Morgunblaðið - 27.02.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 23
Sr. Jón Thorarensen;
Prestskosningar
Vilja þingmenn, a3 fólkið hætti
að kjósa þá?
Vilja þeir, að botninn sé settur
upp á lýðræðinu, þeir látnir fara
heim til sin, hver og einn og aðrir
stjórnarhættir taki við? Segja má,
að svona spurningar séu
móðgandi gagnvart þingmönnum,
svo fjarri sanni eru þær. Er ekki
allur hinn vestræni heimur að
mótmæla þvi þessa dagana, mót-
mæla þeirri frelsisskerðingu, að
fólk megi ekki hafa frjálsar
skoðanir og leggja sinn skerf til
þjóðmála, hver eftir sínum smekk
og vilja?
Því furðulegra er það á þessum
dögum, að frumvarp það um
afnám prestskosninga skuli sjást
nú á Alþingi, — frumvarp, sem
stefnir að því að taka kosninga-
réttinn af fólkinu í landinu, — í
lýðræðislandi nú á 20. öldinni. Er
þetta vondur draumur eða hvað?
Nei, þetta er raunveruleiki í þing-
inu við Austurvöll. Svo mikið
traust er borið enn tilþingmanna,
að vonandi er, að að þeir bjargi
þessu á réttan hátt. Rétt er, að
sumir héraðsfundir munu hafa
samþykkt meðmæli með afnámi
prestskosninga, svo og sjálft
kirkjuþingið. En kirkjuþingið er
kosið að hálfu af prestum og að
hálfu af sóknarnefndum og
safnaðarfulltrúum, sem venju-
lega eru kosnir með sárafáum
atkvæðum safnaðarmanna, en
ekki safnaðarfólkinu almennt.
Þess vegna er kirkjuþingið alls
ekki spegilmynd af því, sem
þjóðin vill. Hin íslenzka kirkja
er fyrst og fremst þjóðin sjálf,
enda þótt prestarnir og kirkju-
þingið sé lítill hluti hennar. Hinn
þögli meirihluti hvers safnaðar
er kjarninn í hverju kirkjufélagi,
sem alltaf er vakandi í trúar-
legum efnum og hinn dýrmæti
höfuðstykur þess prests, sem
fólkinu líkar við. Þjóðin hefur
reynzt andvíg því, að völdin
safnist á fáar hendur. Það er lika
í samræmi við íslenzkan anda og
alla lýðræðislega hugsun.
Það er eðliiegt, að fólkið fái að
kjósa prestana. Þeir hafa um
aldaraðir haft þá sérstöðu fram
yfir aðra eimbættismenn, að þeir
hafa mest tekið þátt í daglegum
kjörum þjóðarinnar, verið þjónar
fólksins og reynt eftir þvi, sem
þeir hafa getað, að vera vinir í
gleði og sorg. Þess vegna vill hver
og einn kjósa prest, sem honum
eða henni líkar bezt við.
Prestskosningar eru ieiðin-
legar, það skal játað, og munu þar
flestir þrestar þekkja súrt og
sætt. En almennar kosningar eru
hin óhjákvæmilega afleiðing lýð-
ræðisins. Þetta mega þingmenn
hafa fjórða hvert ár, og ekki
hefur borið á þvi, að þeir hafi
kvartað. Prestar þurfa að jafnaði
ekki mjög oft að standa í kosn-
ingum, og þeir, sem oftast gera
það, slá þó varla þingmennina út í
þeirri glimu.
Hvaða lausn er betri en að
almenningur fái að ráða þessu?
Sú leið hefur ekki ennþá fundizt.
Allar nýjar leiðir, sem hafa komið
til tals f þessum efnum, eru að
flestra dómi verri og tilþess eins,
að fólkið fái ekki að ráða, heldur
að þvi verði skammtað allt að
ofan, og þá sér maður hilla undir
það framtíðartakmark einræðis-
af la á endanum, að sú stund renni
loksins upp, að fólkinu verði
skammtað, hvernig það eigi að
hugsa.
Það v^eri ekki amalegt!
Ef til dæmis sú fáránlega hug-
mynd kæmi fram, að söfnuðir
fengju rétt til að kalla prest, með
vissum skilyrðum, en kjósa ekki,
sbr. framlagt frumvarp um þetta,
6. gr., þá væri það aðeins til þess
að útiloka meiri hluta hvers safn-
aðar frá því að ráða nokkru um
þetta mál. Ogþvi meira, sem þetta
yrði fært frá safnaðarfólkinu al-
mennt til einstakra manna, þvi
meir væri verið að færa kirkjuna
frá fólkinu og gera hana fremur
að stofnun bara fyrir prestana.
Ef svipta ætti fólkið kosninga-
rétti sínum, þá virðist ekki vera
um aðra leið að ræða en að kirkju-
málaráðherra, hver sem er á
hverjum tíma, hafi veitingar-
valdið. Kirkjumálaráðherrar kom
og fara. Þeir eru bæði hægri
menn og vinstri. Þeir sitja lengi
eða skammt. Það heyrir til undan-
tekninga innan kirkjunnar, ef
deilur hafa risið vegna embættis-
veitinga þeirra.
Ef kosningarétturinn verður
tekinn af fólkinu í landinu, þá er
um leið sjálfsagt að taka kosn-
ingaréttinn af prestum tilþess að
kjósa biskup, — láta sömu
regluna ráða í einu og öllu innan
kirkjunnar, — láta kirkjumála-
ráðherrann hafa valdið tilþess að
skipa biskup.
En aldrei mun ég senda þá
kveðju fyrrverandi sóknar-
börnum mínum austan fjalis og
vestan, að nú leggi ég til að
lokum, að þau verði svipt kosn-
ingarétti.
Jón Thorarensen.
Bolli Gústavsson í Laufási:
SOS — SOS — Neyðarástand af völd-
um óveðurs, hógværðar og hirðuleysis
ÞAÐ er litils metin dyggð í þjóð-
félagi okkar að sýna hógværð og
lítillæti. Víst er, að þótt við Is-
lendingar mættum oft gæta betur
þeirrar dyggðar, þegar við erum
að hæla okkur af dugnaði og
framfarahug fámennrar þjóðar á
mörkum hins byggilega heims.þá
verðum viðdreifbýlingaraðreyna
að hrista af okkur slengið, þegar
málum er svo komið, að lífsnauð-
synleg þjónusta við hinar dreifðu
byggðir er vanrækt í þeim mæli,
að það væri blekking einber að
kalla það hógværð að taka þvílíkri
meðferð þegjandi og hljóðalaust.
Því er ekki hægt að taka með
þögn og þolinmæði, er byggðarlög
verða að biða vikum saman eftir
símasambandi, sem rofnaði, þeg-
ar veður gerðust válynd og norð-
lenzk stórhríð fór hamförum. Svo
langt er síðan því veðri slotaði, að
dögum saman hefur hækkandi sól
yljað hjörtum þeirra, sem vorið
þrá við Eyjafjörð, án þess að lið
sveitir Landssímans láti til skar
— Minning
Hólmfríður
Framhald af bls. 26
Kristjana mjög dáð af nemendum
sinum, enda mikilhæf drengskap-
arkona.
Hólmfriður átti sæti i skóla-
nefnd húsmæðraskólans að Laug-
um frá byrjun og til æviloka.
Kristjana var mótfallin því að
skólar þessir væru fjölmennir.
Stærð þeirra vildi hún miða við
meðalstór heimili, eins og þau
voru til sveita. Hún taldi, að erfitt
væri að ná til allra i fjölmennri
sveit, enda stendur m.a. í upp-
kasti að fyrstu reglugerð hús-
mæðraskólanna þetta: Skólarnir
eiga að bera blæ gömlu íslenzku
sveitaheimilanna, þar á að kenna
þjóðlega matargerð, íslenzkan
heimílisiðnað, sögu íslands og is-
lenzkar bókmenntir o.s.frv.
Laugaskóli varð strax mjög vin-
sæll. P’yrstu árin var það gert að
inntökuskilyrði, að væntanlegir
nemendur yrðu að vinna árlangt á
heimilum í S-Þingeyjarsýslu. En
ar skríða i alvöru Reynsla okk
ar íbúanna á austurströnd Eyja-
fjarðar utanverðri er sú af þjón-
ustu Landssímans, að ekki verður
lengur þagað af hógværðarsökum,
sú þögn væri af einberum dofa og
sinnuleysþ Það eina, sem
ekki bregzt í rekstri þessa ríkis-
fyrirtækis hér um slóðir, er, að
reikningar munu berast reglulega
til simnotenda og afnotagjöld
hafa ekki verið lækkuð, þótt lang-
varandi bilanir hafi komið í veg
fyrir eðlilega notkun símans. Ég
býst við, að íbúar Grýtubakka-
hrepps séu ekki einir um , þennan
leiða vanda, enda hefur það kom-
ið fram í fjölmiðlum, að víða
kvarta menn yfir slæmu símasam-
bandi. Þegar þetta er ritað, er
liðinn nær hálfur mánuður síðan
simasamand rofnaði og ekkert
hefur verið gert til lagfæringa. A
sama tíma hafa Rafmagsnveitur
ríkisins unnið sleitulaust að við-
gerðum á raf línum á sömu slóðum
og i dag var straumi hleypt á þann
þrátt fyrir það komust færri að en
vildu í skólann, langir biðlistar
lágu fyrir. Svipaða sögu mátti
segja um hina húsmæðraskólana,
en þar voru inntökuskilyrði ekki
eins ströng. — Á síðustu árum
hafa orðið miklar breytingar.
H úsmæðraskólarnir eru ekki eins
vel sóttir, hefur mörgum orðið
það sár vonbrigði. En hvað veld-
ur?
Minnzt var 50 ára afmælis
Gagnfræðaskólans á Akureyri
vorið 1930. Margir nemendur
skólans fjölmenntu þá til mann-
fagnaðar á Akureyri og Möðru-
völlum. Var mikill mannfjöldi á
báðum stöðum. Þá hitti ég Hólm-
fríði og urðu miklir fagnaðar-
fundir. Einna minnisstæðust er
mér þó morgunstundin í stóra
tjaldinu í skólaportinu. Þar var
mikil gleði, söngur og ræðuhöld.
Hólmfríður sté i ræðustólinn og
hélt snjalla ræðu, minntist hún
skólaveru sinnar og þó einkum
látinna kennara. Þessi vor-
morgunn verður mér ógleyman-
legur. — Aftur skildu leiðir og ég
sá Hólmfríði aðeins með höppum
hluta hreppsins, sem verst varð
úti í óveðrinu. Hafa rafveitumenn
unnið þar af miklum dugnaði og
verður þvi öllum skútum um
ólestur í þeim herbúðum sleppt
að þessu sinni. Það er sennilegt,
að rafmagnið verði talið mikil-
vægara en síminn vegna þess fjöl-
þætta gagns, sem við höfum af
þvi. En víst er, að i dreifðum
byggðum getur oft verið um líf
eða dauða að tefla, að unnt sé að
ná sambandi við landssimastöð,
lækni, slysavarnafélag eða flug
björgunarsveit. Með hálfum huga
minnist ég á þá þjónustu, sem
reiknað er með að prestur veiti.
Hér í Laufásprestakalli getur
hvort eð er enginn rætt trúnaðar-
mál við sóknarprestinn í síma,
vegna þess að öll sveitin getur
hæglega legið á hleri og hlustað.
Það er t.d. ekki unnt að hringja til
prests og biðja hann að tilkynna
slys eða dauðsfall af þessum sök-
um, hvað þá að nokkrum dytti í
hug að minnast á heimiliserjur
og glöppum, en alltaf var ánægju-
legt að hitta haria.
Eins og nærri má geta, hlutu
margir að renna hýru auga til
heimasætunnar á Gautlöndum.
Giftist Hólmfríður i júlímánuði
1918 Sigurði Jónssyni skáldi á
Arnarvatni. Hann var þá ekkju-
maður með 6 börn. Kona hans
Málfríður Sigurðardóttir féll frá
1916, þá var elzta barnið 13 ára,
en þaðyngsta áfyrsta ári. — Frétti
ég, að þau Hölmfríður og Sigurð-
ur hefðu gift sig í Reykjavík og
síðan riðið heim norður Sprengi-
sand. Þótti mér það gleðifrétt og
Hólmfríði samboðið að þeysa á
gæðingum norður yfir öræfin.
Heima á Arnarvatni beið Hólm-
fríðar mikið starf og vandasamt,
en hún sigrað öll ljón, er urðu á
vegi hennar. Hún tók það ráð eins
og Hildur góða stjúpa, að lita á
stjúpbörn sín eins og þau væru
hennai' eigin börn. Og þannig
tókst henni að ná hylli þeirra.
Sjálf eignaðist Hólmfríður 5 börn,
svo hjá henni ólust upp 11 börn á
Arnarvatni.
Allir, sem til þekktu, voru á
við hann i sveitarsima, en þær eru
sem betur fer næsta fátíðar I hin-
um dreifðari byggðum. Þetta var
nú reyndar innskot, en mál, sem
gera mætti betri skil.
Umdæmisstjóri Landssimans á
Norðurlandi austanverðu tjáði
mér, er ég innti hann eftir við-
gerðum á sima eftir hið mikla
óveður, er gekk hér yfir á dögun-
um, að það væru tvö svæði i um-
dæmi hans, þar sem óhjákvæmi-
legt væri að leggja jarðstreng i
stað stauralagna. Er annað þess-
ara svæða Grýtubakkahreppur,
sérstaklaga sunnan frá Fnjóská
norður til Greinivíkur, þ.e. eftir
Höfðahverfi. Hitt svæðið er
Melrakkaslétta. Hefði reynsla
undanfarandi ára leitt f ljós, að
mjög erfitt og kostnaðarsamt væri
að halda þessum línum við vegna
ísingar, hvassviðra og snjóalaga.
Er skammt síðan, eða um það bil
tvö ár, að skipt var um linu hér i
sveit vegna bilana, er urðu í ofsa-
veðri. Hins vegar var farið mjög
sama máli um það, að Hólmfríður
stæði frábærlega vel i stöðu sinni.
Hún var engin meðalmanneskja
heldur stórbrotin og heilsteypt
sómakona. Eftir 30 ára hjónaband
missti Ilólmfríður mann sinn,
hafði hann átt við vanheilsu að
stíða síðustu árin.
Börn Sigurðar og Hólmfríðar
eru: Þóra, húsfreyja á Arnar-
vatni, maður hennar er Jón
Kristjánsson bóndi s.st., Arn-
heiður, magister í ísl. fræðum,
býr í Rvk., Jón vegaverkstjóri á
Húsavik, kona hans er Gerður
Kristjánsdóttir frá Svartárkoti,
Málfríður húsfreyja á Jaðri i
Reykjadal, hennar maður er
Haraldur Jönasson bóndi s.st.,
Eysteinn bóndi að Arnarvatni,
hans kona er Halldóra Jónsdóttir
frá Grýtu i Eyjafirði.
En stjúpbörn Hólmfriðar eru:
Ragna, kona Hreins Sigtryggs
sonai' bónda á Egilsstöðum í Flóa,
Freydis, kona Geirs Kristjánsson-
ar bónda á Álftagerði í Mj^vatns-
sveit, Heiður. kona Sigtryggs
Jónassonar vélgæzl umanns á
Húsavfk, Arnljótur bóndi að
sparlega með nýja staura. Ég tel
það allt of mikla hógværð af okk-
ur, ibúum þessa sveitarfélags, ef
við unum þvi enn, að einungis
verði tjaslað saman þeim
linuslitrum, sem nú liggja á tvist
og bast i hörðum sköflum víðs
vegar um Höfðahverfi og þeim
sfðan tyllt á ónýta staura. Við
hljótum að krefjast þess, að það
verði einungsi gert til bráðabirgð-
ar, en þegar verði úr þvi bætt, er
snjóa leysir.með varanlegum frá
gangi. Þá verði strengur lagður i
jörðu og fyrirhugaður, sjálfvirkur
sími komi á hvern bæ eins og
þegar er á Greinivík. — Jafn-
framt mætti viðbragðsflýtir
þeirra þunnskipuðu liðsveita, er
Landssíminn hefur á sínum snær-
um á þessum slóðum, verða meiri
en verið hefur til þessa og víst
veitti ekki af varliði í neyðartil
fellum.
Þessi greinarstúfur er raunar
aðeins hluti af mun lengri hug-
leiðingu um rafmagns-, síma-,
lækna- og siðast en ekki sízt
vegamál, sem er hér í smiðum. En
mér sýndist ekki rétt að draga það
að senda þetta flaustursskrif til
birtingar, tilþess að vekja athygli
á því, að hér ríkir neyðarástand
vegna trassaskapar einhverra og
ekki sizt til þess að benda yfir-
stjórn simamála á þá staðreynd,
að hún verður að kynna sér betur
aðstæður og hag þeirrar stofnun
ar fjarri höfuðborginni. Við sjá-
um ekkert eftir fémunum til
greiðslu fyrir góða þjónustu, en
hér er hún léleg, já, til skammar
fyrir framfarasinnaða þjóð i ár-
löngu hátíðarskapi.
Laufási 19.2’74.
Amarvatni, kona hans er Vilborg
Friðjónsdóttir frá Bjarnarstöð-
um, Huld ekkja Páls Kristjáns-
sonar bókhaldara hjá Húsavíkur-
bæ, Sverrir húsasmiður á
Akureyri, kona hans er Inga
Björnsdóttir læknir s.st.
Hólmfriður bjó áfram á Arnar-
vatní eftir að hún missti mann
sinn, en brá fljótlega búi, enda
tóku börn hennar þar við. Hefur
hún síðan dvalið til skiptis hjá
börnum sínum. Börnum og barna-
börnum hefur verið það mikill
fengur að hafa hana hjá sér.
Stórhríð geisaði i Mývatnssveit
er gerði alla vegi ófæra þegar átti
að jarðsetja Hólmfriði að Skútu-
stöðum 9. þ.m. Fresta varð jarðar-
förinni þar til hriðinni slotaði.
Birti upp um miðja vikuna og var
þá jarðsett i glaða sólskini. Átti
það vel við því Hólmfríður hafði
verið sólskinsbarn. Fjölmenni var
við jarðarförina.
Kveð ég svo Hólmfríði með
beztu þökkum fyrir allt gott, sem
hún veitti mér og minu fólki.
í Guðs friði.
llulda A. Stefánsdóttir.