Morgunblaðið - 09.03.1974, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MÁRZ 1974
19
BREF
Kæra vina mín!
Ég ætla að pára þér nokkrar
línur að gamni mínu, en fáar eru
fréttir til að segja þér, nema að
mér líður vel.
Byrjuðu ekki öll sendibréfin
okkar þannig í gamla daga, þegar
veröldin var enn þá ung og allir
góðir?
Það er mikil hamingja að geta
ornað sér við arineld góðra minn-
inga nú, þegar „heimur versnandi
fer“, og jafnvel speglarnir eru
farnir að verða svikulir. Eg legg
því til, að við beislum gandinn og
bregðum okkur til baka, heim,
þangað sem:
„Ljósin loftin fyllir
og loftin verðablá."
Ég greip prjónana og hreiðraði
um mig við hliðina á mömmu
minni. Hún var að nota rökkrið til
að tvinna band. Sjálfsagt var að
spara ljósmetið og draga það eins
og hægt var að kveikja.
Vinstúlka mín var nýfarin, hún
vildi fá mig með sér á skemmtun,
sem átti að halda um kvöldið. Það
var barnsvani hjá okkur að fara
saman á mannamót eða fara ekki.
Vinstúlka mín hafði hlotið þann
fágæta hæfileika, að geta numið
og sungið hvert lag, eftir að hafa
heyrt það í fyrsta sinn. Nú hafði
hún gengið fyrir glugga á húsi,
þar sem verið var að æfa kór, sem
átti að syngja á skemmtuninni um
kvöldið. Hún lærði lagið og söng
það fyrir okkur, en náði ekki
nema þessu úr textanum: „Ljósið
loftin fyllir og loftin verða blá.“
Það var von að hana langaði að
fara, til að læra fleiri lög, og svo
var alls staðar látið mjög mikið
með hana.
Ég var dálítið upp með mér af
því að eiga slíka vinstúlku hafði
heyrt suma segja, að Nína litla
væri laglegasta telpan í Borgar-
nesi, enda tók af öll tvimæli i því
efni, þegar okkar ágæti listmál-
ari, Ásgeir Bjarnþórsson, fékk
hana til að vera fyrirmynd að
„Smalastúlkunni“ sinni.
Ég gat vel sætt mig við að vera
heima, en það var verra að geta
ekki orðið við ósk vinkonu minn-
ar, fyrst að hana langaði svona
mikið að fara, en þess var ekki
kostur. Hún átti aðeins fimm
krónur fyrir sínum miða, en ég
átti ekki einn eyri. Ég hafði látið
sumarkaupið fyrir efni í upp-
hlutsbúning, því að stakkpeysan
var farin að þrengja að mér, og
skórnir voru orðnir ljótir.
Ég gat ekki beðið mönnnu um
peninga til að komast á rándýra
skemmtun, eftir að hafa verið
heima hjá henni í margar vikur
án þess að borga nokkuð með
mér.
Ég hafði fengið skarlatssótt, var
orðin frisk en ekki farin að vinna.
Ég rauf nú þögnina og sagði:
Mamma! Hefur konan, sem ég var
í vistinni hjá, nokkuð spurt eftir
mér?“
„Nei, ætli hún hafi haft svo
mikið gagn af þér.“
„Jú, ég gerði allt, sem hún bað
mig, svo skrapp ég kannski niður
á milli." Jú, ég skrapp víst niður á
milli, því að hálfsdagsvistin mfn
var uppi á lofti í húsi foreldra
vinstúlku minnar. Það var þenn-
an vetur, sem mamma hennar
sagði brosandi við okkur ungting-
ana: „Þið hljótið bráðum að vera
búin að dansa niður úr eldhús-
gólfinu.“
Vinstúlka mfn var heima þenn-
an vetur, og átti að hjálpa
mömmu sinni.
Ég átti alltaf mjög góðu að
mæta á þessu heimili, hjá ágætis-
hjónunum Halldóru Ölafsdóttur
og Jóni Helgasyni og börnum
þeirra.
Haraldur (Alli) var alltaf hinn
stóri, góði bróðir okkar allra. Svo
var það Ásbjörn, hann Ási með
kenningarnar og allt það. Þó að
hann væri yngri en við, máttum
við gæta vel að okkur, svo að hann
kvæði okkur ekki i kútinn. Þetta
voru hraðmælskir menn og skáld
góð. Svo var það hún G unna (Guð-
rún A. Jónsdóttir, skáldkona),
hún var ágætis unglingur, dálítið
dul. Dalla og Númi voru ræplega
fædd, þegar þetta var.
í stofunni inn af eldhúsinu var
oft setinn bekkurinn á kvöldin,
við spil, söng, kappræður, yrking-
ar, og fleira. Þessa kvöldsamkom-
ur í Jónshúsi voru þó sjaldnar
þennan vetur en endranær, vegna
þess, að Friðrik Þorvaldsson, gáf-
aður hugsjónamaður, kom á fót
kvöldskóla um haustið. Skóla-
gjaldið var fimmtíu krónur, svo
borguðum við nokkrar krónur
fyrir bækur. Þetta var fyrsti vísir
að framhaldsskóla í Borgarnesi.
Hvergi í heiminum er eins gott
til frú Bjarnínu S.
Jónsdóttur, Borgarnesi
að hugsa og það var þarna i hálf-
rökkrinu hjá mömmu, þessari
elskuðu, fáorðu veru, með fallegu
brúnu augun og dökka hárið. Ég
hélt áfram að láta hugann reika,
og auðvitað hélt hann áfram að
snúast um vinstúlku mína.
Kunningsskapur okkar byrjaði
þannig, að okkar góði Magnús
kennari vísaði þessari telpu til
sætis hjá mér, þegar við vorum
tíu ára og nýkomnar í þorpið úr
svei tinni.
Okkur kom hálf illa saman
fyrsta veturinn, ekki vissu þó aðr-
ir um það en við tvær. Upp úr
þessu nuddi og jagi okkar spratt
aldavinátta, sem aldrei hefur bor-
ið skugga á
Við sóttum víst ekki mikið
skemmtanir fyrstu árin í Borgar-
nesi, þó man ég eftir leiksýning-
um á „Happinu“ og „Gráa frakk-
anum“. Hins vegar man ég vel
eftir því, hve gaman okkur þótti
að ganga í hópi annars fólks til
kirkju að Borg, sérstaklega þegar
við fórumbeint yfirfytjarnar.
Alltaf sakna ég þess ágætasiðar
sem ég vandist heima í Borgar-
nesi, að allir, sem mögulega gátu,
mættu úti í skóla klukkan sex á
aðfangadagskvöld og hlýddu á
aftansöng. Á eftir tókst fólkið í
hendur og bauð hvert öðru gleði-
leg jól, það kom í staðinn fyrir
jólakort og gjafir.
Við komumst fljótt upp á lag
með að njóta þess að heyra séra
Einar halda ræður. Þegar hann
dó, vorum við svo heppin að fá
séra Björn Magnússon, siðar pró-
fessor, orðlagðan ræðuskörung.
Það hefur ef til vill verið þess-
um ágætu prestum að þakka, að
við unglingarnir vorum forvitin i
að hlusta á ræður og meta þær
eins og önnur mannanna verk.
Það var alltaf reynt að fá prest
eða aðra menntamenn til að flytja
erindi á skemmtisamkomum.
Þessi erindi voru oftast fræðandi
og hefðu sómt sér vel sem há-
skólafyrirlestrar, og hafa ef til
vill stundum verið það. önnur
erindi höfðuðu til mannúðarmála.
Söngurinn heillaði þó mest, að
minnsta kosti vinstúlku mína.
Á sumrin fórum við alltaf á
íþróttamótið. Sumarið áður varð
sú ferð dálitið söguleg vegna veð-
urs. Mótsstaðurinn heitir Naut-
hólar, þeir eru vestan við Hvítá,
rétt fyrir innan Ferjukot.
Við stelpurnar vorum i sumar-
vinnu, sin á hvorum bæ, mjög
nálægt Borgarnesi. Ég var á
Hamri í Borgarhrepp, en Nína á
Litlu-Brekku, sem er rétt fyrir
vestan Borg á Mýrum.
Ég skokkaði heim í Borgarnes,
þessa fimm kílómetra, eftir
vinnutima á laugardagskvöldið
fyrir íþróttamótið. Við höfðum
tryggt okkur far með Haraldi á
vélbát, sem þeir feðgarnir áttu, og
hét hann Hegri. Vegna sjávarfalla
urðum við að leggja frá landi
klukkan fimm á sunnudagsmorg-
un. Ekki voru aðrir á þilfari en
við tvær. Við settumst á kassa
undir stýrishúsið og byrjuðum
strax að syngja. Þegar báturinn
beygði út úr Brákarsundi og inn
fjörðinn, kom i ljós, að við sátum
áveðurs, og það var talsverður
norðaustanvindur. Haraldur kom
víst þrisvar upp úr vélarrúminu
og kallaði í okkur: „Stelpur, farið
f skjól, sitjið hinum megin við
húsið, ykkur verður kalt þarna."
Við hlýddum honum ekki. Við
vorum í keppni, höfðum ákveðið
að koma því af að syngja öll lög
sem við kunnum, á leiðinni.
Klukkan hefur í mesta lagi ver-
ið sex, þegar við komum á áfanga-
stað. Haraldur sagðist ætla að
skoða laxakláfa, þar tilmótiðyrði
sett, við réðum hvort við kæmum
með. Við kusum heldur að hafa
fast land undirfótum.
Við fundum nú, að okkur var
hrollkalt og fötin okkar blaut. Mig
var farið að logsvíða í andlitið
undan sjávarseltunni, sem vind-
urinn hafði úðað yfir okkur á
leiðinni. Gott hefði nú verið að
eiga ögn af kremi og púðri, en því
var ekki að dreifa. Ég þvoði mér
upp úr Hvitá, en það hjálpaði
litið.
Við hefðum haft nægan tíma til
að ganga heim að Ferjukoti, og
svo sannarlega hefðum við haft
gott af því að sitja inni í hlýju
húsi, þó ekki hefði verið nema
eina klukkustund. Við rötuðum
sjálfsagt ekkert og okkur datt
þetta ekki í hug. Við vorum bara
börn, þó að við værum orðnar
sextán ára. Við sögðum hvor ann-
arri sögur og skrítlur, alltaf nóg
til að masa um og hlæja að. Þetta
hefði verið öslitin ánægjustund,
ef okkur hefði ekki verið svona
voðalega kalt.
Ekki höfðum við nesti til að
grípa i, þessa sjö eða átta klukku-
tima, sem við vorum að norpa
þarna einar í móunum, ekki einu
sinni brjóstsykurmola, en við vor-
um ekki vanar slíku og hvorki
svangar né þyrstar.
Upp úr hádegi fór að fjölga í
Nauthólunum. Fyrst kom starfs-
lið mótsins og sló upp tjöldum,
síðan fóru mósgestir að tínast að.
Haraldur kom og gaf okkur heitt
og gott kaffi í stóru veitingatjaldi.
Það var vel þegið. Mótið var svo
sett á venjulegum tima með
stuttri setningarræðu, síðan hóf-
ust íþróttir: Sundkeppni í Grims-
á, sem rennur þar I Hvítá, önnur
íþróttakeppni fór fram á bökkun-
um við Hvítá, hlaup, stökk, og
fleira.
Rokið hélstallan daginn og ekki
sá til sólar. Fólk naut sín illa
vegna kulda, en hlustaði þó rólegt
á hið talaða orð, sem var sjálfsagð-
ur liður í dagskrá hverrar sam-
komu.
Þegar almennur samsöngur
hófst, gleymdu allir kuldanum.
Hvaðan af landinu, sem fólkið
var, kunnu allir sömu lögin. Það
var Ungmennafélagssambandið,
sem stóð fyrir íþróttamótunum.
Það var U.M.F., sem tileinkaði sér
ættjarðasöngvana og vann óafvit-
andi að útbreiðslu þeirra. Þó að
það hafi sjálfsagt ekki verið mikil
söngmennt í landinu á fyrstu ára-
tugum aldarinnar, þá var alltaf
einn og einn maður, sem eitthvað
hafði lært, og þessir menn æfðu
fólk í kórsöng, hver i sínu félagi.
Söngurinn fór eins og hitabylgj-
ur um hópinn. Hugsjónir skáld-
anna smugu eftir hverri taug inn
að hjörtum og hugirnir runnu
saman i eina sterka þjóðarsál.
Dans var að byrja á útipalli,
skreyttum trjágreinum, þegar við
urðum að leggja af stað heim, til
að geta flotið yfir grynningarnar i
ánni á háflæðinu.
Þrír heldri menn fengu að
fljóta með okkur, og nú sátum við
fimm í skjóli undir stýrishúsinu.
Ekki rámar mig neitt i það, hvern-
ig þessir menn litu út, ég hafði
nóg með að gæta þess, að ég
kveinkaði mér ekki, svo illa var
mér farið að liða, það var eins og
ég hryndi öll saman innvortis og
útlitið var sjálfsagt að sama
skapi: Hárið var hálfnað, með
hjálp vindsins, að brjóta sig laust
úr fléttingunum, og andlitið var
blátt og bólgið í marga daga á
eftir. Öðru máli var að gegna með
vinstúlku mína, hún var hin
sprækasta, hún söng og hló og
talaði við Reykvíkingana, sem
voru mjög hrifnir af henni, enda
var stúlkan mjög lagleg og snyrti-
leg, hvar sem á hana var litið.
Litarhátturinn var eðlilegur á
andlitinu, hárið og skotthúfan
sátu prýðilega á ungu og velsköp-
uðu höfðinu, þar með töldu því,
sem inni býr. Það var ekki á
henni séð, að norðaustanvindur-
inn, kældur yfir hájöklum Is-
lands, hefði verið að tuska hana
til siðustu tólf tímana sleitulaust.
Eg trúi því enn í dag, að það
hafi bjargað lifi minu, að mamma
mín tók af mér ráðin þetta kvöld.
Ég ætlaði að sjálfsögðu að labba
upp að Hamri áður en ég gengi til
náða, en ég var ekki fyrr komin
inn úr dyrunum en hún dreif mig
í rúmið, en fyrst varð hún að lofa
þvi, að vekja mig í tæka tíð næsta
morgun. Ekki gat ég borðað utan
tvo eða þrjá spæni af heitum
hafragraut. Klukkan sjö á mánu-
dagsmorguninn stóð ég á eldhús-
gólfinu á Hamri. Fólkið var ekki
komið niður, nema matseljan, það
varfarið að hvína í katlinum.
Næstu daga fannst mér það
kosta mig næstum óbærilegar
þjáningar, í hvert skipti, sem ég
dró hrifuna að mér eftir jörðinni,
þó fannst mér, að það myndi vera
enn þá verra að láta nokkum lif-
andi mann vita, að ég væri eftir
mig eftir að fara á skemmtun, ég
hélt að það væri skammarlegt og
pfndi mig til að fylgja hinu fólk-
inu út og inn við heyskapinn. Ég
verð að geta þess, að ég var hjá
ágætu fólki, og hefði það vitað
hvernig mér leið, hefði ég ekki
fengið að standa við útivinnu. Ég
hef sjálfsagt fengið hita af ofkæl-
ingu, en ég gat falið það, hvernig
mér leið, með því að þykjast vera
niðursokkin í að lesa skáldsögu,
þegar ég var inni, en gat þó ekki
lesið neitt. Elinborg blessunin
kom óbeðin með zinkpasta og
græddi „sólbrunann" áandlitinu
á mér. Eftir viku var svoöllþessi
martröð horfin.
Ég var komin upp að Hvanneyri
á jólaskemmtun i huganum, þeg-
;ir knúið var dyra. Ég spratt upp
og opnaði.
Vinstúlka min var talsvert há-
tiðlegri en venjulega, þegar hún
sté inn á gólfið og tók til máls:
„Það er kominn piltur úr ^sveit-
inni, vinur hans Alla bróður, og
þeir lögðu saman og gáfu mér
miða, svo að ég fór og keypti miða
handa þér fyrir minar fimm krón-
ur.“ Hún rétti mér miðann, sem
hún hafði fórnað sínum síðasta
eyri fyrir, og sagði: „Hérna, og
vertu nú reglulega fljót að búa
þig, skemmtunin byrjar eftir
klukkutima." Ég stóð kyrr í sömu
sporum, með miðan í hendinni og
horfði með aðdáun á eftir henni
og hugsaði eitthvað á þessa leið:
„Hún er engilL þessi stúlka."
Mamma svaraði hugsunum mín-
lun upphátt og leit glettnislega á
mig: „Já, það er margur knár,
þótt hann sé smár.“
Við urðum ekki fyrir vonbrigð-
um. Gamli barnaskólinn var fal-
legt hús. I þetta sinn var hann
smekklega skreyttur og allur und-
irbúningur hafði á sér viðhafnar-
brag.
Prófessor Sigurður Nordal hafði
verið fenginn til að flytja fyrir-
lestur um bókmenntir. Þiirður
Pálsson læknir söng einsöng við
undirleik frú Guðrúnar Jónsdótt-
ur frá Valbjarnarvöllum. Kvöld-
skólakennari kynnti ljóðaþýðing-
ar. Sýslumaðurinn, Guðmundur
Björnsson, flutti skemmtilega
ræðu og talaði meðal annars um
það, hve litið bros getur komið
miklu góðu til leiðar i samskipt-
um manna. Siðast en ekki sist
skal nefna séra Einar á Borg, sem
las frumsamin ljóð. Kórinn söng á
milli þátta og nú lærðum við allt
ljóðið:
,JLjósiðloftin fyllir
og loftin verða blá,
vorið tánum tyllir,
tindana á.“
Að minnsta kosti vinstúika mín
lærði öll hin lögin, sem kórinn
söng, ég lærði þau svo af henni,
eins og vanalega.
„Dansinn dunaði, uns dagur
rann,“ með almennri þátttöku,
svo að jafnvel ég fékk ekki frið
til að draga nokkrar ýsur, og er
þá mikið sagt.
„Hér gæti verið amen eftir efn-
inu.“ En það er eitt sem ég á bágt
með að skiljast við, vegna þess, að
ég hef aldrei fengið svar við
þeirri spurningu: Hvers vegna
vinstúlka min var svona úthalds-
betri, þarna í volkinu á iþrótta-
mótinu. Eg var þó hraustur ungl-
ingur og öllu vön, vissi varla hvað
þreyta var. Fljótt á litið vorum vð
alveg eins klæddar, i peysufötum
og þunnum frökkum utanyfir,
engar ullarpeysur, engir treflar
eða höfuðföt, utan skotthúfurnar.
Ég hef hana alltaf grunaða um að
hafa verið i ullarfötum undir
peysufötunum, en aldrei fékk ég
hana til að meðganga slíkt. Hún
sagði bara: „Það er margur linur
langur og stuttur stinnur, það
veistu, Gunna mín.“ Svo skellihló
hún svo hátt, að bollarnir skröll-
uðu í skápnum hjá henni.
Svona varst þú og ertu enn.
þó árunum fjölgi
og krónunum líka.
Þú lætur ei vita það
marga menn,
þómiðlandi gjöfum
sé höndþin
af varmanum ríka.
Þökk fyrir allt.
Kær kveðja til systkina þinna.
Tilhamingju með 11. marz 1974.
Lifðu heil!
Þín gamla vinkona
Gunna Brvn.
Norðmenn
gegn flot-
trollsveiði
Osló, 6. marz —NTB.
Á FUNDI þeim, sem nú stendur
fyrir dyrum hjá nefndinni um
fiskveiðar í Norður-Atlantshafi,
muni Norðmenn bera fram tiI-
lögu um bann við notkun flot-
trol ls við veiðar á þorski og ýsu að
því er Eivind Bolle sjávarútvegs-
ráðherra Noregs upplýsti í stór-
þinginu í dag. Þá hefur sjávarút-
vegsráðuneytið í athugun margs
konar aðgerðirtil að koma áraun-
hæfara eftirliti með þvf, að
alþjóðlegar samþykktir um
möskvastærð séu haldnar. Einnig
munu Norömenn leggja til á
fundi nef ndarinnar að rann-
sóknarlöggjöf verði vfkkuð þann-
ig, að imnt verði að fara um borð í
veiðiskip áður en trollið er tekið
inn tilað kanna útbúnaðinn.
Lög um starfs-
kjör launþega
FRUMVARP til laga um starfs-
kjör launþega var sl. mánudag
afgreitt sem lög frá Alþingi. Er
lögum þessum ætlað að staðfesta
þann skilning, að samningar
affildarsamtaka vinnumarkaðsins
um kaup og kjör séu bindandi
fyriralla vinnuveitendur og laun-
þega, án tillits tilþess, hvort þeir
eru aðilar að samtökum þeim,
sem undirrita kjarasamninga, eða
ekki.