Morgunblaðið - 09.03.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974
11
Islenzkar flugvélar
í hjálparflutningum
HJALPARSVEITIR kirkna á
Norðurlöndum sendu s.l. mánu-
dag tvær fullhlaðnar flugvélar til
Eþíópiu með nýstárleg hjálpar-
gögn til hjálpar fórnarlömbum
þurrkanna þar. Tveir stórir borar
voru í þessum flutningum; með
þeim verður freistað að ná vatni
úr iðrum jarðar til svölunar lang-
hrjáðum fbúum og eftirlifandi
búpeningi.
Samkvæmt fréttatilkynningu
eru það Hjálparstofnanir kirknaí
Svíþjóð, Danmörku, Noregi, og Is-
landi, er hafa samvinnu um þetta
verkefni, sem er liður í umfangs-
miklum hjálparaðgerðum Lút-
herska heimssambandsins á
þurrkasvæðunum í Norður-
Eþíópíu.
Flugvélarnar fóru frá Stokk-
hólmi og Osló.
Frá Stokkhólmi voru fluttir
tveir stórir jarðborar, sem borað
geta niður á allt að 250 metra
dýpi. Vonir standa til, að á næstu
2—3 mánuðum verði unnt að ná
vatni upp á 20—30 stöðum í
Wolló-héraði, þar sem milljónir
þjást nú vegna þurrkanna undan-
farin ár.
Sænskur verkfræðingur frá
framleiðanda mun hafa umsjón
Félagslíf
Kvenfélag Bústaðasóknar —
Mæðrafundur
Fundur verður haldinn mánudag-
inn 11. marz í safnaðarheimili
Bústaðakirkju kl. 8.30. Miðar á
fyrirhugaða leikhúsferð verðá af-
hentir á fundinum
Allar eldri konur í sókninni eru
sérstaklega velkomnar.
Stjórnin.
Kvenfélag Hallgrimskirkju
heldur sína árlegu samkomu fyrir
aldrað fólk, karla og konur n.k.
sunnudag 1 0. marz kl. 2.30 e.h.
Dr. Jakob Jónsson talar.
Glaðir félagar úr Karlakór Reykja-
víkur syngja.
Sunnudagsgöngur 10.3.
kl. 9,30 Skíða- og gönguferð á
Hengil. Verð 600 kr.
kl. 13 Skarðsmýrarfjall, Verð 400
kr.
Brottfarastaður B.S í
Ferðafélag islands.
K.F.U.M. á morgun:
Kl. 10.30 fh. Sunnudagaskólinn
við Amtmannsstíg 2b. Barnasam-
komur i fundahúsi KFUM&K í
Breiðholtshverfi 1 og Digranes-
skóla i Kópavogi. Drengjadeildirn-
ar: Kirkuteig 33,, KFUM&K hús-
unum við Holtaveg og Langagerði
og í Framfarafélagshúsinu I Ár-
baejarhverfi.
Kl. 1.30 eh Drengjadeildirnar að
Amtmannsstig 2b
Kl. 3.00 eh Stúlknadeildin að
Amtmannsstíg 2b.
Kl 8 30 eh Almenn samkoma að
Amtmannsstig 2b
Jóhannes Sigurðsson talar.
Allir velkomnir.
Heimatrúboðið
Munið vakningasamkomurnar að
Óðinsgötu 6a i kvöld og annað
kvöld kl. 20.30 Allir velkomnir
Hjálpræðisherinn
Sunnudag kl. 11: Helgunarsam-
koma
Kl. 20.30. Kveðjusamkoma fyrir
major Aase Olsen, Bjarg. Foringjar
og hermenn taka þátt í söng og
vitnisburðum.
Allir velkomnir
með uppsetningu og tilfærslu bor-
anna, jafnframt þvi að kenna inn-
fæddum meðhöndlun þeirra. Frá
Osló fóru einnig tæknimenn
ásamt miklum matvælum o.fl.
nauðsynjum til þessa verkefnis, í
flugvél frá Cargolux undir stjórn
íslenzkrar áhafnar.
Þessi hjálparaðgerð er nýmæli
og tilraun þarna, sem fylgst
verður með í eftirvæntingu. Ef
vel gengurmá væntaþess að unnt
verði á næstu árum að bjarga
þúsundum og jafnvel að koma í
veg fyrir hörmungar eins og
þarna eiga sér stað nú. Heild-
arkostnaður Hjálparstofnananna
vegna þessa verkefnis næstu 2—3
mánuði mun nema u.þ.b. 13 millj-
ónum ísl. kr.
Ingólfs - Café
GÖMLU DAIMSARIMIR í KVÖLD.
HLJÓMSVEIT RÚTS KR. HANNESSONAR LEIKUR.
Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 7. sími 1 2826.
Lelkfélag Olafsvíkur
sýnir sakamálaleikritið Músagildruna eftir Agöthu
Christie í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, sunnudaginn
1 0. marz kl. 21.00.
Leikstjóri Benedikt Árnason.
Miðasala frá kl. 5. Simi 22676.
Leikfélag Ólafsvíkur.
Alþý6uhúsi6
HafnarfirÓi
HljómsveiHn
Dansleikur í kvöld frá kl. 9—2.
Er Alþýðuhúsið
að slá öll met?
Festi - Grindavík
Ugla sat á kvisti
LUDO SEXTETT
OG STEFÁN
SKEMMTA
Innifalið í aðgöngumiða vinningar til Kaupmanna-
hafnar. Aldurstakmark 18 ára.
Hótel
o
Akranes
Opið í kvöld
Hljómsveitin
NÆTURGALAR
HLÉGARÐUR
Stórkostlegt LAUGARDAGSKVÖLD
Hljómsveilin ÍSLANDÍA
ásamt söngvurunum Þuriði Sigurðardóttur og Pálma
Gunnarssyni skemmta.
Fjölmennið og skemmtið ykkur að Hlégarði.
Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 9 og 10.
UNGÓ UNGÓ
CHANGE
Sætaferðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 9.30.
Ungó Keflavík.