Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 1
32 SIÐUR
mílljóna manna á eftir?
Verðstöðvun á húsaleigu til áramóta og fl. ráðstafanir
Arabar fjalla um
afnám olíubannsins
Beirut, 8. marz, AP-NTB,
olíumálarAðherrar
Arabaríkjanna munu koma sam-
an í Tripoli, höfuSborg Libyu,
næstkomandi miðvikudag (il þess
að ræöa um möguleikana á a3
aflétta banni á olíusölu til Banda-
ríkjanna. Nokkur övissa hefur
ríkl um fundarstaðinn, því ad vil-
að var, að Egyptar lögðu áherzlu
á, að fundurinn yrði haldinn í
Kairó.
Jafnframt olfusölu til Banda-
ríkjanna verður rætt um, hvort
aflétta skuli olíubanninu á Hol-
land, sem neitaði að beygja sig
fyrir kröfum Arabarikjanna um
stuðning í októberstríðinu.
Egj'pzkur embættismaður hefur.
Framhald á bls. 18
London, 8. marz, AP. NTB.
I KVÖLD var enn ekki ljóst,
hvort 3,5 milljónir brezkra laun-
þega myndu gera alvöru úr því að
fara fram á launahækkanir, sem
samsvara þciin hækkunum, sem
stjórnin hefur fallizt á að veita
námamönnum. Er nokkur ókyrrð
innan brezkra verkalýðsfélaga og
meðal þeirra, sem talið er, að
ákveðnastir séu í að setja frain
kröfur, eru t.d. bankastarfsmenn,
starfsmenn við brezku járn-
brautirnar og í stál- og málm-
iðnaðinum.
Rfkisstjórn Harolds Wilsons
ákvað i dag að setja verðstöðvun á
húsaleigu, að minnsta kosti í eitt
ár, bæði húsnæði i einkaeign og i
eigu opinberra aðila. Er þetta
liður i þeirri viðleitni að hamla á
móti verðbólgunni. Stjórn Heaths
hafði samþykkt 10l,o hækkun á
húsaleigu i apríl og enn frekari
hækkun i október, en þær hækk-
anir koma nú ekki til fram-
kvæmda.
Þá segir i fréttum, að eigendur
matvöruverzlana hafi boðizt til að
lækka ákveðnar matvörutegundir
um eitt prósent. Var þetta lagt
Framhald á bls. 18
Nixon vill 6 ára
valdatíma forseta
— en banna endurframboð
Skriðdrekum og eldflaugum beitt
Tel Aviv, Jerúsalem,
Damaskus, 8. marz, NTB.AP.
GOLDA iVleir forsætisráðherra
ísraels skoraði í kvöld á allar
velviljaðar þjóðir að beita áhrif-
um sínum, svo að friður gæti
haldizt á Golanhæðum. Stjórn
IVIeir kom saman til skvndifundar
í dag og ræddi ástandið.
Atök ísraeia og Sýrlendinga á
Golanhæðum í dag eru þau
fyrstu, sem dregið hefur til í
hálfan mánuð. Tvfvegis og ef til
vill oftar sló í brýnu og í fyrra
skiptið stöðu átökin yfir í eina og
hálfa klukkustund, en síðar
skemur, eða tæplega hálftíma.
ísraelum hefur verið skipað að
vera á varðbergi, þar sem ýmis-
legt bendi til, að Sýrlendíngar
Flugritinn til
rannsóknar
Paris, 8. marz, AP.
FLUGRITINN úr tyrknesku far-
þegavélinni DC-10, sem fórst við
París á sunnudaginn, er 346
manns létu lífiö i mesta flugslysi
sögunnar, hefur nú verið sendur
til Bandaríkjanna til rann-
sóknar. Tveir frönsku rann-
sóknarmannanna, sem hafa haft
eftirlit með rannsókn sl.vssins,
fóru ineð flugritann til Banda-
ríkjanna, þar sem hann verður
kannaður eftir föngum og þannig
reynt að finna út, hvað olli þessu
slysi og hvort þa-r tilgátur eiga
við rök að stvðjast, að þarna hafi
hryðjuverk verið framið.
hafi stórsókn í huga. Vitað er, að
israelskur liðsstyrkur hefur verið
sendur til Golanhæða og ber sér-
fræðingum um málefni Mið-
austurlanda saman um, að þarna
hafi ekki ríkt jafnmikil spenna
síðan í októberstríðinu. Simon
Addis Ababa, 8. marz, AP.
SAMNINGAMENN náðu í dag
samkomulagi um grundvöll til
lausnar á verkföllunmn, sem á
tveim dögum hafa nær einangrað
Eþíópíu frá umheiminum. Samn-
ingar á þessum grundvelli eru
Sovétbörn
óskast
New York, 8. marz, NTB.
EKKERT offjölgunarvandamál
er við að glima í Sovétríkjunum
og sérfræðingar. um fólksfjölg-
unarmál hvetja til þess, að
sovézkar konur einbeiti sér að þvi
að eignast fleiri börn. Sovétfjöl-
skyldan er nú að meðaltali með
2,3 börn og má þeim fjölga í 2,7
börn að minnsta kosti. Kom þetta
fram í nefnd innan Sameinuðu
þjóðanna i dag, þar sem fjallað
var um offjölgunarvandamálið.
Peres upplýsingamálaráðherra
sagði, að Israelum hefðu borizt
fregnir frá CIA um mikla liðs-
flutninga Sýrlendinga til þessara
staða.
1 Damaskus lýsti Assad forseti
Sýrlands yfirþvi, ^ð Sýrlendingar
litu svo á, að þeir ættu í stríði við
ísraela unz öll hernumdu svæðin
háðir samþvkki ríkisstjórnarinn-
ar og verkalýðsleiðtoganna. Um
120 þúsund verkamenn geta hafið
vinnu á morgun (laugardag) ef
samkomulag næst í kvöld eða
nótt.
Bæði talsmenn stjórnarinnar og
verkalýðsfélaganna hafa Iýst ein-
lægum vilja til að leysa verkfallið,
og þótt það fengist ekki opinber-
lega staðfest rikti mikil bjartsýni
um, að verkföllunum myndi ljúka
í nótt. Hins vegar vildi hvorugur
aðilinn skýra frá innihaldi tillagn-
anna, sem sendar voru rikis-
stjórninni og verkalýðsfé-
lögunum.
hefðu verið frelsuð undan valdi
þeirra og réttindi Palestínu-
manna virt í verki.
Báðum aðilum ber saman um,
að manntjón hafi ekki orðið i
þessum átökum, en þótt margt
beri að öðru leyti á milli í frétta-
flutningi aðila, virðist ljóst, að
Frainhald á bls. 18
Það yrði mikill sigur fyrir hina
fimm daga gömlu stjórn Endal-
kachew Makonnens ef verkfallið
leystist núna og það myndi að
öllum líkindum binda enda á þá
ólgu, sem verið hefur i landinu
síðan herinn greip til sinna rót-
tæku ráðstafana til að knýja fram
kauphækkun.
Á þeim tveim dögum, sem verk-
fallið hefur staðið, hefur það nær
einangrað Eþiópíu. Höfnin i
Massawax er lokuð, millilanda-
flug liggur niðri og járnbrautir
ganga ekki. Verzlanir, bankar og
verksmíðjur eru lokuð og engin
blöð koma út.
flokkur noti ekki óheiðarlegar að-
ferðir til að afla sér atkvæða.
Öldungardeild Bandarikjaþings
hefur sett á stofn nefnd, sem
vinnur að endurskoðun á kosn-
ingalöggjöfinni. Hin endanlega
tillaga mun að líkindum fela i sér
hugmyndir bæði frá forsetanum
og þeirri nefnd.
Þá er í tillögum Nixons bent á,
að dómsmálaráðuneytið ætti að
kanna aðstöðu frambjóðenda til
að lögsækja pólitiska andsiæð-
inga og jölmiðla fyrir rógburð og
þvætting.
Flóð
Jóhannesarborg, 8. marz, NTB.
MESTU flóð, sein komiö hafa í
Suður-Afríku í manna minnum.
hafa orðið til þess. að á annaö
þúsund manns hafa misst heimili
sin. Talið er, að sjö manns hafi
drukknaö og óttazt, að taugaveiki-
faraldur brjótist út.
Bretland:
Fylgja launakröfur
Eþíópía:
Grundvöllur að samkomu-
lagi í vinnudeilunni
Washington, 8. marz, NTB.
NIXON Bandaríkjaforseti mælti í
dag með því við fulltrúadeild
Bandaríkjaþings, að hún tæki til
meðferðar, hvort ástæða væri til
að lengja kjörtímabilBandaríkja-
forseta í sex ár og hanna honuin
að því liðnu að bjóða sig aftur
fram.
Þessi orðsending forsetans er
Á heimleið
Gunnar Hámundarson GK 357
að koma úr róðri. M.vndin er
tekin í Keflavík. Ljósm. Snorri
Snorrason.
liður i umfangsmiklum breytinga-
tillögum á kosníngalöggjöfinni,
sem forsetinn hefur sent þinginu.
Nixon grundvallar tillögu sína um
að lengja kjörtímabil forseta með-
al annars á þvi, að forseti þurfi þá
ekki að eyða kröffum og tíma í að
tryggja sér endurkosningu.
Þá felast i þessu skjali tillögur
um styttingu á þeim tima, sem
kosningabarátta má standa yfir,
takmarkanir á fjárframlögum,
sem hver einstakur má gefa í
kosningasjóð, og ráðstafanir til að
tryggja, að frambjóðandi eða
Átök á Golanhæðum