Morgunblaðið - 17.07.1974, Side 2

Morgunblaðið - 17.07.1974, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JULÍ 1974 GÆZLUVARÐHALD VEGNA GRUNS UM KYNFERÐISAFBROT RUMLEGA fertugur maður hefur verið úrskurðaður f 30 daga gæzluvarðhald vegna gruns um að hafa hellt vfni f 6 ára dreng og haft f frammi við hann kynferðis- lega tilburði. Málsatvik liggja ekki Ijós fyrir, en maðurinn hefur hvorki játað né neitað sakargiftum. Atvik þetta átti sér stað f fyrradag. Málsatvik eru þau, að kona, sem var að hengja þvott sinn til þerris, tók eftir dreng, sem lá í garði þar skammt frá. Við nánari athugun virtist drengurinn vera undir Fyrirlestur um yoga INDVERSKI yogameistarinn Sri Chinmoy heldur opinberan fyrir- lestur næstkomandi sunnudags- kvöld, 21. júlf, kl. 20.30 í stofu 201 f Árnagarði. Sri Chinmoy er fæddur í Bengal á Indlandi árið 1931. Tólf ára gerðist hann félagi f ashrami, eða trúarlegu samfélagi, þar sem hann dvaldist næstu tuttugu árin við iðkun hugleiðslu og öfluga andlega þjálfun. Árið 1964 kom hann til Ameríku til þess að bjóða fram reynslu sína. Sfðan hefur hann komið á fót andlegum setrum vfðsvegar um Bandarfkin, Kanada, Vestur-Evrópu og Ástra- líu. Hann hefur gefið út nokkrar bækur um hugleiðslu og andleg mál og haldið fyrirlestra víða um heim. Daglega er hugleiðslum Sri Chinmoy útvarpað víðsvegar um Bandarfkin og nokkrar sjónvarps- stöðvar senda reglulega út bæna- stund hans. Sri Chinmoy-hugíeiðsluhópur hefur starfað í Reykjavík frá því í desember 1973, en tveir læri- sveinar Chinmoy hafa komið hingað til lands, gftarleikarinn Mahavishnu John McLaughlin og kona hans Mahalakshmi. annarlegum áhrifum og var hann fluttur á Slysavarðstofuna, þar sem dælt var upp úr honum og síðan á sjúkrahús til öryggis. Samkvæmt síðustu upplýsingum frá lögreglunni er ekki enn vitað, hvort víni var hellt í drenginn eða átt við hann kynferðislega. Að sögn drengsins bað maðurinn, sem hefur aðgang að kjallaraíbúð foreldra sinna, hann um að skreppa fyrir sig út í búð til að kaupa pilsner. Síðan segist hann hafa farið inn í íbúðina til manns- ins, þar sem hann drakk ,,pilsner“. Þá segir drengurinn, að maðurinn hafi reynt að fá sig með sér í bað, en þvf hafi hann neitað. Eftir þetta er frásögn drengsins mjög ruglingsleg og man hann ekki, hvernig hann komst út úr íbúðinni. Drengurinn hefur dval- ið drykklanga stund í íbúðinni, því að leit var hafin að honum í hverfinu, sem ekki bar árangur fyrr en hann fannst skyndilega í garðinum, sem leitað hafði verið í. Virðist svo sem maðurinn hafi komið drengnum út um glugga á kjallarafbúðinni og haft sig síðan á brott, en hann var handtekinn á öðrum stað í borginni. Mbl. hafði fregnir af máli þessu í fyrrakvöld, en þá voru málsatvik mjög óljós og í gær voru margir þættir þess enn á huldu. ------------------- SÖNGUR VIÐ OPNUN VEGAR I FRÁSÖGNINNI af hátíðarhöld- unum f sambandi við opnun hringvegarins féll niður að geta þess, þegar skýrt var frá söng kórs Skaftfellingafélagsins í Reykjavík, að með þeim kór sungu kirkjukórar úr Vestur- Skaftafellssýslu. Þá söng einnig sameiginlegur karlakór úr Aust- ur- og Vestur-Skaftafellssýslu undir stjórn Friðjóns Bjarnason- ar. Minkadráp Húsavík, 15. júlí. I MORGUN varð Leifur Baldurs- son var við ðkyrrð f öndum, sem voru á Búðarárstfflunni f miðjum Húsavfkurbæ. Þegar hann fór að gæta betur að sá hann til tveggja minka og tilkynnti það strax lög- reglunni, sem fór vopnuð á stað- inn. Þegar þangað kom sá lögregl- Póstþjónusta á Þingvöllum EINS OG áður hefur verið til- kynnt verður sérstakt pósthús starfrækt á Þingvöllum á þjóðhá- tíðinni sunnudaginn 28. júlf n.k. og sérstakur hátíðarpóststimpill notaður. í því sambandi tekur póst- stjórnin fram, að öll pósthús landsins taka við frfmerktum um- slögum, kortum o.s.frv. til stimpl- unar á Þingvöllum. Slíkar send- ingar verða að sjálfsögðu að vera frímerktar fyrir réttu burðar- gjaldi eftir eðli þeirra (bréf 20 g: 17 kr., póstkort 13 kr., prent 20 g: 13 kr. Fólki er eindregið ráðlagt að hafa þennan hátt á, ekki sízt ef það hefur í hyggju að fá stimpluð umslög með Þjóðhátíðarfrímerkj- unum ellefu, en þau eru nú öll komin út og fást á pósthúsum. Með því móti sparar fólk sér óþarfa fyrirhöfn á Þingvöllum, þjóðhátíðardaginn. Unnið aS uppsetningu Þróunar 874—1974 I Laugardalshöllinni. Þróun 874-1974: á Húsavík „Orka með dyggð reisi bæi og byggð” UnniS er nú aS uppsetningu sýningarinnar Þróun 874—1974 I Laugardalshöllinni, en sýningin er sett upp I tilefni þjóShátiBarðrs- ins. Á sýningunni verSur sýnd þró- un og framfarir i atvinnuvegum landsmanna, sjávarútvegi, iSnaSi, landbúnaSi og verzlun, en einnig verSa sýningardeildir frá stjórnar- ráSinu, Reykjavikurborg og um samgöngur og menntamál. Alls verSa þvi 8 sýningardeildir á þess- ari sýningu og hafa þærtil umráSa alla Laugardalshöllina og útisvæS- iS næst henni. Mest áherzla verS- ur lögS á aS sýna þróun frá árinu 1874. Forseti íslands er vemdari sýningarinnar og mun opna hana 25. júli nk., en gert er ráS fyrir, aS sýningin verSi opin til 11. ágúst. ViS opnunina er búizt viS, aS for- sætisráSherra og borgarstjórinn í Reykjavík flytji ræSur. Fram- kvæmdastjóri sýningarinnar er Agnar GuSnason ráSunautur. í anddyri hússins verður sýningar- deild stjórnarráðsins. Þar verður reynt að varpa Ijósi á hlutdeild Al- þingis og rikisstjórna í atvinnuupp- byggingu og þróun atvinnuveganna m.a. með myndasýningum, likönum og töflum. Rakin er saga stjórnar- ráðsins og myndir sýndar af öllum ráðuneytum, sem setið hafa við völd. Að sögn Jónasar Jónssonar I landbúnaðarráðuneytinu, sem situr I sýningarráði af hálfu stjórnarráðs- ins, verður lögð áherzla á að hafa þessa sýningardeild sem fjölbreyti- legasta. ( kjallara anddyris hússins er kynning á menntakerfinu og skólum an f jögur dýr og fékk til liðsauka Ingimund Jónsson, sem var með haglabyssu, en lögreglan var vopnuð skambyssum. Ingimundur skaut læðu og þótti lfklegt, að hann hefði skotið ann- að dýr. Nokkru seinna fann Helgi Pálmason í húsagarði sínum hvolp, sem hann sálgaði. Hafa því unnizt 2—3 dýr af þeim fjórum, sem sáust. Minkabaninn hér í hér- aðinu var ekki staddur f bænum, en hann er væntanlegur í kvöld og mun hann leggja til atlögu við dýrin, sem eftir eru. Minkur hef- ur ekki áður sézt á Húsavík og eru uppi margar tilgátur um það, hvaðan hann sé kominn. Síldveiðiskipin hafa nú selt fyrir 273 millj. í Danmörku mörku fyrir 273.3 millj. kr., en f sfðustu viku seldu þau sfld f Hirtshals og Skagen fyrir 49.2 millj. kr. Á sama tfma f fyrra höfðu skipin selt sfld fyrir 212 millj. kr. Guðmundur RE er sem fyrr söluhæsta skipið og hafði f lok sfðustu viku selt fyrir 30.2 millj. kr. I vikunni sem leið seldu skipin 47 sinnum, samtals 1.626 lestir og meðalverðið, sem þá fékkst fyrir síldina, var kr. 30.29. Er það hæsta meðalverð, sem fengizt hefur á þessu sumri. Hæsta meðalverðið í vikunni fékk Magnús NK, 38.73 kr. Hæstu söluna fékk Guðmundur RE, 3 millj. kr. Mörg skipanna seldu nú fyrir meira en 1 milljón og yfir- leitt voru sölurnar með betra móti. Skipin hafa nú byrjað síld- veiðar við Hjaltland, en sfldin, sem þar fæst, er yfirleitt stærri og betri en sú, sem veiðist í Skage- rak. Fyrsta salan á þessu sumri var 7. maí og frá þeim tíma hafa skipin selt fyrir 273.3 millj. kr. eins og fyrr segir. Aflamagnið er orðið 11.436 lestir og meðalverðið, sem fengizt hefur fyrir síldina, er kr. 23.90. I fyrra var fyrsta salan þann 23. maí og fram til 14. júlí höfðu skipin þá selt fyrir 212.1 millj. kr. Aflamagnið var þá 10.482 lestir og meðalverð fyrir hvert kfló kr. 20.24. Guðmundur hefur selt 1.111 lestir fyrir 30.2 millj. kr. og meðalverð fyrir þennan afla er kr. 27.20. Næsta skip í röðinni er aflahæsta skipið f fyrra, Loftur Baldvinsson, sem búinn er að selja 875 lestir fyrir 22.7 millj. kr. Meðalverðið er kr. 25.92. Þriðja skipið í röðinni er svo Faxaborg Gk. landsins og sýndar þær breytingar, sem orðið hafa i þeim efnum Reykjavikurborg og atvinnuveg- irnir sýna á aðalgólfi Laugardalshall- arinnar. I deild Reykjavikur, sem m.a. verður á sviði hússins, verður sýnd söguþróun borgarinnar í myndum. Áherzla verður lögð á að sýna borgarlifið í dag, gróðurinn i borginni og grænu byltinguna. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen raf- magnsstjóra, sem er i sýningarráði fyrir Reykjavlkurborg, verður á sýn- ingunni stórt llkan af borginni og einnig annað minna af gamla mið- bænum. Þá verða I tengslum við sýninguna skipulagðar skoðunar- ferðir um borgina I deild Reykjavik- ur verða ennfremur sýndir leikþættir og skemmtiatriði unnin upp úr gömlum revium. Verður reynt að hafa sýningardeild borgarinnar sem líflegasta. Á miðju salargólfi hallarinnar verður byggður bær I 1 9. aldar stll, sem tengir saman allt sýningar- svæðið. Þar verður sýning á göml- um munum og mun Egill Ólafsson bóndi á Hnjóti I Örlygshöfn, sem á eitt bezta minjasafn í einkaeign á landinu, skýra fyrir gestum forna Framhald á bls. 16 Agnar GuSnason framkvæmdastjóri sýningarinnar og Gunnar Bjamason leiktjaldamálari virSa fyrir sér likan af sýningardeild um samgöngur. Nei, þessi mynd er ekki tekin f fslenzku fiskidjuveri, sfíur en svo. Hún er tekln f sndarnidurlagnlngarverksmiðju f Ilirtshals f Danmðrku. Fyrlr fslenzka sjómenn hafa nú Hirtshals og Skagen tekið við hlutverki Siglufjarðar, Seyðisf jarðar og Norðfjarðar, sem elnu sinni voru mestu sfidarbæir á tsiandi. LJósm.Mbi. Þ.Ó. — Fréttaritari. ÍSLENZKU sfldveiðiskipin f Norðursjó hafa nú selt sfld f Dan-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.