Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
41
Gunnþór Bjarnason
— Minningarorð
Fæddur 25/8. 1925.
Dáinn 16/2. 1974.
AÐ kvöldi 16. febrúar s.l. kvaddi
vinur minn Gunnþór Bjarnason
snögglega þennan heim. Sól að
morgni, myrkur að kvöldi.
Þessi andlátsfregn kom mér
ekki algjörlega að övörum, því um
nokkurt skeið hafði hann borið
þann sjúkdóm, er lék hann svo
hart, en veikindi sín bar Gunnþór
með mikilli hugprýði. Hæglátur
— prúður og hrekklaus maður
hefur nú lokið sinni lífsgöngu
meðal okkar, eftir lætur hann
minningu góðra kynna.
Gunnþór fékkst við ýms störf
í lífi sínu, lengi vann hann hjá
vöruafgreiðslu Skipautgerðar rík-
isins, en nú síðustu árin hjá Letri
h.f. Líkaði honum það starf vel,
enda bar hann vinnuveitanda
— Minning
Torfhildur
Framhald af bls. 31
henni mikill léttir i hennar löngu
veikindum.
En nú er þessu öllu lokið og nú
hefur hún aftur hitt Magga litla,
sem ég veit, að hefur tekið henni
opnum örmum. Hvil þú í friði,
friður guðs þig blessi. Hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Guðrún Halldórsdóttir.
í dag er til moldar borin Torf-
hildur Jóhannesdóttir, en hún
lézt á Borgarspítalanum 20. febr.
eftir 9 mán. þunga legu, þá 74 ára
gömul. Ég kynntist Hiddu, eins og
hún var kölluð, er ég giftist Stein-
þóri, en hann er einn af börnum
þeim, sem Hidda og Guðrún
Halldórsdóttir ljósmóðir ólu upp.
En sem ung kona réðst Hidda til
sínum og samstarfsfólki mjöggott
orð.
Yms áhugamál átti Gunnþór
Bjarnason, þar á meðal lestur
góðra bóka, og ef tækifæri gafst
að sumri til, að renna fyrir silung.
Fór hann oft einsamall með
stöngina sina, og undi sér vel i
fallegu og friðsömu umhverfi.
Áratuga kynni okkar Gunnþórs
geyma margar góðar minningar,
enda var hann traustur vinur,
skemmtilegur og spaugsamur.
Ég er sannfærður um, að Gunn-
þór hefði ekki óskað neinnar lof-
greinar um sig, enda er ég ekki
fær um þau ritstörf, ég óska
honum góðrar ferðar, þakka sam-
fylgdina, og bið honum Guðs
blessunar.
Öllum ástvinum Gunnþórs
Bjarnasonar votta ég mína inni-
legustu samúð.
T.N.
Guðrúnar og hélt hún heimili
þeirra i mörg ár.
Þær ólu upp 3 börn. Önnu, sem
er systurdóttir Hiddu, og 2drengi,
Steinþór og Magnús, sem fórst
með togaranum „Júlí“ aðeins 21
árs gamall, og var það þeim þung-
ur harmur.
Hidda var ákaflega barngóð og
var hún ávallt umsetin börnum,
þar sem þau voru og óþreytandi
var hú að leika við þau. Mínum
börnum var hún góð, sem bezta
amma.
Hidda var skýr kona og fylgdist
vel með öllu, sem var að gerast,
bæði hér og úti í heimi, og gat
komið vel fyrir sig orði. Seínni
árin fékk hún tækifæri til að sjá
sig að nokkru um í heiminum.
„Að ferðast," sagði hún, „er það
dásamlégasta, sem ég hef upplif
að,“ og hefði hún viljað ferðast
meira, ef hún hefði haft tækifæri
til.
Hiddavar smekkleg og stórhuga,
og er hún gaf gjafir, varð það
ávailt að vera það bezta. Sfðustu
ár sin vann hún við ræstingar hjá
Landsbanka Íslands og hætti þar
ekki fyrr en hún lagðist sína
banalegu.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég minnast Torfhildar, þessar-
ar hæglátu konu. Blessuð sé
minning hennar.
Anna Georgsdóttir.
SVAR MITT
EFTIR BllLY GRAHAM
t Biblíunni segir: „Drottinn Iflur á hjartað." Er hér átt við
líffæri líkamans eða sálina og hugann?
BIBLlAN notar orðið hjarta á þann hátt, sem hér
er vitnað til. Þó á það ekki við líffærið, heldur innsta
kjarna allrar veru okkar og aðsetur tilfinninganna.
Víðast hvar, þar sem orðið kemur fyrir í Biblíunni,
mætti alveg eins nota orðið „andi“, án þess að
merkingin breyttist eða hróflað væri við samhengi
textans.
Við notum orðið hjarta á sama hátt og menn gerðu
til forna. Við tölum um breytingu hjartans, um
steinhjarta, um að hafa viðkvæmt hjarta og, eins og
orðið var notað nýlega í stjórnmálabaráttunni: „Þér
vitið í hjarta yðar, að hann hefur á réttu að standa."
Vera má, að ástæðan til þess, að við notum orðið
hjarta í merkingunni andi, sé sú, að andinn losnar
frá líkamanum, þegar líffærið hættir að starfa, og
andinn hefur engan eigin „líkama“ eða „tæki“, sem
hann geti sýnt sig í. í okkar máli er orðið sál einnig
oft sömu merkingar og hjarta. En hvað sem þessu
líður: Þegar orðið hjarta er notað til þess að lýsa
aðsetri tilfinninga mannsins, er ekki átt við líffærið
hjarta, heldur sálina, andann, hinn innri mann.
LÆKJARGÖTU 2 SIMI 21800