Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 21 Hér fer á eftir síðasti hluti kynningar Morgunblaðsins á frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna og viðhorfum þeirra til borgarmála. Hafa frambjóðendur verið beðnir að skrifa stuttar greinar, þar sem þeir lýsa skoðunum sínum á sviði borgarmála. Morgunblaðið væntir þess, að greinar þessar auðveldi stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að taka ákvörðun um skipan framboðslista flokksins í þeim örlagaríku borgarstjórnar- kosningum, sem fram fara í vor. Prófkjör S j álfstæðismanna Albert Guðmundsson: Flokkur fólksins KJÖRTÍMABIL borgar- stjórnar er nú senn á enda og nýjar kosningar fram- undan. Dómur fólksins verð- ur á ný upp kveðinn. Síð- ustu 4 ár hafa fært ibúa höfuðborgarinnar miklu nær þeim markmiðum okkar sjálf- stæðismanna, að borgin verði æ þægilegri og betri dvalarstaður. BorgarbUar vita að undir forustu sjálfstæðismanna hefur borgin vaxið og dafnað, enda má sjá grósku í verklegum framkvæmdum á vegum Reykjavikurborgar í öllum hverfum borgarinnar, bæði gatnagerð, hitaveitu, vatns- og rafmagnsveitu, byggingu skóla, barna- og dagvistunarstofnana, leikvalla og íþróttamannvirkja, og stórátak er framundar. I málefnum aldraðra. Verkefni, sem blasa við næsta kjörtímabil til viðbo'tar hinum fjölbreyttu, verklegu framkvæmdum, eru marg- breytileg. Nauðsynlegt er að stefna að breyttu álagningar- og inn- heimtukerfi borgar og rfkis. Sett verði svokallað „þak“ á tekjur sveitastjórna og ríkis og þeirri upphæð siðan dreift í hina ýmsu framkvæmda- og málaf lokka og takmarka þannig útgjöld opinberra aðilja. Aþann hátt færist fé í auknum mæli aftur í hendur fólksins og eyk- ur sjálfstæði þess i athöfnum og hugsunum. Koma verður í veg fyrir, að láglaunafólk fái launaumslög án lífeyris. Tryggja að ávallt komi til útborgunar í peningum ákveðin lágmarksupphæð launa, sem tryggi launþeganum lífsviðurværi milli launa- greiðsludaga. Stemma verður stigu við sívaxandi afskiptum af högum fólks og athöfnum og auka þannig sjálfstæðiskennd einstaklingsins, og frelsi. Mér þykir rétt að draga at- hygli borgarbda að hinni merku hugmynd borgarstjóra, Birgir Isl. Gunnarssonar, sem hann hefur nefnt „Grænu byitinguna" og fjallar um rækt- un og fegrun opinna svæða í borginni. Er þetta framhald þess áfanga, sem náðst hefur i varanlegri gatnagerð. I vaxandi mæli er nú skilningur á þörfinni fyrir aukna náttúruvernd ogþrifnað, svo borgarbuar hljóta að fylkja sér um stefnu borgarstjóra í þessu máli, sem er svo ofarlega á framkvæmdaáætlun komandi ára. Það hefur ávallt verið áhugamál mitt að fegra borgina með gosbrunnum og listaverk- um á fögrum torgum og nýta betur þá möguleika, sem heita vatnið býður upp á. Þar þarf að reisa gróðurhús í höfuðborg- ínni, í líkingu við þau, sem eru í Hveragerði, með suðrænum gróðri og ýmsu því innanhúss, sem sólarlönd bjóða íbúum sín- um og gestum og Reykvikingar gætu þar stytt sér stundir yfir kaffibolla, þótt úti hríði. Um leið og við stefnum að því að laga, fegra og auðga hin gömlu hverfi, ber okkur skylda til að hraða, svo sem auðið er, frágangi nýrra hverfa. Éig vil því leggja áherslu á endanlegan frágang Breiðholts- og Árbæjarhverfis, bæði hvað snertir gatnagerð, skóla- byggingar, alla leikvelli, að ógleymdum íþróttamannvirkj- um og þjónustustofnunum. Ibuar Breiðholts- og Arbæjar- hverfis búa fjær hjarta borgar- innar en flestir aðrir borgar- búar og því lengra fyrir þá að sækja alla þjónustu, sem borg- inni ber að veita þeim. Okkur er ljóst að erfiðara er að stunda vinnu frá þessum fjarlægari hverfum. Ber okkur því að bæta þjónustu í þessum hverf- um og samgöngur við þau hið fyrsta. Þá má minna á hinar stór- auknu fjárveitingar borgaryfir- valda til málefna aldraðra og ég trúi, að, á næsta kjörtimabili leysist að verulegu leyti þarfir ellinnar i húsnæðismálum, bæði langiegusjúklinga og þeirra, sem sjálfbjarga eru, því reikna má með framlagi, sem nemur um 150 — til 200 milljónum króna árlega til þessara mála. Ef Reykjavík á að verða sú fagra borg, sem stefnt er að, verðum við að bua vel um gamla fólkið okkar. Borgin er reist með svitadropum þeirra, sem á undan okkur byggðu hana. Gleymum þeim ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur fólksins. Á því heimili býr stétt með stétt. Frjálst fólk. Fæðingarborg mín er mér kær, henni og íbuum hennar vil ég þjóna. Því býð ég mig aftur fram tilþjónustu að þessu kjör- tímabili loknu. Albert G uðmundsson stórkaupmaður. Dagmar Karlsdóttir: Varnarbarátta gegn óða- verðbólgu SJÁLFSAGT er fleirum en mér þannig skapi farið í dag, að nú sé efst í hnga ánægjan yfir því, að gerðir hafa verið nýir samn- ingar við flest félög launþega. Sérstaklega tel ég ástæðu til að fagna því, að verkfall þurfti ekki að standa lengur yfir en raun ber vitni um. Enda virðist sem fjögurra mánaða samn- ingaumleitanir, eða þriðjungur árs, ættu að vera ærið nógar, ef vilji er fyrir hendi til lausnar. Sá vilji á auðvitað ekki bara að vera hjá okkur, heldur einnig atvinnurekendum og ekki síst ríkisstjórn á hverjum tíma. Sjálfsagt hrýs einhverjum hugur við kröfum okkar laun- þega og niðurstöðum samning- anna sjáifra. En þeim ber að hafa í huga að þrátt fyrir merkileg nýmæli, sýna þeir fyrst og fremst þá varnarbar- áttu, sem allur almenningur hefur staðið i um langt skeið vegna sívaxandi óðaverðbo'lgu. Ég tel t.d. að hin almenna kaup- hækkun geri ekki meira en rétt vegaþar ámóti. En eins og ég sagði er ýmsum mikilsháttar áföngum náð, t.d. i jafnréttismálum karla og kvenna á vinnumarkaðinum og ber sérstaklega að þakka þeim félögum okkar, þar sem karl- menn ráða yfirgnæfandi, fyrir drengilegan stuðning þeirra við okkar baráttumál. Ég hefi um langt árabil unnið hér í Reykjavík á hinum almenna vinnumarkaði. Ég var í mörg ár í Iðju félagi verksmiðjufólks hér í Reykja- vík og átti sæti í stjórn þess félags um skeið. Nú er ég féiagskona í starfs- stúlknafélaginu Sókn og á sæti í stjórn þess, en vinn á Borgarspítalanum. Þar kann ég vel við mig. Bæði er fyrir- myndaraðstaða fyrir sjúkl- ingana og einnig fyrir starfs- fólkið. Sú þróun sem hefur átt sér stað í okkar heilbrigðismálum og í uppbyggingu iðnfyrirtækja í höfuðborginni, sýna m.a. áhuga einstaklinganna og þeirra sem borginni stjórna fyrir því sem borgarbúum er fyrir beztu. Vissulega má margt betur fara. Um leið og ég sem borgar- búi fagna grænu blettunum, útivistarsvæðunum, sem okkur hafa verið búin á síðustu árum, harma ég erfiðleika okkar, sem fótgangandi erum, þegar snjór og ís hamla för okkar um gang- stéttir borgarinnar. Sjálfsagt má telja svona lengi áfram og gagnrýna. En mín per- sónulega skoðun er sú að um leið og gagnrýni er viðhöfð eigum við að meta allt það, sem vel er gert í þessari borg, og þar má margt fram telja. Dagmar Karlsdóttir, starfsstúlka. Magnús L. Sveinsson: Allir búi við sem mest öryggi Í REYKJAVÍK býr tæplega helmingur þjóðarinnar. Það er þvi þýðingarmikið, að þeir, sem með stjórn borgarinnar fara hverju sinni, séu vakandi yfir öllum þáttum borgarlifsins. Enda þótt hinir margbreytilegu þættir samfélags manna í höfuðborg okkar séu misþýð- ingarmiklir, verður að varast að upphefja einn þátt á kostnað annars. Með aukinni velmegun breytist lifsviðhorf og gildismat fólks. Borgaryfirvöld verða á hverjum tima, að fylgjast með slikri þróun og stuðia að því, að allar samfélagsbreytingar beinist inn á jákvæðar brautir, svo að markvisst sé stefnt að því að tryggja og auka þau lifs- gæði, sem allir vilja í raun búa við. Eg tel, að það, sem máli skiptir, sé, að hverjum einstakl- ingi sé gert kleift að vera sjálfum sér nógur. Þeim, sem vegna aldurs, heilsubrests eða annarra óviðráðanlegra orsaka eiga við erfiðleika að striða, verður að veita þá samhjálp, sem þeim er nauðsynleg, svo að allir búi við sem mestöryggi. Atvinnu- og húsnæðismál, fræðslu-, uppeldis- og æskulýðs- málin tel ég að skipi öndvegi og sé undirstaða og forsenda al'.s annars, sem i heild tryggir raunverulega framþróun borgarlifsins, þannig að við og afkomendur okkar búum í sífellt betri borg. Reykjavíkurborg verður að gæta þess, að svo miklu leyti sem hún getur ráðið, að sköttum sé hverju sinni stillt i hóf bæði á einstaklingum og fyrirtækjum, og atvinnuveg- unum, sem er bezt borgið þar sem hugvit og framtak hvers einstaklings fær notið sín, sé á hverjum tima tryggður nauð- synlegur rekstrargrundvöllur, sem er höfuðforsenda fyrir því, að tryggja launþegum auknar rauntekjur, en það er eitt af þýðingarmestu málunum í þeiná óðaverðbólgu, sem við búum við í dag. Magnús L. Sveinsson skrifstofustjóri. Ólafur B. Thors: Vaxandi verk- efni í umhverf- ismálum STÖRF að sveitarstjórnarmál- um eru áhugaverð og góður skóli hverjum þeim, sem slik- um störfum sinnir. Starfsvett- vangurinn er nánasta um- hverfi mannsins og takmarkið .0 bæta það lif, sem lifað er i ^essu umhverfi. Þróun Keykjavíkurborgar sl. hálfa öld ber glöggan vott um það starf, sem hér hefur verið unnið undir forystu sjálfstæðis- manna og sá árangur, sem náðst hefur, hefur gert borgina að sífellt betri iverustað fyrir okk- ur Reykvikinga. En vaxandi borg kallar á degi hverjum á úrlausn nýrra mála. Stjórnendur borgarinnar geta því ekki staldrað langa stund við það að horfa til baka og gleðjast yfir því, sem vel hefur tekist. Starf þeirra mótast af líðandi stund með framtíðarsýn fyrir augum. Eftir að hafa starfað í borgarstjórn nú í tæp fjögur ár verð ég að við- urkenna, að mér reynist erfitt að nefna sérstaka málaflokka, sem áhugaverð- ari eru en aðrir. Viðfangs- efnið er mannlegt líf og ákvörð- un á einu sviði er likleg til þess að hafa áhrif á fjölmörgum öðr- um. En jafnljóst er, að þróun hinna ýmsu málaflokka er mis- jafnlega vel á vegi stödd, því hafa verður í huga, að fjármun- ir borgarbúa er það afl, sem til framkvæmda þarf og í þann sjóð verða opinberir aðilar að sækja af hófsemi. Þess vegna verður ætið um val að ræða við ákvörðun um röð framkvæmda. Mér sýnist að næsta borgar- stjórn Reykjavíkur hljóti að sinna umhverfismálum f vax- andi mæli, en víðtækar athug- anir og undirbúningsvinna hef- ur nú verið framkvæmd á því sviði. Málefni elstu borgaranna eru aðkallandi, því að það fólk, sem með elju sinni og atorku lagði grundvöllinn að þeirri nútíma borg, sem við nú byggjum á fyllsta rétt á skilningi okkar, sem yngri erum og úrbótum á sérstökum vandamálum þess. Breytt viðhorf i ýmsum þjóð- félagsháttum kalla á ný úrræði stjórnenda, því þeir eiga að starfa fyrir fólkið en ekki vegna þess. Þannig er ljóst, að þótt mikið hafi áunnist í dag- vistunar- og leikskólamálum þarf þó enn betur að gera, því aukin menntun og vaxandi þátttaka kvenna i atvinnulifinu hefur stóraukið nauðsyn þessara stofana. Eg nefni þessa málaflokka sem dæmi um þau verkefni sem við blasa, en ekki til þess að vanmeta nauðsyn frekar úrbóta í öðrum málaflokkum. Svo er fyrir að þakka, að Reykjavík byggir dugmikið 1 fólk, sem gerir kröfur til sjálfs sin og samfélagsins. Þess vegna eru verkefni borgarstjórnar Sjá nœstu I síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.