Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974
Ingólfur
Jónsson:
Efna verður til kosninga, svo að sterk ríkis-
stjórn geti tekið til við að leysa efnahagsvandann
í gær lauk í neðri deild fyrstu
umræðu um frumvarp rfkis-
stjórnarinnar um skattkerfis-
breytingu.
í ræðu, sem Ingólfur Jónsson
(S) hélt við umræðuna, lagði
hann áherzlu á nauðsyn þess, að
efnt yrði hið bráðasta til nýrra
kosninga, þannig að ný ríkis-
stjórn með ríflegan meirihluta
þingmanna á bak við sig gæti
hafizt handa um að fást við þann
gífurlega vanda, sem nú blasir
við í efnahagsmálunum. Sú ríkis-
stjórn, sem nú sæti, væri gjörsam-
lega rúin öllu trausti, enda sæti
hún aðgerðalaus, þegar slíkur
vandi steðjaði að þjóðarbúinu
sem nú.
Lárus Jónsson (S) færði rök að
því í ræðu, sem hann hélt, að
raunverulega fæli skattafrum-
varpið ekki í sér 2,7 milljarða
tekjuskattalækkun, eins og rfkis-
stjórnin vildi halda fram, heldur
1 milljarði minna eða 1,7 millj-
arða lækkun. Stafaði þetta af því,
að fjármálaráðherra hefði ákveð-
ið skattvfsitöluna í fjárlögunum
154 stig í stað 166 stiga, eins og
eðlilegt hefði verið miðað við
meðaltalshækkun launa milli ár-
anna 1972 og 1973.
Fyrsti ræðumaður á fundinum í
gær var Bjarni Guðnason (Ff), og'
gerði hann nýgerða kjarasamn-
inga og efnahagsmálin i heild að
umtalsefni. Sagði hann, að strax
áður en blekið hefði verið þornað
í undirskriftunum undir kjara-
samningana hefðu skollið yfir
verðhækkanir á landbúnaðaraf-
urðum og ýmsum öðrum vöruteg-
undum, sem þúrrkað hefðu út
margra mánaða baráttu launþega
fyrir bættum kjörum. Þá rakti
Bjarni, hvernig kaupmáttur
launa ákveðins Dagsbrúnartaxta
hefði breytzt miðað við land-
búnaðarafurðir frá 14. júlí 1971,
er ríkisstjórnin tók við, og fram
til dagsins í dag. Setti hann kaup-
máttinn í 100 stig 14. júlí 1971 og
rakti síðan verðbreytingar á
ákveðnum vörutegundum og hver
kaupmátturinn væri nú miðað við
þær. Eftirfarandi kom m.a. fram
hjá þingmanninum:
•3
C
!C
> 2
Mjólk(ll) 12,60 32,60
Skyr(lkg) 27,30 73,00
Rjómi(ll) 119,20 266,00
Smjör (1 kg) 130,00 464,00
Ostur (45%) 122,00 313,00
Kart.(ókg) 50,00 182,00
‘Ctf
E
Q.
3
cs
X.
83.2
80,5
96,4
60.3
83,9
59,1
og alls staðar var kaupmátturinn
innan við 100 eða minni nú en 14.
júlí 1971, þegar- ríkisstjórnin tók
við. Sagði Bjarni þetta ömurlegan
lestur.
Þá taldi þingmaðurinn fram
ýmis dæmi þess, að ríkisstjórnin
hefði svikið málefnasamninginn.
Væri ljóst, að ásakanir stjórnar-
sinna í sinn garð um að hafa svik-
ið ríkisstjórnina hefðu ekki við
rök að styðjast. Það væri ríkis-
stjórnin, sem hefði svikið mál-
efnasamninginn. ,,Ég tek ekki
þátt í svona hringavitleysu," sagði
Bjarni Guðnason.
Síðar í ræðu sinni staðfesti
hann ummæli sín í Morgunblað-
inu í gær um, að hann myndi ekki
styðja þá söluskattshækkun, sem í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar fæl-
ist.
Lárus Jónsson kvað frumvarp
stjórnarinnar hafa nokkra kosti,
en þó meiri galla. Kostirnir væru
tveir: I fyrsta lagi sá, að launþega-
samtökin í landinu hefðu knúið
ríkisstjórnina til að breyta stefnu
sinni í skattamálunum og fara út í
neyzluskatta í stað beinna skatta,
þó að hér væri gert ráð fyrir allt
of háum neyzlusköttum. 1 annan
stað væri hér hreyft hugmynd um
skattafsláttarkerfi, þó að ákvæði
frumvarpsins þar um væru mjög
gölluð. Til dæmis mætti taka, að
ekki væri gert ráð fyrir að taka
upp staðgreiðslukerfi á sköttum
svo sem jafnhliða væri nauðsyn-
legt. Þá væru heldur ekki teknar
inn í myndina fjölskyldubætur og
ýmsar tryggingabætur, eins og
gert væri ráð fyrir í hugmyndum
um slikt afsláttarkerfi.
Megingallinn á frumvarpinu og
það, sem þyngst vægi, væri, að
gengið væri allt of skammt í lækk-
un tekjuskattanna. Þá rakti hann,
að tekjuskattslækkunin í frum-
varpinu væri 1 milljarð lægri en í
útreikningum rikisstjórnarinnar
kæmi fram. Það væri vegna þess
skollaleiks, sem fjármálaráðherra
léki með skattvísitöluna. Hefði
hann ákveðið í fjárlögunum, að
vísitalan skyldi verða 154 stig í
stað 166, eins og í minnsta lagi
hefði verið verjandi miðað við
hækkun launa milli áranna 1972
og 1973. Sú hækkun væri a.m.k.
30% í stað 25—26%, eins og gert
væri ráð fyrir í fjárlögunum. Ef
miðað hefði verið við rétta vísi-
tölu hefði persónufrádráttur orð-
ið heldur hærri skv. núgildandi
skattalögum en gert væri ráð
fyrir að hann yrðí í þessu frum-
varpi ríkisstjórnarinnar. Því væri
tekjutap rfkissjóðs vegna tekju-
skattslækkunar ekki 2,7 millj-
arðar heldur 1,7 milljarðar.
Þá sagði hann, að í frumvarp-
inu væri stefnt að miklu meiri
hækkun óbeinna skatta en ríkis-
stjórnin vildi halda fram, og ef
tekjuáætlun fjárlaganna yrði leið-
rétt miðað við forsendur eins og
þær væru nú, myndu tekjur árs-
ins hækka um 3.000 milljónir kr.
Þeim mun til viðbótar, sem i
þessu kæmi fram, ætlaði ríkis-
stjórnin sér að innheimta 5%
söluskatt og um 600 milljónir í
launaskatti.
Ingólfur Jónsson sagði, að ekki
væri sæmandi aðferð sú, sem
ríkisstjórnin viðhefði við þetta
mál, þegar hún segði, að engar
skattalækkanir yrðu samþykktar
nema frumvarpið í heild yrði sam-
þykkt. Þó væri vart hætta á, að
ríkisstjórnin stæði við þessi stóru
orð. Hefði fjármálaráðherra vafa-
laust létt í gær, þegar Gylfi Þ.
Gíslason lýsti þvi yfir, þó ekki
bindandi, að Alþýðuflokkurinn
myndi styðja 3V4% söluskatts-
hækkun. En Gylfi ætti, eins og
aðrir rétt á að endurskoða sina
afstöðu, þegar málið lægi ljósar
fyrir.
Ingólfur sagði, að í fjárlögum
yfirstandandi árs hefði kaup-
hækkun milli áranna 1972 og 1973
verið áætluð 26%. Raunveruleg
hækkun myndi þó hafa verið 32%
eða 23% meira en áætlað hefði
verið. í tekjuskatti gæfi þetta um
1.335 milljónir umfram áætlun
fjárlaganna. Þegar einnig væru
taldar aðrar hækkanir frá fjár-
lagaáætluninni, svo sem fyrirsjá-
anleg aukning innflutnings,
hækkun á tekjum hvers sölu-
skattsstigs, hækkun á launaskatti
vegna rangrar áætlunar um tekju-
aukningu á milli ára, innflutn-
ingsgjald og söluskattur af ben-
síni vegna verðhækkana á því,
léti nærri, að þessar hækkanir
yrðu samtals 5.150 milljónir
króna. Með þeirri 5%-stiga
hækkun á söluskatti, sem hér
væri gert ráð fyrir, bættust 4.000
milljónir við, svo að tekjuaukn-
ingin yrði 9.150 milljónir á árs-
grundvelli.
En ríkissjóður yrði einnig fyrir
auknum útgjöldum umfram það,
sem áætlað væri í fjárlögunum,
vegna hinnar miklu verðbólgu,
auk þeirrar skattkerfisbreyt-
ingar, sem fyrirhugað væri að lög-
festa. Mætti ætla, að gjöldin
ykjust um 6.550 milljónir kr. Yrði
þá hækkun tekna umfram gjöldin
2.600 milljónir. í tekjuáætlun
frumvarpsins væri gert ráð fyrir
5% söluskatti, sem gæfi 4.000
milljónir á ársgrundvelli, eins og
áður sagði. Tekjur umfram gjöld í
áætluninni hefðu verið, eins og
áður væri fram komið, 2.600 millj-
ónir. Þá upphæð mætti draga frá
4.000 milljónunum. Mismunurinn
yrði þá kr. 1.400 milljónir, eða
tæplega sú upphæð, sem 2% sölu-
skattur myndi gefa. Væri því
nægilegt að samþykkja 2% sölu-
skattshækkun til að ná þeim tekj-
um, sem þyrfti vegna breytinga á
skattkerfinu, væri miðað við
frumvarpið. Kæmi þó vissulega
til álita, hvort nauðsynlegt væri
að samþykkja nokkra söluskatts-
hækkun og hvort ekki væri eðli-
legra nú í verðbólgunni að lækka
útgjöld ríkissjóðs og draga úr
eyðslu.
Þingmaðurinn vék nú almennt
að þróun efnahagsmálanna og
sagði, að flestar greinar atvinnu-
veganna ættu nú í vök að verjast
vegna verðbólgunnar. Söluskatts-
hækkun færi beint út í verðlagið
og kynti undir verðbólgunni.
Ríkissstjórnin sæti aðgerðalaus
og horfði á, hvernig efnahagsmál-
in færu úr skorðum og atvinnu-
vegunum væri ógnað í verðbólgu-
flóðinu. Þessi ríkisstjórn væri
rúin öllu trausti og nauðsynlegt
að efna til kosninga til að unnt
yrði að mynda ríkisstjórn, sem
styddist við ríflegan meirihluta í
þinginu og væri fær um að takast
á við hinn gífurlega vanda, sem
að steðjaði.
Fleiri tóku ekki til máls og var
frumvarpinu vísað til 2. umræðu
og fjárhags- og viðskiptanefndar.
Pálmi Jónsson:
FRAMLOG TIL BYGGINGAR
ÍBÚÐARHÚSA OG GRÓÐUR-
HÚSA HÆKKI UM 66,7%
PÁLMI Jónsson (S) mælti sl.
mánudag fyrir frumvarpi til
breyfinga á iögum um stofnlána-
deild landbúnaðarins, sem hann
flytur ásamt tveimur öðrum þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins,
þeim Friðjóni Þórðarsyni og
Gunnari Gíslasyni. Er þar gert
Stjórnarflokkarnir deila
um Framkvæmdastofnun
I GÆR voru lögð fram í neðri
deild þingsins nefndarálit frá
fjárhags- og viðskiptanefnd
deildarinnar um frumvarp til
laga um Framkvæmdastofnun
ríkisins, en í frumvarpi þessu
lagði ríkisstjórnin til, að hag-
rannsóknadeild yrði klofin út
úr Framkvæmdastofnuninni og
stofnuð sérstök hagrannsókna-
stofnun.
Nefndin skiptist í afstöðu
sinni til frumvarpsins og voru í
gær lögð fram nefndarálit 1. og
2. minnihluta nefndarinnar. 1.
minnihlutann skipa stjórnar-
þingmennirnir Vilhjálmur
Hjálmarsson (F) og Þórarinn
Þórarinsson (F) ásamtGylfa Þ.
Gíslasyni (A), og leggja þessir
þingmenn til, að frumvarpið
verði samþykkt óbreytt.
2. minnihlutann skipa stjórn-
arþingmennirnir Gils Guð-
mundsson (Ab) og Karvel
Pálmason (SFV) og eru þeir
andvígir því, að stofnuð verði
sérstök Hagrannsóknastofnun.
3. minnihlutann munu svo
skipa fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í nefndinni, þeir
Matthfas Á. Mathiesen og
Ásberg Sigurðsson, en þeir
hafa ekki lagt fram álit sitt
ennþá.
Það er því greinilegt, að hér
er kominn upp ágreiningur
milli Framsóknarflokksins
annars vegar og hinna stuðn-
ingsflokka ríkisstjórnarinnar
hins vegar um framtfð Fram-
kvæmdastofnunarinnar. Engu
að síður var frumvarpið lagt
fram á sínum tíma sem
stjórnarfrumvarp. Gils og
Karvei leggja til. að frumvarp-
inu verði vísað til ríkisstjórnar-
innar og segja svo í nefndar-
áliti sfnu:
Þegar lög nr. 93/1971 um
Framkvæmdastofnun ríkisins
voru sett, voru með þeirri lög-
gjöf sameinaðar þrjár stofn-
anir: Efnahagsstofnunin, Fram
kvæmdasjóður íslands og At-
vinnujöfnunarsjóður, sem þá
fékk nafnið Byggðasjóður.
Ein af meginröksemdum
fyrir setningií laga nr. 93/1971
var einmitt þessi sameining
framangreindra stofnana, það
hagræði, sem af sameiningunni
leiddi, og þó einkum þau stór-
bættu vinnubrögð, sem samein-
ingin gæti haft í för með sér,
þar sem sérfræðingar á sviði
hagrannsókna, áætlanagerðar
og fjármagnsráðstafana gætu
nú unnið sameiginlega innan
einnar stofnunar undir einni
stjórn að þessum verkefnum, í
stað þess að vera sambandslitlir
hver í sínu horni.
Sá stutti tími, sem liðinn er
síðan Framkvæmdastofnun var
komið á fót, hefur að flestra
dómi sannað réttmæti þess, að
löggjöf um hana var sett á þann
veg, sem gert var. Hins vegar
heíur ekkert að höndum borið,
sem bendir til þess, að æskilegt
sé að kljúfa stofunina í tvennt,
hvað þá að þar sé um brýna
nauðsyn að ræða.
ráð fyrir, að framlög Landnáms
ríkisins til nýbygginga og endur-
byggingar á íbúðarhúsum á lög-
býlisjörðum utan þéttbýlis hækki
úr 120 þúsund kr. í allt að 200
þúsund krónur. Ennfremur að
framlög til bygginga gróðurhúsa
á garðyrkjubýlum verði hækkuð
úr 120 krónum á fermetra í 200
krónur.
Pálmi sagði, að þrjú ár væru nú
liðin síðan framlag til byggingar
íbúðarhúsa í sveitum var hækkað
síðast, en á þessu tímabili hefði
verðbólgan verið mun meiri en
áður hefði þekkzt. Byggingar-
kostnaður hefði og vaxið hraðar
en flestar aðrar verðbreytingar.
Því væri nauðsyn á því nú að færa Pálmi Jónsson alþm.
þetta í eðlilegt horf, ef ekki ætti
að hverfa frá þeirri stefnu að einskis virði að skömmum tíma
styrkja skuli þessar framkvæmd- iignum
lr- Með frumvarpi þessu væri gert
Með frumvarpi þessu væri lagt
til, að íbúðarhúsaframlagið og
framlög til byggingar gróðurhúsa
hækkuðu um 66.7%, sem væri
nokkru minna en hækkun bygg-
ingarvísitölunnar. Flutnings-
menn þessa frumv.arps teldu eðli-
legt og nauðsynlegt að vinna þann
mun upp með hækkuðum lánveit-
ingum.
1 nýframlögðum frumvörpum
rfkisstjórnarinnar, þar sem gert
væri ráð fyrir að leggja Landnám
ríkisins niður, kæmi í ljós, að þar
væri gert ráð fyrir, að umræddar
upphæðir ættu að vera óbreyttar
frá því, sem ákveðið var 1971.
Yrði þannig ekki annað séð en
það væri ætlun núverandi ríkis-
stjórnar að láta þessi framlög ét-
ast upp í eldi verðbólgunnar, því
að sýnt væri, að þau yrðu lítilseða
ráð fyrir hækkun í samræmi við
þær hækkanir, sem urðu á tíma
Viðreisnarstjórnarinnar á árun-
um 1962—1971.
Friðjón Þórðarson (S) sagði, að
samkvæmt hinum nýútkomnu
stjórnarfrumvörpum um stofn-
lánadeildina og jarðræktarlögin
virtist því vera slegið föstu, að
þessir styrkir færu aldrei fram úr
því, sem ákveðið hefði verið 1971.
Þá átaldi þingmaðurinn ríkis-
stjórnina fyrir þau vinnubrögð,
sem notuð hefðu verið við fram-
lagningu þessara nýju frumvarpa.
Þar væri f einu frumvarpinu
vísað f hitt, þ.e.a.s. aðeins væri
vitnað f frumvörp, sem væru á
umræðustigi. Þannig ætti að
þræla því í gegn að leggja Land-
nám ríkisins i rústir og dreifa
verkefnum þess í allar áttir.