Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.02.1974, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRUAR 1974 35 Þeir, sem áttu leið um Suðurlandsveg I gær, sáu nýtt stórfljót á leið sinni, skammt ofan við Lækjarbotna. Regn- og leysingavatn hafði safnazt saman og ruddist niður brekkurnar og sameinaðist að iokum Hólmsá. — Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Stúlka fót- brotnaði 13 ÁRA stúlka fótbrotnaði, er hún varð fyrir bifreið á Hverfisgötu, skammt austan við Ingólfsstræti, um kl. 14 í gær. Um stundu síðar varð sjö ára drengur fyrir bifreið á Miklubraut, vestan Rauðar- árstígs, og hlaut hann áverka á höfði, sem þó reyndust ekki aivar- legs eðlis og fékk hann að fara heim, eftir að gert hafði verið að sárum hans á slysadeildinni. — Fryst loðna Framhald af bls. 36 ur gert samninga við báða aðil- ana. Sólarhringsafköst þeirra frysti- . úsa, sem frysta loðnu á vegum SH, hafa mest verið um 750 lestir, sólarhringsafköst frystihúsa SÍS um 230—40 lestir og sólarhrings- afköst frystihúsa, sem frysta á vegum Isl. umboðssölunnar, hafa mest verið um 150 lestir á sólar- hring, þannig að heildarafköstin hjá öllum frystihúsunum hafa verið, þegar bezt lét, yfir 1100 lestir á sólarhring. Verðmæti þess magns er rúmar 60 milljónir kr. — Vegaskemmdir Framhald af bls. 2 Leiðin „sunnan jökla“, sem svo hefur verið nefnd, var lokuð í gær, þar sem bráðabirgðavegur- inn yfir Skeiðarársand hafði skor- izt í sundur austan við Gýgju og eins ruddur kafli austan Skeiðar- ár og vegurinn um Suðursveit við Borgarhöfn. I gærmorgun olli steinn, sem oltið hafði niður á veginn í Hval- firði, vegfarendum nokkrum erfiðleikum, þar til einn vegfar- andi tók sig til og velti steininum út af veginum. — Gengisfelling Framhald af bls. 36 ari samningsgerð eru mjög um- deild,“ sagði Hermann ennfrem- ur. „Sjálfur er ég þeirrar skoðun- ar, að nærvera Björns Jónssonar, sem er forseti ASI í fríi, sé mjög eðlileg og auðvitað átti ríkis- stjórnin þátt í svokölluðu sátta- boði. Hins vegar er ég mjög and- vígur þeim samþykktum, sem hér voru afgreiddar í sambandi við skattalagafrumvarpið, þótt ég geri mér ljóst, að verkalýðshreyf- ingin hafi þurft að fá fram tekju- skattsbreytingar. Tillögurnar í húsnæðismálum eru mjög mark- verðar og mikilvægt spor. Niðurstaða mín er því sú, að samningagerð hljóti f framtíðinni að eiga að vera óháð ríkisvaldinu — frjálsir samningar. Ég verð að segja, að ég er talsvert kvíðinn yfir því loforði, sem gefið hefur verið um að kauphækkanirnar fari út í verðlagið, en ég treysti því, að ríkisstjórnin standi við gefin fyrirheit i stjórnarsáttmál- anum um að fella ekki gengi krónunnar. Að lokum vil ég að- eins óska launþegum og þjóðinni allri til hamingju með þessa ný- gerðu samninga, sem ég vona, að öllum verði til góðs,“ sagði Her- mann Guðmundsson að lokum. — Söluskatts- ákvæðið Framhald af bls. 36 sonar lýst yfir því, að þeir myndu greiða atkvæði gegn framan- greindu ákvæði, þótt þeir styddu frumvarpið að öðru leyti. Þar með var ljóst, að ríkis- stjórnin hafði ekki meiri hluta í neðri deild til að fá ákvæðiðsam- þykkt og lét hún frumvarpið því ekki koma til atkvæðagreiðslu í deildinni þá. Tók hún þann kost að fresta afgreiðslu tollskrárinn- ar í heild, þrátt fyrir nauðsyn þess fyrir iðnaðinn í landinu að fá lækkaða tolla af vélum og hráefni um áramót. Stafaði sú nauðsyn af því, að um áramótin komu til framkvæmda tollalækkanir á inn- fluttum iðnaðarvörum vegna Efta-aðildar og viðskiptasamn- inga við EBE. 1 gær, þegar frumvarpið kom til 2. umræðu, lýsti Vilhjálmur Hjálmarsson formaður fjárhags- og viðskiptanefndar neðri deildar því, að nefndin flytti einróma til- lögu um niðurfellingu bráða- birgðaákvæðisins. Sagði hann, að fyrir dyrum stæði að leggja fyrir þingið tillögur um stórfelldari hækkanir á söluskatti og myndi þetta mál koma þá til athugunar. Var frumvarpinu vísað til efri deildar, eftir að framangreind breyting hafði verið gerð á þvi í neðri deild auk nokkurra fleiri, Sandger&i Höfum til sölu einbýlishús á tveimur hæðum, 95 fm hvor i hæð. Bílskúr. 7 í húsinu eru tvær íbúðir. j Mjög góð eign. 1 ] . / HÚSEIGNIR ÆUTJSUNOIl O. ClflD SÍMIM444 &. 3I%Iv sem nefndin hafði gert tillögu um. Breytingartillögur við frum- varpið frá einstökum þingmönn- um voru felldar. Fer frumvarpið nú til einnar umræðu í efri deild og verður að lögum ef það er samþykkt óbreytt þar. — Nixon Framhald af bls. 15 auka birgðir af eldsneyti og mat- vælum. Nixon sagði, að hann og Leonid Brezhnev flokksleiðtogi hefðu orðið ásáttir um að halda áfram því starfi að draga úr spennu þrátt fyrir ólík þjóðfélagskerfi landa þeirra. „Viljum við hverfa aftur til þeirra ára þegar Banda- ríkin og Sovétríkin hótuðu hvort öðru og hættu á kjamorkustríð. Eða viljum við halda áfram að draga úr spennu . ..“ spurði hann. — Upphaf Framhald af bls. 16 til vill helzti árangur hans sá að skýra línurnar í samskiptum Vesturveldanna; viðræðurnar leiddu í ljós, að ríki V-Evrópu, önnur en Frakkar, vilja við- halda náinni samvinnu við Bandaríkin. Sú er m.a. ályktun bandaríska blaðsins „Wash- ington Post“, sem skrifaði, að fundurinn hefði markað upphaf endurnýjunar Atlants- hafsbandalagsins undir forystu Bandarikjanna — að vísu án samvinnu Frakka — en með tengslum við Japani", eins og þar var komizt að orði. Jafn- framt tengdi blaðið niðurstöðu fundarins hugmyndum þeim, er Henri Kissinger setti fram fyrir tæpu ári um nýjan Atl- antshafssáttmála, og sagði hana stórt skref i þá átt; öryggismál og efnahagsmál hlytu að vera nátengd orkumálunum og óhjá- kvæmilegt að leysa þau í sam- einingu, — i þeim efnum urðu rikin að sigla saman á báti, Síðan sagði Washington Post: .Jlvort Frakkar kjósa að koma um borð síðar eða hvort þeim stendur það til boða, er mál, sem varðar fyrst og fremst þeirra eigin hagsmuni.“ — mbj. — Leiklistarskóli Framhald af bls. 2 koma þá einnig aðrir til greina en þeir, sem hafa sótt námskeiðið. Reiknað er með, að 12 komist þá í skólann, sem verður þriggja ára fullur skóli. A blaðamannafundi með Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra, Vigdlsi Finnbogadóttur leikhús- stjóra og Klemenzi Jónssyni for- manni Félags íslenzkra leikara, kom það fram, að reiknað er með að ríkið geti yfirtekið rekstur skólans eins fljótt og auðið er, en þetta framtak leikhúsanna og FlL er fyrst og fremst til þess að brúa það bil, sem fyrirsjáanlegt er að myndast I aldurshóp leikara ef ekkert verður að gert. Kom það fram, að mjög erfitt er oft á tíðum að manna leikrit með fjölda ungs fólks. Þá kom það einnig fram, að svo til á hverjum degi er hringt til leikhúsanna utan af landsbyggð- inni og beðið um leikara til að taka að sér leikstjórn, þannig að eftirspurnin eftir sérmenntuðu fólki og áhuginn fyrir leiklist úti á landinu er einnig mjög mikill. S.l. 5—6 ár hefur Félag ís- lenzkra leikara margsinnis sent bréf til ráðamanna og ráðuneytis með -áskorun um að koma á fót föstum ríkisleiklistarskóla, en án árangurs. Nú er búið að ákveða að hrinda framkvæmdinni af stað með það fyrir augum að ríkið komi sem fyrst inn í myndina. Þriggja mánaða námskeiðið, sem hefst 8. marz, verður með því fyr- irkomulagi að kennsla hefst kl. 5,15 slðdegis. — Solzhenitsyn Framhald af bls. 1 hvernig kvikmyndastjórinn Casp- ar Vrede hefði leyst ýmis vanda- mál kvikmyndunarinnar og kvaðst jafnframt mjög ánægður með tónlistina, en hún er eftir norska tónskáldið Arne Nord- heim. Kapphlaup brezkra, franskra og bandarískra útgefenda um út- gáfurétt á síðustu bók Solzhenits- yns, Archipelago Gulag, hefur nú farið fyrir dómstóla I London. Hefur brezkti útgefandinn Alec Flegon fengið frest til nk. þriðju- dags til að sanna, að hann hafi farið að lögum, er hann prentaði og gaf út bókina á rússnesku. Lög- fræðingar útgefandanna, sem keypt hafa réttinn til að gefa bók- ina út á frönsku og ensku, halda því fram, að Flegon hafi náð I bókina með því að taka ljósrit af rússnesku útgáfunni I París. I yf- irlýsingu frá Solzhenitsyn, sem lesin var upp fyrir réttinum I dag, gerði hann ljóst, að hann væri fyllilega samþykkur þeim samn- ingum, sem lögfræðingur hans í Sviss, dr. Fritz Heeb, hefði gert við vestræna útgefendur. — Bretland Framhald af bls. 1 Aðspurður um áhrif þeirrar fregnar, sem birtist I sl. viku, að reikningsskekkja hefði fundizt I útreikningum á launum náma- verkamanna, sagði Jóhann Sigurðsson, að þau hefðu verið skammvinn. Fyrst hefði þessu verið slegið mjög upp en síðan á það bent, að niðurstöður slíkra útreikninga færu nokkuð eftir þeirri formúlu, sem þeir byggðust á og þvl hefði þetta reiknings- skekkjumál koðnað niður að mestu og runnið út I sandinn. Stöðugt væri hinsvegar unnið að samningsviðræðum við náma- verkamenn, enda þótt kosninga- baráttan geysaði af fullum krafti. Aðspurður um stöðu Enoehs Powells, sem síðast á mánudag Itrekaði áskorun á stuðnings- menn sína um að fylgja Verka- mannaflokknum I kosningunum, ef það mætti verða til að forða Bretlandi frá varanlegri aðild að EBE, sagði Jóhann, að hann væri talinn hafa framið pólitiskt sjálfs- morð með þessari afstöðu, a.m.k. ætti hann vart möguleika á að fá nokkur völd innan íhaldsflokks- ins eftir þetta. „Margir eru þeirr- ar skoðunar, að þetta geti jafnvel orðið Verkamannaflokknum til hnekkis," sagði Jóhann, „íhalds- blaðið „Daily Telegraph'* gerir mikið úr því I dag, að það hljóti að vera aumt ástand í búðum Wilsons úr þvi hann kjósi stuðn- ing ofstækismanns á borð við Powell. Sjálfur litur Powell svo á að hann sé að fórna sér fyrir málstaðinn." „Fari kosningarnar svo, að hvorugur stóru flokkanna nái meirihluta á þingi er liklegast tal- ið, að mynduð verði minnihluta stjórn og hugsanlegt að þá verði ekki langt I næstu kosningar." Samkvæmt NTB fréttum i kvöld hefur Heath lýstþví yfir, að stjórnarsamvinna við Frjálslynda komi ekki til greina og Jeremy Thorpe leiðtogi þeirra hefur lýst þvi yfir, að ekki komi til greina að ganga til stjórnarsamvinnu við hina flokkana undir forystu Heaths eða Wilsons. Hann útilok- ar ekki stjórnarsamvinnu við þá undir forystu annarra manna og hefur sagt hugsanlegt að styðja minnihlutastjórn annars hvors með vissum skilyrðum. — Gull Framhald af bls. 1 150 dali i lok þess árs, 1974, en af tíðindum i dag er Ijóst, að sú þróun hefur tekið miklu skemmri tima. Venjulegast nemur verðhækk- un águlli aðeins nokkrum sentum á dag en mesta hækkun í dag nam 13 dölum. Meðal skýringa á þessari miklu eftirspurn eftir gulli var sú, að fjármálamenn væru svartsýnir á framtíð pappírsgjaldmiðla, sökum hinnar miklu verðbólgu, er flest lönd heims eiga við að stríða. Sömuleiðis hafi þeir af því áhyggjur hversu treglega gengur að setja nýjar reglur um alþjóða- gjaldeyriskerfið. Loks voru uppi getgátur um, að Arabaríkin not- uðu olíuhagnað sinn tilgullkaupa i stað þess að veita honum aftur inn á fjárfestingarmarkaði Vest- urlanda. Heimildir AP i Zúrich visuðu slikum getgátum á bug. — Verzlunar- menn Framhald af bls. 3 vinnuviku fyrir verzlunar- og skrifstofufólk. Við höfum stefnt að því, að fá þetta atriði viður- kennt í talsverðan tíma og þessi kjarabót er varanlegri en mörg þau ákvæði um upphæðir, sem ávallt eru breytanlegar. I verk- falli verzlunarfólks sýndi það sig i fyrsta skipti, að þessi stétt manna er mjög áhrifamikil og áhrifa- máttur VR kom nú greinilega i Ijós. Hafi einhver verið I vafa um hver hann væri, þarf hann ekki að vera það lengur. Ég býst við, að viðhorf margra til verzlunarstétt- arinnar hafi breytzt mikið til batnaðar við þetta verkfall." • MINNKANDI ÞJÓNUSTA? Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka íslands sagði: „Ég er ánægður með, að erfið samningagerð er afstaðin. Sýnt er, að kjarasamningarnir fela í sér miklar hækkanir og mörg sér- mál hafa verið lagfærð. Það er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessara hækkana í álagningarmálum og það er þegar yfirlýst af rikisstjórninni, að hækkunirt verði bætt verzluninni að fullu. Þá ber að geta þess, að nokkrar sérkröfur hafa verið lagfærðar og ber þar hæst, að laugardagurinn hefur verið gerður að helgidegi, dagvinnu lýkurkl,18á föstudegi og sé laugardagurinn unninn, greiðist hann á helgidagakaupi. Ég býst við því, að þessi tírtii vérði mörgum kaupmönnum það dýr, að eitthvað komi það niður á þjón- ustunni við neytendur, þar sem þetta atriði fæst ekki bætt af verðlagsyfirvöldum." Þá má geta þess, að þar sem verkfall verzlunarfólks hefur nú staðið í rúma viku, fá þeir nú greiád fyrir febrúarmánuð 76,5% af launum sínum eins ogþau voru áður. Þar dregst tæplega fjórð- ungur launa frá fyrir verkfallið. r — Ur Holtum Framhald af bls. 22 Öneitanlega er nú lengri dagur tekinn að setja svip sinn á til- veruna, og þótt enn sé drjúgur spölur til sumars, er þó tekið að færast meira líf i ýmsa hluti. T.d. er nokkurt framboð á bújörðum, en eftirspurnin þó líkast til öllu meiri. Það bendir þó til þess, að enn um sinn haldist einhverjar hræður i sveitum. — M.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.