Morgunblaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 1974
33
ROSE-
ANNA
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MAJ SJÖWALL OG
PER WAHLÖÖ
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
ÞÝDDI
S 8. fundur
j skiptanefndar
i
i
42
spara yður ýmiss konar þras síðar
meir.
— Hvað er það sem þér viljið
vita. Hvað viljið þér eiginlega að
ég segi?
— Þið voruð saman?
Hún kinkaði kolli. /
— Hvenær byrjaði það? I fyrsta
skipti, sem þér komuð heim til
hans?
— Nei, nei. .. kannski í fjórða
eða fimmta skipti. Fimmta skipti
held ég.
— Ogþið voruð oftar saman?
Hún leit vandræðalega á hann.
— Oft?
— Ekki mjög oft, held ég.
— En í hvert skipti, sem þér
komuð heim til hans?
— Nei, nei, alls ekki.
— Hvað höfðust þið þá að, þeg-
arþið voruð saman kvöld ?
— Ja, allt mögulegt, við borðuð-
um góðan mat, spjölluðum saman,
horfðum á sjónvarp, skoðuðum
fiskana hans.
— Fiskana hans?
— Hann á stórt fiskabúr.
Martin dró andann djúpt.
— Gerði hann yður hamingju-
sama?
- Ég.. .
— Eg bið yður að reyna að
svara.
— Þetta. . . þetta eru svo skrítn-
ar spurningar. Já, égheld að hann
hafi gert það.
— Var hann ruddalegur við yð-
ur?
— Ég skil ekki, hvað þér eigið
við.
— Eg meina þegar þið voruð
saman. Sló hann yður?
— Nei, nei.
— Gerði hann yður aldrei neitt
mein?
— Nei.
— Aldrei?
— Nei, aldrei nokkurn tima. Af
hverju spyrjið þér um það.
— Töluðuð þið um að gifta ykk-
ur og fara að búa?
— Nei.
— Hvers vegna ekki?
— Hann minntist aldrei á neitt
svoleiðis.
— Voru þér ekkert hræddar um
að verða ófrískar?
— Jú, í aðra röndina. En við
reyndum að gæta okkar.
Martin leit á hana. Hún var
ekki aðeins rjóð í andliti, heldur
sá hann svitaperlur við hársvörð-
inn og hann gat sér til um að hún
væri þvöl um allan kroppinn.
Hann gerði eina tilraun enn.
— Ilvernig var hann sem karl-
maður? Kynferðislega meina ég.
Hún var alveg rugluð. Hún
hreyfði höfuðið til og frá. Loks
sagði hún:
— Hann var ágætur.
— Hvað meinið þér með ágæt-
ur?
— Hann. .. ég meina, ég held
hann hefi verið mjög þurfi fyrir
að honum væri sýnd blíða. Og
ég.. . og mér leið þannig líka.
— Elskuðuð þér hann?
— Það held ég.
— Fullnægði hann yður?
— Ég veit það ekki.
— Hvers vegna hættuð þið að
vera saman ?
— Ég veit það ekki.. . það bara
rann svona út í sandinn eins og af
sjálfu sér.
— Það er eitt enn, sem ég verð
að biðja yður um að svara. Þegar
þið höfðuð mök saman, varþað þá
alltaf hann, sem hafði frumkvæð-
ið?
— Ja,.. . hvað á ég eiginlega að
segja. .. ég held það, en ætli það
sé ekki oftast þannig. Og ég var
alltaf fús til að vera með honum.
— Hvað haldið þér að þið hafið
oft verið þannig saman allan tím-
ann, þessi tvö ár?
— í fimm skipti, hvísli hún.
Martin hélt áfram að horfa á
hana. Hann hefði átt að spyrja
hana hvort Bengtsson hefði verið
fyrsti maðurinn, sem hún hafði
líkamleg mök við. .. og það var
ótal margt annað sem hann þurfti
að spyrja um.
— Verið þér sælar, sagði hann
og reis upp. — Afsakið þessar
spurningar mfnar.
Hann lokaði sjálfur dyrunum á
eftir sér. Það síðasta, sem hann
heyrði hana muldra var:
— Afsakið, en ég er svo feim-
in...
Martin gekk fram og aftur um
brautarpallinn meðan hann beið
eftir lestinni. Hann hafði hend-
urnar í vösum og hafði eins og
skroppið saman í öxlunum.
Nú vissi hann loksins, hvað
hann ætlaði að gera.
25. kafli
Hammar teiknaði litla mynd á
þerripappírinn, meðan hann
hlustaði. Það var góðs viti. Svo
sagði hann:
— Og hvar ætlarðu að finna
konuna?
— Við hljótum að geta fengið
einhverja innan lögreglunnar.
— Þá er víst bezt að þú athugir
slikt sjálfur.
Tíu mínútum síðar, sagði Kol-
berg.
— Hvar ætlarðu að grafa upp
kvenmann?
— Ert það þú eða ég, sem hef
eytt átján árum með því að sitja
uppi á borðum hjá öðru fólki?
— Það er ekki hægt að taka
hverja sem er.
— Enginn þekkir starfsliðið
jafnvel og þú.
— Jæja, ég get svo sem skoðað
mig uin . ..
— Einmitt . ...
Melander virtist gersneyddur
áhuga á málinu. An þess að taka
út úr sér pípuna sagði hann:
— Vebeke Amdal á heima í
Toldbodgade og er fimmtíu og níu
ára gömul ekkja. Hún minntist
þess ekki að hafa séð Roseönnu
McGraw nema á myndinni, sem
hún tók sjálf á Riddarholmen.
Karin Larsson fór af bátnum í
Rotterdam. Lögreglan segir, að
hún sé ekki þar í borginni, svo að
sennilega hefur hún skráð sig á
annað skip undir fölsku nafni.
— Utlend skip, áreiðanlega,
sagði Kolberg. — Hún hefur gert
það áður. Það geta liðið ár, þang-
að til við höfum upp á henni. Og
þá segir hún sjálfsagt ekki neitt
heldur. Hefur Kafka svarað?
— Ekki enn.
Martin fór niður á næstu hæð
og hringdi til Motala.
— Já, sagði Ahlberg rólega. —
Það er sjálfsagt eina leiðin. En
hvaða stúlku færðu í þetta?
— Eg vonast til að fá einhverja,
sem starfar innan lögreglunnar.
Hefur þú einhverja i huga?
— J á, en þú gætir ekki notast
við hana.
Martin lagði símtólið á. Síminn
hringdi. Það var frá stöðinni i
Klara.
— Við fórum í öllu eftir fyrir-
mælum þínum.
— Og hvað?
— Hann virðist öruggur með
sig, en það er enginn vafi á því, að
hann ér á verði. Hann er óttasleg-
inn, snýr sér oft við og nemur oft
staðar. Það verður erfitt að fylgj-
ast með honum héðan i frá án
þess að hann taki eftirþví.
— Gæti hann hafa þekkt ei'n-
. hvern ykkar?
— Nei, við vorum þrir og við
eltum hann ekki. Auk þess erum
við sérfræðingar i að láta fólk
ekki þekkja okkur. Er það meira
sem við getum gert?
— Ekki i bili.
Ntesta samtal kom frá Adolf
Frederikshverfinu.
— Þetta er Ilansons. Ég fyldist
með honum bæði í morgun og
eins þegar hann kom heim.
— Iívernig verkaði hann á þig?
— Ilann var rólegur, en ég
hafði á tilfinningunni að hann
væri á verði.
— Ilann hefur ekki tekið eftir
neinu?
— Það getur alls ekki verið. í
morgun fylgdist ég með honum úr
bílnum óg í kvöld var svo margt
um manninn á götunum. Eina
skiptið sem ég kom í námunda við
hann var við blaðaturninn á St.
Erikstrogi.
— Hvað keypti hann?
— Blöð?
— Iívaða blöð?
— Heilan bunka. Öll morgun-
blöðin og bæði síðdegisblöðin.
Melander barði varlega að dvr-
um.
— Eg held ég fari núna. Er
nokkuð sérstakt. Ég þarf að fara
og kaupa jólagjafir, sagði hann.
Martin kinkaði kolli og hugsaði
með sér að hann ætti sjálfur eftir
að kaupa allar jólagjafir.
Hann fór seint heim, en samt
var manngrúi á öllum götum.
Jólaösin byrjaði fyrr en venju-
lega, enda höfðu verzlanir opið
frameftir.
Við morgunkaffið næsta dag
sagði kona hans:
— Áttu frí milli jóla og nýjárs?
Hann mundi ekki hverju hann
svaraði og hann var hálfutan við
sig allan daginn, þangað til Kol-
berg kom þjótandi inn, þegar
klukkan var að ganga fimm þann
dag og sagði:
— Eg held ég hafi fundið stúlk-
una.
— Er hún hjá okkur?
— Já, hún vinnur á stöðinni i
Bergsgötu. Hún ketnur hingað
klukkan hálf tíu í fyrramálið. Ef
hún samþykkir að taka þátt í
þessu ætlar Hammar að leggja
blessun sina yfir fyrirtækið.
handritanna
Skiptanefnd handritanna í
Árnasafni og Konunglega bóka-
safninu í Kaupmannahöfn hélt 8.
fund sinn dagana 13.—18. febrú-
ar 1974. Fundurinn var haldinn í
Reykjavík og fundarstjóri var
Magnús Már Lárusson prófessor.
Auk hans sátu fundinn af íslands
hálfu Jónas Kristjánsson prófess-
or og sem varamaður Olafur
Halldórsson cand. mag., en hann
var jafnframt fundarritari. Full-
trúar Dana voru Chr. Westergard-
Nielsen prófessor og dr. Ole
Widding orðabókarri tstjóri.
Yfirgripsmiklu starfi nefndar-
innar að tillögum um skiptingu
handritanna var haldið áfram
með sama hætti og á fyrri fund-
um. Að þessu sinni var tekin
ákvörðun um tiltekin handrit í
Árnasafni, einkum frá siðari tím-
um. Auk þess var rætt ftarlega
um þau stjórnarmið, sem skyldu
ráða við skiptingu ýtnissa annarra
handrita, einkum lærdómsrita frá
sfðari tímum.
F'yrú'hugað er að halda næsta
fund i Danmörku i maí 1974.
VEL-VAKAIMOI
Velvakandi svarar i sima 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30. frá mánudegi
til föstudags.
0 Til athugunar
fyrir alþingis-
menn, lækna
og presta
Sigrún Þ. Hörgdal skrifar, og
hefur sjálf sett sér fyrirsögnina:
„Það mun nú vera flestum ljóst,
að vinsölu á veitingahúsum á
alveg að leggja niður. Þvi ber
Alþingi að afnema þá óheilla-
starfsemi með lögum.
Nýlega birtu dagblöðin tölur
um áfengissölu á sl. ári. Upphæð-
in var 2 milljarðar og 56 milljónir
króna. Á mann er neyzlan 2,88
lítrar af áfengi. Þetta eru þó vill-
andi tölur, þar sem stór hluti
landsmanna drekkur ekki áfengi
eða aðeins sem litlu nemur. Þetta
er því stórkostlegt magn af eitri,
sem tiltölulega fáir neyta, og
stærsti hluti þeirra er ungt fólk.
Hvað segið þið, læknar, um
þessa eiturneyzlu? Þið vitið
manna bezt, að alkóhól er stór-
skaðlegt fyrir líkama og sál. Er
ekki kominn tími til að stemma
stigu við áfengisflóðinu inn i
landið? Af ykkur er hjálpar að
vænta í þessu efni.
# Ný stefna í
áfengismálum
nauðsynleg
Eða hvað segja prestarnir? Eru
þeir nógu vel vakandi í þessum
málum?
Alþingismenn, læknar og prest-
ar, takið höndum saman um að
forða þjóðinni frá þessu voða böli,
sem þjáir hana. Ástandið er orðið
algjörlega óþolandi. Hér duga
ekki aðeins orð — það þarf alveg
nýja stefnu i þessum málum. 1
stjórn áfengismálanna þarf nýja
menn, sem vilja auðga þjóða sina
að manndómi, heilbrigði og viti.
Sjónarmið fjárgræðginnar er bú-
ið að sýna sig. Mörg dýrmæt
mannslif hafa verið eyðilögð og
vínið hefur svipt marga gæfu og
valdið beizkum tárum.
Miðum ekki áfengisneyzlu þjóð-
arinnar við það, sem gerist með
stórþjóðum. Hér hjá okkar litlu
þjóð eiga engin áfengisvandamál
að vera til, en í þessum efnurn
stefnir allt í ógæfuátt. Ölvun við
akstur fer ört vaxandi, og afleið-
ingin er svo m.a. slys og stór-
skemmdir. Sama er að segja um
eyðileggingu heimila. En mest er
þó ógæfa barnanna, sem eru
framtíð landsins.
Menn hafa vænzt þess, að þið
alþingismenn gerðuð eitthvað til
bóta í þessum efnum. T.d. það að
stórminnka innflutning áfengis,
þvi að það verður að gerast og það
strax.
í þessum málum dugar engin
smáúrlausn, því að fleiri og fleiri
leggjast í ofdrykkju. Sterk vín
eiga ekki að vera til í landinu.
Berjumst gegn eiturlyfjaneyzlu
og gleymum ekki, að áfengi er
eiturlyf líka.
Með þökk fyrir birtinguna.
Sigrún Þ. Ilörgdal,
Skarðshlíð 17,
Akureyri.“
# Svar við
fyrirspurn
Jóhanna Kristjónsdóttir skrif-
ar:
„I sambandi við fyrirspurn frá
Önnu Þóru Stefánsdóttur i sunnu-
dagsblaði um það, hvar hún geti
greitt framlag, sem hana fýsir að
gefa í húsbyggingarsjóð FEF,
skal tekið fram, að félagið hefur
reikning 49600 í Búnaðarbankan-
um. Sömuleiðis má hafa samband
við skrifstofu Félags einstæðra
foreldra í Traðarkotssundi 6, og
er þar tekið á móti framlögum.
Að lokum vil ég ekki láta hjá
líða að þakka Önnu Þóru Stefáns-
dóttur ljúft og elskulegt bréf og
ánægjulegan áhuga, sem vonandi
er, að sem flestir sýni.“
# Hólaskóli —
Hólahverfisskóli
Ingimar Benediktsson hringdi,
og vildi hann hreyfa athugasemd-
um við nafngift hins nýja skóla f
Breiðholti — Hólaskóla, sem kall-
aður hefur verið.
Ingimar er á móti þessu nafni,
og telur að hinn eini og sanni
Hólaskóli geti verið að Hólum i
Hjaltadal. Hann segist ekkert
vilja frá Skagfirðingum taka, og
því megi til dæmis nefna hinn
nýja skóla i Breiðholti Hóla-
hverfisskóla, en það sé engu
óþjálla nafn i munni en til dæmis
Breiðagerðisskóli.
% Sjöstelpur
Þá er hér fyrirspurn frá Önnu
Soffíu Karlsdóttur.
Hún spyr hvenær farið verði að
sýna leikritið Sjö stelpur i Þjóð-
leikhúsinu að nýju. Sýningum
hafi verið hætt fyrr i vetur og það
sagt vera vegna veikinda eins
leikarans. Sagt hafi verið, að sýn-
ingar hæfust aftur eftir áramót,
og nú sé hinn fyrrum sjúki leikari
löngu kominn á ról um borgina.
# Týndir kettir
Mikið er um það, að kattaeig-
endur komi að máli við okkur hér
á Morgunblaðinu og biðji fyrir
orðsendingar um hvarf kattanna.
Algengt er þá, að kettirnir séu
með hálsólar og jafnvel bjöllur
hangandi í ólunum. Nú vill svo til,
að margsinnis hefur eigendum
katta verið bent á nauðsyn þess að
merkja kettina, en svo virðist sem
þetta atriði vefjist fyrir fólki.
Benda má á það, að lítil aukafyrir-
höfn er að því að setja litla plötu
með t.d. símanúmeri eigandans á
hálsólina.
— Skákmenn
verða . . .
Framhald af bls. 10
þeir munu koma með eiginkonur
sinar með. Ef að verður þá koma
Bretarnir I maf og verða senni-
lega tefidar 5 umferðir. Þá eru
ávallt einhver mót á döfinni hjá
okkur og meðal þeirra nýjunga,
sem við höfum tekið upp er skák-
keppni framhaldsskólanna sem
fyrst var haldin 1970. Sigurveg-
arar í þeirri keppni öðlast rétt til
að taka þátt í Norðurlandamóti
framhaldsskóla í skák, og tóku
íslendingar þátt í því í fyrsta
skipti í fyrra. Það var sigursveit
Hamrahliðarskólans og árangur-
inn varð frábær því þessi sveit
sigraði á mótinu með yfirburðum.
Svo er fjöldinn allur af ýmsum
smærri mótum, sem jafnan kosta
nokkra vinnu, en stærsta málið,
sem er framundan hjá okkur er
stækkun felagsheimilisins. Til
viðbótar þvi húsrými, sem við
höfum, er i bígerð að stækka
húsið nokkuð. Hugmyndin er að
byggja 300 fermetra viðbót við
húsið á tveimur hæðum, en af
þeim húsakynnum verður hlutur
TR og Sí um 180 fermetrar. Talið
er að alls þurfi TR og S.í. að
útvega rúmar 7 milljónir kr. til
þessa og er þá miðað við núver-
andi byggingavísitölu. Þá er á
döfinni að sameina báðar
hæðirnar i núverandi félags-
heimili, en þar eiga að koma skrif-
stofur og aðstaða fyrir bóka- og
minjasafn. En Taflfélagið á orðið
mikið af gömlum munum, sem
hafa safnast saman gegnum árin.
Þegar breytingunum verður
lokið er ætlunin að koma upp les-
og rannsóknarstofu fyrir skák-
menn, þar verða á bóðstólum
helztu skákrit erlend, sem skák-
menn eiga að fá aðgang að. Einnig
hefur komið til umræðu, að T.R.
gefi út blað. Vitað er að ráða þarf
fastan starfsmann að félags-
heimilinu og gott væri að sá
maður gæti einnig séð um útgáfu
slíks rits.“
„Hvað vilt þú segja um okkar
yngri skákmenn, Hólmsteinn,
sem vakið hafa athygli á s.l. ári."
„Mitt álit er það, að nú sé að
koma upp mjög góð sveit yngri
manna, sem verða komnir á
heimsmælikvarða eftir nokkur ár.
í því sambandi er hægt að nefna
menn eins og Kristján Guðmunds-
son, Sævar Bjarnason, Ótnar
Jónsson og Helga Ölafsson, sem
er núverandi hraðskáksmeistari
Reykjavíkur. En það þarf að
halda þessum ungu mönnum við
efnið og þess vegna stefnum við
að þvi, að koma á sumarmótum
með fullum umhugsunartíma, þvi
menn þurfa að vera i fullri
æfingu árið um kring, ef þeir eiga
að ná árangri.“
Þ.Ö.