjórnarinnar
í Phnim Penh. 11 stjórnarher-
menn féllu en 24 særðust.
Bardagarnir geisuðu við Dei
Kraham við þjóðveginn milli
höfuðborgarinnar og Takeo
skammt fyrir sunnan hana og við
flugvöllinn í Takeo.
Fréttir frá vigstöðvunum
herma, að stjórnarhermenn hafi
hörfað eina mílu á þjóðvegi 31, en
herstjórnin segir, að fallhlífaher-
mönnum hafi orðið vel ágengt á
austurbakka Mekongfljóts.
Sovézkir
vottar
Jehóva
dæmdir
Moskvu, 26. febrúar. NTB.
DÓMSTÖLL f Sóvétlýðveldinu
Grúsíu hefur dæmt tvær konur og
einn karlmann úr sértrúarflokk-
unum Vottar Jehóva til langrar
fangelsisvistar fyrir að halda
bænafundi og fara með börn á
fundina.
Blaðið Zarja Vostoka segir, að
karlmaðurinn hafði verið dæmd-
ur í fimm ára fangelsi og konurn-
ar i fjögurra og tveggja ára feng-
elsi. Önnur konan var auk þess
svipt foreldrarétti.
Karlmaðurinn og konurnar
höfðu farið með rúmlega 20 börn
áýmsa trúarfundi.
Blaðið segir, að börnin hafi ver-
ið neydd til að taka þátt í leikriti
með ,,Trúarlegu“ ívafi.
Washington, 26. febr.,
NTB. AP:
NIXON forseti lýsti yfir þvf í
nótt, að ekki væri hægt að leiða
sig fyrir rfkisrétt nema hann
hefði framið glæp og hann gerði
ekki ráð fyrir því, að hann yrði
leiddur fyrir rétt.
Hann tók skýrt fram, að hann
ætlaði ekki að segja af sér áður en
kjörtímabilið væri úti. Nixon
sagði þetta á fyrsta blaðamanna-
fundinum, sem hefur verið haíd-
inn í Hvíta húsinu í rúma fjóra
mánuði.
Forsetinn sagði, að hann mundi
gera það, sem í hans valdi stæði,
til þess að koma i veg fyrir, að
staða forsetaembættisins veiktist.
Um orkukreppuna sagði hann,
að ástandið hefði lagazt og hann
teldi, að efnahagslifið f Banda-
rikjunum tæki fjörkipp þegar líða
tæki á árið.
Nixon lét í ljós aðdáun sína á
rithöfundinum Alexander Solzh-
enitsyn en sagði, að brottrekstur
hans ætti ekki að verða til þess að
Bandarikjamenn og Rússar hættu
tilraunum sínum til þess að
tryggja frið i heiminum. „Ef ég
hefði talið, að Solzhenitsyn yrði
hjálpað með því að slita samskipt-
unum við Sovétrikin eða viðræð-
unum um að draga úr spennu,
hefði ég stigið slík skref,“ sagði
hann.
Á óvart kom, að Nixon skýrði
frá þvi, að Watergate-rannsóknar
maðurinn Leon Jaworski hefði
beðið hann að standa fyrir máli
sínu frammi fyrir rannsóknar-
dómstól. Hins vegar kvaðst hann
hafa hafnað kröfunni þar sem
hann teldi hana stríða gegn
stjórnarskránni.
Forsetinn skýrði frá því, að
hann hefði boðizt til að svara
Washington, 26. febrúar. AP.
HERBERT W. Kalmbach, fvrr-
verandi einkalögfræðingur Nbc-
ons forseta, hefur gert grein fyrir
leynileguin framlögum, er námu
sex milljónum dollara, til kosn-
ingabaráttu Nixons 1970 og 1972
að sögn Washington Post.
Peningarnir komu úr tveimur
leynisjóðum samkvæmt áreiðan-
legum heimildum Washington
Posts. Annar sjóðurinn nam tæp-
um tveimur milljónum dollara og
var notaður í kosningabaráttunni
1972 til að kosta pólitíska mold-
vörpustarfsemi að sögn Posts. ,
Kalmbach hefur játað sig sekan
af tveimur ákærum um ólöglegar
kosningabaráttuaðferðir. Önnur
ákæran er á þá leið, að hann hafi
brotið lög gegn spillingu og hin er
á þá leið, að hann hafi boðið
sendiherraembætti fyrir 100.000
dollara framlag til kosningabar-
áttunnar. Hann á yfir höfði sér
þriggja ára fangelsi og 11.000
dollara sekt.
spurningum rannsöknardómstóls-
ins skriflega eða hitta Jaworski
einslega að máli. Síðastnefnda
kostinum hefur rannsóknarmað-
urinn hafnað.
NLxon beindi varnarorðum til
Araba. Hann sagði, aðBandaríkin
mundi draga úr tilraunum til að
koma á friði í Miðausturlöndum
ef Arabar afléttu ekki olíubann-
inu á Bandaríkin.
Hann taldi, að stjörnin hefði
möguleika á að ná tökum á verð-
bólgunni siðar á árinu með því að
Framhald á bls. 35
Gegn játningu hans og loforði
um að bera vitni gegn öðrum var
ákveðið að ekki yrði höfðað mál á
hendur honum vegna yfirhylm-
ingar í Watergate-málinu eða
mála, sem varða framlög til kosn-
ingabaráttunnar og kunna að
koma upp síðar.
Moldvörpustarfsemin, sem
kostuð var með leynisjóðnum,
var meðal annars pólitisk
skemmdarverk lögfræðingsins
Donald Segrettis og rannsókn lög-
reglumannsins Anthony T.
Uslasewicz á einkalifi stjórnmála-
manna, að sögn Posts.
Post segir ennfremur, að Kalm-
bach sé fús til að bera því vitni, að
H. R. Haldeman, yfirmaður starfs-
mannahalds Hvíta hússins 1970,
hafi skipulagt fjögurra milljón
dollara fjársöfnun til baráttunnar
fyrir þingkosningarnar 1970.
Los Angeles Times herrnir, að
Kalmbach hafi sagt upp starfi hjá
lögfræðifyrirtæki sínu I Newport
Beach í Kaliforniu.
Gufuhvolf umlykur Merkúr,
segir sovézkur sérfræðingur
MOSKVU — Sovézkur stjörnu-
sérfræðingur, próf. Nikolai A.
Kozyrev, segir í viðtali við
Moskvublaðíð Izvestia, að hann
hafi fundið fyrstu ótvíræðu
sönnunina fyrir því, að gufu-
hvolf umljúki Merkúr.
Samkvæmt rannsóknum hans
er Merkúr umlukinn þunnum
vetnishjúpi, er nær 375 milur
út í geiminn.
stjörnuna.
Sérstök Ijósgreining Kazyr-
evs leiddi í ljós, að hæð gufu-
hvolfsins er mikil og þess
vegna dró hann þá ályktun, að
það væri aðallega úr léttum
gastegundum.
Próf. Nikolai A. Kozyrev
starfar við Pulkovostjörnuat-
hugunarstof una skammt frá
Lenníngrad.
Kozyrev gerði sérstaka könn-
un á Merkúr á rannsóknarstofu
sinni á Krím þegar reikistjarn-
an fór að skyggja á sólu 10.
nóvember, þannig að sólmyrkvi
varð, en það gerðist á sjö ára
fresti.
Gufuhvolf Merkúrs braut
sólargeislana þannig, að fjólu-
blá og útfjólublá ljósrönd
myndaðist umhverfis reiki-
LOGFRÆÐINGUR
NIXONS JÁTAR