Morgunblaðið - 27.02.1974, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
t Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLAFÍAG. HAFLIÐADÓTTIR.
Stórholti 43,
lézt í Landspítalanum 26. febrúar.
Sigriður Ólafsdóttir, Björn Óskarsson,
Margrét Sigbjörnsdóttir, Guðmundur Óli Ólafsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞURÍOUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Stóra-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd,
lézt að heimili dóttur sinnar, Heiðarbrún 9, Keflavik, mánudaginn 25.
febrúar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
LOVÍSA JÓNSDÓTTIR,
Þingvallastræti 20,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri laugardaginn 24. febrúar
s.l. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. marz n k kl.
13.30 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim, sem vildu
minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir
María Jónsdóttir Ström, Jón Árni Jónsson,
Mikael Jónsson, Kristján Jónsson,
Tryggvi Jónsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGURMARKÚSSON,
Munkaþverárstræti 12,
Akureyri,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu, Akureyri, sunnudaginn 24. febrúar.
Sigrún Gunnlaugsdóttir,
Halla Gunnlaugsdóttir, Þráinn Jónsson,
Kolbrún Gunnlaugsdóttir, jön B. Helgason,
Anna Sverrisdóttir, Frank W. Shaw
og barnabörn.
Útför,
GUNNÞÓRS BJARNASONAR,
Bergstaðastræti 20,
fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28 febrúar kl. 1.30.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna,
Börn hins látna.
t
Útför móðursystur minnar,
MATTHILDAR SVEINSDÓTTUR,
fer fram föstudaginn 1. marzkl. 2. e.h. frá Akraneskirkju.
Sturlaugur H. Böðvarsson.
t
Hjartanlega þökkum við öllum, sem sýndu vinarhug við andlát og útför
móður okkar,
STEFANÍU ÓLAFSDÓTTUR,
frá Hofi á Höfðaströnd.
Margrét Björnsdóttir, Anna Björnsdóttir,
Sigurlína Björnsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir,
Kristín Björnsdóttir, Andrés Björnsson.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
MATTHILDAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Garði.
Sérstakar þakkir til Kvenfélags Nessóknar.
Guðný Benediktsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson,
Hólmfríður Benediktsdóttir, Guðjón Jónsson,
Skafti Benediktsson, og barnabörn. Elsa Magnúsdóttir,
Hólmfríður Péturs
dóttir - Minning
Fædd 17. desember 1889
Dáin 1. febrúar 1974
Hinn 1. febrúar s.l. andaðist á
sjúkrahúsinu á Húsavík Hólm-
fríður Pétursdóttir frá Gautlönd-
um, síðar húsfreyja á Arnarvatni.
Þegar ég heyrði andlátsfregninga
rifjuðust upp ljúfar minningar,
langaði mig því til að senda þess-
ari gömlu vinkonu minni kveðju
að leiðarlokum.
A bernskuárum mínum heyrði
ég oft getið um heimilið á Gaut-
löndum í Mývatnssveit, þar bjó
Pétur faðir Hólmfríðar. Faðir
hans var Jón Sigurðsson alþm.
S-Þingeyinga í nærri 30 ár. Möðir
Péturs var Sólveig Jónsdóttir
prests i Reykjahlíð Þorsteinsson-
ar, eru ættir þær kunnari en frá
þurfi að segja.
Eftir fráfall Jóns á Gautlöndum
leið ekki á löngu þar til Pétur
sonur hans tók við sveitar- og
sýsluvöldum þeim, er faðir hans
hafði áður haft á hendi. Hann var
þingmaður S-Þingeyinga í nær 30
ár frá 1894 til æviloka, en hann
andaðist skömmu eftir áramót
1922. Pétur á Gautlöndum kom
oft á heimili foreldra minna. Fað-
ir minn og hann'voru góðir vinir og
áttu mörg sameiginleg áhugamál,
sem rædd voru af áhuga og bjart-
sýni. Auðheyrt var á máli þeirra,
að ný öld var að rísa, sem bjartar
vonir voru tengdar við. Pétri var
ávallt vel fagnað heima. Er mér
minnisstæður hlátur hans og
gleði, þegar því var að skipta.
Pétur var mjög vinsæll i sinu hér-
aði og naut óskoraðs trausts sýslu-
búa.
Þá heyrði ég oft getið barnanna
á Gautlöndum, sem misstu móður
sína, Þóru Jónsdóttur frá Græna-
vatni, þegar yngsta barnið Þórleif
fæddist. Bót var þó í máli, að litla
stúlkan var tekin í fóstur á heim-
ili sýslumannshjónanna á Húsa-
vík, Steingrims föðurbróður
hennar og frú Guðnýjar móður-
systur hennar, sem reyndust
henni ávallt sem beztu foreldrar,
enda voru þau mestu sæmdar-
hjön. En nærri má geta, að mikið
áfall var það heimilinu á Gaut-
löndum að missa svo mikilhæfa
konu sem Þóra var.
Snemma fór orð af þvi, hvað
börnin á Gautlöndum þóttu bera
af ungu fólki af gjörvileik, en þau
voru fimm heima, Sólveig, Kristj-
ana, Hólmfríður, Jón og Þuríður,
sem dó á barnsaldri. A unga aldri
þurftu systurnar að taka að sér
bústjórn á heimilinu. Var til þess
tekið, hve heimilisfólkið var sam-
hent um að haldaöllu í horfinu og
sýna heimilinu þá tryggð og rækt-
arsemi, sem kostur var á. Gaut-
landsheimilið hafði löngum verið
menningarheimili. Kennari var
fenginn til að kenna börnunum,
þá var ekki komin á skölaskylda,
og nutu þess börn og unglingar úr
nágrenninu. Vinnufólkinu á bæn-
um var einnig gefinn kostur á að
njóta kennslunnar. Enginn mátti
verða útundan. Jón Gauti, eini
sonur þeirra Gautlandshjóna og
Hólmfríður voru tvíburar, f. 17.
des. 1899. Voru þau ávallt mjög
samrýnd og margt var þeim sam-
eiginlegt. Þau höfðu bæði hug á
að menntast, vildu skyggnast yfir
fjallið og sjá hvað „hinum megin
býr“.
Unglingaskóli var á Skútustöð-
um veturinn 1903—1904. Kennari
skólans var Sigurður Jónsson á
Arnarvatni. Sóttu systkinin skól-
ann og fengu byr undir vængi.
Haustið 1906 fara þau í gagn-
fræðaskólann á Akureyri, sem nú
er menntaskólinn á Akureyri og
setjast f 2. bekk. Þótti það vel af
sér vikið, en þau voru bæði skörp
tii náms. — Lítið var þá um að
stúlkur færu í skóla, fyrir þeim
voru viðast lokaðar dyr, t.d. var
það hrein undantekning að stúlk-
ur fengu að taka stúdentspróf.
Veturinn 1907—1908 halda þau
systkin kyrru fyrir heima á Gaut-
löndum, en koma aftur í skólann
haustið 1908. Þá var faðir minn
nýlega tekinn við skólastjórn og
kynntist ég þá Hölmfríði fyrst.
Hún var í heimavist, bjó á suður-
vistum með Ingibjörgu Bene-
diktsdóttur skáldkonu. Mér varð
undir eins starsýnt á heimasæt-
una frá Gautlöndum, glæsileg var
hún í peysufötunum sínum með
fallega liðaða hárið undir skott-
húfunni, björtu augun og glaða og
hreina hláturinn. Og svo var
margt annað, sem vakti eftirtekt.
Ilún gat haldið snjallar ræður á
skólafundum og við hátíðleg tæki-
færi í vinahópi. Oft komu greinar
eftir hana f „skólapiltinn“, er
þóttu athyglisverðar og vel skrif-
aðar. Lítið var þá um að konur
rituðu í blöð eða héldu ræður á
mannfundum, en Hólmfríður gat
allt.
Þá gleymi ég ekki, hve hlý og
góð hún var við mig, krakkann 11
ára. Hún sótti mig oft og lofaði
mér að sitja hjá sér á skólafund-
um, eins og ég hefði vit að því sem
þar gerðist. Sliku átti ég ekki að
venjast. Fyrir þetta dáði ég hana
og óskaði þess, að mér auðnaðist,
er tímar liðu, að ná með tærnar
þar sem hún hafði hælana.
Börn eru oft hrifnæm, finna
hvað að þeim snýr og gleyma ekki
því, sem vel er gert. Vorið 1909
luku þau systkinin gagnfræða-
prófi með ágætum vitnisburði.
Var þeirra sárt saknað, er þau
hurfu aftur heim f sveitina sina.
En dálætið rénaði ekki þó að vík
yrði milli vina og strjálir sam-
fundir. Hólmfríður stóð mér á-
vallt fyrir hugskotssjónum sem
fyrirmynd íslenzkra kvenna.
Þegar ég kynntist Hólmfríði var
vor í lofti. Sjálfstæði íslands var
þá efst í huga fólksins, jafnrétti
kvenna og önnur réttinda- og
framfaramál voru einnig til um-
ræðu. Það þurfti víða að leggja
góðu máli lið.
„Áfram lengra ofar hærra“,
var sungið í skólanum og skóla-
kveðja sr. Matthíasar:
„Margt er að læra ljúfu mennta-
vinir
en listin æðst er þó að verða
menn ...“ Skólasöngvarnir kváðu
við á göngum skólans og fóru sem
eldur um ungar sálir.
Hólmfriður var vakandi fyrir
því, sem var að gerast með þjóð-
inni og fús til liðsinnis. Hún var
frjálslynd í skoðunum, laus við að
vera dómhörð, vildi vera sann-
gjörn en þó raunsæ. Glaðlynd var
hún að eðlisfari og flutti mé sér
kátínu og gleði. Hún var félags-
lynd og tók snemma virkan þátt í
félagslífi sveitarinnar, var styrk
stoð ungmennafélagsins og síðan
stofnaði hún samtök kvenna inn-
an sýslunnar. Hún trúði því fast-
lega, að konur gætu lyft grettis-
taki, stæðu þær saman.
Vorið 1914 var hún einna
fremst í flokki, er Samband norð-
lenzkra kvenna var stofnað á
Akureyri með Halldóru Bjarna-
dóttur i fararbroddi. Sat hún
marga sambandsfundi sem full-
trúi þingeyskra kvenna. Þótti hún
ávallt málsnjöll og tillögugóð, var
hennar saknað, ef hún kom ekki
til fundar. I mörg ár var hún
kjörin á þing Kvenfélagasam-
bands Islands og hvarvetna lét
hún mikið til sín taka.
Kvennasamtökin beittu sér
mikið fyrir menntun kvenna og
þá einkum fyrir aukinni hús-
mæðrafræðslu. Konum var Ijóst,
er fólki tók að fækka á heimilum,
að eitthvað yrði að gera til að
styðja heimilin í baráttunni við
þær breytingar, er urðu á lifnað-
arháttum þjóðarinnar. Aður var
flest numið í heimahúsum, nú
risu skólar víðs vegar á landinu,
öllum var þar frjáls aðgangur.
Verkleg kennsla var þó viða höfð
útundan. Kvenfólkið undi því illa
og tók mál heimilanna á sína
stefnuskrá. Heimilunum var þó
ætlað að sjá um uppeldi þjóðar-
innar að mestu leyti. Þau áttu að
kenna og viðhalda heilbrigðum
lifnaðarháttum og standa vörð um
íslenzkan menningararf.
Á Norðurlöndum höfðu hús-
mæðraskólar starfað í áratugi við
góðan orðstir. Var ekki einnig
þörf fyrir þá hér? Konurnar
trúðu því og beittu kvennasam-
tökin sér fyrir því að svipaðir
skólar yrðu stofnaðir hér á landi í
von um að frá þeim streymdi sú
lífsorka, er gerði húsfreyjum
framtíðarinnar kleift að standast
erfiðleika daglegs lífs. Heimilin
voru máttarstoðir þjóðarinnar, að
þeim þurfti að hlynna eftir mætti.
Samband þingeyskra kvenna varð
einna fyrst til að setja á stofn
húsmæðraskóla að Laugum i
Reykjadal. Kristjana Pétursdótt-
ir, systir Hólmfríðar, var fyrsta
forstöðukona skólans. Stýrði hún
skólanum með miklum glæsibrag
meðan lif entist, en hún dó langt
fyrir aldur fram, árið 1946. Var
Framhald á bls. 23.
t
Útför
ÞÓRUNNAR GUÐBRANDSDÓTTUR,
fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík, fimmtudaginn 28 febrúar kl.
1 30. F.h. systkina, frændfólks og vina.
Ólöf Steingrímsdóttir.
t
Þökkum inmlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát oq útför
SIGURRÓSAR BÖÐVARSDÓTTUR,
Óðinsgötu 5.
Jósefina Björgvinsdóttir, Hermann Björgvinsson,
Hulda Björgvinsdóttir, Marteinn Björgvinsson,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Björgvin Hermannsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og systur,
BRYNHILDAR BJÖRGVINSDÓTTUR,
Óðinsgötu 3.
Ása Björk Snorradóttir, Kristinn Aadnegaard,
Auður Snorradóttir, Tómas Ragnarsson,
barnabörn og systkini.