Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1974 Próf- kjör Sjálfsta manna blómlegt atvinnulif er forsenda samfélagsins og um leið upp- spretta þeirra sameiginlegu úr- lausnarmála, er af samfélagi leiða. Að gefa kost á sér til próf- kjörs, eins og hér um ræðir, jafngildir, í raun yfirlýsingu þess efnis, að viðkomandi sé reiðubúinn að láta, að nokkru, tíma sinn og orku í þágu heild- arinnar. Á þeim, sem leitar eftir trausti samborgara sinna, og hugsanlega öðlast það, til að fara með sameiginleg málefni, hvílir, að mínu mati, sú skylda að freista þess að afla sér raun- hæfrar vitneskju um hag borg- arinnar og að fá sem gleggsta sýn yfir málefni hennar. Traustsyfirlýsing borgarbúa, sem kemur fram í vali fulltrúa í sameiginlega stjórn, verður að binda í sér frelsi til handa þeim, sem fyrir vali verður hverju sinni, tilþess að vega og meta nauðsyn úrlausnarefna og í hvaða röð beri að-sinna þeim. Sá, sem gengur til leiks með því fororði að sinna eingöngu fyrir- fram ákveðnum málaflokkum, getur staðið frammi fyrir því að vera þess ekki umkominn. Enda þótt mér sé fjarri að vilja binda hendur mínar einum flokki mála öðrum frem- ur, og þá m.a. með tilliti til framan ritaðs, tel ég bæði sjálf- sagt og skylt, gagnvart sam- borgurum mínum, að gera grein fyrir áhugamálum mínum og viðfangsefnum. Við störf á hinum frjálsa vinnumarkaði, lengst af hjá stóru fyrirtæki, þar sem saman komu undir eina stjórn marg- vísleg og ólík störf, gafst iðu- lega tækifæri til að gaumgæfa stöðu fólks innbyrðis við vinnu og afstöðu þess út á við. Sá, sem stendur við færiband allan vinnutíma sinn, hefur ekki allt- af tækifæri til þess að sjá til- gang starf síns — upphaf þess og endir liggja fjarri vettvangi. Misræmi getur myndast milli fólks, sem með tímanum verður djúpstætt, ef ekki er hamlað á móti. Einstaklingurinn spyr sjálfan sig: Hvaða gildi hef ég fyrir heildina og hvert er gildi heildarinnar fyrir mig? Á móti mætti spyrja hvort skólarnir og atvinnulífið séu tengd nógu lif- andi böndum. Er tilfærsla frá skóla í starf eða úr atvinnu inn í skóla, allt eftir atvikum, nógu snurðulaus? Mestum hluta tómstunda minna undanfarið hefi ég varið til starfs með hópi áhugafólks um jafnrétti. Mér hefur orðið þetta lærdómsríkt og hjálp til að skynja samferðamenn mína. Vmsir virðast telja, að tal um jafnrétti höfði aðeins til jafn- réttis kynjanna og þá oftast ein- göngu til stöðu kvenna í þjóðfé- laginu. Þar tel ég raunar að sé mikið mál. Misgengi millí kynj- anna t.d. í viðhorfum til at- vinnu á, að mínu mati, rót sína að rekja til þess, að við höldum, að hluta, í tilhögun og lifsvenj- ur, er hæfðu bændaþjóðfélag- inu, sem var ríkjandi hér á landi fram á þessa öld. Skiljan- legt er, að tíma þurfi til að stilla saman breyttar ytri kringum- stæður og rótgróin huglæg við- horf. En upphaf þeirrar þró- unar er að koma auga á breyt- inguna. Jafnréttismál kynjanna eru eðli málsins^amkvæmt tví- hliða, en jafnréttismál í víðustu merkingu alhliða — þar koma allir inn í myndina. Stundum velti ég því fyrir mér hvar ég geti komist i tengsl við hitt fólkið i borginni og leita þá svara i umhverfinu. Til- hneiging í þá átt að hópa saman hluta úr heildinni hefur gert manneskjurnar viðskila hverja við aðra. Ef við höfum hrakist í aðskildum hópum undan æð- andi vélum upp á sína hverja umferðareyjuna og náum ekki saman, þarf að snúa þeirri framvindu við og þá standa spjótin á skipulagsmálunum. I tómstundum mínum hefi ég litillega fengist við fararstjórn íC valið Reykjavík sem sérsvið. I arþegar hafa nær eingöngu verið útlendingar, sem oft hafa aðeins örstutta viðdvöl hér á landi og skoða fátt annað en höfuðborgina. 1 viðbrögðum og ummælum gestanna getum við speglað sjálf okkur og um- hverfi. Algengasta og fyrir mér athyglisverð athugasemd er þegar aðkomufólk segir: Þið hafið svo rúmt um ykkur hér og borgin er hrein. Það hlýtur að kosta mikið að búa hér. Björg Einarsdóttir, verzlunarmaður. Guðjón Hansson; Næg vinna handa öllum FYRIR borg, sem er í svo örum vexti og Reykjavík, er við marga örðugleika að stríða og nauðsynlegt að glíma við þá jafnóðum, til að leita beztu lausna. Það þarf að varðveita kosti borgarinnar og bægja frá í tíma þeim vágesti, sem meng- un umhverfisins er. Næg vinna verður að vera handaöllum, svo að hver vinnu- fús hönd fái notið sín og tryggja verður launakjör fólks til sem beztrar afkomu. Stöðug athygli verður að beinast að breyttum viðhorfum vegna hinnar öru tækniþróunar og með því skapa þær aðstæður, sem tryggja at- vinnuvegum borgarinnar þann grundvöll, að þeim sé kleyft að þróast og eflast um leið og búið er í haginn fyrír nýjar atvinnugreinar. Það er margt, sem þarf að athuga, og verður það hvorki tínt né talið í stuttu greinar- korni, en það, sem ég myndi finna mig knúinn til að beita mér fyrir, er í stuttu máli: 1. Umferðarmálin og gatna- gerðarmálin. 2. Endurskoðun á strætis- vagn akerfinu og þar með hvort ekki sé grundvöllur til að reka strætisvagnana hal lalaust. 3. Æskulýðs-og féígsmál. 4. íþróttamál. 5. Framfærslumál. 6. Að gera sem flestum kleyft að eignast eigið íbúðarhús- næði, Ég er eingöngu kominn á framboðslista vegna þess, að á mig var skorað af fólkinu sjálfu, en ekki nefnd. Og ég hef og hefi alltaf borgið hag Reykjavíkurborgar fyrir brjósti, enda henni vel kunnug- ur sem bifreiðarstjóri og öku- kennari síðastliðin 30 ár. GuðjónHansson, ökukennari Guðmundur Hallvarðsson: r Urbætur í hafnarmálum ÉG gaf kost á mér til þessa prófkjörs til Borgarstjórnar Reykjavíkur sem sjómaður og tel mig því vera einn af fulltrú- um sjómanna á þessum lista. Ef ég hlyti kosningu til borg- arstjórnar, teldi ég af nógu að taka og vinna fyrir, því f ört vaxandi borg þarf sífellt að huga að einstaklingnum þar sem hver borgari, hvort sem hann er ungur, gamall, sjúkur eðaþjáður, verði sem mest gild- andi fyrir samfélagið, en byggja ekki eða búa svo um okkar umhverfismál, að borgin gleypi einstaklinginn, heldur finni hann sig og þörfina fyrir sig í þjóðfélaginu. 1 hinni hröðu uppbyggingu borgarinnar þar sem heilu borgarhverfin risa á skömmum tíma er strax hafizt handa um næsta byggingaráfanga þá einum er lokið. í þessum mikla hraða vill það þvi miður oft brenna við, að moldarbingir og annað þess háttar, í kringum hin nýreistu hverfi, er látið liggja óhreyft alltof lengi f skjóli þess, að um nýbyggt hverfi sé að ræða, því oftast er það svo, að þeir, sem í byggingu standa, leggja það mikla áherzlu á frágang fbuða sinna, sem oft tekur eitt til tvö ár, að frágangur lóða og snyrtilegt umhverfi er látið sitja á hak- anum, enda þótt í upphafi lóð- arúthlutunar séu ákveðnar kvaðir varðandi tímatakmörk um frágang lóðar. Hér þarf skjótrar úrbótar við í samvinnu borgaryfirvalda og húsbyggj- enda. Hafnarmál Reykjavfkur þurfa ýmsra úrbóta við, eins og til dæmis það ófremdarástand, sem skapazt hefur vestur á Grandagarði þar sem fiskibáta- flotinn hefur aðsetur en þar eru þau tíðu innbrot, sem fram- in eru í fiskibátana, aðallega i leit að lyfjum, og verðaþáýmis dýrmæt tæki bátanna fyrir barðinu á innbrotsþjófum í leiðinni. Sérstaklega eru það gúmmíbjörgunarbátarnir og þeir þá um leið gerðir ónothæf- ir. I sumum tilfellum hefur þessa ekki orðið vart fyrr en mörgum dögum seinna og er það mesta mildi, að ekki skuli hafa þurft að nota þá á neyðar- stundu úti i rúmsjó. Hér er lífi sjómannsins stefnt í voða og vil ég vinna að þ'ví, að borgaryfir- völdin grípi til þess úrræðis að láta loka fiskihöfninni á nótt- unni fyrir óviðkomandi umferð eða láti stórauka gæzlu á þessu svæði. Fjöldi borgarbua á Iitla báta, sem þeir annaðhvort stunda fiskveiðar á eða sigla þeim sér til skemmtunar hér um sundin blá. Aðstaða þessara bátaeig- enda er mjög slæm hér á hafnarsvæðinu, bæði hvað varðar geymslu þeirrayfir vetr- armánuðina, eðayfir sumartim- ann, en þá virðast þeir alltaf vera fyrir eða til vandræða fyrir hinum stærri skipum. Hér verður að finna lausn á, og mun ég leggja mitt af mörkum til að bæta aðstöðu þessara smábáta minnugur þess, þó að skip séu almennt stærri nú á tímum, þá höfum við þó í þessar 11 aldir, sem liðnar eru frá upphafi byggðar hér í Reykjavík, orðið að notast við svipaðar fleytur, sem nú virðast alls staðar vera hornrekur og með sama áfram- haldi teljast fortíðinni til. Mér fyndist það verðugt verk- efni ef hægt yrði að komaþessu í framkvæmd á 1100 ára þjóð- hátíðarári. Guðmundur Hallvarðsson. sjómaður. Guðmundur H. Sigmundsson: Fleiri einbýlis- og raðhúsahverfi Ég tel að borgarstjórnar- meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi sýnt það og sannað, að hann vinnur fast og ákveðið að þeim fjölmörgu framfaramálum, sem varða borgarana á öllum aldri. Alit mitt á helztu þáttum í framtíðarmálum varðandi upp- byggingu Reykjavíkur er það, að haldið verði áfram mark- vissri uppbyggingu borgarinn- ar. Sérstaka áherzlu vil ég leggja á, að lokið verði sem fyrst við allar framkvæmdir í Breiðholtshverfi, því bezt er fyrir alla aðila, að þetta Unga hverfi fái sem fyrst eðlilegt um- hverfi. Ég tel, að helztu mál fram- tíðarinnar muni snúast fyrst og fremst um aðstöðu mannsins sjálfs i umhverfi sínu og því beri að leggja mikla áherzlu á allt, sem getur fyrirbyggt mengun og sóðaskap. Aðstöðu til félasmála þarf sífellt að sinna og borgin þarf að gæta þess að slaka ekki á í þeim efnum. Hraðskipulagning nýrra hverfa þarf að koma tilþannig, að það fólk, sem vill byggja, geti gert það strax og því er kleift að ráðast i framkvæmdir. Til dæmis tel ég, að það þurfi að leggja mun meiri áherzlu á einbýlishúsa- og raðhúsahverfi en gert hefur verið. Vegna hinnar feikilegu eftirspurnar eftir húsnæði tel ég, að hyggi- legt hafi verið að leggja út í svo stórtækar fjölbýlishúsabygg- ingar, svo sem gert hefur verið, en í framtíðinni tel ég annað skipulag, svo sem fyrr er getið, henta betur. Þá þarf að leggja mikla áherzlu á málefni aldraðra með stóru átaki í byggingu hentugra íbúða fyrir það gamia fólk, sem þarf aðstoðar við. Aðstöðu til almennra íþrótta- iðkana þarf að byggja upp fast og ákveðið og auk hinna fjölmörgu íþröttamann- virkja, sem borgin vinnur að, þarf t.d. að byggja upp siglinga- aðstöðu fyrir smábáta viðSund- in. Sundin eru óplægður akur í því efni með alla sína fegurð og eyjar. Þá má í sambandi við um- hverfismálin benda á nauðsyn þess að flýta framkvæmdinni sem miðar að því að gera Elliða- árdalinn að útivistarsvæði. Guðmundur H. Sigmundsson, kaupmaður. Guðni Jónsson: Nýr skemmtigarður MÉR finnst, að borgin eigi að gera miklu meir en gert er af því að bjóða út hin ýmsu verk, Og athuga mætti hvort ekki ætti að bjóða út verk eins og Sorp- hreinsun og Strætisvagna Reykjavíkur. Sem sagt, að gefa einstaklingum kost á helst öllum verkum og láta þá bera ábyrgð á því. Gefa almenningi kost á að taka meiri þátt í störfum borg- arinnar og þá dettur mér i hug t.d. í sambandi við skipulagið, að fólk geti komið og gagnrýnt eða komið með ábendingar, sem síðan verði tekið fullt tillit til, en benda má á, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur að nokkru komið til móts við kjós- endur í þessu tilliti með viðtals- tima borgarfulltrúa. Nauðsynlegt er að stjórn borgarinnar verði ekki flóknari en hún er í dag, og áhersla lögð á að öll ákvarðanataka sé eins einföld og mögulegt er og drukkni ekki i þungu og svifa- seinu kerfi. Auðvelda samband borg- arbúa og yfirmanna borg- arinnar t.d. með því að koma á fót upplýsingaskrifstofu, þar sem fólk gæti fengið upplýs- ingar um hina ýmsu þætti og störf borgarinnar, til að taka þungann af embættismönn- unum. Gera æskulýðsráð fremur að ráðgefandi en framkvæmda- aðila og að það sé ekki i sam- keppni við hin ýmsu almennu félög enda þarf ráðið sérstak- lega að ná til þess fólks, sem er ófélagsbundið. Þau okkar, sem muna eftir Tivoligarðinum, hljóta að sakna þess, að vegur hans skyldi ekki vaxa, borgar- búum til ánægju, og tel ég mjög timabært, að settur yrði á stofn skemmtigarður, sem yrði veg- legri en Tívoli var, slikt myndi þjóna borgarbúum á öllum aldri. Auka þarf aðstoð við aldraða og þá, sem minna mega sín. Við unga fólkið berum siðferðislega skyldu til þess að hugsa vel um þetta fólk, því það hefur fært okkur upp í hendurnar það, sem við höfum í dag, og við eigum að sjá til þess, að því líði vel. Guðni Jónsson, skrifstofustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.