Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
25
Nlatthias m
Johannessen: |j lerzkir
gjör ningar
Skáid í
slag-
vlðrl
Lítum nokkru nánar á
„fréttabréfin“ frá sovézku
„fréttaþjónustu APN“ á ís-
landi, sem send voru fslenzk-
um fjölmiðlum til andlegrar
uppbyggingar þjóð vorri hinni
sjálfumglöðu, eins og komist
var að orði í Þjóðviljanum ný-
lega.
í einni greininni „Mann-
réttindi og brottvísun Solzjenit-
syns“ er sagt hverjir báru
ábyrgð á því, að hann var flutt-
ur nauðugur úr landi sínu og
sviptur ríkisborgararétti. Og
hverjir voru þeir prúðu farand-
riddarar frelsis og réttlætis?
Jú| það var rússneska þjóðin,
öll eins og hún leggur sig: „í
Æðsta ráði Sovétríkjanna eru
menn af 62 þjóðernum. Ljóst
er, að raunverulega öll sovézka
þjóðin stendur að baki þeim,
sem töku ákvörðunina um
Solzjenitsyn.“ Margt hefur ver-
ið á þessa þjóð lagt, en nú hlýt-
ur maður að spyrja: Er ekki
nóg komið? — að bera ábyrgð á
nauðungarflutningi helzta rit-
höfundar síns i útlegð? Hvílík
óskammfeilni að orðasvo ágæta
og raunar afskiptalitla þjóð við
svo svívirðilegan glæp! En
ekkert virðist þeim mönnum
heilagt sem skrifa fyrir „frétta-
þjónustu APN“ á íslandi og
væntanlega einnig annars
staðar. Blásaklaus rússneska
þjóðin er kölluð til ábyrgðar.
Og ekki nóg með það, heldur
eru birt rógsbréf í öllum
rússneskum fjölmiðlum frá
körlum og kerlingum út um allt
hið víðlenda rfki, þar sem reynt
er að vinna á orðstír rit-
höfundarins í nafni kommún-
ismans. Þetta er ljótur leikur
og skulum við forðast það — öll
sem einn — eins og heitan eld
að koma nálægt þeim sem hon-
um stjörna. Hvað segja islenzk-
ir sósíalistar um það, engum er
málið skyldara en þeim. Eða er
freistingin of mikil, fagnaðar-
erindi marxismans of inngróið
blóðinu til að samvizkan haldi
sinu? Svo stórum augum hafa
Rússar ávallt litið á skáld sín og
rithöfunda að þeir hafa kallað
þá samvizku þjóðarinnar, að
því er Ashkenazy segir i grein i
Mbl. laugardaginn 23. febr. s.l.
Nú hefur samvizka Sovét-
rikjanna verið útlæg ger. Ekki
hef ég séð örla á samvizku ís-
lenzkra sósíalista, eða hefur
hún rumskað án þess ég tæki
eftir? Hvar eru þeir nú allir,
sv., úþ., dþ. — og hinar „sam-
vizkurnar“ á Þjóðviljanum?
Hvar er eldmóðurinn nú?
Vandlætingin? Ég segi við þá:
Verið óhræddir, komið út úr
brjóstholi kommúnismans.
Fleygið kenningunni fyrir líf
þeirra þúsunda, sem eiga eftir
að þjást hennar vegna, reynið
ekki að stinga fólk svefnþorni
vegna mikilvægis trúboðsins,
segið skýrt og skorinort: Við
tökum samvizku Sovétríkjanna,
Solzhenitsyn, fram yfir dauð-
an bókstaf Lenin-Stalinismans,
við tökum Gulag-eyjahafið
fram yfir áframhaldandi lygi,
blekkingar, svik, níð, óhróður,
manndráp. Og umfram allt
fram yfir þá „sögulegu
skýringu" sem ávallt hefur
verið haldreipi gamalla
kommúnista andspænis þeirri
staðreynd, að kommúnisminn
fæðir af sér það ástand sem
fjallað er um í Gulageyjahaf-
inu, þar sem Solzhenitsyn
dvaldist ellefu ár.
En hverjum dettur i hug, að
þessir menn reyni að hrista af
sér klafa þessarar kenningar,
sem „í öllu og alls staðar býr“?
Auðvitað engum, það væri
barnalegt. Aftur á móti kæmi
mér ekki á óvart, þótt því væri
lýst yfir einn góðan veðurdag,
að Gulag-eyjahafið sé ekkert á
móts við það „eyjahaf“ sem ís-
lendingar mega þola. Þannig
hefur verið unnið, og þannig
verður unnið. Magnús
Kjartansson skrifaði í rit-
stjórnartið sinni með góðum
árangri, að sama ástand ríkti á
Islandi og i Tékkóslóvakíu. Þá
var tónninn sleginn. Þá var
okkur raunar sagt berum orð-
um, að tilgangurinn helgar
meðalið. Einnig á íslandi.
Hvilík álög!
Við heyrum heróp kjöltu-
rakka kommúnistastjórnar-
innar í sovézku pressunni:
„Viðbjóðslegur skitur" (Tass),
„makleg málagjöld“ (Ofursti),
„föðurlandssvikari" (Pyotr
Vasilyev) „stórhneyksluð" (L.
Shegeda, mjaltakona), „úr-
kynjaður undanvillingur" (L.
Sidelnikov) o.s.frv. Ekkert af
þessu fólki þekkir helztu rit-
verk Solzhenitsyns, þau hafa
ekki verið gefin út í Sovét-
rikjunum (að undanskildu
„Dagur í lifi Ivan
Denisovitch). Allt er þetta svo
barnalegt, að harmleikurinn
verður næstum þvi broslegur
farsi f höndum klunnalegra
áróðursmeistara Sovétstjórnar-
innar og þeirra, sem annast
pólitískar mjaltir hatursmanna
Solzhenitsyns. En vestrænir
starfsbræður skáldsins lita öðr-
um augum á örlög hans:
svissneski rithöfundurinn Max
Frisch sem samdi Andorra
(leikið í Þjóðleikhúsinu fyrir
nokkrum árum), kallaði fram-
komuna við Solzhenitsyn
,,svívirðingu“ og einn helzti
talsmaður vestur-þýzkra
vinstrisinna, skáldið Gunther
Grass, segir að Solzhenitsyn
hafi sýnt fram á að Leninism
inn hafi orðið að Stalinisma,
sem hefur einungis í för með
sér ógnaröld. Svo sannarlega
stinga þessi ummæli í stúf við
áróður Sovétstjórnarinnar.
En hvað segir Þjóðviljinn?
Hann fullyrti fyrir skömmu, að
Solzhenitsyn hefði sagt „að
vestrænir blaðaljósmyndarar
væru verri en KGB, sovézka
leyniþjónustan". Þessi ummæli
hafði skáldið um tvo franska
blaðaljósmyndara, sem höfðu
elt hann á röndum, en hann
minntist ekki á vestræna blaða-
menn yfir höfuð, enda eru
þetta augljósar falsanir á orð-
um rithöfundarins, samdar af
þöngulhausum handa fólki,
sem aldrei hugsar ærlega hugs-
un. Ætli þessi fölsuðu ummæli
séu ekki til að drepa á dreif því
sem máli skiptir: hatrömmum
örlögum og harmsögulegum
fórnardauða milljóna manna?
Hið síðast talda virðist lik-
legast, þegar haft er í huga, að í
sömu Þjóðviljafréttinni er
komizt svo að orði: „Frá því að
Sovétar skiluðu Solsénitsin af
sér vesturyfir... “ Þessi hálf-
kæringur á kannski að vera
fyndinn, en hann er því miður
dapur vitnisburður um lélegan
húmor og smekklaust orða-
skvaldur. Kannski Flosi fái það
hlutverk um næstu helgar að
fjalla um mál Solzhenitsyns í
Þjóðviljanum með grófum
gálgahúmor, sem verkar á
mann eins og pokabuxur frá
aldamótum.
Það væri eftir öðru.
Sovétar kunna líka sinn
gálgahúmor. I grein í frétta-
bréfi frá APN, dags. 25. febr.
s.l. er reynt að skopast að
klæðnaði skáldsins. Þar er sagt
að „baráttumaður frelsisins" á
alþjóðavettvangi var i gömlum
og slitnum fötum“, þegar hann
var handtekinn og „áttu þau
augsýnilega að sýna fátækt
hans“. „Jafnvel fiskimaður,“
sagði Maljarov (fyrsti fulltrúi
aðalsaksóknara Sovétríkj-
anna), „sem er að koma frá
veiðum á rigningardegi, er
snyrtilegri". Fiskimaður á
rigningardegi, ekki var nú
hægt að komast lægra í mann-
félagsstiganum(!) Það er ekki
undarlegt, þó að Sovétar vilji
ekki kaupa íslenzkan fisk því
verði sem sanngjarnt er.
Sjómennirnir okkar veiða hann
víst ekki í sparifötunum — og
kannski rignir á þá í þokkabót.
Hvað segir Jónas Árnason um
afstöðu þeirra, sem stjórna
„alræði öreiganna"? Kerfis-
þrælanna með „góðu
hugsanirnar".
í þessu sama „fréttabréfi"
sem þýtt er af islenzkum „hug-
sjónamönnum" með þjóðernis-
glott og íslenzkan málstað á
vörunum segir að 3-47-74 sé
„skráningarnúmer sakamáls-
ins . . . gegn borgaranum
(leturbr. mín, M.J.) A.I.
Solzjénitsyn". Ennfremur segir
þar: „Fjölmörg skjöl í möppu
nr. 3-47-74 staðfestu ótvírætt að
Solzjénitsyn var skipulega við-
riðinn (svo) glæpastarf-
semi.Við yfirheyrsluna
varð skáldið „fölur og það kom
fát á hann“.
Og loks:
„Er saksóknarinn spurði
Solzjénitsyn, hvort hann hefði
einhverjar kvartanir eða
spurningar fram að færa, bað
Solzjénitsyn um að vera lærður
í „venjulegan" fangaklefa.
Auðsýnilega átti hann við
klefa, sem líktist eitthvað þeim,
sem hann lýsir í sfnum
„listrænu skilgreiningum“.
„Sérfræðingurinn" í
hegningarmálum i Sovétríkjun-
um hlýtur að hafa haldið að
klefinn hans væri hótelher-
bergi.“
Nei, klefarnir í „Eyjahafinu"
eru ekki hótelherbergi. Minna
hvorki á Majorka né Kosta del
Sol.
Q Skáldið við jarðarför Tvardovskfs, ritstjóra og ljóðskálds, sem
birti fyrstur Dag I lífi Ivan Denisovitch.
Samtal við
Friðrik Ólafsson
EINS og komið hefur fram í
fréttum hefur Friðrik Olafsson
stórmeistari nú ákveðið að ger-
ast atvinnumaður I skák, í bili
a.m.k. Af þessu tilefni þótti til-
valið að eiga stutt samtal við
Friðrik og spyrja hann um
helztu framtíðaráætlanir hans.
Fer samtal ið hér á eftir:
Friðrik, hvers vegna tókstu
þá ákvörðun að gerast atvinnu-
maður í skák?
„Það er kannski erfitt að gefa
viðhlitandi skýringu á þvf. Ég
held að það sé hverjum manni
hollt að breyta tilöðru hvoru og
einhvern veginn hefur þessi
bakterfa alltaf nagað mig. Mig
langaði til að reyna og freista
þess að sjá hvernig ég stæði að
vígi. Maður getur þá ekki nagað
sig í handarbökin síðar fyrir að
hafa ekki lagt á brattann þegar
tækifæri bauðst.“
Reykjavíkurskákmótið var
fyrsta mótið, sem þú tókst þátt í
eftir að hafa tekið þessa
ákvörðun, ertu ánægður með
frammistöðuna?
„Ég get nú varla sagt að ég sé
ánægður, en þetta mót kom eig-
inlega hálfilla inn í mínar áætl-
anir. Eg hefði helzt kosið að
fást við rannsóknir og að
byggja mig upp fyrri hluta
ársins, áður en ég færi að
tefla. Eg hef verið að reyna
að rannsaka byrjanir, en
það tekur langan tíma og
sem dæmi má nefna, að það,
sem ég hafði kynnt mér þannig
kom aðeins að notum í einni
skák í þessu móti. í þeirri skák
fann ég tilöryggis, sem ég fann
ekki í öðrum skákum. Ég
reyndi að nota þetta mót til
þess að komast i snertingu við
skákina aftur og reyndi þess
vegna að tefla hverja skák í
botn. Auðvitað er ég ekki fylli-
lega ánægður með taflmennsk-
una í öllum skákunum, en það
verður víst aldrei á allt kosið.“
Hver er staða skákarinnar á
íslandi í dag, finnst þér vera
um framfarir að ræða?
„Eg veit ekki hvort við getum
talað um framfarir. Mér finnst
stundum eins og stöðnun sé að
gera vart við sig, þetta eru allt-
af sömu mennirnir ogþeir, sem
bætast í hóp þeirra sterkustu
standa lika í stað þegar þeir
hafa náð ákveðnu marki. Menn
þurfa að fá meiri reynslu á al-
þjóðlegum vettvangi, gallinn er
bara sá, að það er erfitt að
koma mönnum inn i alþjóðleg
mót, ekki sízt eftir að Elo-stiga-
kerfiðvar tekið upp.“
Nú er búið að stofna til vísis
að skákskóla hér, heldurðu að
hann geti bætt eitthvað úr?
„Við skulum nú faravarlega í
að kalla þetta skákskóla, þetta
er hópur manna, sem hefur ver-
ið valinn til æfinga og svo á að
heita að við Guðmundur Sigur-
jónsson eigum að veita þeim
forystu. Vonandi getur þetta
bætt eitthvað úr, en menn
verða að gæta þess, að það er
alls ekki vist að við séum réttu
mennirnir til að kenna öðrum.
Ég segi fyrir sjálfan mig, að ég
hef orðið að prófa mig áfram
með flest, en er enginn útlærð-
ur þjálfari. Ég gæti vel hugsað
mér að affarasælla yrði að fá
hingað lærðan þjálfara þó ekki
væri nema tvo til þrjá mánuði
til að byrja með.“
Að lokum Friðrik, hver verða
næstu mót, sem þú tekur þátt í?
„Ég hef þegið boð um að tefla
á alþjóðlegu móti í Las Palmas
á Kanarieyjum, sem hefst 14.
april. Siðan reikna ég með að
tefla áOlympiuskákmótinu sem
hefst i júnimánuði í Frakklandi
og loks hefur verið orðað við
mig að taka þátt i hinu svo-
nefnda IBM móti, sem verður
háð i Amsterdam síðar í sumar.
Formlegt boð hef ég þó ekki
fengið tilþess móts enn.“
Veiztu nokkuð hverjir munu
tefla á Kanaríeyjum?
„Svona nokkurn veginn. Lar-
sen verður með og sömuleiðis
Svíinn Andereson. Astralíu-
maðurinn W. Browne,
Júgóslavarnir Planinic og
Ljubojevic, tveir sovézkir stór-
meistarar og svo nokkrir
heimamenn."
Þar með látum við þessu
spjalli lokið og óskum Friðrik
velfarnaðar á hinni erfiðu
braut, sem framundan er.
J ón Þ. Þór.