Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974 31 Þórunn Guðbrands- dóttir - Minningarorð svo mörg sameiginleg áhugamál. Ég man marga ferðina á Langa- sand og þar voru þær vinkonurn- ar ekki bara í sólbaði, 'nei, þær syntu í sjónum, en ég þorði oftast ekki að fylgja þeim eftir, en dáð- ist að þessum lífsglöðu miðaldra konum, er gátu svo innilega notið sólardaganna á Langadandi. Ekki get ég lokið þessum minningarorðum án þess að minn- ast á systurnar Petreu kaupkonu og Ingunni, konu Haralds Böðvarssonar, en þau eru öll látin. Báðar voru þessar systur mér sérstaklega góðar og mörg sporin átti ég í Haraldarhús og litla húsið hennar Petreu og oft sátum við Petrea saman á strönd- inni og horfðum á vinkonurnar synda. Að lokum sendi ég og fjölskylda mín innilegustu samúðarkveðjur í Haraldarhús, en þar býr nú Sturlaugur systursonur Möttu ásamt konu sinni, Rannveigu, og börnum þeirra. Eftir að Matta fluttist suður varð Haraldarhús henni sem annað heimili ogmikið dáði hún elskulega systurdóttur sína, Helgu, en hún lézt langt fyrir aldur fram. Atvikin haga þvi þannig, að ég get ekki fylgt Möttu til grafar, en á þessum brottfarardegi mun ég úr fjarlægð minnast hennar sem einnar allra beztu konu, er ég hef hitt á lifsleiðinni. Blessuð sé minning þriggja systra, dætra hreppstjóra- hjónanna frá Mörk. Sigga. Laugardaginn 9. febrúar var jarðsungin frá Svinavatnskirkju Guðbjörg Sveinsína Agústsdóttir, húsfreyja að Syðri-Löngumýri, A-Hún. Guðbjörg var fædd að Rútsstöð- um í Svínadal, 21 ágúst, 1923. Hún lézt 2. febrúar að Héraðshæl- inu Blönduósi, rösklega fimmtug að aldri. Foreldrar hennar voru þau Ágúst Björnsson ogBorghild- ur Oddsdóttir þá í húsmennsku að Rútsstöðum. Þau eignuðust tvær dætur saman, þær Guðbjörgu og Guðmundu sem nú er gift á Suðurnesjum. Tvö hálfsystkini átti Guðbjörg frá fyrra hjóna- bandi móður sinnar, Þóru, sem býr á Blönduósi, og Tyrfing sem er látinn! Ágúst og Borghildur slitu fljótt samvistir og var Guð- björg með föður sínum, en Borg- hildur fór til Reykjavíkur og hef- ur átt þar heima síðan. Hún dveiur nú á Elliheimilinu Grund. Dóttir hennar, Bubba, eins og við kölluðum hana, hafði oft boðið móður sinni að dveljast hjá sér fyrir nor norðan, en gamla konan kunni betur við sig syðra. Ágúst vann á ýmsum bæjum 1 Svínavatnshreppi, meðan hann ól dóttur sina upp. Það má einsdæmi teljast, því að ekki var félag ein- stæðra foreldra eða önnur hjálp einstæðum feðrum til handa og mætti margur af honum læra. Ágúst var vinnusamur og hugljúf- ur öllum, sem honum kynntust. Honum hefur eflaust þótt mjög vænt um dóttur sína, og hann naut þess líka síðar, er hún hóf sjálf búskap, þvi að þá fluttist hann til hennar og bjó hjá henni til dauðadags. Hann lézt á Löngu- mýri árið 1965. Guðbjörg mun hafa notið þeirr- ar barnafræðslu, sem tíðkaðist i sveit á þeim tíma. Síðar, eða 1943—1944, fer hún á Kvenna- skólann á Blönduósi, og mun það hafa orðið henni gott veganesti sem húsfreyju í sveit, en hún var fyrirmyndar búkona og gestrisin í fyllsta máta. Guðbjörg giftist eftirlifandi manni sínum Halldóri Eyþórssyni 1945. Foreldrar hans eru Pálína Jónsdóttir, ættuð frá Hnífsdal, og Eyþór Guðmundsson úr Svína- vatnshreppi. Halldór og Guðbjörg voru að Guðlaugsstöðum 1 ár og hófu búskap að Auðkúlu, en keyptu Syðri-Löngumýri árið 1947 og hafa búið þar siðan. Tengdaforeldrar Guðbjargar, F. 24.2. 1885 D. 19.2. 1974. I gær var til moldar borin Þórunn Guðbrandsdóttir, Kleifar- vegi 15. Þórunn er fædd i Hraun- bóli i Hörgslandshreppi, V-Skafta fellssýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Pálsdóttir ljós- móðir og Guðbrandur Jónsson, og voru þau bæði Skaftfellingar í ættir fram. Börn þeirra Guðlaug- ar og Guðbrands voru sex og eru þrjú þeirra enn á lifi, Ragnhildur, sem er elzt.GuðlaugHelga, búsett í Noregi, og Guðbrandur. Látin eru Þorfinnur, Páll og Þórunn, sem nú er kvödd. Um þrítugsaldur fluttist Þórunn al- farin til Reykjavíkur og hóf hér störf sem verkakona og stundaði þau i nærfellt fimmtiu ár, lengst við þvotta og hreingerningar á skrifstofum. Siðustu ár ævinnar starfaði hún hjá Sláturfélagi Suðurlands, eða meðan starfs- kraftar entust, en þá var hún komin yfir áttrætt. Tóta, eins og hún vildi láta kalla sig, er búin að vera vinur fjölskyldu minnar í sextíu ár. Fyrst var hún hjá foreldrum föður míns og síðar hjá honum og móður minni, er þau hófu búskap. Þá tók hún miklu ástfóstri við þeirra fyrsta barn, Pálína og Eyþór, hafa alla búskapartíð Halldórs og Guð- bjargar átt heima á Syðri-Löngu mýri þar til í haust, að þau fóru á héraðshælið sakir erfiðleikanna heima fyrir, lasleika og hárrar elli. Þeim Halldóri og Guðbjörgu varð ekki barna auðið, en 1959 tóku þau kjörbarn, dóttur, er Birgitta Hrönn heitir, en hún er nú tæpra fimmtán ára, í skóla. Þorsteinn Hallgrímur Gunnars- son, sem undanfarið hefur verið ráðunautur í sýslunni, kom til þeirra 8 ára gamall og dvaldi þar, þegar hann ekki var I skóla. Einnig voru systurdætur Halldórs, Eygló og Ingibjörg, í fjölda sumur hjá þeim svo og fleiri börn. Það var mikill gestagangur á Syðri-Löngumýri árið um kring, en þó mest á sumrin, en enginn fór þaðan án góðs viðurgemings. Guðbjörg var i Kvenfélagi Svína- vatnshrepps og starfaði þar dyggi- lega. Þess má vel geta, að þegar Halldór og Guðbjörg byggðu Löngumýri fyrst, var þar torfbær. Hann stóð ofarlega i túninu. Eg hafði ekki tækifæri til að koma þangað á þeim árum, en bænum var lýst fyrir mér og ég veit, að það hafa oft verið erfiðir dagar á vetrum hjá husfreyjunni, þegar Nokkur kveðju- og þakklætis- orð til minnar góðu vinkonu, sem nú er horfin sjónum okkar. Kunningsskapur okkar hófst fyrir 36 árum, er hún var lögð inn á sjúkrahús hér i borginni, en þar var ég þá starfandi. Hún gekk þar undir mikinn holskurð á þeirra tíma mælikvarða. Allir dáðust að því, hversu góð- ur sjúklingur Sigurrós var og hve þakklát hún var fyrir það, sem fyrir hana var gert. Ekki var hún neinn einstæðingur, heldur um- vafin hlýju eiginmanns og barna, sem hjá henni dvöldu eins oft og við varð komið. Hún lagði inn hjá þeim, sem henni kynntust, þann fjársjóð, sem ekkert fær eytt. ’sem er Ölöf Steingrímsdóttir, en hún giftist Sigurjóni Sveinssyni, byggingarfulltrúa, og hjá þeim hjónum bjó svo Tóta siðustu ár ævinnar. Þar er margs að minnast þegar Tóta er kvödd, því hún var mjög sérstæð kona og átti þá hug- sjón stærsta að gleðja aðra og þjóna öðrum. Þá munu margir minnast gjafanna hennar og veitinganna, sem hún bar gestum af svo miklu örlæti og smekkvísi. Tóta hafði líka sérstakan hæfi- leika til að umgangast fólk. Hin hæga og látlausa framkoma henn- ar við aðra aflaði henni trausts fólks. Ég vil gera þessi orð skálds- ins að mínum, er það segir: Hún átti svo margt, sem óskum vjer að inpst væri í hjartans leynum, því vinina fáa hún valdi sjer, en vaktiyfir hverjum einum. Þann sigur hún vann að hvíla hjer og hafa ekki brugðist neinum. Þ.E. Fyrir tveimur árum kenndi Tóta þess sjúkdóms, sem að síðustu hafði yfirhöndina. Hún andaðist í hjúkrunardeild Elli- heimilisins Grundar eftir stutta allt fraus í eldhúsi og víðar. En ungu hjónunum auðnaðist að byggja upp myndarhús með þeirra tíma þægindum og sagði Guðbjörg mér, að það hefðu verið mikil umskipti. Mér er ekki létt um að rekja æviferil Guðbjargar mikið, en að endingu vil ég biðja blessunar eiginmanni og dóttur, móðurinni og tengdaforeldrum hennar, einn- ig öðrum skyldmennum og vinum. Við vonumst öll eftir fegurð heimsins, þegar við héðan hverf- um, laus við veraldar stríð. Eins og skáldið orti vildi ég segja: í hendi Guðs er hver ein tíð 1 hendiGuðs er allt vort stríð hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (MJ). Guð blessi þig. Aðalheiður Magnúsdöttir. Tryggð hennar við mig og mína var alveg sérstök. Dóttur minni var hún sem væri hún hennar eigin döttir. Fyrir nokkru rifjaði Sigurrós upp þær minningar, er voru frá þeim árum, er við bjugg- um svo nálægt hvor annari, að dóttir mfn hljóp iðulega til henn- ar og Sigurrós kom til okkar í kvöldkaffið. — En síðar breyttist þetta og lengra varð á milli okkar, en alltaf var tryggð hennar og vinátta söm, þrátt fyrir vanlíðan og þrautir. Til mín mælti hún ætið hughreystingarorðum, er á móti blés, orðum, sem ávallt urðu mér og öðrum til góðs. Sigurrósar minnumst við með söknuði og megi Guð geyma hana í faðmi sínum. legu, þar sem hún naut góðrar hjúkrunar og sérstakrar um- hyggju heimilislæknis síns, Karls Sig. Jónassonar, og vil ég fyrir hennar hönd og aðstandenda hennar færa honum sérstakar þakkir. Eftirlifandi systkinum Tótu votta ég mína dýpstu samúð, svo ogöllum ættingjum hennar og vinum, sem reyndust henni bezt, þegar mest á reyndi. Tóta sýndi trú sina i verkunum og á því von góðrar heimkomu. Guð blessi minningu hennar. Ragnhildur Steingrímsdóttir. í gær var til moldar borin ein af hetjum hversdagsins. Hennar afreksverk létu lítið yfir sér, enda voru þetta ,,þau afreksverk, sem sífellt þarf að endurtaka og aldrei leiða til neins sigurs" (Sig. Nord.). Á 90 ára ævi féll henni aldrei verk úr hendi, en hennar langa dagsverk skilur ekki eftir nein glæsileg minnismerki, sem borið gætu dugnaði hennar og fyrir- hyggjusemi vitni um ókomna tíð. „En guð veit af þeim, þau geta ekki týnzt“ (Sig. Nord.). Drottinn gefðu dánum ró og hinum líkn, sem lifa. Torfhildur Jóhannesdóttir var fædd 9. okt. 1899, og var því tæp- lega 75 ára, er hún andaðist. Torfhildi eða Hiddu, sem við oftast kölluðum hana, kynntist ég haustið 1930. Þá hélt ég til hjá frú Helgu M. Níelsdóttur, ljósmóður að Njálsgötu 1. Hidda var þá þjónustutstúlka þar. Árið eftir fékk ég leigða ibúð hjá Filippusi Guðm. og Kristínu systir Hiddu, að Þórsg. 19 og réðst hún þá ráðskona tilmfn. Hún var mjög heimakær og hæglát og þar sem við vorum aðeins tvær I heim- ili, tókum við um vorið 2 unga- börn. Steinþór, sem þá var 5 mán. og önnu, sem aðeins var mánaðar gömul, en hún er systurdóttir Hiddu. Seinna, eða 1937, tókum Ættingjum Sigurrósar votta ég innilega samúð mína. Vinkona. Vinnan var hennar köllun, hennar gleði að gleðja aðra, og hún gladdi með gjöfum, ávöxtum vinnu sinnar. Hún tók sér það hlutverk í lifinu að styðja og gleðja, jafnt unga sem aldna. Ég minnist þess sem barn, að hápunktur jólanna var að opna pakkann frá Tótu, og alltaf var víst, að afmælisgjöfin f rá henni kæmi í góðar þarfir. Ekki breytti það neinu þótt dýr- tið ykist, fjölskyldur stækkuðu eða nýjar kynslóðir birtust. Gjafir Tótu komu sem fyrr, þeim fjölgaði með fólkinu og stækkuðu með dýrtiðinni. Slík var hennar umhyggja. Ekki minnist ég þess nokkru sinni að hafa orðið þess vör eða heyrt, að Tóta ætti erfitt eða yrði fyrir mótlæti, nema ef vera kynni, þegar hún missti atvinnuna á árunum fyrir elli sakir, en þvi tók hún með mikilli hugprýði. Svo hetjulega og hljóð bar hún byrði sína, að við urðum þess aldrei vör og má þá ótrúlegt vera, að and- streymi lifsins hafi sniðgengið Tótu umfram annað fólk eða að hennar byrði hafi léttari verið en lífsbyrðar yfirleitt. Hún gæti því hugsanlega sagt að leiðarlokum eins og gamla konan í Gljúfrum: „Þegar ég lit yfir mína umliðnu ævi — þá finnst mér það hafi allt verið einn langur sólskinsmorgunn“. (Heimslj. H.K.L.). Með því að kynnast konu sem Tótu, sjá dugnað hennar, elju og hreysti, kynnast fórnfýsi hennar, fyrirhyggju og trú hennar á lífið, þá fæst ef til vill smá innsýn i hvernig það gat gerzt, að land vort hélt byggð til vorra tíma. Ég þakka fyrir hönd okkar frændsystkinanna og barna okk- ar, fyrir að hafa fengið að kynnast þér, því margt gátum við af þér lært.og fyrir allaþágleði, sem þú veittir okkur af mikilli rausn. I þeirri trú „að góðum manni geti ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum" (Sókrates) kveðjum við þig góða Tóta. Ingib jörg Björnsdóttir . HÍ við svo mánaðar gamlan dreng, Magnús Gunnar. Öllum þessum börnum reyndist Hidda eins og væru þau hennar eigin börn og þau voru henni alltaf góð. Eftir að Anna og Steinþór stof n- uðu sin eigin heimili var Magnús litli einn eftir hjá okkur og brást ekki umhyggja Hiddu gagnvart honum. Að Rauðarárstíg 40 bjuggum við frá því 1938, og er ég stofnaði íáeðingarheimilið, fluttist ég • á neðri hæðina, en Hidda og Maggi bjuggu á efri hæðinni. Maggi var sjómaður á togaranum „Júlí“ og hann var einn þeirra 32ja skip- verja, er fórsut með honum 9. febr. 1959. Þetta tók mikið á okk- ur öll, að missa þennan indæla dreng, Eftir það bjó Hidda ein í íbúðinni, og ég veit, að einveran og söknuðurinn höfðu mikil áhrif á hana. Hún var mjög góð börnum Önnu og Steinþórs og naut hún þess Iíka, er hún lá í 9 mán. á Borgarspítalanum. Eg held, að aldrei hafi sá dagur komið, að þau ekki heimsóttu hana, og var það Framhald á bls. 41. Minning: , Guðbjörg Agústsdótt- ir, Syðri-Löngumgri Sigurrós Böðvarsdótt- ir - Nokkur kveðjuorð Torfhildur Jóhannes- dóttir - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.