Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 19

Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1974 19 Gústaf B. Einarsson: Olíuhöfn er að- kallandi verkefni ÞEGAR maður á mínum aldri, sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík, lítur til baka tilþess tíma, er Reykjavík var í sem örustum vexti og ber hana saman við Reykjavík eins og hún er í dag, þá finnst manni eins og ævintýri hafi gerst. En þegar hugað er nánar að öllum þessum framkvæmdum, þá nemur hugurinn staðar við þá spurningu: hvers vegna vildi fólk helst setjast hér að og stofna hér til búsetu. Var það ekki fyrst og fremst vegna þess, að hér voru at- vinnumöguleikarnir hvað mest- ir, og gat fólk þess vegna með dugnaði og atorku komið sér upp sínu eigin húsnæði. Reykvikingar áttu því láni að fagna að eignast dugmikla út- gerðarmenn og jafnframt dug- mikla sjómenn. Héðan var gerð- ur út stór floti togara, sem færði björg í bú, enda má segja, að frá þvi að fyrsti togarinn kom til landsins árið 1905 hafi farið að færast líf i Reykjavík, og menn fóru raunverulega að fara úr tómthúsþorpi i borg. En þrátt fyrir hinar miklu tækniframfarir, sem orðið hafa, á framleiðslan ekki við það öryggi að búa, sem henni ber, því sósialisminn hefir nagað stoðirnar og ávextir vinstri stefnu koma í ljós í æ ríkari mæli. Og nú er röðin komin að verkalýðnum, sem tilmálamiðl- unar í núverandi kjaradeilu má greiða niður væntanlega tekju- skattshækkun og einn milljarð að auki til viðhalds vinstri stefnu. Ef litið er til framtiðarverk- efna varðandi atvinnumál, þá er olíuhöfn eitt af þeim verk- efnum, sem mest aðkallandi er. Birgðastöðvar oliufélaganna eru á 3 stöðum, en engin er þó þannig staðsett, að hægt sé að skapa þar viðunandi aðstæður hvorki á sjó né i landi. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum hvaða hættur eru því samfara að færa stór skip á milli legufæra á hvaða árstíma sem er. Auk þess erþróunin sú, að skip eru sífellt að verða stærri og stærri, og það svo, að þeir, sem næst þessum málum standa, fylgjast vart með. Nú er það svo, að drjúgur þáttur af tekjum Reykjavíkur- hafnar er fyrir eldsneytisland- anir. Þennan tekjustofn má Reykjavíkurhöfn ekki missa, auk þess sem hún má ekki fara úr þessu sæti sínu hvorki á því sviði né öðru. Nú hafa þau mál verið rædd að gera oliuhöfn í Eiðisvík og uppfyllir sá staður ýms þau skilyrði, sem til slíkrar hafnar þarf að gera, og fer ég ekki nánar út í það. BÚR er eitt af þeim fyrir- tækjum sem Reykjavíkurborg þarf að hlúa að. A s.l. hausti og nú í vetur hafa margir bátar verið seldir héðan, enda virðist vera erfitt að reka bátaútgerð héðan að ráði. Því eru það að- eins togarar, sem hægt er að gera út frá Reykjavík. Nú hefir BÚR endurnýjað togaraflota sinn með 3 nýjum skipum og er það gott og mikið átak. Og nú þyrfti að kaupa einn 500 tonna togara af norskri gerð, sem hafa reynst mjög vel, sbr. „Júlíus Geirmundsson" frá ísa- firði. Frystihús þyrfti BÚR að eignast, sem gæti unnið 100 tonn á 10 timum, og sem upp- fyllti þær kröfur, sem gerðar eru í dag til slíkra frystihúsa. Einnig þarf að skapa þeim einstaklingum, sem útgerð stunda héðan frá Reykjavík, sem bestar aðstæður bæði hvað snertir landanir og eins með fiskverkunarstöðvum ilandiog hefir vesturhöfnin þá verið rædd í því sambandi. Ég ætla ekki að svo komnu máli að fara inn á fleiri þætti atvinnumála en til þess að borgin okkar geti uppfyllt þær kröfur, sem við gerunf til hennar, þá verðum við að huga vel að undirstöðuat- vinnuvegunum. Ef við gerum það þá mun hún halda áfram að stækka og blómgast í æ ríkari mæli en hingað til og gæti veitt okkur þá þjónustu, sem við sækjumst eftir. Hún myndi það verða í fa.rarbroddi jafnt í at- vinnumálum sem menningar- málum. Gústaf B. Einarsson, verkstjóri. Halldór Kristinsson: Bærinn og frí- tímar skólafólks EF tæma ætti til fulls þau mál- efni, sem undir borgarstjórn heyra og gera full skil hverju og einu þeirra yrðu menn gaml- ir af hugmyndinni einni saman, svo fjölþætt er svið borgar- stjórnar. Ég ætla því að hlaupa fljótt yfir sögu og drepa á þau atriði, sem eru mér efst í huga. Yngsta kynslóðin. Dagheimila- og leikskólamál borgarinnar eru betur á veg komin en nokkru sinni, en þrátt fyrir það anna dagheimilin og leikskólarnir, sem eru í notkun, engan veginn vaxandi eftir- spurn. Þessu verður að kippa i liðinn, því með breyttu hugar- fari, til hins betra, hafa hús- mæður borgarinnar sifellt farið meir og meir útí atvinnulífið, og ef ekki á að verða aftur- hvarf i atvinnuleitan hús- mæðra þarf stóraukið átak hvað varðar fjölgun dagheimila og leikskóla. Ungt fólk. Fritímar ungs skólafólks eru övirkjuð gullnáma. Er ekki ráð fyrir stjórnvöld borgarinnar að koma upp enn betri aðstöðu fyrir þetta unga fólk, þar sem það kæmi saman, t.d. á kvöldin eða um helgar og ynni sér inn vasapening við eitthvert þarft verk eða góðan mástað. Gagnvart sumarvinnu ungs fólks á skólaaldri, þyrfti að halda áfam skipulagðri upplýs- inga- og ráðningaþjónustu, sem hefði t.d. samband við verstöðv- ar úti á landi og aðra þá staði, sem þörf hefðu fyrir fólk. Byggingaraðstaða ungs fólks. Byggingaraðstaða ungs fólks er bágborin. Hér i borg hefur svo sannarlega vantað ráð- gefandi stofnun, sem veitt gæti ungu fólki, sem hygði á bygg- ingu eigins húsnæðis, upplýs- ingar varðandi öll helstu atriði, sem að nýbyggingu lýtur sbr. lóðamöguleika, bygginga- kostnað, lánsmöguleika, o.fl. Aldrað fólk. Atvinnumöguleikar og frí- stundaathvarf aldraðra, þ.e.a.s. eftirlaunafólks, gætu verið í betra formi. Gera þarf gang- skör að því að koma upp starfs- grundvelli fyrir aldraða með flestum mögulegum valstarfs- sviðum. Um þetta mál hef- ur mikið verið fjallað en minna gert. Hef jumst nú handa. Skipulagsmál. Skipulagsmál borgarinnar eru einatt mjög umdeild manna á meðal, sbr. skipulag Beið- holts. Væri ekki rétt, áður en skipulag hvers hverfis er sam- þykkt, að hafa opið tímabil, t.d. l/i ár — 3 mánuðum fyrir sam- þykkt skipulagsins, þar sem lærðum og leikum yrði gefinn kostur á að hafa áhrif á eigið umhverfi, með athugasemdum við framlagt skipulag. Einnig væri rétt að efna tilsamkeppni um skipulag nýrra hverfa. Borgarstjórafundur. Rétt þætti mér að halda op- inn, almennan borgarstjóra- fund 1—2 sinnum á ári. Á fundi þessum gerði borgarstjóri grein fyrir komandi framkvæmdum, og borgarbúum gæfist tækifæri til að tjá hug sinn í einstökum atriðum. Borgarstjórn undir hand- leiðslu Sjálfstæðisflokksins hefur marg sannað ágæti sitt á alla lund, en hinu má ekki gleyma, að „aldrei er góð vísa of oft kveðin“. Halldór Kristinsson sölumaður Haraldur Sumarliðason: Átak í hús- næðismálunum VERKEFNI þau, sem borgar- stjórn fjallar um, eru mjög fjöl- þætt og ná yfir flesta þætti mannlegs lífs. Þess vegna verða þeir, sem gefa kost á sér til kjörs f borgarstjórn, að hafa mjög víðtækan áhuga á mörg- um málum. Engu að síður er það svo um flest okkar, að við höfum meiri áhuga á einum málaflokki en öðrum og þess vegna er það nauðsynlegt, að borgarstjórnin sé þannig samansett, að sem flest og fjölbreyttust sjónarmið borgaranna komi þar fram. Sem iðnaðarmanni eru mér hugstæðust atvinnu- og iðnaðarmál auk húsnæðis- og félagsmála. Vegna aukinna samskipta við aðrar þjóðir, hefur skapast nýtt viðhorf í atvinnu- og iðnaðar- málum. Aukin samkeppni krefst betri framleiðsluhátta og hlutur iðnaðarinns fer stöðugt vaxandi. Leggja verður áherslu á hvers konar verk- og tækni- menntun, auk þess sem ríki og sveitarfélög verða að gera sitt til að bæta aðstöðu þessa mikil- væga atvinnuvegar, m.a. með því að laða ungt fólk meira að framleiðslugreinunum en nú er. I byggingaiðnaðinum hafa stórfelldar sveiflur verið hemill á tæknilegar framfarir, svo og sú óvissa, sem oft ríkir um áframhaldandi starfsemi byggingafyrirtækja t.d. vegna skorts á lóðum og oft seina- gangs i skipulagsmálum, en þau mál þyrftu að vinna i meira samstarfi við byggingamenn en nú er. Það er kunn staðreynd, að húsnæðismálin eru ein stærstu mál hverrar fjölskyldu. í þeim málum þarf enn að gera átak til að auðvelda fólki að koma yfir sig húsnæði. Reykjavikurborg gæti þar lagt hönd á plóginn með hærri framlögum til bygg- ingasjóðs' borgarinnar og þar með aukinni lánastarfsemi til borgarbúa. * Jafnframt þarf borgin að beita áhrifum sínum til að auka og bæta húsnæðis- lánakerfi ríkisins svo og til lækkunar tolla og skatta af byggingarefnum. Starfsemi borgarinnar að félagsmálum fer sifellt vax- andi. Ný og áður óþekkt vanda- mál skjóta upp kolli. Notkun ýmiss konar örvunarlyfja vex óðfluga, og því fylgja margs konar vandamál. Hér þurfa allir að taka höndum saman og bregðast við af skynsemi og fullri einurð ef ekki á illa að fara. I málefnum aldraðra og sjúkraþarf sífellt aðleita nýrra leiða til að bæta og fegra líf þess fólks, sem svo er ástatt um. 1 þessum efnum hefur borgin þegar unnið mikilvægt starf, en þessi mál verða ekki leyst i eitt skipti fyriröll. Reykvíkingar verða að móta stefnuna f öllum þessum mál- um og mörgum fleirum, hér eft- ir sem hingað til. Þess vegna er það framar öðru nauðsynlegt, að borginni sé stjórnað af sterk- um og samhentum meirihluta, svo að þau mörgu og margvís- legu vandamál, sem upp koma á hverjum tima fái farsæla lausn, borgurunum og þjóðinni allri til farsældar. Haraldur Sumarliðason. byggingameistari Hilmar Guðlaugsson: Aðstoð við ungt fólk 1 TILEFNI af prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins, sem fram fer 2. og 3. marz n.k., hefur verið óskað eftir, að ég ritaði nokkrar línur um borgarmál. Þar sem þetta er jafnframt kynning á frambjóðendum, tel ég rétt að byrja á því að kynna mig og minn starfsferil: Ég er 43 ára. Lauk sveinsprófi í múraraiðn 1954 og hef síðan unnið mikið að félagsmálum. Var í stjórn Múrarafélags Reykjavíkur í 11 ár, þar af 6 ár sem formaður. Var í miðstjórn A.S.Í. 1968—1972. Núverandi formaður Múrarasambands ís- lands. Varaborgarfulltrúi síðan 1969 og hef starfað í ýmsum nefndum borgarinnar, á m.a. sæti í Byggingarnefnd Reykja- víkur. í stuttri grein um borgarmál- efni er ekki hægt að koma viða við. Á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, hef ég sem vara- borgarfulltrúi haft nokkur afskipti af tveimur mála- flokkum þ.e. húsnæðis- og skipulagsmálum. Umþessimál væri hægt að rita margt, bæði um það, sem unnið hefur verið að og framkvæmt, og þá ekki sizt um framtíðarstefnuna. Það, sem gnæfir hæst varðandi stefnu sjálfstæðismanna í hús- næðismálum, er, að sem flestir borgarbúar eignist sitt eigið húsnæði. Það er staðreynd, að stórátak hefur verið gert í þessum málum, og á sömu braut verðum við að halda. Við getum gert það á ýmsan hátt, t.d.: 1. Auka framlag borgar- innar til verkamannabústaða. Lög um verkamannabústaði eru mjög hagkvæm fyrir lág- launafólk og auðveldar fjölda fólks að eignast íbúð, sem ekki ættiþess kost með öðrum hætti. 2. Gera leigutökum borgar- innar, sem eru nokkur hundruð, kleift að eignast ibúð með sérstökum ráðstöfunum af hálfu Reykjavíkurborgar. 3. Efla Byggingasjóð Reykja- víkurborgar og nota hann til að koma á jafnvægi í byggð borgarinnar m.a. með því að veita ungu fólki, sem er að hefja búskap lán til kaupa á eldra húsnæði. Skipulagsmál er viðamikill málaflokkur og ekki hægt að gera nægilega góð skil i stuttu máli. Ég vil þó geta þess, að ég tel ekki góða þróun, að byggja þessar geysilega stóru bygg- ingareiningar, sbr. Breiðholt III. Við eigum að skipuleggja hverfi með fjölbýlishúsum af hóflegri stærð, og auka veru- lega rýmið fyrir raðhús og ein- býlishús. Hilmar Guðlaugsson, múrari. Jakob V. Hafstein: Varin borg RÚMLEGA 50.000 íslendingar hafa nýverið sent sundrungar- öflunum á Alþingi, er f dag standa að ríkisstjörn landsins, þá orðsendingu, að þeir vilja VARIÐ LAND. Þessi stóri hluti þjóðarinnar, yfir 20 ára aldri, setur öryggi landsins ofar og framar öllu og neitar því ein- dregið, að sundrungaröflin í þjóðfélaginu, undir lævisri for- ystu kommúnista, fái að ráða úrslitum í örlagaríkustu mál- efnum þjóðarinnar. Þeim þykir sem meira en nóg sé komið af svogóðu í þeim efnum. Reykvíkingar eiga nú á næstu vikum og mánuðum að svara þeirri spurningu, hvort heldur hér eigi að ríkja sú festa, öryggi og ábyrgðartil- finning um málefni og velferð hófuðborgarinnar, sem verið hefur, eða hið gagnstæða. Reykvíkingar eiga i hönd far- andi borgarstjórnarkosningum að velja á milli þessa, eða hvort borgin og málefni hennar eigi að lenda á UPPBOÐI sundur- leitra, ósammála og óábyrgra stjórnmálaflokka eins og nú er um Alþingi íslendinga. Reykvikingar munu hugsa sig vel um áður en þeir taka á sig slika áhættu. Þeir hafa fundið og finna þá festu og það Sjá næstu síðu A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.