Morgunblaðið - 09.03.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9, MARZ 1974
31
Sigrar Valur KR?
Fjórir leikir í 1. deild
ÞAÐ verður enn ein „stórhelgin"
í körfuboltanum um þessa helgi.
Alls verða leiknir fjórir leikir í 1.
deild, og tveir leikir í 2. deild.
Auk þess heldur Bikarkeppnin
áfram, og í henni veröur leikið á
mánudagskvöld.
Fyrsti leikurinn i 1. deild um
helgina er i Njarðvfk i dag, og
hefst kl. 14. Þá leika heimamenn
við Borgarnes. Njarðvíkingar eru
með sterkara lið, en UMFS virðist
vera að rétta úr kútnum, ef dæma
má eftir leik liðsins við KR um
fyrri helgi.
Kl. 16 í dag leika ÍR og HSK á
Seltjarnarnesi. Fyrri leik liðaiina
lauk með tveggja stiga sigri ÍR,
svo HSK menn eiga harma að
hefna i dag. Að vísu er ÍR-liðið
sterkara nú en þá, en þess má
einnig geta að HSK tapaði eftir
framlengdan leik gegn Ármanni
um síðustu helgi. Síðan leika KR
og ÍS. í fyrri leik liðanna sigraði
KR með 10 stiga mun, en IS liðið
er í mikilli framför þessa dagana,
á sama tíma og KR hefur sýnt
misjafna leiki. Að þessum leikj-
um loknum leika Snæfell og
UMFG í 2. deild.
Staðan
1 körfuknattleik
KR 8 7 1 724:601 14
Valur 9 7 2 814:707 14
Ármann 9 7 2 814:704 14
IR 8 6 2 737:639 12
UMFN 8 3 5 620:650 6
IS 7 2 5 557:605 4
HSK 8 1 7 585:667 2
UMFS 9 0 9 575:777 0
Stighæstir:
Þórir Magnússon, Val 234
Kolbeinn Pálsson, KR 199
Kristinn Jörundsson, ÍR 186
Gunnar Þorvarðarson,
UMFN 182
Jón Sigurðsson, Ármann 178
Bragi Jónsson, UMF’S 172
Bragi Gunnar, IS 166
Birkir Þorkelsson, HSK 155
Kolbeinn Kristinsson, IR 153
Þröstur G uðmundsson,
IISK 142
Jóhannes Magnússon, Val 137
Kári Marísson, Val 132
Villur dæmdar á lið:
IS 145.
UMFN 171.
IR 172.
HSK 178.
KR 187.
UMFS 195.
Valur 223.
Ármann 240.
Brottvísun af velli:
UMFN 5.
IS 7.
IR 8.
HSK 9.
UMFS 11.
KR 11.
Ármann 12.
Valur 12.
gk.
Á Seltjarnarnesi á morgun
hefst keppnin kl. 18 með leik
Snæfells og UMK i 2. deild, en
síðan er komið að stórleik helgar-
innar, leik KR og Vals í t. deild.
— Valsmenn eiga nú i fyrsta
skipti möguleika á að vinna sigur
í 1. deild, en til þess að svo megi
verða þurfa þeir að leggja KR á
ÞÓTT engir leikir verði í 1. deild-
ar keppni Islandsmótsins í hand-
knattleik um þessa helgi verður
leikið frá morgni til kvölds bæði I
Hafnarfirði og í Laugardalshöll-
inni. Er þar um að ræða leiki f
yngri flokkunum, en nú er farið
að síga á seinni hluta keppni
þeirra vngri.
Um helgina fara einnig fram
úrslitaleikirnir í 3. deildar keppn-
inni og eigast þar við Stjarnan úr
Garðahreppi og Þróttur frá Nes-
kaupstað. Seinni leikurinn verður
í Hafnarfirði ásunnudag.
Aðrir meistaraflokksleikir, sem
fram fara um helgina, eru eftir-
taldir.
I 1. deildar keppni kvenna leika
Víkingur — KR, Armann-Valur
og Fram — FH í Laugardalshöll-
inni á morgun. Má þarna búast
við skemmtilegum leikjum, eink-
um leik Ármanns og Vals, en
þann leikþurfa Valsstúlkurnarað
vinna til þess að eiga möguleika á
að halda titli sinum. Þá kynni
einnig svo að fara að jöfn viður-
eign yrði milli Fram og FH, en
FH-stúlkurnar hafa komið nokk-
Sundmót
í Keflavík
BOÐAÐ hafði verið til sundmóts
Keflavíkur 10. marz, en af óvið-
ráðanlegum orsökum varð að
fresta mótinu og er ákveðið, að
það fari fram 17. marz n.k.
Keppnisgreinar á sundmötinu,
sem er öllu sundfólki opið til
keppni, verða eftir taldar: 100
metra bringusund drengja (16
ára og yngri), 100 metra skrið-
sund kvcnna, 50 metra bringu-
sund stúlkna (14 ára og yngri),
100 metra skriðsund karja, 50
metra bringusund telpna (12 ára
og yngri), 50 metra skriðsund
drengja (14 ára og yngri), 50
metra bringusund drengja (12
ára og yngri), fjórboðsund
drengja (14 ára og yngri), 100
metra bringusund kvenna og 100
metra bringusund karla. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að berast
i síma 2842 í Keflavik.
morgun. Liðið var mjög gott í
leiknum gegn UMFN um s.l.
helgi, og með leik svipuðum þeim
ættu þeir að hafa möguleika gegn
,,Vesturbæjarljónunum“ sem enn
hafa forustu í deildinni og hyggj-
ast ekki láta hana af hendi. Það
verður eflaust enginn svikinn af
uð á óvart með góðri frammlstöðu
sinni i mótinu til þessa.
Um næstu helgi hefst svo 1.
deildar keppnin í karlaflokki að
nýju og leika þá Valur og Þór
nyrðra.
Hljóm-
skálahlaup
Á MANUDAGSKVÖLDIÐ verður
Bikarkeppni Körfuknattleikssam-
bandsins fram haldið og þá leikn-
ir lokaleikirnir í 1. umferð. Fyrri
leikurinn er milli KR og Fram.
Þessi lið hafa aldrei keppt saman
í m fl. áður, og varla þarf að
fjölyrða um úrslit þessa leiks.
Hinir ungu leikmenn Fram sem
eru á góðri leið með að sigra í 3.
deild verða að berjast af alefli til
að forðast stórtap.
Síðan er leikur ÍR og IS, aðal-
leikur 1. umferðarinnar.
Sfðast þegar þessi lið mættust,
en það var i íslandsmótinu á dög-
unum, þá sigraði ÍS, og því ættu
þeir ekki að geta gert það aftur i
kvöld? Það má bdast við hörku-
leik.
Keppnin verður í Laugardals-
höllinni, og hefst kl. 20.
ÍR — ÍS
í bikarnum
IR-INGAR hafa ákveðið að gera
fjórðu tilraunina til að halda sitt
þriðja Hljómskálahlaup á þessum
vetri, en hingað til hefur slæmt
veður og færð hindrað að keppni
þessi gæti farið fram. Áformað er
að hlaupið fari fram n.k. sunnu-
dag kl. 14.00 og hefst það að venju
við Hljómskálann. Keppendur
eru hvattir til að mæta stundvís-
lega til skráningar og númeraút-
hlutunar.
að sjá þessa viðureign. gk.
Handknattleikur:
Kvenfólkið keppir
og úrslit í 3. deild
Landsflokkaglíman
LANDSFLOKKAGLlMAN 1974
verður háð laugardaginn 30. marz
n.k. i Iþróttahúsi Vogaskólans í
Reykjavík og hefst kl. 14.00.
Glímt verður i þremur þyngdar-
flokkum fullorðinna og auk þess í
Vörðu
titil sinn
RODNINA og Aleksander Saitzev
frá Sovétrikjunum urðu heims-
meistarar i listhlaupi á skautum,
sem fram fór í Munchen nýlega.
Þau urðu einnig heimsmeistarar
siðast, þegar keppt var um þenn-
an titil.
unglinga-, drengja- og sveina-
flokki.
I flokkt fullorðinna verður
skiptingin þannig:
1. þyngdarflokkur yfir 84 kg.
2. þyngdarflokkur 75—84 kg.
3. þyngdarflokkur undir 75 kg.
I sveinaflokki er aldurinn
14—15 ára, í drengjaflokki
16—17 ára og í unglingaflokki
18—19 ára.
Ákveðið er að landsflokkaglim-
unni verði sjónvarpað af mynd-
segulbandi.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast mótanefnd GLI, i pósthólf
997, fyrir 17. marz n.k., með ná-
kvæmum upplýsingum um aldur
ogþyngd keppenda.
Grótta bætti
stöðu sína
GRÖTTA bætti enn stöðu sina í 2.
deildar keppni Islandsmótsins i
handknattleik i fyrrakvöld, en þá
fór liðið norður á Akureyri til
keppni við KA. Var þessi viður-
eign hin skemmtilegasta, en
henni lauk með sigri Gróttu
29—25 eftir að staðan hafði verið
16—14 f.vrir KA í halfleik. Það
var einkum góður leikkafli Gróttu
í upphafi seinni hálfleiks, sem
skipti sköpum í leiknum. Nánar
verður sagt frá þessari viðureign
toppliðanna i deildinni síðar.
Pierre Vogel og Natacha kona hans.
Svissneskur mál-
ari sýnir í Rvík
Kári Eiríksson sýnir í Genf
UNDANFARNA daga hefur
staðið yfir sýning á verkum
svissneska listmálarans Pierre
Vogel í sýningarsal að Skipholti
37. Er þar sýnt 21 verk, 10
olíumálverk og 11 teikningar.
Sýningin er opin fram til
sunnudagskvölds.
Pierre Vogel er 35 ára að
aídri. A yngri árum var hann
mikið í ferðalögum, m.a. i far-
mennsku, en tvítugur að aldri
ákvað hann að helga sig málara-
listinni. Framan af voru litir og
form steinaríkisins honum mjög
hugstæð viðfangsefni, en nú er
raunveruleikinn honum tilefni
til myndgerðar, en með
frjálsri túlkun, eins og
Natacha, eiginkona málarans
orðaði það, en hún var túlkur i
samræðum Pierre og blaða-
manns Mbl.
Pierre er fyrst og fremst list-
málari, en hefur mjög gaman af
að fást við að búa til alls kyns
hluti — til að fá nánari skilning
á formi þeirra — og svo eins til
að hafa gagn af þeini. Meðal
nýjustu hlutanna, sem Pierre
hefur þannig gert, er filmu-
framköllunarvél og sítar að ind-
verskum hætti. Er Pierre
áhugamaður um sitartónlist og
þekkir persónulega sjálfan
Ravi Shankar, kunnasta sitar-
leikara heims.
Pierre Vogel hefur haldið
hátt í 20 einkasýningar og tekið
þátt í álíka mörgum samsýning-
um. Auk margra sýninga í S viss
hefur hann verið með sýningar
i Þýzkalandi, Austurríki,
Frakklandi, á Norðurlöndum
og í Suður-Ameriku. Sýning
hans hér á landi er þannig til
komin, að forstjóri sýningar-
salarins „Atríum Artis" i Gefnf
ætlar að efna til sýningar á
verkum Kára Eiríkissonar i
haust, en í staðinn sá Kári um
að koma upp sýningu Pierre
Vogels hér á landi.
Pierre og Natacha komu
hingað til lands á föstudag i
síðustu viku og opnuðu sýning-
una um helgina, en héldu siðan
utan á miðvikudagsmorgun —
þó með töf vegna hreyfilbruna
Loftleiðaþotunnar. Á þriðju-
daginn kemur verður opnuð
sýning á verkum Vogels i Genf
og sama dag kemur út i Sviss á
vegum samtakanna, sem fyrir
sýningunni standa, bók um
Pierre Vogel og list hans, með
fjölmörgum myndum og skrif-
um eftir þrjá menn: blaða-
mann, listgagnrýnanda og
heimspeking, sem býr i Paris
og er fróður mjög um málara-
list.
Bláðamaður spurði Pierre
Vogel hvernig Island og Islend-
ingar hefðu komið honum fyrir
sjónir í þessari stuttu viðdvöl.
Hann sagði:
„Ég er mjög hrifinn af þvi
hvernig fólkið, sem er mjög
gáfað, getur lifað hér góðu lífi
þrátt fyrir harðneskju náttúr-
unnar og veðurfarsins — hvað
hér er hægt að gera margt.
Fyrir listamann er mjög áhuga-
vert þetta sérstæða samband
milli mannsins og harðrar
náttúrunnar. — Einnig er
landslagið áhugavert fyrir lista-
menn; ég hef séð hér yndislegt
form — vatn og steina, sem ég
hefði áhuga á að mála."
Prófkjör í
Grindavík
SJÁLFSTÆÐISMENN í
Grindaxík efndu í siðustu viku
til prófkjörs fvrir sveitar-
stjórnakosningarnar í vor
meðal allra félaga í sjálfstæðis-
félögunum í hreppnum. Gevsi-
leg þátttaka var í prófkjörinu
og greiddu allir félagsmenn at-
kvæði nema einn.
Prófkjörið snerist um skipan
manna i þrjú fvrstu sætin, og
urðu úrslitin þau, að Dagbjart-
ur Einarsson framkvæmda-
stjóri hlaut flest atkvæði, þá
Sigurpáll Einarsson iðnnemi og
Ólina Ragnarsdóttir varð
þriðja. Voru þau öll með vel
yfir 50% greiddra atkvæða.
Sálmabókin
HERMANN Þorsteinsson hjá
Hinu íslenzka bibliufélagi
hringdi til Morgunblaðsins í
gær vegna greinar, sem Júlíus
Ólafsson ritaði i Morgunblaðið,
en þar vitnar Júlíus i ummæli
höfð eftir Hermanni 24. 7. '73
um að fyrra upplag sálinabók-
arinnar hafi verið eiit þúsund
eintök. I þessari. tilvitnun úr
Morgunblaðinu hafði prent-
villupúkinn fellt niður eitt núll,
þannig að upplag bókarinnar
var 10 þúsund eintök. Var þetta
leiðrétt í Morgunblaðinu dag-
inn eftir, en því miður hefur
Júlíus ekki séð þá leiðréttingu.
Óskaði Hermann eftir að þetta
kæmi fram.