Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974
Á myndinni sjást stjórnendur hljómsveitarinnar ásamt einleikurum
— t.v. Björn Ólafsson, Hlff Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Hauksson og
Gunnar Egilsson.
Tónleikar hljómsveitar
Tónlistarskólans í dag
TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja-
vík efnir til tónleika í Háskóla-
bíói í dag, laugardag, og hefjast
þeir kl. 2.30. Hljómsveit Tón-
listarskólans leikur, en stjórn-
endur eru Björn Ólafsson og
Gunnar Egilson. Einleikarar meS
hljómsveitinni eru þau Hlíf
— Þorskblokk
Framhald af bls. 32
nokkrar vikur. Sagði hann, að
heyrzt hefði, að fram hefðu farið
sölur á lægra verði, en næsta
sending Islendinga á Bandaríkja
markað verður ekki fyrr en seint í
þessum mánuði og því sagðist
Guðjón ekki á þessari stundu geta
sagt, hver íslenzkir seljendur
teldu, að markaðurinn yrði. ,,Tals-
verð óvissa er ríkjandi og menn
hafa líka dálitið ólíkar skoðanir á
þróun markaðarins," s'ágði
Guðjón.
Guðjón sagði, að nú væri mjög
lítið af blokk til sölu á markaðin-
um. Útflytjendur frá íslandi
hefðu gert sér grein fyrir því
nokkuð lengi, að stærsta spurn-
ingin fyrir íslendinga væri, hvað
gerðist í Japan og Kóreu. Fram-
leiðslan á Alaska-ufsa í Kóreu
væri á vegum Japana og mjög
mismunandi spár um það, hvað
liklegt væri að kæmi frá þessum
löndum. 1 fyrra komu frá Japan
um 60milljónirpunda af blokk og
spá sumir því nú, að þetta magn
geti meir en tvöfaldazt — geti
farið upp í 130 ti! 150 milljónir
punda á þessu ári. „Ef það verð-
ur,’‘ sagði Guðjón, „þá er ekki
nokkur minnsti vafi á því, að það
hefur áhrif á blokkarverðið al-
mennt, þar á meðal þorskblokk-
ina og allan okkar fisk." Aðrir
aðilar spá því, að um mjög litla
aukningu verði að ræða, úr 60
milljónum punda í 70 til 80
milljónir, og enn aðrir spá því, að
aukningin getí orðið 50% og verði
rúmlega 100 milljónir punda.
Sagði Guðjón, að íslenzkir söluað-
ilar hefðu verið í sambandi við
aðila í Japan og umboðsmenn í
Bandaríkjunum og væri Iangt frá
því, að mönnum bæri saman um
horfurnar. Þetta verður að koma í
ljós smám saman — sagði Guðjón
— og auki þeir framboð sitt um 50
til 100%, má gera ráð fyrir því, að
markaðurinn veikist.
íslendingar selja nú um það bil
35—40 milljónir punda af þorsk-
blokk á Bandaríkjamarkaði. Jap-
anir urðu á árinu 1973 í fyrsta
sinn stærsti seljandi blokkar á
Bandaríkjamarkaði, en frá Kóreu
kom litið á síðasta ári, en talið er,
að frá Kóreu geti komið um 30 til
40 milljónir punda á þessu ári.
Þaðan kornu á síðasta ári um 10
— Allt óákveðið
Framhald af bls. 32
kvæma breytingar á seldum
fatnaði — að afhenda hann kaup-
anda fyrir helgi eða á föstudegi.
Magnús E. Finnsson sagði, að
hann teldi líklegt, að Sláturfélags-
verzlanirnar yrðu framvegis
lokaðar á laugardögum, þótt þær
væru opnar í dag og yrði þetta þá
síðasti laugardagurinn, sem SS-
búðirnar hefðu opið.
Sigurjónsdóttir á fiðlu og Þor-
steinn Hauksson á pfanó.
Á efnisskránni eru: Konsert í
d-moll fyrir píanó eftir Bach, lítil
sinfónía fyrir blásara eftir
Gounod og konsert í d-dúr fyrír
fiðlu og hljómsveit eftir
Beethoven.
milljónir punda af ufsablokk, en
sú tala er innifalin í þeim 60
milljónum, sem frá Japan komu.
„Óhætt er að fullyrða," sagði
Guðjón B. Ólafsson, „að nú ríkir
mjög mikil óvissa um blokkar-
verðið og byggist það fyrst og
fremst á þessum mjög svo mis-
munandí spám." Þá ber að geta
þess, að vertíðin í Noregí hefur
verið slök og er almennt reiknað
með því, að framboð frá Noregi,
Danmörku, Færeyjum, Græn-
landi, Islandi og Kanada verði
ekki meira en á síðasta ári til
Bandaríkjanna. Eru það því Jap-
anir, sem ráða úrslitum um mark-
aðinn.
— Dreifing
Framhald af bls. 10
þjónustunni, og sé litið á mál
þetta í heild, þá eru misræmið og
misvöxturinn tvímælalaust orðin
mun meiri í síðast nefnda tilfell-
inu heldur en í sjúkrahúsa-
þjónustunni. Það er því höfuð-
verkefnið í heilbrigðisþjónust-
unni íslenzku að hefja nú þegar
aðgerðir til að samræma þar, sem
samræmis er mest þörf. Þannig
værí rétt forgangsröðun verkefna
í þessu sambandi og þá fyrst,
þegar fyrir liggur vönduð stefnu-
mótun varðandi þá áherzlu, sem
þjóðfélagið ætlar að leggja á
hvern um sig af þrem höfuðþátt-
um hei Ibrigðisþjónustunnar, er
hægt að byrja að gera sér að gagni
hugmyndir um sjúkrarúmaþörf-
ina.
Göngudeildir eins og lagt er til i
bréfinu er einn möguleiki af
mörgum, sem til greina koma.
S.G.J.
FÉLAGAR í björgunarsveitum
Slysavarnafélags Islands munu í
dag og á morgun ganga í hús og
bjóða fólki til sölu happdrættis-
miða f landshappdrætti Slysa-
varnafélagsins, en ágóða af happ-
drættinu á að verja til endur-
nýjunar tækjakosts félagsins, svo
sem til þess að standa undir
rekstri þess. Einkunnarorð happ-
drættisins eru: „Við þörfnumst
þin, þú okkar! — Styrkið slysa-
varna- og björgunarstarf S.V.F.
Þau 45 ár eða rúmlega það, sem
Slysavarnafélagið hefur starfað
hefur það bjargað á sjöunda
þúsund mannslifum, þar af um 2
— Golanhæðir
Framhald af bls. 1
beitt hafi verið skriðdrekaliði,
fallbyssum og eldflaugum. Urðu
aðalátökin við E1 Mari.
í fréttum frá Jerúsalem í kvöld
segir, að Sýrlendingar hafi haft í
hyggju áhlaup á Golanhæðir fyrr
i þessari viku, til að freista þess
að ná aftur þeim svæðum, sem
Israelar tóku í októberstríðirju.
Þegar Golda Meir skýrði frá
átökunum við Sýrlendinga i sjón-
varpi í kvöld var til þess tekið, að
hún virtist róleg og í hinu bezta
jafnvægi, þrátt fyrir erfiðleika
hennar undanfarna vikur við að
mynda ríkisstjórn.
— Bretland
Framhald af bls. 1
fram á fundi brezka verðlagsráðs-
ins.
Verkfallsvörzlu við brezku
kolanámurnar var hætt i dag og
mun vinna hefjast í þeim á ný
eftir helgina. Vmsir framámenn
innan samtaka kolanámamanna
hafa þó lagt á það áherzlu, að sam
komulagið við ríkisstjórnina sé
aðeins til bráðabirgða. Binda
margir vonir við, að ástandið á
brezkum vinnumarkaði komist nú
í sæmilegt horf að nýju, þegar
aftur verður tekin upp fimm daga
vinnuvika.
í AP-fréttum segir, að búizt sé
við, að verðhækkanir verði á
ýmsum nauðsynjavörum eftir
helgi, meðal annars muni egg,
ostur, smjör o.fl. matvörur hækka
til að koma á jöfnuði. Þá hefur
brezka Efnahagsstofnunin
reiknað út, að viðskiptajöfnuður
Breta á þessu ári muni verða
óhagstæður um 7,4 milljarða
dollara og ekki kæmiá óvart, þótt
um 600 þúsund manns yrðu
atvinnulausir í árslok. Þeir svart-
sýnustu hafa nefnt, að 1 milljón
manna gæti þá verið atvtinnulaus
og viðskiptajöfnuðurinn muni
vera óhagstæður um 10,9
milljarða dollara.
Stál- og raforkuiðnaðarver Breta
kaupa um 70% af brezkum kolum
og er búizt við allt að 30%
hækkun á kostnaðarverði á næst-
unni.
— Olíubannið
Framhald af bls. 1
lýst þvi yfir, að enginn fótur sé
fyrir fregnum um, að sú ákvörðun
að halda fundinn i Tripoli muni
frekar leiða til þess að tafir verði
á afnámi bannsins. Hann sagði, að
ráðherrarnir færu til fundarins
með opnum huga og myndu taka
þær ákvarðanir, sem Arabaþjóð-
unum kæmu bezt.
Ekki eru rnenn á einu máli um
líkurnar á því, að olíubanninu
verði aflétt á næstunni. Banda-
rikjastjórn hefur að undanförnu
pressað olíuframleiðsluríkin tölu-
vert og Nixon forseti hefur látið
að því liggja, að ef banninu verði
ekki aflétt fljótlega, kunni Banda-
ríkin að grípa til gagnráðstafana.
þúsund sjómönnum úr
strönduðum skipum. Hafa þessir
sjómenn verið dregnir á land i
björgunarstól, en fjársöfnunin
beinist einmitt að endurnýjun á
línubyssum og öðrum útbúnaði.
S.V.F.Í. á gífurlega mikið undir
því, að fólk sýni gjafmildi, þar
sem stuðningur ríkisvaldsins við
félagið hefur hlutfallslega
minnkað á undanförnum árum.
Það eru því vinsamleg tilmæli
slysavarnafélagsmanns, að
almenningur bregðist vel við, er
björgunarsveitarmenn i dag og á
morgun leita til hans um
fjárhagsstuðning. Enginn veit,
hvenær hann sjálfur þarnast
— 1,4 millj. kr.
Framhald af bls. 2
því heildargreiðsla G-lána á árinu
1973 samtals 78.1 millj. króna.
C-lán, veitt af hinu sérstaka
framlagi rikisstjóðs til smíði í stað
heilsuspillandi húsnæðis, sem
lagt er niður, nam 0.25 milljónum
króna. Lánið var veitt einu
sveitarfélagi tilsmiði einnar ibúð-
ar.
Þessi lán námu því samtals
1324,04 milljónum króna. Auk
þess voru á árinu 15 fram-
kvæmdaaðilum í byggingar-
iðnaðinum veitt framkvæmdalán
(rekstrarlán) úr Byggingasjóði
rikisins til smíði 603 ibúða — að
fjárhæð alls 202.36 millj. króna. Á
árinu var einnig slíkum lánum að
fjárhæð kr. 224.97 millj. breytt i
föst lán (E-lán), og er hér aðal-
lega um framkvæmdalán frá fyrri
árum að ræða. Lán þessi eru sem
kunnugt er veitt með þeim skil-
yrðum, að íbúðirnar séu seldar
fullgerðar á verði, sem húsnæðis-
málastjórn samþykkir.
Síðan segir í fréttatilkynning-
unni:
„Byggingasjóður verkamanna
greiddi á árinu 1973 lán samtals
að fjárhæð 69.95 millj. kr. til
smíði 159 íbúða í verkamanna-
bústöðum á 13 stöðum í Iandinu.
Á árinu hófust framkvæmdir við
smíði 60 íbúða í 5 byggðarlögum i
landinu. Til samanburðar má geta
þess, að á árinu 1972 hófust fram-
kvæmdir við smíði 85 íbúða á 7
stöðum í landinu/ á árinu 1971
hófust framkvæmdir við smiði 18
íbúða á 2 stöðum. Á síðasta ári
lauk formlega smíði 12 ibúða í 1
byggðarlagi í landinu, en mun
fleíri íbúðir voru teknar í notkun.
Á árinu 1973 komu til afhend-
ingar 205 nýjar 2ja og 3ja her-
bergja íbúðir úr IV og V. áfanga
Framkvæmdanefndar bygginga-
áætlunar. Auk þess var ráðstað
nokkrum eldri FB-íbúðum, sem
komu til endursölu. Stefnt mun
að því að ljúka á þessu ári og fyrri
hluta hins næsta byggingu 314
ibúða og er þá byggingaráætlun
þessari lokið.
Teiknistofa stofnunarinnar
seldi á árinu 1973 teikningar af
samtals 490 íbúðum, og er það
meiri fjöldi en nokkru sinni áður.
Þá vann stofnunin einnig áfram
að margvíslegum öðrum verkefn-
um til eflingar framförum í bygg-
ingariðnaðinum og hefur þeirra
flestra verið getið í almennum
fréttum á árínu.
Skylt er að taka fram, að eigi
hefði tekizt jafnvel til og raun ber
vitni um lánveitingar úr Bygg-
ingasjóði ríkisins á árinu 1973 ef
eigi hefði komið til sérstök og
mikilvæg fyrirgreiðsla Seðla-
banka íslands fyrir tilstilli félags-
málaráðherra. Var þar um bráða-
birgðaráðstöfun að ræða, sem að-
eins stendur skamman tfma. 1 því
sambandi má það koma fram, að
fjárhagur Byggingasjóðs rikisins
verður mjög þröngur á þessu ári
ef ekki kemur til stórfelld lang-
tíma-lausn til eflingar hag hans.“
aðstoðar Slysavarnafélagsins, sem
aldrei hefur horft í kostnaðar-
hliðina, hafi það átt þess kost að
veita aðstoð eða hjálp. Þá skal
mönnum bent á að félagar í
Björgunarsveitinni Ingólfi svara í
Kvöldvaka í
Dómkirkjunni
I LOK Æskulýðs- og fórnarviku
kirkjunnar verður haldin kvöld-
vaka i Dómkirkjunni n.k. sunnu-
dag 10. marz.
Slik samkoma hefur undan-
farin ár verið haldin að kvöldi
árlegs Æskulýðsdags þjóðkirkj-
unnar, ætíð við fjölmenni.
Á kvöldvökunni verður fjöl-
breytt dagskrá i umsjá ungs fólks.
M.a. mun æskulýðskór flytja
söngbálkinn „EÞlÓPÍA" eftir
séra Hauk Agústsson; höfundur
sér um undirleik. Fjallað verður
um ástandið í Konsó og sýndar
litskuggamyndir. Þá verður dag-
skrá með kristilegri poptónlist.
Kvöldvakan hefst kl. 10 — kl.
22, á sunnudagskvöld i Dómkirkj-
unni; i lok vökunnar verður tekið
við framlögum til hjálpar vegna
hungursneyðarinnar í Konsó.
— Krabbameins-
félagið
Framhald af bls. 3
stjórnartíð Bjarna að sjá um
fræðsluútgáfu og fræðslufundi
um land allt, auk fjáröflunar.
Gunnlaugur Snædal dr. med.
hefur verið formaður félagsins
síðan árið 1966. Kom glöggt
fram, er hann las starfsskýrslu
félagsins fyrir árið 1973 á aðal-
fundi þess í síðastliðnum mán-
uði, að störfin aukast stöðugt og
almenningur stvrkir félagið í
starfi með því að kaupa miða í
happdrættum þess, sem haldin
eru tvisvar sinnum á ári, auk
þess sem því berast gjafir og
áheit. Sfðar verður nánar sagt
frá því í blöðum, er fram kom
um félagsstörfin í seinustu árs-
skýrslu formanns.
Stjórn félagsins tók þá
ákvörðun að minnast þessa
merka afmælis með því að boða
til fundar fyrir almenning í
Norræna húsinu að kveldi
afmælisdagsins og kvnna þar
hin ýmsu störf félagsins í máli
og myndum.
Núverandi stjórn félagsins
skipa þau dr. Gunnlaugur
Snædal, sem er formaður, Alda
Halldórsdóttir hjúkrunarkona
ritari, Tómas Arni Jónasson
læknir er gjaldkeri og með-
stjórnendur eru: Baldvin
Tryggvason forstjóri, Guð-
mundur S. Jónsson eðlisfræð-
ingur, Páll Gislason yfirlæknir
og Jón Oddgeir Jónsson fram-
kvæmdastjóri.
A afmælisfundinum i gær
flutti ávörp, auk formanns
félagsins, dr. Gunnlaugs Snæ-
dal, þeir Magnús Kjartansson
heilbrigðisráðherra, Ólafur
Ólafsson landlæknir, Jón
Sigurðsson borgarlæknir og
prófessor ólafur Bjarnason for-
maður Krabbameinsfélags ís-
lands.
síma 20360 í dag og á morgun
milli klukkan 13 og 19 og takaþar
á móti happdrættismiðapönt-
unum. Verða miðarnir síðan
sendir heim til viðkomandi, óski
hann þess.
Við þörfnumst
þín - þú okkar!
íSSfgwiÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN
ÞÚ OKKAR!
STYRKIÐ SLYSAVARNA-
x OB BJÖRGUN6RSTARF
KAUPIÐ MIÐA!
rt \irí