Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 12

Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 Rætt við Helga Tömasson Dalleltdansara PfVíst var mér strítt- strákur að dansa ballett minnkar og maður finnur, að vöðvarnir þola ekki sömu áreynsl- una og áður. Ballett er auðvitað list, það seg- ir sig sjálft. En hann er eins og allar aðrar listgreinar, þrotlaus vinna. Ég dreg stórlega i efa, að fólk geri sér ljóst, hvílíkt erfiði liggur að baki. Stundum vildi ég óska þess að ég hefði meiri tíma, gæti tekið lengri frí, verið meira með fjölskyldu minni. En það verður ekki á allt kosið. — Ertu íslenzkur dansari? Danskur? Eða bandariskur? Hann hlær við. — Það er nú svoleiðis, að það vilja allir eigna sér mig. Églærði í Danmörku og var þar lengi. Þegar ég kem þangað verða menn ósköp glaðir og tala um, að nú sé hinn þekkti danski dansari Helgi Tómasson kominn ... ! Ég hef tekið þátt í keppnum fyrir Bandarikin. Ég hef dvalið lengst af mínum starfstíma sem ballett- dansari i Bandaríkjunum og öðl- ast þar minn þroska sem listamað- ur. Ég bý þar. En ég er þó fyrst og fremst íslendingur. Og í Banda- rikjunum eryfirleitt talað um „fs- lenzka dansarann“. Og svo kem ég hingað öðru hverju — get sjaldn- ast nema tyllt niður tá, en alltaf er eitthvað sem dregur mig heim. Ég sakna fjölskyldu minnar, sem ég á hér og ég sakna landsins — kannski meira að segjgi íslenzka veðursins. Þvi er nú þannig farið, að þegar við erum langdvölum erlendis þá verður alltaf það góða og skemmtilega ofan á i endur- minningunum. Ég fæ aðallega fréttir að heiman í bréfum frá mömmu minni, stundum sé ég ís- lenzk blöð. Ef einhverjir stórvið- burðir gerast hér, eins og til dæm- is gosið í Vestmannaeyjum, er sagt frá því í bandarískum fjöl- miðlum. — Lifir jafn þekktur dansari og þú góðu lífi í New York? — Ef þú átt við, hvort ég moki inn peningum, þá geri ég það ekki. En við getum sagt að ég og fjölskylda mín höfum það harla gott. Við búum á Manhattan núna, í frekar lítilli íbúð, en með haustinu flytjun við í stóra íbúð, með tveimur góðum svefnher- bergjum og griðarstórri stofu. Það verður mikill munur. En ég græði ekki offjár, það er langt í frá. New York City Ballett er einkafyrirtæki, leikhúsið í Lin- coln Center f æst með mjög góðum kjörum. Og nú í ár fáum við í fyrsta skipti ríflega styrki frá ríki og borg. Það er til mikillar hjálp- ar. Annars er það svo að ýmsir aðilar, sem vinna að ballettsýn- ingu, hljómlistarmenn, sviðs- menn, tæknimenn, þeir eru stærri kostnaðarliður en dansar- arnir sjálfir. — Er mikið um ferðalög? — Nei, ekki hjá þessum flokki. Vegna þess meðal annars, að hann er svo fjölmennur, um níu- tíu manns, þar af um 15 sólódans- arar. En á sumrin förum við venjulega til Iítillar borgar ofar í New York ríki, Saratoga. Þar sýn- um við í útileikhúsi. Það eru eig- inlega einu ferðalögin nú. En meðan ég var til dæmis með Harknessflokknum ferðuðumst við um þver og endilöng Banda- ríkin. Ég held að það sé ekkert ofmælt sem hefur verið haft eft- ir mér hér 1 blöðum, að New York er höfuðborg ballettsins f heimin um nú — og reyndar fleiri list- greina. Og þvi er fengur að fá að starfa þar. En um öll Bandaríkin hefur áhugi á ballett aukist. I hverri smáborg eru nú ballett- skólar og ballett er í miklu meiri metum en til dæmis var þegar ég kom fyrst til Bandarfkjanna. — Konan þín var ballettdans- mær. Hún hefur alveg hætt að dansa? — Já, hún varð að gera það. Hún byrjaði um tíma aftur, eftir að eldri sonur okkar fæddist og dansaði i ár. En þá ferðuðumst við svo mikið, að það var ógern- ingur. En ég veit, að þar varð hún að taka erfiða ákvörðun. — En barátta og afbrýðisemi mikil innan þinnar listgreinar? — Hvar er ekki barátta? Og hvar stingur ekki afbrýðisemin upp kollinum? Hvort sem er í listum eða á venjulegum vinnu- stöðum. Það er alltaf einhver, sem vill vera í þínu sæti, en það er ekki alltaf víst, að hann eigi það alveg skilið. En ég get sjálfur ekki annað sagt en að ég sé ánægður með mitt hlutskipti, enda þótt allt sem áunnizt hefur hafi kostað þrotlaust erfiði. — I gamla daga — þegar þú varst að byrja í ballettinum. Var þér þá ekki strítt dálítið? — Jú, ég losnaði ekki við það, segir Helgi og brosir. — Mér var oft og mikið strítt strákur að dansa ballett. Oft langaði mig i aðra röndina til að hætta. Hvað rak mig áfram? Sjálfsagt áhuginn — kannski líka þrjóska. Ég vildi ekki gefast upp. En stundum tók ég þetta nærri mér. Þegar ég kom til Bidsteds í Þjóðleikhús- KVÖLDIÐ áður hafði flokkur hans haldið fyrstu sýningu í Þjóð- leikhúsinu við meiri hrifiningu og undirtektir er venja er að hinir hlédrægu íslenzku áhorfendur láti í ljós. Um kvöldið var önnur sýning og dansflokkurinn hafði æft í nokkrar klukkustundir. Svo var brunað upp í Hamrahlíð, þar sem móðir hans og stjúpi búa. Kona Helga, Marlene og Erik, sem er bara 2ja ára, höfðu verið á æfingunni, en Kristinn, sjö ára var heima tefldi skák við Guðjón, hálfbróður Helga. Forstofan var blómum þakin eftir frumsýning- arkvöldið, en úti var íslenzk rign- ing eins og hún gerist bezt. — Hafa íslenzkir áhorfendur vit á ballett, Helgi, eða fögnuðu þeir af því að þú ert frægur? Hann setur híjóðan við svona spurningu. Brosir. Segir: — Ballettinn er svo ung list- grein hér, að það getur verið, að áhorfendur hér hafi ekki alveg fullkominn skilning á ýmsum tæknilegum atriðum. En ég finn, að fólk hefur gaman af að horfa á ballett og án efa hafa þeir á tak- teinum sína skoðun á því, hvað þeim þykir gott. Og ég held að fólk hafi notið kvöldsins, þótt gaman og þá er tilganginum náð. Hvort það klappar af því að ég er frægur? Ég veit ekki. Kannski er það stolt af því að landinn hefur náð svona langt — við erum þann- ig Islendingar. — Hefur frægðin stigið þér til höfuðs? — Nei, það held ég ekki, segir hann eftir nokkra umhugsun. — Ballettinn er ekki þannig, að mað- ur þjóti upp á tindinn og sitji þar síðan með krosslagðar hendur í vellystingum praktuglega. Við verðum að vinna til að geta verið þar kyrr. Því að alltaf er ein hver I grennd við tindinn, sem kannski á ekki ófarinn nema nokkurn spöl. Svo að það kostar þvílíka vinnu, þvílíkt erfiði að halda sér þarna uppi, að ég held ekki að maður ofmetnist í þessari list- grein ... Hversu lengi ég get haldið mér í toppformi, veit ég ekki, heldur hann áfram. — Það er hægt að dansa hlutvek, sem ég geri núna til fertugs, kannski til 45 ára aldurs. Og kannsi er hægt að dansa lengur. En ekki á sama hátt. Einfaldlega vegna þess að líkaminn getur það ekki, hann ræður ekki við það. En þá er sjálfsagt hægt að velja dansa, sem eiga við þann aldur, sem maður er á og halda sér býsna lengi í topp- formi á þann hátt. Ballettdansari þarf aldrei að láta segja sér, þegar hann fer að gefa sig. Hann finnur það fyrstur manna. Þegar þrekið ppÞað ofmetnast enginn, sem nær upp á tindinn f minni listgrein, pvf að Daráttan er protlaus við að halda sér DarM Helgi ásamt móður sinni, Dagmar, og Kristni og Erik. Mariri'e og Helgi meðsynina Kristinn og Erik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.