Morgunblaðið - 27.02.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristin^son.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími iÖ 1 00.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 22,00 kr. eintakið
Landsmenn allir
fagna því. að vinnu-
deilan er levst og verkföll-
um hefur verið aflýst.
Verkfall verzlunarmanna
stóð í rúma viku, lamaði
allar flugsamgöngur og
margvíslega aðra atvinnu-
starfsemi og er það í þriðja
sinn á stuttum tíma, sem
flugið stöðvast vegna verk-
falla. Allsherjarverkfall
stóð á fjórða sólarhring.
Mesta tjónið af völdum
þess var tvímælalaust
stöðvun loðnuveiða og
vinnslu. Er ekki ólíklegt,
að tjónið nemi hálfum
milljarð króna. Af vinnu-
deilu þeirri, sem nú er lok-
ið, má draga margvíslegan
lærdóm. Þessi atriði vekja
mesta athygli:
Samningaviðræður, sem
stóðu í nær fjóra mánuði
eða þriðjung úr ári sýndu
svo ekki verður um villzt,
að þær starfsaðferðir, sem
beitt er við gerð nýrra
skjarasamninga, eru fárán-
legar, úreltar og svo þung-
ar í vöfum, að einföldustu
atriði vefjast fyrir samn-
inganefndum tímunum
saman. Lítið dæmi um
það er, að það tók 6
Ídukkutíma að ganga frá
frestun verkfalla um
fjóra sólarhringa, eftir að
helztu verkalýðsforingj-
ar voru búnir að gera upp
við sig, að þeir vildu fresta.
Nú verður að taka upp ný
vinnubrögð. I kjölfar þess-
ara kjarasamninga ættu að
fara viðræður milli aðila
vinnumarkaðarins um nýja
tilhögun við samningagerð
í framtíðinni. Eðlilegt virð-
ist, að skipta samningunum
í tvennt. Einstök verka-
lýðsfélög ræði við sína við-
semjendur um sérkröfur,
en að því loknu komi heild-
arsamtökin saman til þess
að ganga frá meginatrið-
um, svo sem beinni kaup-
hækkun, samningstíma
o.s.frv. Einnig kemur til
greina að snúa þessu við
þannig, að í upphafi sé
unnið að samkomulagi um
meginkröfur og síðan sam-
ið um ákveðinn ramma,
sem samningar um sér-
kröfur verða að rúmast í. Á
Hótel Loftleiðum voru
langtímum saman um
150—200 samningamenn,
sem flestir eyddu tímanum
í endalausa bið eftir því að
við þá væri talað. Þar
voru einnig undir lokin 6
sáttasemjarar og 3 ráð-
herrar. Gangur viðræðn-
anna nálgaðist það að vera
skrípaleikur. Morgunblað-
ið hvetur samtök vinnu-
veitenda og verkalýðs ein-
dregið til þess að gera rót-
tækar ráðstafanir til úr-
bóta.
Verkfall verzlunarfólks
og áhrif þess sýndi, að á
vettvangi verkalýðshreyf-
ingarinnar er orðin grund-
vallarbreyting. Hingað til
hafa verkamannafélögin
og þá fyrst og fremst Dags-
brún í Reykjavík og Eining
á Akureyri verði í forystu í
verkalýðssamtökunum. Á
þessum félögum hefur
verkfallsbaráttan mætt,
þegar til hennar hefur
komið, og þau hafa mótað
stefnu verkalýssamtak-
anna að verulegu leyti. Nú
hafa verzlunarmannafélög-
in, fyrst og fremst VR,
sýnt, að þau eru komin í
lykilaðstöðu í atvinnulíf-
inu. Verkfall verzlunar-
fólks lamar athafnalíf
landsmanna ekki síður en
verkföll verkamannafélag-
anna. Þessi staðreynd hlýt-
ur að leiða til vaxandi
áhrifa verzlunarfólks inn-
an Alþýðusambandsins á
næstu árum.
Núverandi ríkisstjórn
hefur gjarnan haldið því
fram, að hún væri „stjórn
hinna vinnandi stétta“ og
að hún gæti betur tryggt
frið á vinnumarkaðnum en
aðrar ríkisstjórnir. Verka-
lýsforingjarnir sjálfir
gengu að þessari goðsögn
dauðri í nýafstöðnum
kjarasamningum. Rúmlega
vikuverkfall verzlunar-
fólks og allsherjarverkfall
á fjórða sólarhring varmik-
ið áfall fyrir ríkisstjórnina
og sýndi, að hún nýtur ekki
þess trausts innan verka-
lýssamtakanna, sem ráð-
herrarnir vilja vera láta.
Síðustu dagana vakti aug-
ljós og djúpstæður ágrein-
ingur milli Eðvarðs
Sigurðssonar og Lúðvíks
Jósepssonar mikla athygli
samningamanna. Engum
gat heldur dulizt, að ASÍ-
forystan var mjög óánægð
með afskiptasemi ríkis-
stjórnarinnar af þessum
samningum. Þegar dæmið
er gert upp verður ljóst, að
afskipti ráðherranna voru
til bölvunar, töfðu viðræð-
ur og sköpuðu óánægju
meðal verkalýðsforingj-
anna. Hafi eitthvert traust
ríkt milli ríkisstjórnarinn-
ar og verkalýðshreyfingar-
innar fyrir þessar viðræð-
ur hefur það traust þorrið
að verulegu leyti, meðan á
þeim stóð. Það er eftirtekt-
arverð afleiðing samning-
anna.
Fyrir þá, sem mest bera
úr býtum, t.d. fólk í fisk-
vinnslu þýða samningarnir
um 18% kauphækkun
strax og um 25% á tveggja
ára samningstíma. Lág-
marks hækkun á kaup-
gjaldsvísitöldu á þessu ári
mun væntanlega nema um
28% og líklegt er, að hækk-
unin verði meiri. Augljóst
er því, að í desember n.k.
mun bein hækkun kaup-
gjalds nema nálægt 50% á
10 mánaða tímabili. Að
auki koma svo ný útgjöld
atvinnuveganna vegna ým-
issa sérsamninga. Það er
því vart ofmælt hjá Eð-
varði Sigurðssyni í viðtali
við Morgunblaðið í gær, að
þessi samningar muni fá
þann dóm að teljast verð-
bólguhvetjandi. Þeir eru
ósköp einfaldlega mestu
verðbólgusamningar, sem
gerðir hafa verið á íslandi.
Fyrirsjáanlegt er, að mest-
ur hluti kostnaðarhækk-
ana, sem af þeim leiðir,
mun fara út í verðlagið.
Rekstrargrundvöllur undir
stöðuatvinnuveganna mun
bresta endanlega á næstu
mánuðum. Öllum er ljóst,
hver afleiðing þess verður.
Nýtt og stórfenglegra verð-
bólgubál en við höfum
nokkru sinni kynnzt, hefur
verið kveikt. Á þeim darr-
aðardans munum við öll
tapa.
VERÐBOLGUSAMNINGAR
I upphafi urkumálafundarins i Washington. Utanríkisráðherrar Bretlands, V-Þýzkalands, Banda-
ríkjanna og Frakklands.
Upphaf endumýjunar
Atlantshafssáttmálans
— með eða án Frakka?
,3ARA að Frakkar væru ekki
alltaf svona franskir", skrifaði
eitt brezku blaðanna eftir orku-
málaráðstefnuna í Washington
11.—13. feb. sl.,þar sem Michel
Jobert utanríkisráðherra
Frakklands stóð einn gegn ráð-
herrum Bandaríkjanna, Japans
og bandalagsríkja Frakka í
Efnahagsbandalagi Evröpu og
barðist gegn því með oddi og
egg, að Bandaríkjastjórn fengi
framgengt þeim vilja sínum, að
komið yrði á laggirnar sam-
starfsnefnd iðnaðarríkjanna til
að kanna, hvernig bezt væri að
leysa orkuvandamálin f heild,
efla samvinnu olíuframleiðslu-
ríkjanna og viðskiptarfkja
þeirra og samræma leit og
vinnslu nýrra orkulinda.
Reyndist þessi ráðstefna tákn-
ræn fyrir einangrun Frakka,
sem lítt hefur orðið ágengt I
baráttu sinni fyrir því að sam-
eina Evrópu undir sinni for-
ystu og á sínum skilyrðum og
gera hana að meiriháttar afli
til mótvægis við veldi Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna.
Ágreiningurinn innan Efna-
hagsbandalagsins varð á
þessum fundum ljósari en
nokkru sinni fyrr og deilur svo
harðar, að menn veltu því fyrir
sér í meiri alvöru en áður,
hvort bandalagið væri að gliðna
í sundur. Á ráðherrafundinum,
settu menn að visu upp silki-
hanzkana og lögðu sig í líma við
að sýna hver öðrum lipurð og
samningsvilja, en svo fjölda-
mörg mál innan bandalagsins
eru óleyst og vandleyst, að
framtíð þess getur á engan hátt
talizt trygg.
Forystutilhneiging Frakka
hefur löngum sett svip sinn á
EBE og ósveigjanleiki þeirra
valdið erfiðleikum í samstarfi
bandalagsríkjanna, bæði í efna-
hags- og fjármálum og sam-
skiptunum við Bandaríkin, sem
grípa svo víða inn í þessi svið.
Með athyglisverðustu atriðum í
sambandi við orkufundinn í
Washington á dögunum var því
sú yfirlýsing v-þýzka utanríkis-
ráðherrans, Walters Scheels, að
deilurnar snerust ekki lengur
um orku- eða oliumál, heldur
væri hér I grundvallaratriðum
um það að ræða, hvort Evrópu-
ríkin ætluðu að eiga áfram sam-
starf við Bandaríkin eða standa
ein sér. Af hálfu Nixons forseta
hafði í upphafi fundarins verið
látið að því liggja, að Banda-
ríkjastjórn vænti samvinnu við
V-Evrópu á sviði efnahags- og
orkumála, ef Bandaríkin ættu
að halda áfram að halda
kjarnorkuskildi yfir Evrópu.
Virtist sú skoðun eiga sér tals-
verðan hljómgrunn meðal EBE-
ríkjanna annarra en Frakka,
sem halda því fram, að Banda-
ríkin haldi uppi vörnum V-
Evrópu vegna þess, að það sé
þeim sjálfum í hag og því þurfi
lítt að taka tillit til þess.
Ekki alls fyrir löngu var
utanríkisráðherra Frakka,
Michel Jobert, að því spurður,
hvaða hlutverki hann teldi, að
Frakkland ætti að gegna á vett-
vangi alþjóðamála. Hann
svaraði því til, að auðveldast
væri að gegna alls engu hlut-
verki, vera sammála öllum og
leita málamiðlunar í öllum
áttum, hvað sem það kostaði.
En svo bætti hann við: ,,Það er
ekki auðvelt að lifa og starfa í
heimi, þar sem tvær stórþjóðir
skyggja á allar aðrar — en þá
er að vita, hvað maður vill, læra
og skilja leikreglur hinna og
beita þeim ráðum, sem
nauðsynleg eru til að ná þeim
markmiðum, sem að er stefnt,
beita þeim af nákvæmni og á
réttum augnablikum."
Frakkar hafa frá valdatöku
Charles de Gaulle á sínum tlma
fylgt eftir mætti stefnu sjálf-
stæðis gagnvart stórveldunum.
Vegna hins nána samstarfs
Vestur-Evrópu víð Bandaríkin
frá styrjaldarlokum hefur eðli-
lega reynt meira á sjálfstæði
FYakka gagnvart þeim heldur
en Sovétríkjunum og áhrifin á
aðrar þjóðir Vesturlanda þar af
leiðandi meiri. Stefna Frakka
mælist afar vel fyrir innan
Sovétríkjanna enn sem komið
er, og herma nú síðustu fréttir
frá París, að eftir uppsteit
Joberts í Washington hafi
liprazt verulega þær viðræður,
sem þar standa yfir til undir-
búnings fundi Pompidous
forseta Frakklands og Leonids
Breznevs leiðtoga sovézká
kommúnistaflokksins. Andrei
Gromyko utanríkisráðherra
Sovétríkjanna hefur verið I
París frá því hann kom frá
Kúbu og Washington á dög-
unum og átt þar góða daga,
sérstaklega eftir að Jobert kom
heim. Og vafalaust hefur
Gromyko brosað I kampinn,
þegar hann sá fréttirnar af
ræðu þeirri, sem franski forset-
inn hélt á ráðuneytisfundi rétt
eftir heimkomu Joberts. Þar
kom afstaða hans til Bandaríkj-
anna býsna vel fram, er hann
lýsti því yfir, að markmið
Bandaríkjastjórnar með orku-
málafundinum hefði verið það
eitt að ná fastari tökum á
Evrópu en hún nú hefði. Henni
væri I mun að sýna umheim-
inum, að Bandaríkin hefðu í
fullu tré við Vestur-Evrópu rétt
eins og Sovétríkin við Austur-
Evrópu. Sömuleiðis sagði
franski forsetinn, að megin-
ástæðan fyrir andúð Banda-
ríkjamanna á tvihliða olíusamn
ingum væri sú, að þeir vildu
hafa hönd í bagga með vopna-
sölu til Arabaríkjanna.
Þessari afstöðu hefur verið
mótmælt af hálfu annarra
þjóða V-Evrópu, sem hafa á það
bent, að Bandaríkjamenn hafi
boðizt til að leggja sitt af
mörkum til að finna lausn á
framtíðarvandamálum allra
orkuneyzluþjóða heims, enda
þótt þeir — einir örfárra þjóða
heims, geti I raun og veru leyst
þessi mál fyrir sitt leyti án
samráðs við aðra.
Engu að síður gerðu stjórnir
V-Evrópu Bandaríkjamönnum
ljóst, að þær mundu ekki taka
þátt í myndun neinna heldar-
samtaka olíuneyzluríkja sem
stillt væri upp gegn olíufram-
leiðsluríkjunum, og hafi það í
upphafi vakað fyrir Banda-
ríkjastjórn, hvarf hún frá slíkri
stefnu. Niðurstaða fundarins
varð sú að eina leiðin til að
leysa málin væri að koma á
samvinnu allra hlutaðeigandi
aðila.
Þegar hafði komið fram til-
laga frá forseta Alsirs, Houari
Boumedienne um, að Samein-
uðu þjóðirnar yrðu vettvangur
slíkrar samvinnu, að haldin
yrði orkumálaráðstefna á
þeirra vegum, eða aukaþing
allsherjarþingsins, er fjallaði
sérstaklega um orkumálin.
A.m.k. 70 ríki hafa lýst stuðn-
ingi við þessa tillögu og er Iík-
legt, að sú leið verði reynd á
næstunni.
Hvað viðkemur orkumála-
fundinum í Washington varð ef
Framhald á bls. 29.