Morgunblaðið - 09.03.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1974
23
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG er mikill ofsamaður og þarfnast hjálpar. Ég bið yður að
gefa mér ráð til þess að sigrast á þessu.
HINN forni vitringur, Plútarkus, sagði: „Ég hef
komist að raun um, að reiði er ekki ólæknandi, ef
menn vilja vinna bug á henni.“
Fyrsta skrefið er að viðurkenna, að það er rangt að
reiðast. Þetta hafið þér gert og beðið um hjálp.
Næsta skrefið er að játa þessa synd fyrir Guði. Þér
hafið sagt mér frá henni. Játið hana nú fyrir Drottni.
Hann hefur sagt: „Ef vér játum syndir vorar, þá er
hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss
syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti."
Því næst verðið þér að breyta venjum yðar. Þér
hafið til þessa gefið eftir fyrir bræðinni. Nú verðið
þér að taka yður á og hafa hemil á yður. Skapið er
eins og annað, sem eflist við notkun eða beitingu. Því
meir, sem þér látið undan skapofsanum, því verri
verður hann. Og á hinn bóginn, því meir, sem þér
hamlið á móti bræðinni, því meir bælið þér hana.
Því næst skulið þér biðja þess, að reiði yðar
breytist í réttláta vanþóknun. Reiðizt syndinni, sið-
leysinu og glæpunum í kringum yður! Hafið óbeit á
ranglætinu í heiminum og gerið eitthvað til úrbóta.
Pétur postuli var bráðlyndur. En heilagur andi náði
tökum á lundarfari hans, og þá öðlaðist hann djörf-
ung til þess að breyta rétt og vegsama Guð, djörfung,
sem hann hafði aldrei þekkt áður. Þetta er það, sem
Biblían á við, þegar hún segir: „Ef þér reiðizt, þá
syndgið ekki.“ Láttu vanþóknun þína verða til góðs,
en ekki ills.
Stefán Carlsson,
Stöövarfirði -Minning
Ég kynntist Stefáni Carlssyni
fyrst í maimánuði 1963. Hann var
þá maður hátt á sjötugsaldri, en
svo ungur í anda sem verða mátti
og hélt enda lifsfjöri sínu til
hinztu stundar. Hann var allra
manna glaðbeittastur og tók á
stundum litt á þeirri alvöru, sem
áhyggjusamir sendimenn i stjón-
málum töldu við hæfi i umræð-
unni. Þó fór því fjarri, að hann
var alvörulaus maður. Hann var
hins vegar við okkar kynni orðinn
svo reyndur í lífsins ólgusjó, að þá
ölduna sté hann af léttleik og
kippti sér ekki upp við smámuni,
Það hafði hann kannski heldur
aldrei gert. Þótt glaðværðin sæti
jafnan í fyrirrúmi þá duldist ekki,
að Stefán var einarður maður og
fylginn sér. Hann mun vafalaust
ekki hafa verið gefinn fyrir að
láta ganga á hlut sinn. Mér var
hann ákaflega hlýr og góður,
greiðvikinn og gestrisinn svo af
bar. Hann var ákveðinn stjálf-
stæðismaður og varð þar engu um
þokað.
Stefáni þótti vænt um þann
stað, Stöðvarfjörð, sem hafði alið
hann nálega allan hans aldur.
Maður er sagður koma í manns
stað, en sjónarsviptir mikill er í
mannlifi um Stöðvarfjörð, þegar
Stefán er genginn fyrir ætternis-
stapa. Þeir, sem leið eiga um,
munu sakna þess að eiga ekki
lengur erindi i skála hans við
þjóðbraut að taka í hönd þessa
heiðursmanns og hlýða á góðlegt
og glaðvært spjall hans litla
stund.
Ég sendi konu hans og ætt-
mennum öllum samúðarkveðju
mina.
Sverrir Hermannsson.
Með þessum fáu línum vil ég
kveðja tengdaföður minn, Stefán
Carlsson, sem andaðist að morgni
28. jan. s.l.
Ég man eftir Stefáni frá því ég
var barn, en kynntist honum ekki
náið fyrr en um tvítugsaldur.
Unglingur sá ég Stefán sem glæsi-
legan herramann, en eftir þvi sem
kynni okkar urðu nánari sá ég og
fann, að hans innri maður var
ekki minni herramaður. Meiri vin
og velgerðarmann hef ég ekki
eignazt.
Stefán var vinur vina sinna,
hjálpsamur við alla og kom ávallt
hreint og beint fram.
Aldrei heyrði ég hann tala illa
um nokkurn mann, jafnvel þótt
honumlikaði ekki gerðir einhvers
og gat sagt honum það umbúða-
laust, þá var hann vís með að taka
svari viðkomanda eftir að þeir
skildu. Þannig var Stefán, heil-
steyptur, heiðarlegur og hafði
mjög góða reglu við öll þau störf,
sem hann vann, hvort sem var
fyrir sjálfan sig eða aðra.
Stefán var fæddur á Fáskrúðs-
firði 15. sept. 1895, sonur hjón-
anna Petru Jónsdóttur ljósmóður
og Carls Guðmundssonar kaup-
manns og útgerðarmanns, en
fluttist með foreldrum sinum til
Stöðvarfjarðar um tveggja ára
aldur og ólst þar upp á fjölmennu
myndarheimili og átti heima þar
æ síðan, að undanteknum tveimur
árum.
A uppvaxtarárum sínum vand-
ist hann alls konar störfum, svo
Sigurður E. Stein-
dórsson framkvœmda-
stjóri — Minning
Látinn er hér í bæ, kunnur
Reykvikingur, Sigurður E. Stein-
dórsson, bifreiðastöðvareigandi.
Sigurður var fæddur að Ráða-
gerði hér i bæ, hinn 7. mai 1910 og
var þvi aðeins 63 ára er hann lézt,
hinn 4. þ.m.
Foreldrar hans voru -Steindór
H. Einarsson og kona hans Asrún
Sigurðardóttír og eru þau hjón
öllum eldri Reykvíkingum kunn.
Sigurður hóf snemma ævi sinn-
ar störf þjá föður sinum við hinn
umfangsmikia rekstur bifreiða-
stöðvar hans og öðlaðist fljótt
staðgóða þekkinu i öllu, er við-
kom rekstri og útgerð stórrar bif-
reiðastöðvar. Var stöð Steindórs
um langt skeið hin stærsta á land-
inu og var í mörgu brautryðjandi
um hvers konar nýjungar í þess-
um þætti samgöngumála landsins.
Teygði stöð þeirra feðga um eitt
skeið anga sína um allt Suður-
landsundirlendi og Reykjanes og
allt tii Akureyrar með áætlunar-
feðir sínar. Ljóst er því, að i
miklu var að snúast og ekki mikl-
um hvíldartimum fyrir að fara,
þégar umsvifin stóðu sem hæst.
Fæstir þeir, sem ferðalaga njóta i
þægilegum, öruggum og vel útlit-
andi bifreiðum, gera sér ljóst,
hver vinna liggur á bak við að allt
fari sem bezt úr hendi. Og við
þessa vinnu var ekki spurt um
það, þó að aðrir ættu fri, meðan
vinnan var sem ströngust,. Þó að
okkur finnist nú, að Sigurður sé i
valinn fallinn fyrir aldur fram, er
sem búskap, sjómennsku og af-
greiðslu ýmiss konar. Það var
hans aðalskóli. Þó var hann á
Bændaskólanum á Hvanneyri í
tvö ár.
ekki þar með sagt, að vinnutími
hans hafi verið skammur né af-
köstin smá.
Þeir eru nú orðin margir, ef frá
fyrstu tíð er talið, sem verið hafa
samstarfsmenn Sigurðar. Allflest-
ir komið til stöðvarinnar lítt vanir
og stigið þar sín fyrstu spor í
reynsluskóla atvinnulifsins.Farið
þaðan aftur reynslunni ríkari,
stofnað til eigin atvinnureksturs
eða tekið að sér veigameiri störf í
þjóðfélaginu. Flestir þeirra
munu, að ég hygg, ljúka upp ein-
um munni um það, að stöðin hafi
reynzt þeim góður skóli. Og um
þátt Sigurðar og vinsældir meðal
þessara manna efast enginn, sem
náið þekkir til. Sigurður var
ávallt næta vel liðinn meðal hinna
fjölmörgu starfsmanna stöðvar-
innar, viðmótsþýður og samvinnu-
lipur.Vildi hannöllmál vel reysa,
þar sem hann mátti ráða. Núver-
andi starfsmenn stöðvarinnar
munu sakna vinar i stað og senda
heimili hans og ástvinum hlýjar
samúðarkveðjur að leiðarlokum.
Sigurður var að eðlisfari hlé-
drægur maður og gaf sig litt að
störfum út á við. I stjórn Félags
sérleyfishafa átti hann þó sæti i
12 ár og formaður þess i 7 ár,
einnig átti hann sæti i Skipulags-
nefnd fólksflutninga um árabil
Hann var félagi i reglu Oddfell-
owa.
Heimili Sigurðar og velferð
þess var hans hjartansmál, enda
kvæntur hinni ágætustu konu,
Petrinu Jónsdóttur, Bjarnasonar
frá Isafirði. Bjó hún manni sinum
gott og indælt heimili, er reyndist
honum hinn bezti hvildarstaður
eftir oft erfiðan starfsdag. Börn
þeirra eru: Birgir, Hlöðver og
Auður. Erfitt var fyrir þau hjónin
að sjá á eftir elskulegri dóttur til
annarar heimsálfu, en velferð
hennar var þó í þeirra huga fyrir
öllu og sættu þau sig við þau
örlög, þó að erfitt væri. Sigurður
var sannur og ástrikur heimilis-
faðir og undir hans væng reyndist
gott að vera.
Sömu viðkunnanlegu Ijúfmann-
legheitin voru rikjandi í öllu
starfi Sigurðar við atvinnurekst-
urinn. Þar þekktist aldrei annað
en ánægjulegt samstarf, hvort
sem heldur var milli starfsmanna
eða við viðskiptamenn. Og sam-
vinna bræðranna um rekstur
stöðvarinnar var til sannrar fyrir-
myndar og i öllu hin ánægjuleg-
asta, svo sem vænta mátti.
Sjálfur hefi ég ríka ástæðu til
að þakka sanna vináttu, er staðið
hefur óslitið frá því fyrir 45 ár-
um, er kynni okkar hófust.
Frú Petrinu og fjölskyldu henn-
ar sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur, svo og Kristjáni
Steindórssyni og öðrum aðstand-
endum.
Blessuð sé minning Sigurðar E.
Steindórssonar.
Jón Brynjólfsson.
15. september 1918 kvæntist
Stefán eftirlifandi konu sinni
Nönnu Guðmundsdótturfrá.Þinga
nesi í Hornafirði. Hófu þau bú-
skap á Anhólsstöðum i Skriðdal,
og bjuggu þar í 2 ár, en fluttust
siðan til Stöðvarfjarðar aftur, þar
sem þau reistu glæsilegt og stórt
íbúðarhús Hól þar sem þau
bjuggu uppfrá því.Þau eignuðust
átta börn og eru sex þeirra á lífi,
en tvíburar, er þau áttu dóu í
frumbernsku.
Eins og áður er sagt, stundaði
Stefán ýmiss konar störf á Stöðv-
arfirði, búskap frá byrjun og
fram á seinni ár, afgreiðslu i
Kaupfélagi Stöðvfirxðinga í fjölda
ára, þar til hann setti upp sína
eigin verzlun. Póstafgreiðslumað-
ur var hann í yfir 40 ár, umboðs-
maður Olíuverzlunar Islands, um-
boðsmaður Almennra trygginga
og Happdrættis DAS. Meðan
Stefán starfaði hjá Kaupfélagi
Stöðvfirðinga sá hann um af-
greiðslu skipa, sem til Stöðvar-
fjarðar komu, og munu margir
minnast þess, hve áhugasamur
hann var um að láta skipin aldrei
bíða augnablik að óþörfu, var
ávallt kominn með uppskipunar-
bátana út að skipi áður en þau
höfðu látið anker falla. Þannig
var áhugi hans óbilandi.
Stefán var alltaf með þeim
fystu að tileinka sér allar nýjung-
ar, ég þeld að fyrsta miðstöðin,
sem kom i íbúðarhús á Stöðvar-
firði, hafi verið á Hóli, einnig var
hann fyrstur að raflýsa. Hann
keypti bil strax og einhver veg-
spotti var kominn á Stöðvarfjörð
til að keyra, og þannig mætti
lengi telja.
Öskandi væri, að margir Islend-
ingar líktust honum, þá væri okk-
ur öllum betur borgið.
Ég vil þakka það að hafa mátt
kynnast Stefáni Carlssyni svo ná-
ið, og einnig vil ég þakka honurp
og tengdamóður minni alla þá
hjálp, sem þau hafa veitt okkur,
og þær samverustundir, sem við
höfum átt saman á liðnum árum.
Guðblessi minningu Stefáns.
Aðstandendum bið ég blessun-
ar.
Svanur Sigurðsson.
— Messur á
morgun
Framhald af bls. 29
Asprestakall. Æskulýðs- og
fórnarvika kirkjunnar: Messa i
Laugarásbiói kl. 1.30 siðd. Barna-
samkoma kl. 11 á sama stað. Séra
Grímur Grimsson.
Elliheimilið Grund. Messa kl. 10
árd. — Séra Jón Bjarman prédik-
ar.
Heimatrúboðið Sunnudagaskólar
kl. 14.
Stokkseyrarkirkja. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Sóknarprestur.
Gaulverjabæjarkirkja. Æskulýðs-
samkoma kl. 9 sfðdegis. Sóknar
prestur.
Garðasókn. Barnasamkoma í
skólasalnum kl. 11 árd. Séra
Bragi Friðriksson.
Kálfatjarnarkirkja. Messa klukk-
an 2 siðd. Séra Bragi Friðriksson.
Kristniboðsfélögin i Reykjavik.
Sunnudagaskólinn er í Álfta-
mýrarskóla kl. 10.30. Öll börn vel-
komin.
Hafnarf jarðarkirkja Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 árd. Séra Bragi
Benediktsson ávarpar börnin.
Séra Garðar Þorsteinsson
Bænastaðurinn Fálkagötu 10.
Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa
klukkan 4 síðd.
3]a herb. íbúð
Roskin kona óskar eftir að leigja góða 3ja herb. íbúð frá
1. maí n.k.
Nokkur fyrirframgreiðsla kemurtil greina.
Tilboð merkt „1 458" sendist Mbl. fyrir 1 5 þ.m.
BAKKFIRÐINGAR
Árshátíð Bakkfirðingafélagsins verður haldin [ Dómus
Medica föstudaginn 15. marz 1974. Húsið opnað kl.
20,30. Bakkfirðingar í Reykjavík og nágrenni, mætið vel
og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
sem auglýst var í 3 7., 40. og 47. tölublaði Lögbirtingablaðssins 1 973
á Hraðfrystihúsi í Ytri-Njarðvík, eign Sjöstjörnunnar h.f., fer fram eftir
kröfu skattheimtu ríkisins i Keflavík og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á
eigninni sjálfri föstudaginn 1 5. marz 1 974 kl, 2 e.h.
Sýslumaður Gullbringusýslu.