Morgunblaðið - 27.02.1974, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
Framhald af bls. 21
grafa undan lýðræðislegri upp
byggingu þjóðlífsins. Leggur for-
sætisráðherrann áherzlu á, að
þessar kosningar séu hinar mikil-
vægustu frá lokum heimsstyrjald-
arinnar síðari og telur einsýnt, að
Verkamannaflokkurinn, sem að
undanförnu hefur stefnt æ meira
til vinstri, muni leiða þjóðina
beina leið til glötunar, komist
hann til valda.
Leiðtogi Verkamannaflokksins,
Harold Wilson, fellst ekki aldeilis
á slik sjónarmið, enda þeirrar
skoðunar að Heath og Ihalds-
flokkurinn séu á góðri leið með að
gera slíkt hið sama. Hann heldur
því fram, að Heath hafi notað
verkfall kolanámaverkamanna
sem átyllu til skyndikosninga
vegna þess, að hann hafi ekki haft
neina stjórn á landsmálunum —
og svo spili hann á strengi and-
kommúnisma til þess að breiða
yfir eigið ráðleysi.
Enda þótt Heath hafi farið út í
kosningaslaginn vegna átakanna
við verkalýðsfélögin, einskorðast
baráttan ekki við þau, heldur
spila þar inn fleiri þættir efna-
hagsmálanna, launamálin, oh'u-
verðhækkanirnar, olíuframleiðsl-
an í Norðursjó, sívaxandi verð-
bólgan, atvinnuleysið, húsnæðis-
málin og aðild Bretlands að EBE.
Wilson tók þá stefnu í upphafi
að leggja áherzlu á efnahagsmálin
í heild, en halda ekki uppi bein-
um vörnum fyrir afstöðu róttæk-
ustu verkalýðsleiðtoganna. Hann
hélt því fram, að aldrei hefði
þurft til verkfallsins að koma,
Heath væri einungis að vinna sér
fimm ár til viðbótar á valdastóli í
stað u.þb. átján mánaða, sem
hann hefði átt eftir til loka kjör-
tímabils; síðan mundi hann — ef
Ihaldsflokkurinn færi með sigur
af hólmi — gera sömu samning-
ana við námaverkamenn og unnt
hefði verið að gera I janúar sl.
Hefur Wilson Iagt áherzlu á að
Heath muni ekki komast upp með
að einskorða kosningabaráttuna
við launadeilurnar einar og
Heath aftur fyrir sitt leyti sagt, að
Wilson muni ekki komast upp
með að beina athygli kjósenda frá
þessu grundvallarmáli.
Óviðráðanleg
verðbólga?
Reynist fréttin um reiknings-
skekkjuna á rökum reist, er lík-
legt að þetta þras stjórmálaleið-
toganna missi að nokkru leyti
marks. Á hinn bóginn eru deilur
þeirra um efnahagsmálin sigild-
ar, því flokkarnir eru í grund-
vallaratriðum á öndverðum
meiði.
I kosningunum árið 1970 átti
það stóran þátt í sigri thalds-
flokksins hversu erfiðlega stjórn
Harolds Wilsons hafði gengið í
viðureign sinni við verðbólguna.
Heath taldi þá ekkert því til fyrir-
stöðu að Ihaldsflokknum yrði bet-
ur ágengt í þeim efnum. Nú hefur
reynslan sýnt, að stjórn hans var
engu færari hinni fyrri um að
halda aftur af verðbólugþróun-
inni, þvert á móti hefur hún verið
miklu meiri í hennar tíð. Heath
hefur að vísu þær málsbætur, að
verð á hráefnum hefur hækkað
gífurlega á heimsmarkaði á þessu
tímabili, svo mjög raunar, að þrír
fjórðu hlutar verðbólgunnar eru
taldir stafa af þeim sökum. Engu
að síður þykir mörgum stjórnin
ekki hafa ráðið við verðbólgu-
hvatana innanlands og að ráðstaf-
anir hennar í þá átt hafi bæði
verið of síðbúnar og misjafnlega
til tekizt um framkvæmd þeirra.
Samkvæmt upplýsingum
brezkra blaða hækkaði smásölu-
verð í Bretlandi á timabílinu júní
1970-des. 1973 að meðaltali um
34,5%, en verðlag matvæla einna
um rúmlega 50%. Að því er blaðið
„Guardian" segir, héldu launa-
hækkanir nokkurn veginn í við
verðhækkanirnar, námu um 50%
á tímabilinu. Á sama tíma varð
rúmlega helmingshækkun á
verði nýrra íbúðarhúsa.
Mestar hafa verðhækkanir ver-
ið á sl. ári, eða um 20% á matvæl-
um. Á síðasta hálfu öðru ári hafa
hráefni hækkað upp úr öllu valdi,
hveiti t.d. um 155%, kopar um
132% og ull um 150%. Aðild
Breta að EBE er sögð hafa haft
lítil áhrif á verðið til þessa, en á
hinn bóginn hefur komið æ frek-
ar í ljós, að spákaupmenn hafa átt
sinn þátt í að hraða verðbólguþró-
uninni.
Stefna Heaths hefur verið að
takmarka launa- og verðhækkanir
við ákveðin mörk í samræmi við
heildarstefnu sína í efnahagsmál-
unum, sem komið var á í nokkrum
áföngum. Verkamannaflokkurinn
vill beita niðurgreiðslum í mjög
auknum mæli til að halda verð-
lagi nauðsynja í skefjum og
Frjálslyndi flokkurinn leggur alla
áherzlu á öflugt verðlagseftirlit
ásamt sérstökum verðbólguskatti,
er leggja skuli á þá, sem gerist
sekir um óeðlilegar hækkanir og
aðrar verðbólguhvetjandi aðgerð-
ir.
Að venju hefur Verkamanna-
flokkurinn á stefnuskrá sinni
áform um þjóðnytingu i ýmsum
greinum; að þessu sinni t.d. í
skipa- og flugvélaiðnaðinum,
lyfjaframleiðslu og flutninga-
starfsemi ýmiss konar, svo ekki sé
gleymt olíu og gaslindunum í
Norðursjó, Norðursjávarolían
hefur orðið æ meira hitamál í
kosningabaráttunni eftir því sem
á hana hefur liðið og eitt helzta
grundvallar deiluatriði flokk-
anna, er varða hin andstæðu hag-
kerfi sósialisma og kapítalisma.
Heath telur þjóðnýtingu olíulind-
anna í Norðursjó stórhættulega,
þar sem hún muni valda meiri
háttar töfum á framleiðslunni
sem er ógnar kostnaðarsöm, en
við þeim töfum megi Bretar alls
ekki eins og ástandið sé nú í
orkumálum heimsins.
EBE aðildog
Enoch Powell.
Með veigameiri málum í þessum
kosningum er aðild Bretlands að
Efnahagsbandalagi Evrópu, sem
er geysilega umdeild þar í landi.
Wilson hefur marglýst því yfir, að
hann muni aldrei sætta sig við
þau kjör, sem stjórn Heaths
samdi um við EBE; þvi muni
Verkamannaflokkurinn beita sér
fyrir endurskoðun samningsins
komist hann i stjóraraðstöðu. Það
vakti feikna athygli og reiði innan
Verkamannaflokksins á dögun-
um, þegar utanríkisráðherra V-
Þýzkalands lýsti því yfir, að samn-
ingur Breta við EBE væri i fullu
gildi, þó að ný stjórn tæki við.
Þessi ummæli sagði Wilson að
væru íhlutun í brezk innanríkis-
mál og gerði sér úr þeim þann
mat, er hann mátti.
Deilurnar um aðild að EBE
hafa þó haft enn meiri áhrif inn-
an Ihaldsflokksins, því þar til-
kynnti hægrisinninn kunni,
Enoch Powell, að hann mundi
ekki fara 1 framboð fyrir íhalds-
flokkinn undir forystu Heaths og
átti hann þó kosningu vísa.
Byggði Powell afstöðu sína aðal-
lega á EBE aðildinni, sem hann er
ákaflega andvígur. Framan af
hvatti Powell stuðningsmenn sína
til að sitja heima á kjördegi en í
síðustu viku gekk hann feti fram-
ar og tók að hvetja til stuðnings
við Verkamannaflokkinn. Powell
er talinn gera þetta með það í
huga að reyna að ná forystu i
Ihaldsflokknum, fari hann hall-
oka í kosningunum nú. Komist
flokkurinn í stjórnarandstöðu að
þeim loknum, má búast við hörð-
um átökum um forystu hans og
framtíðarstefnu.
Svipað er talið, að verði uppi á
teningnum innan Verkamanna-
flokksins, bíði hann umtalsverðan
ósigur. Þar hafa róttæk öfl gerzt
æ umsvifa- og áhrifameiri á und-
anförnum árum og þykir mörgum
hógværari jafnaðarmönnum sem
Wilson hafi gerzt þeim full und-
anlátssamur. Fram hefur og kom-
ið I fréttum, að kosninga- og
blaðamannafundir Wilsons hafi
verið heldur bragðlitlir og gæti
það með öðru ef áfram heldur
stuðlað að því, að hann neyddist
til að víkja úr forystu. Þess er þó
að gæa, að innan Verkamanna-
flokksins takast á mjög andstæð
sjónarmið og Wilson hefur þótt
öðrum færari um að halda flokkn-
um saman.
Hvað gerist innan flokkanna, ef
hvorugur nær meirihluta og
Frjálslyndi flokkurinn fær sterka
oddaaðstöðu, treysta menn sér
ekki um að spá. Leiðtogi hans,
Jeremy Thorpe, hefur sagzt ófus
að ganga til samstarfs við stóru
flokkana, en eftir er að sjá hvað
hann gerir andspænis stjórnar-
kreppu.
Hvernig sem sú stjórn verður
skipuð, er við tekur í Bretlandi á
næstu vikum, er það eitt Ijóst, að
hún fær ærin viðfangsefni við að
glíma og má hafa sig alla við, ef
takast á að rífa brezku þjóðina
upp úr þeim eymdardal sem hún
hefur verið í að undanförnu.
—mbj.
Bátar til sölu
1 2 tonna, byggður 1971.
42 tonna, byggður 1 946.
60 tonna, byggður 1 957.
HUSEIGNIR
^■&SKIP
VELRJSUNOM
SiMI »444
dHK
Háseti
Einn háseta vantar á góðan 80 rúm-
lesta netabát frá Snæfellsnesi.
Upplýsingar í síma 83058 eða 25250,
Reykjavík.
Háseti
Háseta vantar á m/s Hraunsvík til
netaveiða. Góð kjör fyrir vanan
mann.
Upplýsingar í síma 92-8239 eða 92-
8334, Grindavík.
Matsvein
og háseta
vantar á netabát frá Eyrarbakka,
sem er að hefja róðra. Upplýsingar í
síma 99-3133.
Starfsstúlkur
óskast í Heilsuhæli NLFÍ Hvera-
gerði nú þegar. Upplýsingar hjá
ráðskonunni kl. 9 til 12 og 17 til 18
sími 99-4201.
Ungur
Samvinnuskólamaður,
sem hefur fjögurra ára reynslu í skrifstofustörfum
m.a. toll- og bankaviðskipti, verðútreikningur, bók-
hald, skrifstofustörf frystihúsa, og önnur almenn
skrifstofustörf, óskar eftir atvinnu hvar sem er á
landinu, tilboð um launakjör sendist til Morgunblaðs-
ins merkt 1005—5191 fyrir 10. marz.
Oskum aÓ
ráÓa konu
til ræstingarstarfa.,
Brauðbær, veitingahús,
Þórsgötu 1.
Símar 25640 og 25090.
Oskum aÓ ráBa
stúlku til eldhússtarfa. Uppl. á
staðnum.
Kráin,
veitingahús,
við Hlemmtorg.
Sími 24631.
Verkamenn óskast
Aðalbraut hf.,
Sími 81700
Vanan stýrimann
og háseta vantar á netabát. Uppl. í
síma 20028.
Fjósamaóur
Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að
ráða vanan fjósamann nú þegar.
Upplýsingar gefur bústjóri.
Bændaskólinn
á Hvanneyri.
Ræstingarkona
óskast
Uppl. í dag miðvikudaginn 27./3. á
tannlæknastofunni Kleifarvegi 6 kl.
5.30—6.
Hallur Hallsson,
tannlæknir.
AfgreiÓslumaÓur
óskast
Starfssvið: Sala og útskrift á bygg-
ingarvörum. Upplýsingar veittar á
skrifstofunni, Súðarvog 3,
Húsasmiðjan h/f.