Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1974, Blaðsíða 1
Víkingur meistari eftir 34 ára bið Liðið fékk ekki á sig mark í mótinu, vann Val 4:0 í síðasta leiknum VlKINGAR urrtu Reykjavfkur- meistarar í knattspyrnu að þessu sinni. Á sunnudagskvöldið unnu þeir lið Vals með fjórum mörkum gegn engu og hlutu því níu stig í mótinu af 10 mögulegum. Vík- ingsliðið tapaði ekki leik f mótinu og fékk ekki á sig mark f leikjun- um fimm. Þá skoraði Víkingsliðið einnig flest mörk liðanna, eða 11 talsins. Liðin eru 34 ár sfðan Vík- ingar urðu Revkjavíkurmeist- arar, það var árið 1940 sem Vík- ingur vann mótið og er það í eina skiptið fram til þessa, sem Vík- ingur hefur orðið Reykjavíkur- meistari. Hinn góða árangur sinn í Reykjavíkurmótinugeta Vikingar þakkað baráttu og dugnaði liðs- heildarinnar. Vikingsliðið er ekk- ert stjörnulið, heldur skipað jafn- góðum einstaklingum, sem allir leggja sitt af mörkum. Mörk Vík- ings i leiknum gerðu Jóhannes Bárðarson (3) og Öskar Tómas- son. Átti Jóhannes sérlega góðan leik að þessu sinni, var beinlinis óstöðvandi. Allir aðrir leikmenn Vfkingsliðsins léku vel, en sér- stök ástæða er að nefna leik Ólafs Þorsteinssonar. Ölafur lék einn sinn albezta leik og átti ekki svo lítinn þátt í að færa Víkingum kærkominn Reykjavíkurmeistara- titil. Til gamans má geta þess, að er Víkingar urðu Reykjavikur- meistarar árið 1940 var Þorsteinn Olafsson faðir Ölafs einn af mátt- arstólpunum í Víkingsliðinu. Það erekki ný bóla hjá Víkings- liðinu að fara vel af stað á vorin, það hefur gerzt áður, en þegar komið hefur verið fram á sumarið hefur liðið svo oft dalað og ekki verið fugl né fiskur. Stígi vel- gengnin Víkingsliðinu ekki til höfuðs má þó reikna með því MARTIN Peters, sá sfðasti úr enska heimsmeistaraliðinu frá 1966, var ekki valinn í enska landsliðið gegn Wales á laugar- daginn. Það var Joe Mercer eftir- maður Ramseys til bráðabirgða, sem valdi liðið, og þó að hann veldi það úr hópi, sem Ramsey hafði upphaflega valið, var engin af HM-stjörnunum með. Englend- ingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn ,engu og höfðu allt- af frumkvæðið f leiknum. Stan Bowles skoraði fyrra markið — sitt fyrsta mark með enska lands- liðinu — og Kevin Keegan það síðara. Á Iaugardaginn léku einnig í Bretlandseyjakeppninni írar og Skotar og fór leikurinn fram á Hamden Park í Glasgow. írar brugðu ekki út af vananum og unnu eins og þeir hafa gert á sterku í íslandsmótinu, sem senn fer f hönd. Valsliðið átti vægast sagt dapr- an dag í ieiknum gegn Víkingi, enda áhugi leikmanna í algjöru lágmarki. Leikmenn liðsins þurfa að taka sjálfa sig taki, setja f sig hörku og þá ætti árangurinn ekki að láta ásér standa. -áij. Hamden Park í fjórum síðustu leikjum þessara liða þar. Það var Newcastle leikmaðurinn Tom Cassidy, sem skoraði markið f lok fyrri hálfleiksins. Leikurinn var harður og áttu írarnirfrumkvæði — þrír leikmanna liðsins voru bókaðir. Litla bikarkeppnin LOKASTAÐAN í Litlu bikar- keppninni varð þessi: IBK 6 4 1 1 9:3 9 IA 6 3 0 3 7:9 6 FH 6 2 1 3 3:7 5 Markhæstir urðu: Steinar Jóhannsson, ÍBK 4 Jón Ölafur Jónsson, IBK 3 Matthías Hallgrímsson, IA 3 Síðasta HM-stjarnan út í kuldann Jafnt hjá FH og IBK og Blikarnir gáfu gegn IA FH OG ÍBK gerðu marklaust jafntefli í síðasta leik litlu bik- arkeppninnar f Kaplakrika á föstudaginn. Úrslit leiksins skiptu ekki máli, þar sem Kefl- víkingar höfðu þegar tryggt sér sigurinn f mótinu. Breiðabliksmenn gáfu leik sinn gegn ÍA, sem fram átti að fara á Akranesi á laugardaginn. Höfnuðu Blikarnir því í neðsta sæti í mötinu, hlutu fjögur stig, Skagamenn hlutu 6 stig og á milli þessara liða urðu FH-ing ar með 5 stig. Hjálmur hlaut Grettisbeltið einnig í öðru sæti þar með 34 stig Hjálmur Sigurðsson, l'MF Vík- verja, varð glímukappi Islands, er hann sigraði í íslandsglím unni, sem fram fór fyrir nokkru. Hjálmur vann einnig fegurðar- glímuverðlaunin. Alls tóku 6 keppendur þátt í Islandsglímunni að þessu sinni, 2 frá HSÞ, 1 frá Armanni, 1 frá KR og 2 frá Vfkverja. Kjartán Berg- mann Guðjónsson setti glfmuna. Ölafur H. Óskarsson var glfmu- stjóri og Hafsteinn Þorvaldsson yfirdömari. Guðmundur Agústs- son afhenti verðlaun, en Sigurður Ingason sleitmótinu. Hjálmur Sigurðsson varð glímu- kappi Islands að þessu sinni eins og áður sagði og varðveitir því Grettisbeltið fram að næstu ís- landsglímu. Hjálmur lagði alla andstæðinga sfna og hlaut 5 vinn- inga. Pétur Yngvason hlaut 4 vinninga, Jón Unndórsson 3, Ingi Yngvason 2, Guðmundur Freyr Halldórsson 1 og Kristján Yngva- son engan vinning. Hjálmur Sigurðsson hlaut 38 2/3 stig fyrir fagra glímu eðá glímuhæfni, Pétur Yngvason varð og Ingi Yngvason varð þriðji með 33 stig. Hjálmur Sigurðsson með Grettis- beltið og bikarinn sem hann hlaut fvrirglfmuhæfni. Reykjavfkurmeistarar Vfkings, fremsta röð frá vinstri: Bjarni Gunnarsson, Jóhannes Bárðarson, Kári Kaaber, Diðrik Olafsson og Jón Ölafsson fyrirliði liðsins. Miðröð: Örn Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Ögmundur Kristinsson, Eirfkur Þorsteinsson, Helgi Helgason. Aftasta röð: Anthon.v Sanders þjálfari, Stefán Ilalldórsson. Öskar Tðmasson, Ölafur Þorsteinsson, Gunnar Örn Kristjánsson. Þórhallur Jónasson og Ilafliði Pétursson. A myndina vantar Hafstein Tómasson og Gunnlaug Kristf innsson. r Alafosshlaup Sigurður P. Sigmundsson og Ragnhildur Pálsdóttir ui’ðu sigur- vegarar f Álafosshlaupinu, sem fram fór á laugardaginn. Hlaupið var frá vegamötum Úlfarfellsveg- ar að Alafossverksmiðjunum, um 6 km f karlaflokki og helmingi styttri vegalengd hjá stúlkunum. Alafoss gaf verðlaun til keppn- innar.en UMF Aftúrelding sá um framkvæmd hennar. Úrslit urðu sem hér segir: Reykj avíkurmótið Lokastaðan í Reykjavfkurmót- inu i knattspyrnu varð sem hér segir: Víkingur KR Fram Valur Þróttur Ármann 5 4 10 11:0 9 5 4 0 1 10:4 8 5 3 1 1 8:5 7 5113 9:11 3 5 1 1 3 3:9 3 5 0 0 5 3:15 0 Markhæstir urðu eftirtaldir leikmenn: Atli Þór Héðinsson, KR 5 Kári Kaaber, Víkingi 4 Hermann Gunnarsson, Val 3 Jóhannes B frðarsQtL, Víking.3 Karlar: Sigurður P. Sigmundsson, FH. 23.45 Gunnar Snorrason, U.B.K. 24.16 Einar P. Guðmundsson. F.H. 24.24 Högni Óskarsson, K.R. 25.04 Þorkell Jóelsson. Aftureld- ingu 25.44 Haukur Nielsson. Aftureld- ingu 29.37 Ólafur Guðmundsson, K.R. 31.59 Konur: Ragnhildur Pálsdóttir, Stjörnunni 10.11 Anna Haraldsdóttir, F.H. 10.26 Lára Halldórsdóttir, F.H. 11.21 Elva Ingólfsdóttir, F.H. 12.42 Harpa Ingólfsdótúr, F.H. 12.52 Sólveig Pálsdóttir, Stjörnunni 13.14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.