Morgunblaðið - 19.06.1974, Page 8
KAFFIBRENNSLA
O.JOHNSON & KAABER H.F
Kaffi-
uppskriftir
HÉR á eftir fara nokkrar uppskriftir af drykkjum, réttum og kökum, þar sem kaffi á
stóran þátt í þwí að ná fram því bragði, sem höfundar uppskriftanna hafa leitað eftir.
Það þarf vart að taka það fram, að bezta kaffið er gæðakaffið frá Kaaber. Uppskriftin
að Selskapstertunni er eftir frú Elinu Guðjónsdóttur og hlaut sú uppskrift 1.
verðlaun í Pillsburykeppninni, sem Kaaber ge'ckst fyrir árið 1964. Uppskriftirnar að
kaffikökunni og hátíðarkökunni eru einnig úr þeirri keppni.
Kaffi Mexíkanó
4 teskeiðar af súkkulaðisýrópi —
'h bolli af rjóma — * 3A teskeið af
kanel — V* teskeið hnetumylsna
— 1 teskeið sykur — 1 ’/j bolli af
sterku Kaaber kaffi. —
Takið fram 4 bolla og setjið eina
teskeið af súkkulaðisýrópi í hvern.
Blandið síðan saman 'A teskeið af
kanel, rjómanum, sykrinum og
hnetumylsnunni og þeytið. Hrærið
V4 teskeið af kanel út í kaffið og
hellið siðan i bollana. Hrærið til að
sírópið blandist vel og setjið siðan
þeyttu blönduna ofan á.
Kaffi Belgía
1 eggjahvita — ’/» teskeið vanilla
— 'h bolli af rjóma — Heitt Kaab-
er kaffi
Stífþeytið eggjahvituna. Setjið
vanilluna út i rjómann og þeytið
saman og blandið siðan við eggja-
hvítuna. Fyllið þriðjung 4 kaffibolla
með þessari blöndu og hellið síðan
kaffi yfir Má sykra.
írskt kaffi
Flnkornóttur strásykur — sterkt,
svart Kaaber kaffi — írskt
Whiskey — þeyttur rjómi.
Látið tvær teskeiðar af sykri út i
volgt borðvinsglas og fyllið að %
með heitu kaffi Hrærið saman. Bæt-
ið við tveimur teskeiðum af irsku
Whiskey og þeyttum rjóma ofan á.
Danskt konjakskaffi
6 egg — hakkaður börkur af einni
sitrónu — 'h bolli af sykrti — 3
bollar af sterku, köldu Kaaber
kaffi — % bolli af brandý eða
konjaki.
[ Þeytið eggin og sítrónubörkinn
saman og bætið sykrinum smám
. saman út i þar til blandan er orðin
i þykk Hrærið kaffinu rólega saman
við og bætið síðan konjakinu við.
Fyllir 1 2 stóra bolla
Paprikukjúklingur
1 kjúklingur (tekinn stundur) — 1
lltill laukur — 4 parsleygreinar —
2 teskeiðar salt — 4 piparkorn —
V3 bolli sterkt Kaaber kaffi — ’/»
bolli niðurskorinn laukur — 4
matskeiðar smjörlíki — 1 bolli
hveiti — 6 teskeiðar af papriku
— V3 bolli rjómi — IV2 bolli súr
rjómi
Setjið kjúklinginn i djúpa pönnu
með tveimur bollum af vatni, lauk,
Parleygreinum 1 teskeið af salti og
piparkornum. Látíð lokið á og látíð
sjóða i 1 klst. við vægan hita Sjóðið
niðurskorna laukinn í tveimur mat-
skeiðum af smjörlíki, unz hann er
orðinn mjúkur, en látið hann ekki
brúnast. Takið laukinn úr feitinni
1 Blandið saman hveitinu (nema
, tveimur teskeiðum), 1 teskeið af
salti og tveimur teskeiðum af pap-
riku og veltið kjúklingapörtunum
upp úr þvl. Brúnið þá sfðan vel I
feiti. Bætið við tveímur matskeiðum
af soði og sjóðið í 35—40 minútur
eða unz kjötið er meyrt. Takið spsu-
pönnu og setjið tvær teskeiðar af
fitu, tvær matskeiðar af hveiti, 1
bolla af soði, rjómann, kaffið og
fjórar matskeiðar af papriku Hrærið
I þessu við vægan hita unz það er
orðið þykkt. Bætið lauknum út í og
súrrjómanum Hellið þessu yfir
kjúklinginn og hitið við vægan hita I
3 minútur. Látið ekki sjóða. Býr til 4
skammta.
Bakaðar baunir Boston
1 meðalstór laukur — 2 dósir
bakaðar baunir — 125 gr. saltað
feitt svínakjöt — salt og pipar —
Vi bolli síróp — Vi bolli sterkt
Kaaber kaffi — Vz bolli sjóðandi
vatn — V2 teskeið sinnep.
Flysjið laukinn og setjið hann í
djúpan pott. Setjið sinnepið í baun-
irnar og hrærið saman með salt og
pipar. Blandið saman sírópinu, vatn-
inu og kaffinu og hellið yfir baunirn-
ar. Skerið svínakjötið í ræmur og
grafið í baunirnar. Bakið í opni við
220 gráður í 1 klukkustund. Býr tiK-
kjarnafæðu fyrir sex.
Kjötbúðingur a la
Kaaber
1 'h kg nautahakk — 'h bolli nið-
urskorinn laukur — 1 'h bolli
brauðmylsna — V4 bolli sterkt
Kaaber kaffi — 2 teskeiðar salt
— 1 teskeið sinnep — 1 teskeið
Worcestershiresósa — V4 teskeið
Tabacco — 3 bollar af heitum
kartöflujafning — soðnar baunir
og gulrætur.
Blandið öllu vel saman, nema
kartöflujafningnum og grænmetinu
Látið I vel smurðan kökuhring og
bakið I ofni við 220 gráður í 40
mínútur. Setjið kjötið á fat og
kartöflurnar og grænmetið ofan á
Býr til 6—8 skammta.
Selskapsterta
EFRI HÆÐ:
8 stk. egg — 300 gr. strásykur —
4 msk. O. Johnson & Kaaber
kaffiduft — 300 gr. hakkaðar
möndlur — 1 bolli Pillsbury’s
Best hveiti
KREM:
500 gr. flórsykur — 5 msk. Kakó
— 'A bolli sjóðandi vatn — 12
konfektflöskur
Egg og sykur þeytt Ijóst og létt,
möndlur hveiti og kaffiduft blandað
samanvið eggjadeigið Bakað i háu
vel smurðu ísmóti og minnstu stærð
af tertumóti aðgæta þarf að smyrja
mótín vel að innan með smjöri
og strá Pillsburys Best hveiti
innan um þau áður en deigið
er látið I þau. Ofninn er hitaður
í 425 gráður kakan látin hefast,
hitinn færður niður í 250
gráður og kakan bökuð I 35—40
mín Kökurnar eru settar saman
með kreminu, afgangnurn smurt vel
utan um kökuna og konfektflöskun-
um síðan raðað utanum kökuna.
NEÐRI HÆÐ:
8 stk. egg — 2 bollar strásykur
— 2 bollar Pillsbury’s Best hveiti
— 2 bollar möndlur sax — 2
bollar döðlur skorpnar I litla bita
— 2 bollar mjólkursúkkulaði skor-
ið I litla bita — 2 tsk. lyftiduft
Egg og sykur þeytt Ijóst og létt,
Pillsbury s Best hveitinu, möndlun-
um, döðlunum, súkkulaðinu og lyfti-
duftinu öllu bætt út I eggjadegið i
einu. Þetta bakast i 4 stórum tertu-
mótum, hitinn þarf að vera 425
gráður og bakast I 1 5 mín.
Skreyting:
Botnunum er raðað saman þannig
að myndist 2 stórir tertubotnar og
látnir á bakka sem er 45 cm. I
þvermál 2 — % I. rjómi stifþeyttur.
Botnarnir lagðir saman með rjóman-
um og þakið yfir þá með rjóma,
siðan er rjóma sprautað utan um
kökuna og I toppa ofan á hana,
afgangnum af rjómanum er siðan
sprautað á efri hæðina, toppar utan-
um hana og ofan á kökuna að kon-
fektfklöskunum
2 pk. konfektmassi (400 gr.) hnoð-
að upp með 200 gr. flórsykri. Kon-
fektmassinn slðan litaður með gul-
um, rauðum, grænum og bláum
ávaxtalit, (best að nota Premier eða
McCormick Food Colours) búin til
blöð og rósir, sem síðast er raðað
utan um og ofan á neðri hæð tert-
unnar Sérstakan kökudisk þarf fyrir
þessar uppskriftir, mjög auðvelt fyrir
alla að útbúa þá. Neðri diskurinn er
45 cm. í þvermál en efri diskurinn
33 cm. I þvermál, búnar eru til
fjórar tréfætur 25 cm. langar, sem
llmdar eru og skrúfaðar neðan I efri
diskinn þetta er allt hvítt, síðan er
álpappír settur yfir diskana og
þá eru þeir tilbúnir til notkunar.
Efri disknum er síðan stungið ofan f
neðri tertuna þegar búið er að
sprauta hana með rjómanum, rósun-
um síðast raðað á kökuna. Gott er
að kakan blotni með rjómanum I
1—2 tíma áður en hún er borin
fram.
Sjóðið þetta saman. Látið það
síðan bullsjóða undir loki I 3—4
mín. Hrærið öðru hvoru i pottinum.
Kælið Það er mjög áríðandi að kæla
þetta vel
Bætið síðan 200 g. af hveiti og 1
tsk. sódadufti saman við og hrærið
aðeins svo að hveitið hverfi.
Smyrjið innan aflangt mót, stráið i fl
það brauðmylsnu og hellið deiginu
í.
Bakið kökuna við 175C i um 40
mín. Látið hana standa um stund í
mótinu Hvorlfið henni á bökunar-
grind. Getur geymzt vikum saman i
plastíláti með þéttu loki Er sérlega
Ijúffeng ef sneiðarnar eru smurðar
með smjöri
Hátíðarkaka
Setjið I hæfilega stóran pott.
3 dl. sterkt gott Kaaber kaffi —
300 g. sykur — 1 stór tsk. kanill
— 'h tsk. negull — 2 dl. rúslnur
(um 125 g.) — 2 tsk. vanillusykur
— 'h tsk. salt — 50 g smjörllki
(handa 12—1 5 manns)
3 misstór form
Kaffikaka 12 s,k ®99 — 360 9 (4—'hdi.)
sykur — 140 g. (12 dl.) kartöflu-
mjöl — 5 msk. hveiti — 2'/2 tsk.
lyftiduft
Fylling: Vanillukrem — 3 bl. mat-
arlím — 3 stk. eggjarauður — 3
msk. sykur — 1 msk. maizenamel
— 3 dl. rjómi — 1 tsk. vanillusyk-
ur — 4 dl. þeyttur rjómi *
Skraut: Súkkulaðibráð með smjöri
— 200 g. súkkulaði, — 1 dl.
soðið vatn — 2 tsk. Kaaber kaffí-
duft — 150 g. smjör — 75 g.
flórsykur — 1 / 8 I. rjómi — Vz bl.
matarllm — 1 stk. Ijós og stjaki
eða eitthvað til að festa það,
marcipanskraut (blóm eða jóla-
sveinar o.s.frv.) svolítið rautt
hlaup.
Deigið hrærist tvisvar. Fyrra skipt-
ið er hrært í stærsta mótið og er það
bakað við 1 80C í um 35—45 mín.
því næst er hrært i hin tvö og eru
þau bökuð við 1 80C i um 25—35
min. Eggjarauðurnar og sykur þeytt
saman hveiti og lyftiduft hrært sam-
an við og að síðustu er stifþeyttum
hvítunum bætt i 2—3 sinnum. Sett
i smurð og raspistrað mót.
Vanillukrem: Matarllmið sett í
bleyti i kalt vatn í 10 min. Eggja
rauðurnar og sykur þeytt vel saman,
maizenamel og rjómanum hrært i og
kremið hitað að suðumarki (má ekki
sjóða) og hrært stöðugt í á meðan.
Tekið af hitanum og vanillusykurinn
og matarliminu bætt i. Hrært í krem-
inu á meðan matarlimið er að leys-
ast upþ. Kremið kælt og hrært i
öðru hvoru á meðan. Þegar það er
orðið kalt og næstum stíft er þeyttur
rjóminn settur í. Botnarnir eru klofn-
ir og kreminu smurt á milli einnig er
kreminu smurt ofan á kökubotnana
og þeir settir ofan á hvor annan.
Súkkulaðið brætt i sjóðandi vatninu
og kaffiduftinu bætt i. Linu smjörinu
og flórsykrinum hrært vel saman.
Hinu brædda og kalda súkkulaði-
massa hrært í smám saman. Súkku-
laðibráðinu smurt jafnt á alla kök-
una, jafnt á stalla og hliðar slétt með
hnif. Eitt Ijós sett á toppinn á kök-
unni, sem skreytt er með rjómatopp-
um, smá stjörnum úr hlaupi og
marcipan skrauti.
TEIKIMISTOFA
ivryiMOAividrrA