Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 21

Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 21 Baltasar Þeir eru ekki margir Spánverj- ar, sem ílenzt hafa á íslandi, tekið íslenzkan ríkisborgararétt og lagt það fyrir sig að túlka eigin sýn á landi og þjóðlífi, líkt og á sér stað með Baltasar B. Samper, sem sl. laugardag opnaði hér í borg sína fjórðu myndlistarsýningu og það í stærsta og veglegasta sýningarsal landsins að Kjarvalsstöðum. I fimmtán ár hefur Baltasar dvalist hér og unnið að list sinni, starfað á auglýsingastofu, teiknað í blöð og bækur og málað málverk. I öllum þessum störfum hefur hann átt sérlega auðvelt með að rata réttu leiðina að hjörtum fólks, og virtist ekki gera sér sér- stakt far um torráðna myndræna glímu. í listrýni um síðustu sýningu þessa listamanns, sem hann hélt í Bogasal fyrir tæpum tveim árum, sagði undirritaður m.a. „Umbrotamikil átök við sjálfan efniviðinn og myndbyggingu eru hér ekki merkjanleg. Róman- tlskar stemningar þungra, dökkra jarðlita og tæknileg leikni sitja í fyrirrúmi. Baltasar er fyrst og fremst Spánverji í túlkunarmáta sinum, íslenzkt mótív megna ekki að hylja þá staðreynd, svo nokkru nemi. Mikið spursmál er reyndar, hvort honum væri ávinningur að því að reyna að vera annað og túlka einfaldlega umbúðalaust fslenzk fýrirbæri sem Spánverji." Er ég leit yfir þessa fyrri umsögn mína fannst mér rétt að endurtaka hana hér, einfaldlega vegna þess, að ég er þessum fram- slætti mínum ekki með öllu sam- mála varðandi núverandi sýningu hans og á þar við fyrstu setning- una, þar sem ég ræði um átök og umbrot. Átök og umbrot eru ein- mitt aðall beztu mynda þessarar sýningar, einkum í myndaröð þeirri sem listamaðurinn nefnir „Ecce Homo“, svo og portrettinu af Thor Vilhjálmssyni rithöfundi, og væri ég illa svikinn ef sú mynd er ekki merkasta framlag hans til þeirrar myndgerðar fram að þessu. Sú mynd ber af öllum slík- um myndum, sem ég hef séð frá hans hendi, og aðrar slikar myndir á sýningunni blikna við hlið hennar. Baltasar reynir ekki að fegra Thor á neinn hátt, heldur málar hann eins og persónan kemur honum fyrir sjónir, þræðir litt ytra útlit, það er nánast auka- atriði, hér er það hinn úfni og Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON ábúðarfulli karakter skáldsins og heimsborgarans sem máli skiptir, og einmitt þessvegna verður myndin sannfærandi og sláandi hliðstæða persónunnar. Ég veit ekki hvort Baltasar gerir sér ljóst, að með þessari mynd er hann að gera íslenzkri myndlist mikilsvert gagn, en svið portrett-listarinnar hefur verið næsta fáskrúðugt hér- lendis fram að þessu og listgrein- in misskilin, og þó eru þar einmitt faldir miklir möguleikar og sviðið víðfeðmt. Eg hélt því einmitt fram í fyrrnefndum listdómi, „Að trúlega myndu ýmsar tegundir nútíma portrett-listar teljast guðlast á íslandi. Sannverðug Iýsing á hinni ytri skel er mér harla lítils virði, því að hún er einungis ytri gerð persónu- leikans. Ytri gerð hlutanna er ekki persónuleiki þeirra, frekar en hýðið er aðaleigindi kartöflunnar. Öheiðarlegir menn geta haft barnslegt útlit, blá augu og fagurt bros, — og hvernig er þá mögulegt að lýsa persónuleika þeirra með nákvæmri eftirlíkingu þessara ytri einkenna einna? Skilningarvit mannsins eru ófull- komin og næmleikinn tak- markaður, en aftur á móti hefur hann af rlkum sjóði ímyndunar- afls að ausa, kunni hann að beita því, ásamt hugmyndaflugi, sem mjög þarfnast næringar. Mannin- um þurfa að veitast ný áhrif, — ný skynjun og nýtt líf þarf að spretta fram í nálægð hans, líkt og í sjálfu sköpunarverk- inu“... Myndin af Thor segir ein- mitt ekki svo lítið af því sem ég var að reyna að skilgreina með þessum orðum mínum, og þó að hún sé sjálfsagt ekki gallalaus opnar hún dyr til enn meiri átaka innan þess sviðs. Það hefur sannarlega ekki verið sársaukalaust að sjá ágæta íslenzka nútfmamálara þræða yfirborðið, er þeir hafa reynt sig við þessa listgrein líkast því sem þeir væru slegnir blindu á allt það, sem þeir áður höfðu haft I öndvegi í myndsköpun sinni. Þótt margt hafi verið ágætlega gert I mannamyndagerð á tslandi, hefur svið hefðarinnar jafnan verið heldur þröngt, og það var kominn tími til að sprengja það og herja á steinrunnin viðhorf. Viðleitni til þessa hefur verið að bæra á sér á undanförnum árum, en það er Katalónfumaðurinn hinn íslenzki Baltasar sem öllum að óvörum virðist hafa tekið forustuna í bili a.m.k. Og nú ber að fylgja fast eftir, með þrótti og orku skal brotist inn í frumefnið, sjálfa sál- ina og kenndir mannsins, og forma svo og móta með fjölþætt- um upprunalegum frumlægum krafti. Myndin af Thor ásamt myndaröðinni „Ecce homo“ eru þrátt fyrir allt ríkari að suðræn- um geðbrigðum Katalóníumanna en hrjúfu íslenzku yfirborði, en það skiptir ekki máli, heldur sú útvfkkun sviðsins sem hér á sér stað. Aðrar myndir á sýningunni eru flestar svipaðar því, sem mað- ur áður þekkir og kannast við frá hendi þessa listamanns, og undir- strika að hann er aðkomumaður í íslenzkri list og skal þannig veginn og metinn að verðleikum, og væri fráleitt að þjóna ósk- hyggju og krefjast þess að hann liti landið gegnum gler innfæddra málara, slík krafa væri fávizka. Ég hef horfið að því að draga það fram, sem mér hefur fundist bezt á þessari sýningu, hinu svið- inu hef ég áður gert nokkur skil i fyrri listdómi og sé ekki ástæðu til að endurtaka það hér, með því að hitt er svo miklu þyngra á metum sem lyftir þessari sýningu. Bragi Asgeirsson. Flokkur frá Heiðari, sem sýndi samkvæmisdansa. Kátína á barnaskemmtun Á barnaskemmtun þeirri, sem Félag ein- stæðra foreldra hélt í Austurbæjarbioi sl. laug- ardag og verður endur- tekin laugardaginn 9. marz, ríkti hin mesta kátína. Þar var margt til skemmtunar: ungir Ár- mannsdrengir sýndu fimleika, dansflokkur frá Heiðari Ástvaldssyni sýndi, litlar telpur frá Báru sýndu jassballett, lesin var upp saga, kaffi- brúsakarlarnir komu í heimsókn, syngjandi skessur léku listir sínar og pophljómsveitin Berlin lék. Margt fleira var til skemmtunar og undu hinir ungu áhorf- endur sér mæta vel. Hrafn, 8 ára, fór með söguna um hundinn Soldán við miklar undirtektir. Andarungakórinn söng við undirleik Sigurðar Rúnars. Af áhorfendabekkjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.