Morgunblaðið - 27.02.1974, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
25
Loftur Júlíusson:
íslenzka flotvarpan
í Morgunblaðinu 9. febr. s.l. er
heil opnugrein eftir blaðamann-
inn Þ.Ö. með fyrirsögninni ,,ís-
lendingar kunna ekki að notfæra
sér flotvörpuna'*. Það er alltaf
ánægjulegt þá sjaldan sem dag-
blöðin koma með fréttir eða lýs-
ingar af lífinu um borð i fiskiskip-
um okkar úti á miðunum eða við
land, og störfum sjómanna
þar um borð.
Grein þessi er prýdd skýrum og
skemmtilegum myndum af ýms-
um störfum mannskapsins um
borð í viðkomandi skipi, sem er
einn afmörgu, nýjuskuttogurum
okkar. En aðalinntak greinarinn-
ar er tilraun togarans við notkun
flotvörpu, með sérfræðing Sim-
rad-verksmiðjanna, Stefán Jóns-
son, um borð, og skipið útbúið
fullkomnustu Simrad-tækjum til
að auðvelda notkun hennar í
drætti.
Reyndar tekur Valgarð Briem
hrl. grein þessa til umtals i Morg-
unbl. 14. þ.m. og kemur þar fram
með mikilsvarðandi staðreyndir
varðandi flotvörpuna, og varpar
fram spurningunni: Hvað getur
valdið því, að tslendingar, sem
þannig voru brautryðjendur i
notkun flotvörpu i apríl 1952,
hafa gætt svo illa vöku sinnar, að
aðrar þjóðir hafa tekið þar frum-
kvæði, og við ekki haldið til jafns
við þær um notkun afkastamestu
veiðitækjanna. Hér er eitthvað
að, sem þjóðarnauðsyn er að lag-
færa.
Lestur greinarinnar, sem er
mjög athyglisverð, gefur mér til-
efni til að koma á framfæri nokkr-
um tímabærum athugasemdum
og upplýsingum, með því að
benda á eftirfarandi.
Það voru einmitt íslenzkir tog-
araskipstjórar og sjómenn, sem
voru fyrstir allra þjóðar til að búa
til og notfæra sér flotvörpu um
borð i togurunum, og var þar
fremstur í flokki Bjarni Ingimars-
son skipstjóri á b/v Neptúnusi.
Nýsköpunartogararnir tóku þetta
allir upp hver af öðrum á Selvogs-
bankanum með mjög miklum og
góðum árangri, og án nokkurs sér-
staks tæfcjaútbúnaðar annars en
hins venjulega Huges-pennarita
dýptarmælis, sem þá var í notkun
í öllum nýsköpunartogurunum. í
vörpuna veiddist aðalega þorsk-
ur, ufsi og ýsa, fiskur, sem allur
var í hrygningarástandi uppi i sjó.
Það, sem kom þeim á sporið við
að ná þeim góða árangri, sem náð-
ist við veiðarnar, var hyggjuvit og
útsiónarsemi skipstjóranna
sjálfra, og hins góða mannskaps,
sem þeir höfðu um borð. Geta má
þess, að margir af þessum mönn-
um eru enn á lífi á bezta aldri,
sumir hverjir ennþá í skipstjóra-
stöðum, aðrir komnir i land i ým-
iss konar störf. Það væri verðugt
verkefni fyrir blaðamann frá
Morgunblaðinu að ræða t.d. við
Bjarna Ingimarsson og fá ná-
kvæmar upplýsingar um upphaf
og reynslu okkar íslendinga af
flotvörpuveiðunum frá þessum
árum.
Eins og ég gat hér um að fram-
an, þá veiddist geysimikið magn
af vertiðarþorski í þessar vörpur,
eftir t.d. 10—30 mínútna tog
fékkst allt upp i 20—30 tonn af
ríga þorski, og eftir 8—10 klst.
næturfiskirí var komið dekkfylli
og legið í aðgerð fram eftir öllum
degi.
Margir skipstjórarnir létu út-
búa sjálfir sínar flotvörpur um
borð í togurunum á miðunum, en
ekki af neinum netafagmönnum í
landi.
Flotvörpur þessar voru þannig
útbúnar, að yfir- og undirnetið
var það sama að möskvastærð og
lögun, en án netavængja, 60—80
fet á lengd með 36—40 feta hlið-
arstykkjum (á dýpt), sem smá
mjókkuðu niður eftir belgnum og
niður í poka. Neðri partur vörp-
unnar var þyngdur niður með
gúmífótreipum, en á höfuðlinu
voru nokkrar flotkúlur. Efni
vörpunnar var úr hampai og var
mun þyngra í drætti en þau neta-
efni, sem nu tíðkast. Hlerar voru
þeir sömu og notaðir voru við
botn vörpuna.
Við veiðarnar voru vírar hafðir
rúmlega tvöfalt lengri en dýpið,
sem fiskitorfurnar stóðu á hverju
sinni, og togað með hægari ferð
en með botntrollinu (1 sjóm.
minna). Þó var þetta breytilegt
eftir sjólagi og veðurfari, með tog-
ferð og vfranotkun.
Nauðsynlegt yar að hafa mann
til að fylgjast með vírunum í tog-
blökkinni, en sá maður varð alltaf
að hafa hönd á vírunum og fylgj-
ast með og segja til um hvort
toghlerarnir snertu botninn. Van-
ur maður fann það strax. Einnig
gat hann sagt til um þegar mikill
fiskur var kominn í trollið, en þá
drógust vírarnir saman i tog-
blökkinni. Við trollspilið þurfi
alltaf að standa maður, til að hifa
og slaka út vírum eftir því á
hvaða dýpi fisklóðningarnar
stóðu á, en skipstjóri fylgdist með
öllu í brúnni (dýptarmælislóðn-
ingunum) og kallaði út sínar fyr-
irskipanir til mannsins við spilið
upp á að slaka eða hífa, en mikla
nákvæmni þurfti að viðhafa hvað
mikið af vfr var slakað út eða híft
inn hverju sinni. Hægt var að
draga vörpuna með þessum hætti
alveg niður undir botn og hátt
upp í sjó ef þvf var að skipta án
þess að hún rifnaði.
Notkun islenzku flotvörpunnar
stóð yfir á árunum frá 1952 fram
til 1958—60, og þá aðallega á Sel-
vogsbanka yfir hrygningartímann
marz—apríl, (sama tíma og á
norsku fiskimiðunum), annan
tíma ársins þýddi ekki að reyna
við að taka fisk í flotvörpu hér við
land, vegna þess hvað hann var
dreifður og mikið á hreyfingu
uppi um allan sjó. Menn verða að
hafa i huga í hvaða ástandi fiskur
er, sem veiddur er í flotvörpu.
Fiskurinn á Selvogsbanka var í
hrygningarástandi og stóð i þykk-
um torfum án þess að hreyfa sig
með sporðinn upp og hausinn nið-
ur, þannig að mjög auðvelt var að
komast að honum og ná honum í
vörpuna með fyrrgreindum að-
ferðum. En fiskurinn á Selvogs-
banka fór hraðminnkandi á þess-
um árum og endaði með, að ekki
þótti borga sig að draga með flot-
vörpu eftir öllum Selvogsbankan-
um án nokkurs teljandi árangurs.
Það má reyndar segja, að flot-
varpan hafi átt sinn þátt í að
drepa niður og eyðileggja þorsk-
stofninn á Selvogsbanka. Síðan
flotvarpan var tekin í notkun þar
árið 1952 hefur ekki sézt þar
nokkurt fiskimagn svo teljandi
er, miðað við það, sem þar var á
þessum árum. Það litla magn af
fiski, sem þangað gengur til að
gera sit(, gag'n er drepið af neta-
bátum.
Af íslenzku flotvörpunni er það
að segja, að patentið var selt til
Englands, og varpan framleidd af
Coal & Salt í Grimsby, þar kaupi
ég vörpuna fyrir norskt útgerðar-
fyrirtæki árið 1955 og er það
fyrsta flotvarpan, sem Norðmenn
festa kaup á, en taka hana ekki i
notkun mér vitandi fyrr en mörg-
um árum seinna, þegar þeir voru
komnir með sina skuttogara í
gagnið.
Hvernig Þjóðverjar komust yfir
flotvörpuna islenzku veit ég ekki,
en þeir byrja að nota hana með
tilkomu sinna skuttogara eftir ár-
ið 1962, og með þeirn tækjabún-
aði, sem þessi skip höfðu upp á að
bjóða, einbeita þeir sér með mikl-
um tilraunum, og með mikilli
leynd við að ná árangri, sem og
þeim tókst, en athyglisvert er það,
að Þjóðverjar hafa aðeins náð
mjög góðum árangri við flot-
vörpuveiðar á síldveiðum og
karfaveiðum á þeim timum, og
aðeins þegar fyrrgreindar fiskteg-
undir eru í þykkum torfum og
veiðanlegu ástandi. En hafa
aldrei gefið upp neina veiði á
þorski í flotvörpuna.
Um Englendinga er það að
segja, að þeir hafa lítið borið við
að veiða fisk i flotvörpu, nema þá
á allra siðustu árum að þeir gera
tilraunir með að ná einhverjum
árangri.
Um veiðar Norðmanna með
flotvörpu með góðum árangri i
Hvitahafi að hausti til nóv. — des.
skal ég ekkert segja um, en fróð-
legt væri að vita hvort hér er um
að ræða þorsk eða einhverjar aðr-
ar fisktegundir.
Staðreyndin er sú, að með til-
komu skuttogaranna og alls
tækjabúnaður þeirra, sem fleygir
óðum fram á við, þá hafa viðkom-
andi þjóðir náð athyglisverðum
árangri með notkun hinnar is-
lenzku flotvörpu, á sama tímabili
sem okkar togaraútgerð féll niður
í djúpa lægð, sem næstum gekk að
henni dauðri, og er það ein aðalá-
stæðan fyrir því, að við, sem upp-
hófum þennan veiðiskap með
okkar nýju togurum uppúr stríðs-
árunum, sitjum nú aftast á mer-
inni eins og Stefán Jónsson bend-
ir réttilega á. En hverjum er um
að kenna? Það er eins og við
lærum aldrei neitt af reynslunni.
Eftir stríðsárin eru keyptir 50 ný-
sköpunartogarar á einu bretti,
síðan liða ein 23 ár án þess svo
teljandi sé, að keyptur er einn
einasti togari, þá er farið af stað
aftur og einir 50 skuttogarar
keyptir á sama hátt. Hvað gerist
svo næst? Endurtekur sagan sig
aftur, eða eigum við að vera skyn-
samir og halda i horfinu og fylgj-
ast með þróuninni á eðlilegan
hátt. Það tekur sinn tíma að
þjálfa upp mannskap og nýja
veiðitækni á stóran skipaflota,
með nýtizku tækjaútbúnaði, sem
við íslendingar vorum allsendis
ekki undirbúnir að taka á móti,
en við eigum færustu fiskimenn,
sem fljótir eru að tileinka sér
nýjungarnar, og þeir eiga eftir að
komast upp á lag með að nota
flotvörpuna með ekki siðri ár
angri en við hér á árunum, og
komast skrefi framfyrir viðkom-
andi þjóðir í veiðiskap. Það er
mín trú.
4.2.1974.
Loftur Júlíusson
Kvisthaga 18.
Gísli Ag. Gunnlaugsson skrifar frá Bretlandi:
Skyndilegur vöxtur
Frjálslynda flokksins
Norwich, 19.2. 1974.
í þann mund sem flestir voru
hættir að búast við nýjum þing-
kosningum hér í Bretlandi í
bráð, boðaði Edward Heath til
þeirra hinn 28. febrúar á þingi
fyrr í þessum mánuði. Upphaf-
lega var ráð fyrir gert að Heath
mundi boða til nýrra kosninga í
byrjun febrúar. Kom þar hvort
tveggja tíl, að almennt var talið
að vinnudeila námaverka-
manna yrði ekki leyst fyrr en
að afstöðnum þingkosningum
og jafnframt hitt að staða
Heaths og íhaldsflokksins var
talin nokkuð trygg um þær
mundir eða í lok janúar. Öllum
á óvart greip Heath ekki til
kosninga þá, heldur kaus að
bíða og sjá hver framvinda
mála yrði. Eftir þetta gerðist
vinnudeila námaverkamanna
flóknari og erfiðari úrlausnar.
Boðað var til allsherjarverk-
falls þeirra og þótti sýnt, að
verkfallið gæti hvort tveggja
orðið langvinnt og haft enn
frekari lömunaráhrif á brezkan
iðnað en þegar var orðið. Og
upp úr þessu greip Heath til
þess ráðs, eins og áður sagði, að
kveðja til nýrra þingkosninga
hinn 28. febrúar næstkomandi.
Kosningabaráttan fór geyst
af stað, enda ekki nema um
þrjár vikur til kjördags. Dag-
skrártími sjónvarps var þegar
færður í fyrra horf, eftir að
hafa verið styttur verulega af
völdum orkuskorts síðan í
desember. Framboðsfundir
hafa verið tíðir og fjölsóttir í
flestum kjördæmum og þá hafa
dagblöðin varið umtalsverðu
rúmi til pólitiskra skrifa. Ekki
verður heldur gengið framhjá
þætti hljóðvarps og sjónvarps í
kosningabaráttunni. Sérstakir
dagskrárliðir hafa verið teknir
upp f sjónvarpi helgaðir kosn-
ingabaráttunni, annars vegar í
formi fyrirspurnaþátta og á
hinn bóginn i formi útsendinga
af hálfu þingflokkanna. Þá
hafa fréttatimar þessara fjöl-
miðla mjög borið svip af fram-
gangi kosningabaráttunnar og
úrdrættir birtir úr ræðum og
atburðum helztu framboðs-
funda.
Fram til þessa hefur kosn-
ingabaráttan einkum snúizt um
efnahags- og verðlagsmál. Þessi
málaflokkur hefur verið stjórn
íhaldsflokksins æði þungur í
skauti allt frá upphafi yfir-
standandi kjörtímabils og
stjórnin átt í höggi við sívax-
andi verðbólgu og gengisfali
pundsins á alþjóðamarkaði.
Þessir erfiðleikar hafa síðan
undanfarna mánuði ágerst til
muna, þar sem þeir hafa flétt-
ast inn i hið ótrygga atvinnu-
ástand, sem hefur mótast af
verkföllum i ýmsum þýðingar-
meiri framleiðslu- og flútninga-
greinum. Orkuskortur, stytt
vinnuvika og verðhækkanir á
innfluttu hráefni, allt hefur
þetta lagst á eitt við að gera
efnahags- og stjórnmálalegt
ástand hér í Bretlandi næsta
ótryggt. Af eðlilegum ástæðum
hafa þessi mál því mótað alla
pólitíska umræðu kosningabar-
áttunnar. Heath hefur af and-
stæðingum sínum og þá einkum
Harold Wilson leiðtoga Verka-
mannaflokksins, varið harðlega
gagnrýndur fyrir stefnu
stjórnarinnar i þessum málum.
Vissulega má segja að stjórn
efnahagsmála hafi í þessari
stjórnartið íhaldsflokksins ekki
verið eins styrk og sannfærandi
og vera skyldi. En hinu má ekki
gleyma, að verulegar verð-
hækkanir hafa átt sér stað i
ýmsum meiriháttar innflutn-
ingsgreinum og jafnframt
liggja rætur þessa efnahags-
vanda að nokkru leyti í efna-
hagsstefnu undangenginna ára,
bæði i og fyrir valdatíð Wilsons
sjálfs.
En hver eru líklegustu úrslit
þingkosninganna? Um það er
erfitt að spá. Viðbrögð Heaths
við innanlandsvanda síðustu
mánaða voru í upphafi mjög
gagnrýnd, en hafa síðan reynst
vera rétt og timabær. Af
þessum sökum hefur staða hans
og íhaldsflokksins batnað til
muna. Hins vegar hefur fylgis-
flutningur milli flokka ætið
verið mjögör og umtalsverður í
brezkum stjórnmálum, og nú
þegar mikil spenna er rikjandi
á flestum sviðum brezks þjóð-
lifs, getur þessi þáttur haft úr-
slitaáhrif, ekki sízt þegar tillit
er til þess tekið, að skoðana-
kannanir sýna verulega dag-
lega fyigissveiflu. Þó hafa allar
skoðanakannanir sem fram-
kvæmdar hafa verið frá
upphafi kosningbaráttunnar
sýnt fremur nauma forustu
íhaldsflokksins yfir Verka-
mannaflokknum. Þess ber þó
að gæta, að Verkamannaflokkn-
um hefur jafnan gengið betur
að tjónka við verkalýðsfélögin
en íhaldsflokknum, og getur
þetta orðið honum til fram-
dráttar nú, þannig að kjós-
endur greiði honum atkvæði
sitt í von um tryggara atvinnu-
ástand. En það sem þó öllu öðru
fremur er athyglisvert við þær
skoðanakannanir, sem birtar
hafa verið, er hin mikla fylgis-
aukning Frjálslynda flokksins.
Frjálslyndi flokkurinn hefur
eftir fyrri heimsstyrjöldina
verið næsta áhrifalitið afl i
brezkum stjórnmálum. Blóma-
skeið hans var 19. öldin og þá
einkum það timabil hennar er
hann laut forustu Gladstone,
einhvers litríkasta stjórnmála-
manns Breta fyrr og síðar. Nú
síðustu ár hefur flokkurinn svo
sem vaknað af löngum dvala og
er skemmst að minnast sigra
hans og fylgisaukningar i auka-
kosningunum i haust. Það er
einkum skelegg forusta og per-
sónufylgi leiðtoga flokksins,
Jeremy Thrope, sem hefur
valdið þessum skyndilega vexti
hans. Thrope hefur staðið sig
frábærlega i kosningabarátt-
unni og sýna skoðanakannanir
jafna og markvissa fylgisaukn-
ingu flokksins. Þrátt fyrir að
Frjálslyndi flokkurinn sé á eng-
an hátt líklegur til stjórnarsetu
að sinni, getur þessi öri vöxtur
hans engu að siður ráðið úr-
slitum kosninganna. Undan-
farna daga virðist hann einkum
hafa dregið fylgi frá Verka-
mannaflokknum og haldi svo
áfram eykur hann mjög á líkur
þess að íhaldsflokkurinn haldi
velli. Þó verður að hafa i huga,
að enn eru níu dagar unz brezk-
ir kjósendur ganga að kjörborð-
inu og kosningabaráttan enn í
hámarki. Og þrátt fyrir að nú
líti út fyrir sigur íhaldsflokks-
ins getur næsta vikaskipt sköp-
um og með tilliti til hinnar geig-
vænlega öru og óræðu fylgis-
sveiflu brezkra stjórnmála, er
vafalaust enn allt of snemmt að
spá með nokkurri nákvæmni
um kosningaúrslitin.
I