Morgunblaðið - 09.03.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 09.03.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80 Áskriftargjald 420,00 kr á mánuði innanlands í lausasölu 2 5,00 kr. eintakið Eftir 1. umræðu um skattafrumvarp ríkis- stjórnarinnar í neðri deild Alþingis er orðið alveg ljóst, að frumvarp þetta nær ekki fram að ganga óbreytt. ítrekaðar fullyrð- ingar Halldórs E. Sigurðs- sonar um hið gagnstæða hafa reynzt á sandi byggð- ar. Ríkisstjórnin á nú tveggja kosta völ. Annar er sá, að ganga til samninga við stjórnarandstöðuflokk- ana um þær breytingar á frumvarpinu, sem sam- staða getur náðst um. Óhjákvæmileg forsenda þess, að slík samstaða geti náðst, er bersýnilega sú, að ríkisstjórnin falli frá kröf- unni um 5%-stiga hækkun söluskatts. Hinn valkostur- inn, sem ríkisstjórnin á, er að hún segi af sér, þar sem fyrir liggur, að hún hefur ekki lengur þingstyrk til þess að koma fram á Al- þingi frumvörpum, sem hún telur mikilvæg á sviði fjárhags- og efnahagsmála. Þriðja leiðin, sem fjármála- ráðherra hefur gefið í skyn, að rfkisstjórnin muni velja, þ.e. að samþykki þingið ekki söluskatts- hækkunina óbreytta muni engar skattabreytingar koma til framkvæmda, en ríkisstjórnin sitja áfram, eins og ekkert hefði í skor- izt, er slíkt pólitískt sið- leysi, að því verður tæpast trúað, að nokkur íslenzk ríkisstjórn mundi gera sig seka um slíkt. Þegar vinstri stjórnin knúði fram samþykki þingsins við breytingar á skattalögunum 1972, vör- uðu bæði Morgunblaðið og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eindregið við þeim og var á það bent, að þær mundu leiða til veru- legrar þyngingar skatt- byrði. Reynslan hefur nú leitt í ljós, að þessi gagn- rýni var á rökum reist. Hin gífurlega hækkun beinna skatta, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir veturinn 1972, mæltist mjög illa fyr- ir, og er verkalýðssamtökin mótuðu kröfur sfnar sl. haust var ein meginkrafan sú, að dregið yrði úr hinni óhóflegu skattabyrði. Þá var stjórnarherrunum einnig orðið ljóst, að þeir mundu ekki komast hjá því að draga úr beinum skött- um. Um þá meginstefnu að lækka beina skatta eru lík- lega allir þingflokkar sam- mála og táknar það grund- vallar stefnubreytingu hjá vinstri flokkunum, sem nú hafa í meginatriðum fallizt á þá afstöðu Sjálfstæðis- flokksins, að skattheimta beri fremur að fara fram í formi óbeinna skatta en beinna skatta. Hins vegar stóð það aldrei til, að í skjóli lækkunar beinna skatta gæti ríkisstjórnin skellt á stórfelldum nýjum sköttum. Morgunblaðið hefur sýnt fram á með töl- um, sem ekki hafa verið hraktar með rökum, að nettó-skattahækkun sú, sem ríkisstjórnin stefnir nú að, nemur um 4.7 milljörðum króna. Þessi vinnubrögð minna á það, þegar vinstri stjórnin ætl- aði fyrir einu ári að nota tækifærið vegna náttúru- hamfaranna í Vestmanna- eyjum til þess að skella á þjóðina nýjum sköttum, sem voru í engum tengsl- um við afleiðingar eldgoss- ins á Heimaey. Um þá meginstefnu að lækka beina skatta veru- lega á að geta tekizt sam- staða á Alþingi. Hins vegar er ljóst, að stjórnarand- staðan mun stöðva 5%- stiga hækkun söluskatts. Á Alþingi er augljóslega komin upp mjög óvenjuleg staða, sem mönnum hefur raunar verið ljóst, að gæti orðið að veruleika. Ríkis- stjórnin hefur þingmeiri- hluta í sameinuðu þingi en ekki í neðri deild. Skatta- frumvarpið er annað mál hennar á þessu þingi, sem ekki mun ná fram að ganga óbreytt. 1 desember gafst hún upp við að tengja tolla- lækkanir við söluskatts- hækkun, þar sem fyrirsjá- TVEIR KOSTIR anlegt var, að sú breyting mundi ekki ná fram að ganga. Nú stendur hún frammi fyrir þeirri stað- reynd, að hún hefur ekki þingstyrk til að koma skattafrumvarpinu fram. Þetta er sjálfhelda, vegna þess að stjórnarandstaðan hefur heldur ekki þing- styrk til að koma ríkis- stjórninni frá með van- trausti. Þjóðin stendur nú frammi fyrir æðisgengnari verðbólguöldu en nokkru sinni fyrr. Augljóst er að gera þarf ráðstafanir til að stemma stigu við þessari verðbólgu og vernda kaup- mátt launa launþeganna. Núverandi ríkisstjórn hef- ur ekki þingstyrk til þess að gera nauðsynlegar ráð- stafanir i efnahagsmálum. Sú leið er til að semja við stjórnarandstöðuna um einstaka mál eins og skatta- málin, en til lengdar duga þeir stjórnarhættir ekki. Þess vegna líður senn að því, að ráðherrarnir verða að gera það upp við sig, hvort þeir vilja hanga í stólunum í skjóli þess, að ekki er hægt að samþykkja á þá vantraust, en án þess að þeir geti stjórnað, eða hvort þeir taka þá einu manndómslegu ákvörðun, sem fyrir hendi er, en hún er að þeir segi af sér og að þjóðin verði látin kveða upp sinn dóm um stjórnar- hætti vinstri stjórnarinn- ar. Þíða og andóf HAAG — Hver eru áhrif þíð- unnar í samskiptum stór- veldanna á þau öfl, sem berjast fyrir auknu frelsi f ríkjum Austur-Evrópu? Um þetta eru tvær kenningar helztar: Sam- kvæmt þeirri fyrri á að draga úr krafti og útbreiðslu andstöð- unnar, jafnframt því að dregur úr spennunni á aiþjóðavett- vangi og samskipti við Vestur- lönd aukast. Þeir, sem aðhyllast þessa kenningu, teija, að bætt samskipti ríkja valdi því, að ráðamenn i kommúnistaríkjum taki að líta mildari augum á baráttu óánægðra minnihluta- hópa. Hin kenningin, sem hefur fengið byr undir báða vængi eftir að Solzhenitsyn var vísað úr landi í Sovétríkjunum, fjailar um hið gagnstæða. Sam- kvæmt henni munu hugmyndir um persónufrelsi og lýðræði eiga greiðari aðgang að fbúum kommúnistaríkjanna eftir þvi sem meira dregur úr spennu rikja á miiii. Þetta á svo að hafa þau áhrif, að árekstrar milli sjálfstæðra einstaklinga og stjórnvalda hijóti að aukast. í samræðum mínum að undanförnu við hlutaðeigandi aðila hef ég komizt á þá skoðun, að fyrri kenningin muni eiga við framan af, en sú siðari fylgja i kjölfarið og syrta í álinn, þegar stjórnir ríkja á borð við Sovétrikin gera sér grein fyrir því, sem verða vill. Um þessar mundir má sjá vís- bendingar um, að andófsmenn i Sovétríkjunum séu liðfærri en oftast áður, þar sem bætt húsa- kynní og almennt betri lífskjör draga slagkraftinn úr hluta þeirra. Sömuleiðis er sjálfstæð- um hugsunarhætti þeirra að nokkru leyti fullnægt með auknum tæknisamskiptum, sem rutt hafa ýmsum hindrun- um úr vegi og gert þeim fært að tileinka sér ýmsar hugmyndir, sem bannaðar eru opinberlega, með því að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar og hafa sima- samband við víni sína erlendis. Vel má vera, að lið andófs- manna fari nú minnkandi, en barátta þeirra, sem eftir eru, er harðvítugri en nokkru sinni fyrr. Tvö nöfn eru þó mest áberandi: Alexander Solzhenit- syn hinn óttalausi Nóbelsverð- launahöfundur, sem kvartar undan „almennri lögleysu", er ríki innan landamæra Sovét- rikjanna, og Andrei Sakharov faðir sovézku vetnis- sprengjunnar og heimskunnur visindamaður. Solzhenitsyn er dæmigerður fyrir þá frjálshuga baráttu- menn, sem öðru hverju koma fram í eínræðisríkjum, þar sem fremur er reynt að drepa sálina en næra. Solzhenitsyn hefur meðvitað stofnað til vandræða, vitandi að stöðug barátta hans er jafnframt hans bezta vörn. Hún heldur almenningsálitinu í heiminum vakandi fyrir hlut- skipti hans og annarra, sem hótaðer útrýmingu. Sakharov er ekki eins aðsóps- mikill, ekki eins baráttufús, en hefur engu minna hugrekki til að bera. Hann hefur að vissu leyti hætt öllu fyrir baráttu sina fyrir endanlegum sigri þess.sem kallað er „hugmynda- fræðilegur .samruni" — hug- mynd, sem eitt sinn var mjög vinsæl í Júgóslavíu —en þar er gert ráð fyrir, að kerfi hins marxiska sósíalisma og lýð- ræðislega kapitalisma renni að lokum saman. Hugmyndin gerír ráð fyrir, að þetta gerist með hægð, smám saman, en núverandi ráðamenn í Sovét- ríkjunum telja hana stórhættu- lega. Þeirvísa hvarvetna á bug hinni minnstu vísbendingu um þennan samrunaog haldaþessí stað fram endanlegum sigri þess, sem þeir kalla ennþá sósialisma. Sennilega hefur það komið Sakharov nokkuð á óvart, hversu sterka andstöðu hugmyndir hans vöktu, þegar hann setti þær fyrst fram á valdatíma Krúsjeffs, — og því hefur hann þótzt tilneyddur að hvetja Vesturveldin til að láta ekki of mikið undan Sovét- mönnum i nafni friðsamlegrar ! ' * :-i« JíeUrllorkStmes Eftir C.L. Sulzberger Alexander Solzhenitsyn sambúðar, fyrr en sovézk stjórnvöld sýndu í verki, að þau hygðust draga úr hömlurn á persónufrelsi og draga úr víg- búnaði. Með öðrum orðum, Sakharov er ekki jafn baráttu- glaður og berst kannski ekki með jafn dramatískum aðferð- um og Solzhenitsyn, en hann virðist engu að siður vera stað- ráðinn i að leiða til sigurs þær hugmyndir, sem hann trúir á, enda þó Sovétstjórnin visi þeim á bug og bandarískir ráðamenn hafí ekki enn gert sér grein fyrir gildi þeirra. Fyrir fáum árum var andóf sovézks almennings mun almennra en það er nú. Þegar barátta áðurnefndra U'eggja risa er undanskilin er sem bæði hafi fækkað og sljákkað i andófsliðinu. Þetta ber þó ekki vitni neinu umburðarlyndi stjórnarinnar, enda þótt ein- ræðisaðferðir hennar séu ekki sambærilegar við ótrúlega hörku á valdatíma Stalins. Nú virðist helzta vopn stjórn- valdanna fremur vera aðhald og ^ffelldar tilraunir til að sundra hópum óánægðra þegna. Sumum hópum andófs- manna er leyft að flytjast úr Andrei Sakharov Iandi, sumir hinna óánægðu hafa fengið ferðaleyfi til útlanda — og hafa þá í vissum tilvikum verið sviptir rikis- borgararétti meðan þeir voru í burtu. Stundum eru andófsmenn dæmdir til útlegðar i litlum og afskekktum þorpum, en aðrir neyddir til að gangast undir sálfræðilega meðferð, sem þeir þurfa ekki á að halda. Loks hafa svo þeir andófsmenn, sem minnst hafa úthaldið, linazt í andstöðunni, þegar lifskjörin hafa batnað og þeir geta not- fært sér einkabíia, betra hús- næði, sjónvarpstæki og jafnvel erlendar útvarps- og sjónvarps- sendingar. Þiða i samskiptum Sovét- ríkjanna við önnur riki gæti orðið stórhættuleg, sé henni ekki haldið innan þeirra marka, sem Sakharov hvetur til. En þíða innanlands, sam- kvæmt framangreindum að- ferðum, þar sem reynt er að sundra andstöðunni án þess að eyðileggja hana beinlínis, get- ur, án þess mikið á þvi beri, gengið af andófshugmyndinni sem tjáningu einstaklings- frelsis dauðri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.