Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 22

Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974 Minning: Kristján Tryggvason klœðskerameistari í eiag fer frain frá Ísafjarðar- kirkju jarðarför Kristjáns Tryggvasonar klæðskeramei stara, en hann andaðist snögglega að morgni 1. marz. Kristján var fæddur að Vals- hamri i Geiradalshreppi í A- Barðastrandarsýslu 19. marz 1906. Foreldrar hans voru bæðí IIúnvetningar, móðir hans var Kristjana Sigurðardóttir frá Kjalarlandi á Skagaströnd, en faðir hans var Tryggvi Ágúst Pálsson, en hann var fæddur á Auðunnarstöðum í Víðidal. For- eldrar hans hófu fyrst búskap á Skálanesi í Gufudalshreppi í A- B arðastrandarsýslu, en fluttust þaðan að Valshamri, þar sem Kristján var fæddur. Frá Vals- hamri fluttust þau og bjuggu um tíma í Gufudal, en frá Gufudal fluttust þau að Kirkjubóii við Skutulsfjörð og þar bjuggu þau hjón rausnarbúi i næstum því 21 ár. Bæði þar og fyrr á lífsleiðinni skiptust á skin og skúrir í lífi þessa fólks, eins og margra ann- arra. Þegarég varbarn að aldri kynntist ég mjög vel foreldruin Kristjáns Tryggvasonar og heim- ilisfólkinu á Kirkjubóli, þvi að á milli fjölskyldu minnar óg þess- arar fjölskyldu var mikil og góð vinárra og var oft kom- ið á Kirkjubóli á þessum ár- um. Mér fannst vera mikill munur á þeim hjónum. Hús- freyjan, Kristjana, var þessi hægláta manneskja, sem fór svo lítið fyrir, vinnusöm með af- brigðum, lagði aldrei nema gott orð til allra manna og tók öllu því, sem að bar, með æðruleysi og lét aldrei á sér finna, hvort henni líkaði betur eða verr. Maður hennar var að mörgu leyti an- stæða við hana. Hann var opirv skár, ærslafenginn, mikill hug- sj ó nam að ur, f élags hy gg j u m að ur og dugnaðarforkur í öllum fram- kvæmdum. Hann lífði fyrirþað að vinna að félagsmálum, enda var honum falin forusta i fjölmörgum félagsmálum sveitar sinnar og héraðs á þeim árum, sem hann sat á Kirkjubóli, og raunar einnig á þeim árum, sem hann var búandi í Barðastrandarsýslu. En þó að mér fyndust þessar manneskjur ölíkar, þegar ég kynntist þeiin barn að aldrei, þá fann ég fljót- lega, að þau voru einnig lik. Þau áttu svo margt sameiginlegt, sem voru eðliskostir þeirra beggja. Þau voru bæði gestrisin, þau voru bæði góðgjörn og velviljuð og + Konan mln, SVANHILDUR BOGADÓTTIR, Stigahllð 6, lézt I Borgarspítalanum 7, þ m Helgi Gislason vildu allt fyrir alla gera, sérstak- lega þá, sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu. A þeim árum, sem þau hjón bjuggu á Kirkjubóli, byggðu þau upp jörðina, bæði íbúðarhús og öll peningshús og juku ræktun jarðarinnar mikið á þessum tíma. Kirkjubólsheimilið var talið með fremstu heimilum við Djúp á sínum tíma og þar var búið rausnarbúi, þar var mið- stöð félagsstarfs í Eyrarhreppi um langt árabil, en þar skiptust einnig á skin og skúrir i lífi þessa fólks, eins og flestra annarra. Þau urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa efnilegan son sinn, Sverri, úr spænsku veikinni áárinu 1918, en þá var skammt stórra högga á milli, því að aðeins þremur árum síðar missa þau annað elzta barn sitt, Guðmund búfræðing frá Hvanneyri, og á sama ári missa þau þriðja elzta barn sitt,Sigurð Pál. Þetta voru þung ár og erfið, en þessum sorgum tóku þau hjón á þann veg sem þeir einir geta gert, sem trúa á Guð sinn. Ég man alltaf eftir því, þegar þau Kristjana og Tryggvi fluttust frá Kirkjubóli til Reykjavíkur, hvað ég sá mikið eftir þessum góðu hjónum burtu úr byggðar- laginu. Ég kom oft til þeirra og sá þau oft, eftir að þau höfðu flutzt til Reykjavíkur, en þau létust há- öldruð, Kristjana lézt 18. nóvem- ber 1958, en Tryggvi andaðist 5. ágúst 1963 og vantaði þá viku á að vera níræður. Börn þeirra hjóna voru níu og eru nú við lát Kristjáns aðeins eftir á lífi Olafur Magnús og Tryggvi Frímann, báðir búsettir í Reykjavík og Aðalheiður húsfrú í Hnifsdal. En auk þeirra, sem látn- ir eru og áður er minnzt á, eru látin Sigríður húsfreyja á Kirkju- bæ við Skutulsfjörð og Snorri Geir gróðurhúsabóndi í Hvera- gerði, en hann andaðist á árinu 1969. Tryggvi átti dóttur áður en hann kvæmtist, Klöru húsfrú í Vestmannaeyjum. Þegar Kristján Tryggvason flyzt að Kirkjubdli er hann aðeins átta ára að aldri, svo að segja má, að Kirkjuból hafi verið fyrst og fremst hans bernskuheimili. Að- eins 14 ára að aldri fer hann i klæðskeranám til Þorsteins Guð- mundssonar klæðskerameistara á Ísafirði og lýkur prófi í iðn sinni á árinu 1924. Næstu tvo veturþar á eftir stundar hann nám í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík og lýkur þaðan prófi vorið 1926. Árið 1934 fer hann til Kaup- mannahafnar til framhaldsnáms í iðn sinni. Sama ár og hann lýkur prófi frá Samvinnuskólanum stofnar hann fyrirtækið Einar og Kristján á Ísafirði með Einari Guðmundssyni klæðskerameist- ara og ráku þeir klæðskeraverk- stæði og verzlun saman þangað til Einar lézt á árinu 1960. En næsta ár á eftir kaupir Kristján hlut Einars og rekur fyrirtækið þang- að til fyrir nokkrum árum, að t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI GUÐMUNDSSON frá Hellu, Hafnarfirði, lézt I St Jósepsspítala 8 þ m Anna Hannesdóttir, Ólafur Óskarsson, Hanna Glsladóttir, Erna Þorsteinsdóttir, Geir Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, ÞÓRARINN JÓNSSON, tónskáld, lézt I Landspítalanum 7 þessa mánaðar Ingibjörg Stefánsdóttir. hann verður fyrir heilsutjóni og leigir verzlanirnar, en á sitt hús eftir sem áður. Þeir félagar byggðu um árið 1930 myndarlegt og stórt hús á isafirði og þótti það á þeim árum bera vott um dugnað og bjartsýni ungra manna að fara út í slíkar framkvæmdir. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að þeirra fyrir- tæki hafi ávallt verið vel séð og við þá hafi öllum líkað vel að skipta, bæði þeim, sem seldu þeim félögum vörurnar, og ekki síður þeim, sem keyptu af þeim vörurnar. Báðir voru þessir menn traustir og áreiðanlegir í öllum viðskiptum. Kristján Tryggvason var sérstaklega félagslyndur mað- ur og átti gott með að umgangast fólk. Hann var léttur, kátur og skemmtilegur og hafði gaman af félagsstarfsemi. Ég áttí samleið með honum í félagsstarfsemi um mörg ár, og þó sérstaklega í Sjálf- stæðisfélagi ísfirðinga og full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna á isafirði, en þar átti hann sæti um langt árabil í stjórn. Hann var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn isafjarðar á árunum frá 1942—1962 og sat marga bæjar- stjórnarfundi. Hins vegar var hann aldrei aðalbæjarfulltrúi, en það kom til af því, að hann vildi ekki taka það starf að sér, en oft vissi ég til þess og átti þátt í að óska eftir því, að hann tæki sæti ofar á framboðslista. En hann vildi vera með, vinna og starfa fyrir flokk sinn og bæjarfélag, og ég minnist þess, að þegar bæjar- mál voru rædd eða stjórnmál, þá lagði hann aldrei annað en gott til mála. Stjórnmálin á isafirði voru hörð og óvægileg og oft sögð orð, sem betur hefðu verið ótöluð á milli anstæðinga á þessum árum, en ég minnist þess þegar ég lit yfir farinn veg, að Kristján Tryggvason var einn af þeim mönnum, sem vildu alltaf bera sáttarorð á milli og draga úr deil- um, þegar þær urðu mjög harðar og hann reyndi alltaf að finna andstæðingnum eitthvað til varn- ar og fannst sumum samherjum jafnvel stundum um of á þessum timum. Eftir á að líta kann maður vel að meta slíka menn sem Kristján Tryggvason. Maður kunni líka að meta hann á þeim árum, sem við áttum samstarf saman, því að hann var áhuga- maður um öll framfaramál síns byggðarlags. En Krisján Tryggva- son vann í fleirí félögum heldur en þessum, sem nú hafa verið nefnd. Hann var einn af stofnend- um Kaupmannafélags ísafjarðar, formaður þess frá byrjun og allt þangað til heilsan bilaði. Hann var félagi í Styrktarsjóði verzlun- armanna á Ísafirði og formaður þess félags um langt árabil. Enn- fremur var hann einn af stofnendum Frímúrarareglunnar ál-safirði og, að því er ég bezt veit, einn æðsti maður þess félagsskap- ar um langt árabil. Hann tók mik- inn þátt i starfsemi Tónlistar- félags ísfirðinga, en það var stofnað, að mig minnir, á árinu 1948 og hann átti sæti i skóla- nefnd Tónlistarskólans og vann fyrir hann gífurlega mikið starf, sem honum verður seint þakkað. Kristján kvæntist ágætri konu Margréti Finnbjörnsdóttur, 10. september 1927. Þeim hjónum varð þriggja dætra auðið, elztu dótturina, Huldu Bryndísi, misstu þau 1937, aðeins 10 ára að aldri, hinar eru Elisabet Guðný banka- fulltrúi i Reykjavík og Gréta Lind gift Sverri Hermannssyni al- þingismanni og eiga þau hjón fimm börn og tvö barnabörn. Ég hygg, að fáar stundir hafi verið ánægjulegri í ævi þeirra hjóna, Kristjáns heitins og Margrétar, en þær, þegar Gréta og Sverrir komu með börnin sín tii ísafjarðar á vorin, en þau voru oft langdvölum hjá afa og ömmu á isafirði og í sumarbústað þeirra á Grund við Skutulsfjörð. Það voru ánægjulegar stundir, sem þau áttu saman, og ég hygg, að fáar manneskjur hafi látið sig meira varða um börn sín og barnabörn heldur en þessi hjón. Kristján Tryggvason var léttur maður í lund, lífsglaður, var gjarnari á að sjá björtu hliðarnar á lífinu hverju sinni heldur en hitt, sem miður fór, hafði góð áhrif á þá, sem voru fremur fyrir það að tala um erfiðleikana og það, sem átti að vera betra. Hann kom f lestum i gott skap, hann hafði gaman af að spjalla um sin áhugamál og hann hafði einnig gaman af því að hlusta á áhugamál annarra. Hann var traustur og góður ísfirðingur og rótfastur í sínum bernskuslóð- um. Þegar hann veiktist fyrir tveimur og hálfu ári þá hvarflaði Olafur Hörður Ingi- marsson — Minning Fæddur 17. marz 1932. Iláinn 5. desember 1973. Þann 6. desember síðastliðinn barst mér sú harmafregn, að vin- ur minn og æskufélagi Ólafur Hörður Ingimarsson væri dáinn. Mér brá, því að ætið er það svo, að þótt það sé það eina, sem við erum viss um í þessu lífi, að eitt sinn skal hver deyja, verður okkur öll- um meira um, er menn í blóma lífsins hverfa yfir móðuna miklu. Ólafur heitinn fórst við störf sin um borð i vélskipinu Guðmundi Pétri 5. desember sl. Ég veit, að þar er genginn góður drengur, sem er harmdauði öllum, sem hann þekktu, ekki sízt konu og börnum hans þrem, sem hann unni svo mjög, og öldruðum eftir- lifandi foreldrum. Ólafur heitinn var fæddur i Reykjavík 17. marz 1932. Foreldrar hans voru þau sæmdarhjón María Amaiía Þórð- ardóttir og Ingimar Þorkelsson verkamaður, sem mörgum er kunnur af margra áratuga vinnu við höfnina í Rvík. Ólafur var yngstur fjögurra systkina. Hann byrjaði snemma að vinna til sjós og þótti afbragðs maður til allra verka, duglegur og samvizkusam- ur. Ég minnist þess, er við vorum samskipa, að alltaf var líf og kátína i körlunum á dekki, þegar Ólafur átti vakt. Ég kynntist Ólafi fyrst, er ég var sjö ára, vorum við upp frá því mjög nánir vinir og hef ég ætíð síðan litið á hann sem bróður minn. Leiðir okkar skildu þó brátt eins og gengur, við flutt- umst báðir burt úr Reykjavík um sama leyti, hann kvæntist á Bol- ungarvík og bjó þar með eftirlif- andi konu sinni, Guðnýju Kjart- ansdóttur, sem bjó honum þar elskulegt heimili og ól honum þrjú mannvænleg börn. Mér er margt i huga, er ég sting niður penna til að minnast gengins vin- ar, en ég ætla ekki að bregða út af vana Ólafs heitins heldur hafa sem fæst orð. Ég veit, að eftirlif- andi ástvinir eiga í huga sínum fagra mynd um góðan dreng og bið ég góðan guð að veita þeim styrk í sorg sinni. Mig langar að lokum að kveðja að honum og þeim hjónum að flytjast burtu frá isafirði og kaupa sér hús hér í nágrenni Reykjavikur. Við þetta áform hættu þau vegna þess, að þau vildu heldur, þegar á hólminn kom, búa áfram í húsinu sínu á ísafirði, njóta sumarblíðunnar í sumarbústaðnum fyrir botni Skutulsfjarðar, á Grund. Kristján kom til mín siðustu dag- ana, sem ég var heima í janúar- mánuði, og þá sagði hann mér, að nú væri heilsa sín öll að færast í betra horf og hann var eins og fyrri daginn bjartsýnn á, að hann væri kominn yfirþessa erfiðleika og nú gæti hann aftur unað glað- ur við sitt. Hann nefndi það við mig, hvað hann væri ánægður yfir því að vera aftur kominn heim til tsafjarðar og mega aftur njóta kyrrlátra, fagurra daga í sumar- húsinu sínu á Grund. Ég vissi, að hann meinti hvert orð af því, sem hann sagði. Hann var rótgróinn á isafirði, hann var rótgróinn i þeirri heimabyggð, sem hann fluttist til aðeins átta ára að aldri. En oft skipast veður skjótt í lofti og að morgni 1. marz fellur þessi ágæti drengur í valinn. Nú er hann horfinn sjónum okkar. Eftir lifir minningin um góðan dreng, gegnan mann. Sárastur er harmur eiginkonu hans, sem sér nú á bak góðum eiginmanni, góðum félaga. Hennar hlutskipti er erfiðast und- ir slikum kringumstæðum. Dæt- urnar, tengdasonurinn og barna- börnin sjá eftir góðum föður, tengdaföður og ástríkum afa. ísa- fjörður hefur misst einn af sínum ágætu sonum, einn af þeim mönn- um, sem sett hafa sterkt svipmót á þetta bæjarfélag um áratuga skeið. Mér finnst vera mikil breyting á götunni minni heima á ísafirði við fráfall Kristjáns Tryggvasonar. Þá hafa orðið mikl- ar breytingar heima, við Hafnar- strætið, á undanförnum árum og þessar breytingar halda áfram. En þannig gengur lífið. Nýir menn koma og aðrir fara. Við, sem þekktum þá, sem fara, höfum verið með þeim langan tíma, höf- um kunnað að meta þá, átt þá að vinum, við sjáum eftir þeim við burtför þeirra héðan úr þessu lífi. Ég sakna Kristjáns Tryggvasonar mjög innilega. Hann var góður, traustur og öruggur félagi og vin ur. Hann sýndi mér aldrei annað en vinskap öll þau ár, sem við áttum saman að sælda. Þenna ágæta félaga og vin kveð ég nú hinztu kveðju. Ég samhryggist innile^ hans ágætu konu, dætrum tengdasyni, barnabörnum og eft- irlifandi systkinum. Við minn- umst góðs manns og þegar ég heyri góðs drengs getið, þá mun ég ávallt minnast Kristjáns Tryggvasonar. Guðs blessun fylgi minningu hans. Matthías Bjarnason. Ólaf með orðum skáldsins, sem sagði: Að veruleikans stund og stað er stefnt við hinztu skil. þvi ekkert er til nema aðeins það sem ekki er til. Stanley.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.