Morgunblaðið - 19.06.1974, Síða 2

Morgunblaðið - 19.06.1974, Síða 2
þúsund bollar af Kaaber „Framleiðsla okkar nú er um 400 þúsund bollar af Kaaberkaffi á dag og er það rúmur helmingur þess, sem íslendingar neyta daglega af kaffi," sagði Ólafur Johnson forstjóri kaffibrennslu Kaaber f samtali nú fyrir skömmu, er við hittum hann til að fræðast um kaffibrennsluna í til- efni 50 ára afmælis hennar, sem var í gær, Kaffibrennslan var stofnuð 18. júní 1924 af eigendum 0. Johnson og Kaaber og var fyrst til húsa í Hafnarstræti í 12 ár. 1 936 var flutt í húsnæði i Höfðahverfi, þar sem brennslan var unz verksmiðjan f Sætúni var reist árið 1 952. Þar var brennslan starfrækt f 1 5 ár, er hún fluttist í nýja húsnæðið á Tunguhálsi í Árbæjarhverfi 1 967. Með tilkomu nýju verksmiðjunnar var jafnframt hafin framleiðsla á nýj- um kaffitegundum, Java, Mokka og Santosblöndum sem er lúxuskaffi, en langstærstur hluti framleiðslunn- ar er þó Rfókaffið, hið eigínlega, landskunna og vinsæla Kaaberkaffi Við báðum Ólaf í upphafi að segja okkur frá helztu einkennum kaffi- tegundanna, sem framleiddar eru i kaffibrennslu Kaaber. 4 tegundir — Ríókaffið er 100% hreint Brazilfukaffi af Caffea Arabicastofo- inum, og kemur frá Rióhéraði i Braziliu og þar um kring. Vegna þess, að það er ættað þaðan fær það I sig hið sérstaka bragð, sem þekkt er sem Ríóbragð. Bragðið byggist töluvert á moldinni, sem kaffitréð I vex úr, hversu mikið rignir, hve hátt yfir sjávarmáli tréð er ræktað og það i fær sinn sérstaka keim af þvi. Ég get 1 bezt lýst þessu með þvf að taka til dæmis Islenzkar kartöflur. Allir vita, að vissar tegundir eru betri en aðrar og fá sín einkenni, eins og gull- augað. sem byggist á þvi hvar þær eru ræktaðar á landinu. Það er eins með kaffibaunina, hún fær sinn sér- staka keim bæði af því hve hátt uppi hún vex, hve mikla sól hún fær, hvað mikla rigningu og hvernig moldin er. Allt þetta hjálpar til að skapa sérstakan keim, sem kemur úr nær hverju héraði Hinar tegundirnar okkar þrjár eru nokkuð flóknari, þ.e.a.s. það er kaffi f þeim blöndum frá mörgum lönd- um. Mokkategundin okkar er t.d. blönduð með kaffi frá Eþíópiu, Kolomblu, Kenya og siðan kaffi frá Mið-Ameríkulöndunum Salvador og Gautamala. Javategundin sam- stendur af kaffi frá Java, Kolombíu og frá Salvador, svokallað „Highgrown Coffee" eða kaffi, sem ræktað er hátt yfir sjávarmáli. Einnig er svolítið af Santoskaffi í blöndunni frá Santoshéraði í Brazilfu Undir- stöðukaffið i Santonsblöndunni er einnig frá Brazilíu, það er miklu mildara kaffi úr Santonshéruðunum, einnig er I þeirri blöndu Kolombiakaffi og dálítið af Mið- Amerikukaffi. kaffiinnkaup KAFFIBRENNSLA 0.J0HNS0N &KAABER H.F Rætt við Ólaf Johnson forstjóra Kaffi- brennslu O.John- son & Kaaber H/F Kaffiinnkaupin — Hvernig fara fram á íslandi? — Þegar maður er svo langt í burtu frá seljendunum er um tvær leiðir að ræða til að kaupa kaffið. Að fá prufu af kaffi, sem er til sölu I ákveðnu magni á ákveðnum stað á ákveðnu augnabliki. Þá fær maður senda 300 gramma prufu, sem á að vera af nákvæmlega sömu gæðum og allt magnið, sem til er. Þessu magni er gefið ákveðið heiti, sem notað er unz það hefur allt verið selt, en þá er heitið lagt til hliðar og aldrei notað aftur, en fengið nýtt orð. Þetta er algeng leið við kaffi- kaup. Hin leiðin er að lýsa kaffinu nákvæmlega Þá er leitað tilboða í ákveðið magn til afskipunar í ákveðnum mánuði, allt að 2000 sekkjum hjá okkur en hver sekkur vegur 60 kg. Kaffið er flokkað í ákveðna gæðaflokka frá 2—9 og eru gæðin þvi meiri sem flokkurinn hefur lægri tölustaf. Gæðin eru ákveðin þannig, að holuspjóti er stungið I sekkinn og tekin 300 gramma prufa. Þessi 300 gr eru aldrei gallalaus og það eru sér- fræðingar, sem flokka úr henni gallana. T.d. hvort baunirnar eru brotnar, hvort þær eru óþroskaðar, hvort það eru óhreinindi i sekknum o.s.frv. Hver galli hefur ákveðna punkta og þegar þessir punktar eru lagðir saman og fara yfir ákveðna tölu, fellur kaffið um einn flokk Þegar við lýsum kaffinu, sem við viljum fá, segjum við, að við viljum fá tilboð I 2000 sekki af New York 2^ 2 er hæsti gæðaflokkur, sem til er. Með New York eigum við við, að við viljum, að staðreynt sé af bandarlsk- um sérfræðingum, að hér sé um að ræða kaffi úr flokk nr 2. Bandarikja- menn hafa ákveðið matskerfi, sem kunna að túlka flokkanna allt öðru- vísi. — Hvað máli skipta, stærð og litur baunarinnar? Stærðin skiptir ekki máli — Stærðin skiptir engu máli. Það hefur verið nokkuð útbreiddur misskilningur, að kaffi sé betra eftir því sem baunin er stærri. Litur baun. arinnarsegirtil umaldur hennar og flokkast frá grænt til hvltt. Ný upp- skera af baunum er græn. Þá er mikið vatn eftir í bauninni og hún er græn og bólgin. Slikum baunum sækist maður ekki eftir, þvi að þær eru llkar á bragðið og súr appelsina. Þegar tímar liða, gufar töluvert vatn úr bauninni og þá byrjar hún að fölna, en frá öðrum mánuði til fimmta mánaðar verður hún Ijós- græn, er það sá litur, sem við vilj- um. Eftir það verður hún gulgræn en þá er hún orðin helzt til of gömul. — Hvað gerist ef ágreiningur verður um gæði þess kaffis, sem þið hafið pantað? — Þegar við kaupum kaffið vilj- um við útiloka að þurfa að sækja okkar rétt, ef eitthvað fer úrskeiðis, til landa eins og t.d. Brazilíu, sem hefur ekki sama réttarfar og við. ( öllum okkar samningum er klausa, þar sem segir, að ef um ágreining verði að ræða, skuli skorið úr hon- um í þeirri höfn í Evrópu, sem skipið kemur með kaffið til, en það er yfirleitt Rotterdam eða Antverpen. Þegar skipið leggur af stað frá Brazi- liu, fáum við senda prufu flugleiðis, sem við förum yfir og ákveðum hvort hún er I samræmi við gerða pöntun Ef við verðum varir við eitthvað, sem okkur líkar ekki, ger- um við afskipandanum viðvart um að við viljum stöðva þessa sendingu í Rotterdam eða Antverpen eftir því á hvorn staðinn skipið kemur og biðja þar um úrskurð. Sá úrskurður er fenginn með þvi að leggja málið fyrir óháða aðila, sem eru sér- fræðingar I kaffi og kallast á ensku „coffee Arbitration Board". Sllkir sérfræðingar eru til staðar í öllum hinum stóru höfnum, þar sem miklu kaffi er umskipað Þessir sér- fræðingar rannsaka málið og kveða upp sinn úrskurð fyrir ákveðna þóknun. Þessir menn vita ekki milli hvaða aðila ágreiningurinn er. Þeir lita bara á gæðin og dæma. — Hafið þið einhvern tima orðið fyrir áfalli vegna þess, að þið fenguð svikna sendingu? Gifurlegt tjón — Já, það hefur þvi miður komið einu sinni fyrir og olli okkur milljónatjóni. Þetta var árið 1968 Við fengum þá 2000 sekkja send- ingu, sem hafði verið staðfest af hinu heimskunna svissneska fyrir- tæki Superintencia, sem gæða- flokkur Río-New York 2. Þetta er óháð og mjög virt fyrirtæki, sem við höfum skipt við í áratugi og metur gæði hvaða vöru, sem beðið er um. Það má t.d. nefna, að þeir hafa umboðsmann í Reykjavik Þegarsvo kaffið kom, reyndist það vera Ríó- New York-5. Superintenciamað- urinn i Brazilíu hafði kannað vikt sendingarinnar og gæði og gaf út vottorð um að gæðin væru New York-5. Hinsvegar hafði vottorðið verið falsað og stóð á, þv! þegar við fengum það, New York-2. Þessi sending var þó ekki öll gölluð. Svik- in komust ekki upp fyrr en búið var að framleiða og senda á markaðinn úr 650 sekkjum eða 30 tonn. Þá fóru að koma kvartanir um að kaffið væri vont. Þegar þetta kom upp tók stjórn fyrirtækisins þegar i stað ákvörðun um að kaupa allt það kaffi af kaupmönnum, sem sent hafði verið út. Við urðum að loka verk- smiðjunni i þrjár vikur, því að við gátum ekkí fengið frá Evrópu það gæða hráefni, sem við vildum. Þessi svik urðu Kaaber dýrkeypt og beint tjón þá nam milljónum króna og þá var milljónin mun meira virði en hún er i dag. Auk þess töpuðum við nokkrum hluta markaðarins, sem okkur hefur þó tekizt að vinna aftur hægt en ákveðið á gæðum okkar framleiðslu. — Hvernig gat slikt gerzt miðað við allar þær ráðstafanir, sem gerðar eru til að tryggja, að þið fáið þau gæði, sem þið pantið og greiðið fyrir? Bankamistök — Rannsókn málsins tók marga mánuði, þvi að hér var um sakamál hjá seljandanum en tjónið varð útaf bankamistökum. Fyrirtækið, sem seldi okkur kaffið, stóð höllum fæti og var að reyna að bjarga sér. Seljandinn fékk sendinguna greidda i banka út á Ijósrit af frumriti af skoðunavottorði frá Superintencir. i bankanum. Þar stóð, að sendingin væri úr gæðaflokki 2. Hann hafði hins vegar breytt á frumritinu töl- unni 5 i 2, en sú breyting kom ekki fram á Ijósritinu og bankinn greiddi honum peningana, sem alls ekki má gera, því að það verður að framvlsa frumritinu. Seljandinn sagði hins vegar í bankanum, að sendill hefði týnt frumritinu, en til allrar hamingju hefði verið tekið af því Ijósrit. Þessu bragði sá bankinn ekki við og því fór sem fór. Seljandinn varð svo gjaldþrota og við sátum uppi með nær óbætt tjón, að öðru leyti en því, að við gátum losað okkur við birgðirnar til útlanda á stórniðursettu verði. Ég var staddur úti á landi þegar þetta gerðist og var kallaður í símann með hraði, þar sem mér voru sagðar fréttirnar og ég vona sannarlega. að ég eigi ekki eftir að lifa annan slíkan dag. Miðað við verðið á kaffi í dag kostar það magn, sem við keyptum aftur af kaupmönnum, rúmar 7 milljónir króna, sem gefur nokkra mynd af tjóninu. — Hver var velta kaffi- brennslunnar á sl. ári? — Hún var um 180 milljónir króna — Hvernig hefur verðþróun á kaffi verið á heimsmarkaðinum? — Hún hefur verið og er stöðugt á uppleið og þar er margt sem veldur. Kaffitréð er ákaflega vand- meðfarið og það vex seint, þannig að hægt er að hafa miklu meira upp úr landinu, með því að rækta eitt- hvað annað. Þetta hefur gerzt í siauknum mæli í Braziliu, sem er stærsta ræktunarlandið, en nú, þeg- ar verðið er orðið svo hátt, er ekki hægt að skipta yfir ( kaffirækt á svipsundu,það tekur mörg ár. Ofan á þetta bættist að sjúkdómur barst frá Afríku til S-Ameríku, sem hefur valdið þungum búsifjum. Þessi sjúk- dómur heitir „Rust" eða ryð og leggst neðan á laufið á kaffitrénu og eyðileggur tréð. Þennan sjúkdóm er mjög erfitt að hefta. Allt þetta hefur valdið þvl að ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn eftir gæðakaffi og það tekur langan tima að ná upp framleiðslunni á ný. Auk þessa hafa ræktunarþjóðirnar bundizt samtök- um um hve mikið þau rækta af kaffi og hve mikið þau flytja út. Þetta er gert til þess að koma i veg fyrir, að einhver setji of mikið magn á markaðinn og valdi verðfalli. Þetta eru ástæðurnar fyrir hinu háa og hækkandi verði. — Nú er Riókaffið ykkar visitölu- kaffi Hvernig kemur þessi hækkun við afkomu kaffibrennslunnar? — Kaffi er háð mjög ströngu verðlagseftirliti og álagningu haldið niðri eins og hægt er vegna vísi- tölunnar — Er stöðug aukning kaffineyzlu i landinu? — Það er alltaf einhver aukning, en hún er nú hægari en hún hefur verið. Við höfum fram til þessa tvö- faldað i kilóum það magn, sem við höfum framleitt, á 10 ára fresti, en ég spái ekki sömu aukningu í fram- tiðinni. Bæði er það, að kaffi er orðið dýrt, margir nýir drykkir hafa komið fram á sjónarsviðið og svo er það, að unga kynslóðin virðist ekki vera eins gefin fyrir kaffidrykkju og foreldrarnir. Við gerðum ráð fyrir, að verksmiðjan á Tunguhálsi þyrfti ekki stækkunar fyrr en 1980, en það er nú Ijóst, að hún mun duga án stækkunar mun lengur en það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.