Morgunblaðið - 27.02.1974, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
29
fclk í
fréttum
Sjónvarpsmynd
um Irving-hjónin
Þýzkir sjónvarpsmenn láta
sér ekki allt fyrir brjósti
orenna. NU eru þeir búnir að
gera sjónvarpsmynd um mál
bandariska rithöfundarins Clif-
ford Irving, en hann falsaði
ævisögu um dularfulla
milljarðamæringinn Howard
Hughes og seldi bókaútgáfu-
fyrirtæki bókina fyrir offjár.
Og Þjóðverjarnir hafa kapp-
kostað að taka sjónvarps-
myndina á réttum stöðum, til
að gefa henni aukið gildi. Á
meðan Clifford sat í fangelsi i
Bandaríkjunum og Edith kona
hans sat í fangelsi í Sviss, lögðu
þýzku sjónvarpsmennirnir und-
ir sig hús þeirra hjóna á
spönsku eynni Ibiza og kvik-
mynduðú af krafti. Mótmæli
Irvings gegn þessu höfðu engin
áhrif á Þjóðverjana, en þó tókst
Irving með aðstoð vina sinna að
koma í veg fyrir, að synir hans
tveir væru látnir leika sjálfa sig
í myndinni. En framleiðandi
myndarinnar lét þá bara börnin
sin sjá um þá hlið málanna.
Með hlutverk Cliffords fór
Horst Frank og í hlutverki
Edith var Judith Winter. Ná-
grannar Irving-hjónanna á
Ibiza voru samstarfsfúsir við
Þjóðverjana og léku sjálfa sig
endurgjaldslaust.
Á efri myndunum sjást
annars vegar Irving-hjónin með
synina tvo og hins vegar þýzku
leikararnir í húsinu á Ibiza.
Fyrir neðan til vinstri er mynd,
sem tekin var af Edith Irving á
tröppum hússins, í miðjunni
mynd af Judith hinni þýzku á
nákvæmlega sama stað og til
hægri er mynd af börnum fram-
leiðandans, sem fara með hlut-
verk í myndinni.
Leikarinn í
bankabransanum
Bandaríski kvikmyndaleik-
arinn Burt Reynolds hefur lagt
talsvert af gróða sínum að und-
anförnu í hlutabréf í banka i
Kansas. Hefur hann mikinn
áhuga á uppgangi bankans og
hefur heitið því að bjóða öllum
þeim út að borða, sem leggja
yfir 300 þús. kr. í einu inn i
bankann.
Til hamingju
með afmælið
Georges Carpentier, franskur
hnefaleikakappi, sem tók
heimsmeistaratitilinn i þunga-
vigt af bandaríska hnefaleik-
aranum Jack Dempsey árið
1921, hélt nýlega upp á 80 ára
afmæli sitt í Paris.
Dýrlingurinn í
vanda?
Roger Moore, öðru nafni Dýr-
lingurinn, Lord Sinclair eða
James Bond, er nýbúinn að
leika í annarri James Bond-
mynd, sem heitir einfaldlega
Gull. Myndin var tekin í Suður-
Afríku. Bretland hefur á marg-
víslegan hátt beitt S-Afríku
þvingunum til að reyna að fá
Matargestur á
lögreglustöðinni
Frá því var skýrt í brezku
blaði fyrir nokkru, að Poppy,
hundur Paul McCartneys fyrr-
verandi Bítils, væri orðinn
fastagestur i mat á lögreglu-
stöðinni í St. Johns Wood-hverf
inu í London, þar sem Paul býr,
þegar hann er ekki á búgarð-
inum sinum í Skotlandi.
Poppy var fyrir nokkru færð-
ur til stöðvarinnar eftir að hafa
fundizt á flakki í hverfinu. Þar
var honum gefin steikt lifur og
skál af vatni, þar til Paul birtist
og lýsti þvi yfir, að þetta væri
hundurinn sinn. Poppy hefur
þó ekki gleymt gestrisninni hjá
löggunni og lítur nú inn á stöð-
inni, þegar hann langar i eitt-
hvað að borða.
------♦ ♦♦•-----
Þorði ekki að
leika í kvikmynd
Franski rokksöngvarinn
Johnny Halliday kom skömmu
eftir áramót til Hollywood til að
Ieika eitt af aðalhlutverkunum
í nýrri kvikmynd. Tveimur
dögum síðar hélt hann aftur
heim á leið og var hættur kvik-
myndaleiknum. Er ástæðan
sögð sú, að hann hafi verið
hræddur um að hljóta slæmar
viðtökur sem leikari og þar með
missa takið á áhangendum
sinum á tónlistarsviðinu.
stjórnina par ofan at Kynþátta-
aðskilnaðarstefnu sinni og er
því ekki víst, að Bretum falli
vel í geð, að Bond-myndin skuli
hafa verið gerð þar. Kann svo
að fara, að Roger lendi I vand-
ræðum vegna þessa — en sjálf-
sagt getur hann bjargað sér út
úr þeim eins og öðrum vand-
ræðum, sem hann hefur lent i á
leikaraferli sinum. Myndin var
tekin, er hann kom til
Lundúna-flugvallar með fjöl-
skyldu sinni, frú Luisu og börn-
unum Christian (fjögurra mán-
aða, Debru (10 ára) og
Geoffrey (sjö ára). Ber ekki á
öðru en að þau séu öll hin
ánægðustu með lífið.
Útvarp Reykjavlk $
MIÐVIKUDAGUR
27. febrúar
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kL 7.20. Fréttir kl.
7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn kL 7.56.
Morgunstund barnanna kL 8.45: Guð-
rún Svava Svavarsdóttir les miðhluta
sögunnar „Vinanna" eftir Kerstin
Matz.
Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar
kL 9.30.
Þingfréttir kL 9.20. Tilkynningar kl.
9.30
Þingfréjtirkl. 9.45. Léttlög á milli liða.
Úr játningum Agústinusar kirkjuföð-
ur kL 10.25: Séra Bolli Gústafsson les
þýðingu Sigurbjörns Einarssonar
biskups (13).
Kirkjutónlist kL 10.40.
Morguntónleikar kL 11.00: Agnes
Marcel Cordes, Paul Kuén, kór vestur-
þýzka útvarpsins og Si nfóniuhljóm-
sveit útvarpsins í Köln flytja „Carmina
Burana" eftir Carl Orf£ Stjórnandi:
Wolfgang Sawallisch.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.Tónleikar.
13.30 Meðsfnulagi
Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt-
um.
14.30 Sfðdegissagan: „Platero og ég*‘ eft-
irJuan Ramón Jimenez
Olga Guðrún Ámadóttir og Erlingur
Gíslason leikari flytja þýðingu Guð-
bergsBergssonar (5).
15.00 Miðdegistónleikar:
Felicja Blumental og SinfŒiíuhljóm-
sveitiní Vín leika Pianókonsertí a-moll
op. 17 eftir Paderewski; Helmut
Froschauer stj.
Fílharmóniusveitin í Los Angeles
leikur „Feste Romane", hljónsveitar-
svitu eftir Respighi; Zubin Metha stj.
16.00 Fréttir. Tilkynni ngar. 16.15 Veður-
fregnir.
ÆT
A skjánum
MIÐYIKUDAGUR
27. febrúar 1974
18.00 Oiaplin
Stutt gainanmynd með Charles
Chaplin
18.05 Skippf
Astralskur myndaflokkur fvrir l)örn og
unglinga.
Þýðand i Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.30 Gluggar
Breskur fræðslumynda flokkur.
týðandi og þulur Gylfi Gröndal.
18.55 Gftarskólinn
Gftarkennsla fyrir byrjendur. 4.
þáttur.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.20 III é
i 20.00 Fréttir
20.25 Veðurog auglýsingar
20.30 Yestmannaeyjaþát tur
Li s tafólk f rá Eyj u m Ie i ku r og svngu r
I ét t lög.
Stjórn upptöku Tage Ammendrup.
21.00 Nýjasta tækni og vísindi
Orka úr jörðu og sólu
Ymsjönarmaður Örnólfur Thorlaeius.
1 21.30 Meðeðamóti
Umræða i sjónvarpssal um bmttför eða
dvöl herliðs á Islandi.
Umræðunni stýrir Magnús Bjamfreðs-
son, en þátttakendur. auk hans. verða
átta talsins. fjórir tilnefndir af félögum
16.20 Popphomið
17.10 Utvarpssaga barnanna: ,Jói í ævin-
týraleit“ eftir Kristján Jónsson
Höfundur les (6).
17.30 Framburðarkennsla f spænsku
17.40 Tónleikar.
18.00 Ibúðin, — veröld mishátt frá jörðu
Þáttur í umsjá arkitektanna Sigurðar
Harðarsonar, Magnúsar Skúlasonar og
HrafnsHallgrímssonar.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregni r. Dagskrá kvöldsins
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Orðaforði
Ölafur Hannibalsson stjórnar umræðu-
þæt ti.
20.00 Kvöldvaka
a. Ei nsöngur
Sigurður Skagfield syngur islenzk lög;
FritzWeisshappel leikur á pianó.
b. Hjá Austur-Skaftfe llingum
Þórður Tómasson safnvörður i Skógum
f ly tur annan hluta ferðaþát tar sins.
c. Ljóð eftir Erlu skáldkonu
Guðbjörg Vigfúsdóttirles.
d. Æviminningar Eirfks Guðlaugs-
sonar
Baldur Pálmason les fyrsta hluta frá-
sögu húnvetnsks erfiðismanns.
e Um fslenzka þjóðhætti
Árni Björnsson cand.mag. talar.
f. Kórsöngur
Alþýðukórinn syngur; dr. Hallgrímur
Helgason stj.
21.30 Útvarpssagan: „Tristan og lsól“
eftir Joseph Bediér
Ei naról. Sveinsson prófessor þýddi.
Kristin Anna Þórarinsdóttir leikkona
les (10).
22.00 Fréttír
22.15 Veðurfregnir
Lestur Passfusálma (15)
22.25 Kvöldsagan: „Vögguvísa*4 eftir
ElfasMar
Höfundur les (2).
22.45 Djassþáttur
i umsjá Jóns Múla Árnasonar.
23.30 Fréttirí stuttu máli.
Dagskrárlok.
*
áhugamanna um vestiæna samvinnu.
og fj(Vir af samtökum heiMöðvaand-
stæðinga.
(Bcin útscnding)
23.00 Dagskrárlok.
FÖSTUDAtiUR
1. mars 1974
20.00 Frcttir
20.25 Vcður og auglýsingar
20.30 Að Ilciðargarði
Bandariskur kúrckamyndaflokkur.
Tfðindalaust í Tucson
Þvðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 I^mdshorn
Fréttaskýringaþáttur um innlcnd mál-
cfni
Umsjönannaður Eiður Guðnason.
22.05 .Jlárið** í ís racl
Brcsk mynd. tekin i Ísracl. þcgar rokk-
sönglcikurinn „Hárið" var settur þar á
svið. Fylgst cr mcð æfingum og rætt
við leikamna og ffilk á förnum vcgi.
Þýðandiog þulur Oskar Ingimarsson.
22.35 Dagskrárlok
félK f •
fjclmiélmn
Leikið á sög Byggingalist
og teskeiðar eða félagsfræði
Kl. 18.00 er þáttur þriggja
arkitekta á dagskrá — tbúðin
— veröld mishátt frá jörðu.
Þættir um byggingalist
hafaverið á dagskrá reglulega í
vetur, og þótti mörgum tími til
kominn, að þessi mikla bygg-
ingaþjóð ætti kost að almennri
fræðslu um þetta efni. Hins
vegar hefur virzt svo sem
fræðslan hafi orðið þjóðfélags-
leg fremur en „praktísk", en
það var kannski tilgangurinn
frá upphafi. Hins vegar væri þá
betur viðeigandi, að félagsfræð-
ingar og sálfræðingar væru
fengnir til að taka að sér þessa
fræðslu.
Því miður verður það að
segjast um leið, að arkitektar
þeir, sem sjá um þennan þátt,
eru ákaflega illa að sér i ís-
lenzku, og væri mikil þörf á því,
að góður íslenzkumaður væri
fenginn til að lesa textann yfir
áður en hann er lesinn upp í
útvarpi.
I kvöld kl. 20.30 Verður í sjón-
varpinu þáttur frá Vestmanna-
eyjum, og er sviðið bryggja í
Eyjum. Þar hittast 15—20 Vest-
mannaeyingar og taka lagið.
M.a. koma fram þeir Júiíus
Snorrason, sem leikur á sitt 45
ára gamla dragspil, Sigurður
Sigurjónsson skipstjóri og Ing-
ólfur Theódórsson netagerðar-
meistari. Sigurður ætlar m.á. að
leika Ave Maria á sög, auk þess
sem hann leikur á eldspítna-
stokk. Ingólfur spilar á teskeið-
ar. Þetta eru nokkuð óvenjuleg
hijóðfæri, en þeim Eyjamönn-
um eru flestir vegir færir, eins
og raunar flestir munu vita.
Arni Johnsen, sem einnig
kemur fram í þættinum, tjáði
okkur, að einnig kæmi fram
dixieland-hljómsveit frá Vest-
mannaeyjum, auk þess sem
þeir Halldór Ingi og Páll Stein-
grímsson skemmta.