Morgunblaðið - 27.02.1974, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974
1H
Gísll, Elríkur og Helgl
s eftir
inglblörgu
Jðnsdöttur
„Namm, namm,“ sagði Eiríkur, því að hann var
sannkallað átvagl og þótti einstaklega gott að borða
sætindi og kökur. „Finnst ‘þér súkkulaðitertan ekki
Hverju var breytt
Hér er nokkurt próf á skarpskyggni þína. Neðri myndinni sem
hér fylgir hefur í 7 atriðum verið breytt frá þeirri efri, þó að þær
í fljótu bragði líti eins út. Getururðu fundið einhverjar eða allar
breytingarnar? Þetta er nokkuð erfitt, en reyndu samt.
•ddn gijBA isianjgp ja jnuunjaA juuuu) BJ/íg (i
1!!ub)JB nttBippo jasuisj.íp gnjpn (9
isiAnjgo jipuaq sueij jnSuijisjA (£
uiSoq ja suBJEjuiiaS iSuiunq e SuojssjaujjoT (j;
suisjEjuiiaS bHijs i BJiaij idajcJ nuia ja gE<| (g
11!» gn>l fiinus fiuaA guaA Jnjaq nuuBjuiiaS e uiBfsjBH (Z
bujios giA gBgiui BJjæq ja uuunjjouqiAjao (j
:usnBi
falleg, Eiríkur?,, spurði Gísli. Eiríkur samsinnti því
áfergjulega.
„Ég get bakað súkkulagðiköku, sem er miklu fall-
egri en þessi kaka,“sagði Gísli.
„Heldurðu það virkilega?“ spurði Eiríkur undr-
andi. „Hefur þú nokkru sinni bakað súkkulaðiköku,
Gísli minn?“
„Nei,“ sagði Gísli eilítið hikandi, „en ég hef setið
við borðið og hjálpað mömmu að baka kökur. Ég veit
alveg hvernig hún fer að því. Hún les um það í bók.“
„Við skulum hlaupa,“ sagði Eiríkur. „Við skulum
hlaupa alla leiðina heim og þar bakar þú köku, Gísli
minn.“
Eirfkur leit nefnilega mjög mikið upp til Gísla.
Hann var stóri bróðir og einstaklega laginn við að
finna upp á einhverju, sem ekki var enn búið að
banna.
Gísli og Eiríkur gættu sín ekki á bílunum f þetta
skipti. Þeir þutu yfir götuna og litu hvorki til hægri
né vinstri. Þeir hlupu alla leið upp á fjórðu hæð og
fóru ekki úr stígvélunum niðri eins og þeir höfðu
lofað mömmu.
Það var slóð af mold og óhreinindum upp allan
stigann. Allar sextíu og sex tröppurnar. Það var því
ekki að undra, þótt konurnar í húsinu styngju saman
nefjum um óþrafnaðinn í drengjunum.
Gísli og Eiríkur þutu á stígvélunum inn í eldhús.
Þá fyrst áttaði Eiríkur sig.
„Við fórum ekki úr stígvélunum, Gísli minn,“ sagði
Eiríkur. „Það er áreiðanlega mold í stiganum.“
„Taktu gólfklútinn og þurrkaðu upp sletturnar,"
sagði Gísli.
„Hvað ætlar þú að gera á meðan?“ spurði Eiríkur
meðan hann sótti gólfklútinn sem var í háa skápnum
bak við hurðina.
„Finna kökubókina,“ sagði Gísli og taka til efnið í
kökuna.“
Þá fór Eiríkur orðalaust niður öll þrepin sextíu og
sex og gerði sitt bezta til að breiða enn meira úr
óhreinindunum undir því yfirskini að hann væri að
þurrka þau upp.
Hann fór svo upp með tuskuna og henti henni í
hreina fötuna. Tuskan var öll moldug og óhrein, en
Eiríkur hirti ekkert um það.
„Berðu stígvélin mín fram,“ skipaði Gísli og Eirík-
ur gerði það.
„Ertu búinn að finna kökubókina?“ sagði hann,
þegar hann kom aftur inn í eldhúsið.
„Já, hérna er hún.“ Og nú settust drengirnir báðir
við boi'ðið og flettu kökubókinni.
£Nonni ogcyVlanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Maðurinn var nú kominn yfir lyngvöxnu dældina.
Þá tók við túnið, sem var gríðarstórt og lá allt í kring-
um bæinn.
Þegar hann kom að túngarðinum, nam hann staðar
og litaðist um eftir götuslóða. Túnið var loðið, og vildi
hann ekki troða það.
Hann fann undir eins götuna, sem lá framhjá fjár-
húsunum, og nú kom hann rakleiðis til okkar.
„Eg held, að ég vilji nú samt heldur fara inn“,
hvíslaði Manni.
En ég lagði höndina á öxlina á honum, hallaði hon-
tim að mér og sagði:
„Vertu rólegur, Manni, hann gerir okkur ekkert“.
Og svo biðum við eftir manninum.
Hann var unglegur að sjá. 1 vinstri hendi hafði hann
stóra vatnastöng — líklega kom hann alla leið ofan af
jöklum — og byssu hafði hann um öxl.
Þegar hann kom til okkar, nam hann staðar, horfði
hvasst á okkur og rétti okkur síðan höndina.
„Sælir, drengir“.
„Sælir“.
„Eru foreldrar ykkar heima “
„Hún mamma er heima“.
„En faðir ykkar?“
„Hann er ekki heima“.
„Hvar er hann?“
Ég benti á stóra steinhúsið fyrir sunnan bæinn og
sagði:
„Hann er þarna heima í „Friðriksgáfu“ hjá amt-
manninum“.
„Hvað heitið þið?“
„Nonni og Manni“.
„Og hvor er Nonni og hvor Manni?“ spurði hann
og brosti við.
ffk&tnoígunkoffinu
— Gætuð þér ekki gefið mér
upplýsingar um það, hvað ég á
að segja við manninn minn,
þegar ég kem heim???
— Mamma sendi mig hingað,
svo að þér leiddist ekki ...
towira
Læknirinn er önnum kafinn
frú — af hverju hringduð þér
ekki og pöntuðuð tíma???